Fimmtudagur, 19. ágúst 2010
Neyðarlögin stærsta "rán" í sögu Evrópu?
Var íslenski bankamálaráðherrann undrandi á því að evrópskir ráðamenn voru honum fjandsamlegir eftir að hann og íslenska ríkisstjórnin hafði breytt öllum leikreglum á íslenska fjármálamarkaðnum og framið eitt stærsta "rán" sem nokkurn tíma hefur verið framið í sögu Evrópu?
"Rán" sem fólst í því að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, Þingvallarstjórnin, ákvað að ræna þá banka og fjármálastofnanir sem höfðu átti í viðskiptum við íslensku bankana og höfðu lánað íslensku bönkunum fé. Það fé sem ríkisstjórnin tók með þessum hætti af lánadrottnum gömlu bankana það fé fengu innistæðueigendur í hendurnar.
Með því að breyta lagarammanum á íslenska fjármálamarkaðnum á einum næturfundi í byrjum október 2008 þá var þetta "rán" mögulegt í skjóli þess að Ísland er sjálfstætt ríki og setur sín eigin lög og það er ríkistjórn og Alþingi sem saman framkvæma þetta "rán". Það sem mestu skipti í þeirri breytingu sem gerð var með setningu neyðarlaganna er að innlán voru gerð að forgangskröfu. Það þýðir að þegar þrotabú bankana eru gerð upp þá fá innistæðueigendur allt sitt fyrst. Síðan kemur að öðrum kröfuhöfum.
Þannig voru lögin og reglurnar ekki þegar Deutscke bank, HSBC, Commerce bank og allar hinar fjármálastofnanirnar lánuðu íslensku bönkunum fé. Þvert á móti, þá voru þessi innlán eingöngu tryggð af Tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta.
Er að undra þó ráðmenn í Evrópu hafi verið fjandsamlegir við íslenska bankamálaráðherrann eftir að hann og ríkisstjórnin sem hann sat í framdi eitt allra stærsta "rán" ef ekki það stærsta sem framið hefur verið í Evrópu þegar hann og ríkisstjórnin "rændi" á annað þúsund milljörðum frá öllum helstu fjármálastofnunum Evrópu og setti það fé í hendurnar á innistæðueigendum?
Er að undra?
Sjá nánar um stærsta "rán" Íslandssögunnar í þessum pistli hér:
Skjaldborg slegin um stærsta "rán" Íslandssögunnar.
Mynd: Meyjarós í Reykjavík.
![]() |
Bildt var fjandsamlegur í garð Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:31 | Slóð | Facebook
Mánudagur, 16. ágúst 2010
Skjaldborg slegin um stærsta "rán" Íslandssögunnar.
Stærsta "rán" Íslandssögunnar og eitt stærsta "rán" í Evrópu framdi Alþingi haustið 2008 undir forystu ríkisstjórnar Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur.
Stærsta "rán" Íslandssögunnar var framið þegar Þingvallastjórnin ákvað að "ræna" Deutsche bank, HSBC, Commerce bank og alla hina bankana og fjármálafyrirtækin sem höfðu lánað íslensku bönkunum fé.
Þetta "rán" sem Alþingi og íslenska stjórnsýslan framdi var framkvæmt þannig að leikreglum og lögum á Íslandi var breytt á einni nóttu þannig að Íslendingar sem áttu innistæður í íslensku bönkunum þær innistæður ákváðu þingmenn / "ræningjarnir" að tryggja að fullu á kostnað þessara erlendu lánadrottna.
Til þess að hægt væri að trygga íslenskum innistæðueigendum innistæður sínar að fullu ákváðu réttkjörnir fulltrúar almennings á Alþingi að setja hin svokölluð Bráðabirgðalög. Með því var hægt að "ræna" þá banka og fjármálafyrirtæki sem höfðu átt í viðskiptum við íslensku bankana og lánað þeim fé.
Með því að breyta lögum og reglum, lögum og reglum sem var grundvöllur þess að erlendir bankar og fjármálafyrirtæki lánuðu íslensku bönkunum fé og gera innistæður að forgangskröfum þannig að fyrst verða þær greiddar út að fullu áður en byrjað verður að greiða inn á kröfur erlendu lánastofnanna þegar þrotabúa bankana verður gert upp, með þessu þá var Alþingi að fremja eitt stærsta "rán" sem framið hefur verið í Evrópu.
Líkalega þarf að fara aftur til sjóræningjana sem ríktu og stjórnuðu Alsír frá um 1500 og fram yfir aldamótin 1800, þ.e. "Tyrkina" sem rændu og rupluðu Evrópu til að finna samjöfnuð við það rán sem "réttarríkið" Ísland undir forystu Alþingis framdi haustið 2008. Þessi ræningjalýður sem stjórnaði og ríkti í Alsír í nærri 300 ár, þeir komu meðal annars hingað til lands og rændu Vestmannaeyjar. Í heimildum frá Grænlandi er einnig að finna sagnir um komur slíkra sjóræningja til Íslendingabyggðanna á Grænlandi og eru þær taldar ein af orsökunum þess að byggð lagðist þar af. Danir stofnuðu á þessum öldum svokallaðan "Slavekasse" sem allir sjófarendur voru látnir borga í sem nokkurskonar tryggingu þannig að til væri fé í sjóði svo danska ríkið gæti keypt brottnumda Dani heim af Soldánunum í Alsír. Norðmenn fóru heldur ekki varhluta af sjóræningjum frá Alsír, sjá þessa grein hér.
Á sama hátt og þegar ræningjalýður stjórnaði Alsír og stóð fyrir skipulögðum sjóránum urðu þjóðir Evrópu, þá eins og nú, að reiða fram háar fjárhæðir, nú í formi lána frá AGS / Slavekassen, til að tryggja hagsmuni sína, sinna þegna, banka og fjármálafyrirtækja sem "ræningjalýðurinn" sem stjórnar Íslandi er búinn að "ræna" og setja í gíslingu með gjaldeyrishöftum.
Mikil er ábyrgð þeirra "ræningja" sem sátu á Alþingi þegar þessi bráðabirgðalög voru sett.
En íslenskum þingmönnum nægði ekki að "ræna" Deutsche bank, HSBC, Commerce bank og allar hinar erlendu fjármálastofnanirnar til að tryggja hagsmuni íslenskra innistæðueigenda og fjárfesta. Nei það var ekki nóg. Þeir ákváðu líka að "ræna" Íslenska Seðlabankann. Íslenski Seðlabankinn var tæmdur nokkrum vikum eftir hrun. Hver einasta króna, pund, dollar og evra var tekin út úr Seðlabankanum, tæpir 300 milljarðar og settir í hendur þeim fjárfestum sem keyptu bréf í peningamarkaðssjóðum íslensku bankana. Í framhaldi var Íslenski Seðlabankinn lýstur gjaldþrota.
Mikil er ábyrgð þeirra "ræningja" sem gerðu Seðlabankann gjaldþrota með því að tæma hann og afhenda féð fjárfestum sem gömbluðu með sitt fé í peningamarkaðssjóðum gömlu bankana.
En það að "ræna" alla erlenda banka og fjármálastofnanir sem lánuðu gömlu bönkunum og tæma Seðlabankann og setja í gjaldþrot það dugði "ræningjum" á Alþingi ekki. Ekki þegar hagsmunir íslenskra innistæðueigenda og fjárfesta eru annar vegar. Þess vegna var ráðist í það að gera alla íslensku þjóðina ábyrga fyrir því að tryggja allar innistæður að fullu í íslenska bankakerfinu. Engu máli skipti þó bankakerfið væri tíu sinnum stærra en árleg þjóðarframleiðsla. Engu máli skipti þó þjóðin verði þar með að tryggja allar innistæður vegna Icesave og Edge reikninga Landsbankans og Kaupþings. Hér ráða ferð einkahagsmunir, ekki almannaheill.
þegar búið var að "ræna" erlenda lánadrottna gömlu bankana og gera Seðlabanka Íslands gjaldþrota þá skildi það koma í hlut launafólks á Íslandi, bænda, verkafólks og sjómanna að borga það sem upp á vantaði til að bæta að fullu þær innistæður sem íslenskir innistæðueigendur og fjárfestar töpuðu í gjaldþroti íslensku bankana.
Ef Ísland væri réttarríki og þingmenn ekki hagað sér eins og þjófar að nóttu þá hefðu íslenskir innistæðueigendur og fjárfestar tapað 70% til 80% af innistæðum sínum í gjaldþroti bankana.
Mikil er ábyrgð þeirra "ræningja" sem sátu á Alþingi þegar ákveðið var að gera vandamál innistæðueigenda að vandamáli íslenskra launþega og fyrirtækja. Að breyta tapi innistæðueigenda í gjöld á almenning á Íslandi.
Mikil er ábyrgð þeirra þingmanna sem heimiluðu innistæðueigendum að ganga í vasa almennings á Íslandi og sækja þangað það fé sem þessir innistæðueigendur töpuðu þegar bankarnir fóru í gjaldþrot.
Það fé sem innistæðueigendur og fjárfestar töpuðu í gjaldþroti bankana er líklega á milli 1.500 til 2.000 milljarðar. Ríkistjórn Geirs Haarde og þeir þingmenn sem sátu á þingi haustið 2008 þeim tókst að tryggja hag þessara innistæðueigenda og fjárfesta með því að "ræna" erlenda lánadrottna gömlu bankana, "ræna" Seðlabankann og með því að veðsetja almenning og fyrirtækin á Íslandi fyrir afganginum.
Til að standa vörð um þetta mikla "rán" þá var við myndun ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur valin maður sem bankamálaráðherra sem var þá nýhættur í stjórn Félags fjárfesta eftir 8 ára setu.
Til að kóróna herlegheitin kom svo Goðmundur kóngur á Glæsivöllum og lýsti því yfir í frægasta sjónvarpsviðtali eftirstríðsáranna að íslenska "bankaránið" hafi heppnast vel og við Íslendingar myndum hagnast gríðarlega á gjörningnum öllum. Hálf þjóðin og heimurinn allur stóð á öndinni þegar Goðmundur kóngur á Glæsivöllum toppað flesta sjóræningjasoldána þeirra Alsírbúa.
Fátt hefur breyst í aldanna rás. Stórbændur á Norðurlöndunum og soldánarnir í Alsír sendu húskarla sína í ránsferðir um víða veröld hér á öldum áður. Okkar tíma "útrásarvíkingar" eru okkar tíma húskarlar. Okkar tíma "stórbændur" og "soldánar" heita í daga innlánseigendur / fjárfestar / auðmenn og svo aftur ráðherrar.
Hagsmunabandalag okkar helstu stjórnmálamanna og auðmanna hefur breytt okkar samfélagi úr því að vera friðsælt bænda- og fiskveiðisamfélagi í það að vera "ræningjabæli" þar sem lög og réttur skiptir engu máli þegar hagsmunir auðmanna eða okkar æðstu stjórnmálamanna er annars vegar.
Ljóst er að þessi ríkisstjórn hefur slegið skjaldborg um þetta stærsta "rán" Íslandssögunnar og ætlar sér að verja "þjófnaðinn" með öllum ráðum. Í kvöldfréttum fékk bankamálaráðherrann klapp á kollinn frá forsætisráðherra fyrir að standa sig vel í að verja "ránið" og vinna og stuðla að því að í stað ólöglegrar gengistryggingar verði teknir upp okurvextir. Eftir 8 ár í stjórn Félags fjárfesta klikkar bankamálaráðherrann ekki á aðalatriðunum.
Vonandi að komandi Stjórnlagaþing komi á þeim réttarbótum sem þarf þannig að hér komist á svipað réttarríki og aðrar þjóðir Evrópu búa við. Réttarríki þar sem ríkisvaldið kemst ekki árum saman upp með mannréttindabrot og þingmen breyta ekki grundvallarþáttum í lögum samfélagsins á skyndifundum á nóttunni. Samfélag þar sem stjórnvöld og auðmenn í hagsmunabandalagi komast ekki upp með "rán" og "gripdeildir" og hafa ekki umboð til að veðsetja samfélag okkar með þeim hætti sem hér var gert.
Myndir: Í garði í Reykjavík
![]() |
Krafðist skýringa frá Seðlabankanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.8.2010 kl. 00:54 | Slóð | Facebook
Fimmtudagur, 29. júlí 2010
Hvalfjarðargöngin frá upphafi aldrei uppfyllt alþjóðlegar öryggiskröfur.
Áður en hafist var á gerð Hvalfjarðargangana fór fram lífleg umræða um göngin og gerð þeirra. Í þeirri umræðu bentu fjölmargir á þá staðreynd að þau göng sem til stóð að gera undir Hvalfjörðinn uppfyltu ekki þær öryggiskröfur sem gerðar voru á þeim tíma til slíkra botnganga. Síðan þá hafa þessar öryggiskröfur aukist enn frekar.
Þeir sem stóðu að gerð Hvalfjarðarganga völdu að nota sem forskrift fyrir þessum göngum einhverjar gamlar norskar reglur sem þeir grófu upp. Reglur sem þá þegar voru orðnar úreltar í Noregi. Eftir þessum gömlu úreltu norsku reglum voru göngin síðan gerð. Þess vegna hafa þessi göng aldrei staðist neinar alþjóðlegar reglur sem gilda um öryggismál í svona göngum.
Vegna þess að menn menn gáfu sér mikinn afslátt frá þessum alþjóðlegu öryggiskröfum þá tókst mönnun að sýna fram á að göng voru ódýrari leið til að þvera Hvalfjörðinn en þvera hann með brú.
Ef göngin hefðu ekki verið gerð í samræmi við löngu úreltar norskar kröfur en miðað við þær alþjóðlegu kröfur sem giltu í Evrópu eða Bandaríkjunum á sínum tíma þá hefði brú verið ódýrari kostur við þverun Hvalfjarðar.
Eftir stendur sú staðreynd að gerð Hvalfjarðarganga er ein misheppnaðasta einkaframkvæmd sem farið hefur verið í hér á landi. Í fyrsta sinn sem öðrum en Vegagerðinni var falin slík jarðgangna- og vegagerð þá fóru þessir "einkaaðilar" og byggðu og hafa rekið verst gerðu og hættulegustu jarðgöng í Evrópu ef ekki í heiminum.
Það að við skulum vera að reka hér í "einkaframkvæmd" einhver hættulegustu jarðgöng í heimi er klúður á borð við það hvernig staðið var að einkavæðingu bankana á sínum tíma.
Að svindla sér undan öryggiskröfum með þessum hætti í þeim tilgangi að spara fé kann aldrei góðri lukku að stýra.
Mikil er ábyrgð þeirra manna sem það gerðu.
Þar sem ég á sínum tíma tók þátt í þeirri líflegu umræðu sem fór fram um gerð Hvalfjarðarganga áður en framkvæmdir hófust þá hefur þessi umræða komið upp nokkrum sinnum á þessu bloggi. Ég vil því benda á eftirfarandi pistla hér á blogginu og á gömlu heimasíðuna mína en þar er að finna þær greinar sem ég skrifaði um málið á sínum tíma:
http://fhg.blog.is/blog/fhg/entry/822696/
http://fhg.blog.is/blog/fhg/entry/711516/
http://www.simnet.is/fhg/index_files/Page2550.htm
![]() |
Unnið að því að bæta öryggið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:29 | Slóð | Facebook
Föstudagur, 2. júlí 2010
Byggingaiðnaðurinn og mannvirkjagerðin látin taka allt höggið.
Sveitarstjórnir um allt land hældu sér að því fyrir nýliðnar sveitarstjórnarkosningar að hafa skorið niður nær allar verklegar framkvæmdir. Ríkisstjórnin hælir sér af því að hafa skorið niður útgjöld ríkisins um 90 milljarða. Nær allur þessi niðurskurðar er niðurskurður til framkvæmda og viðhalds.
Afrakstur þessa niðurskurðar hefur samfélagð verið að uppskera síðustu misseri með fjöldagjaldþrotum og massífu atvinnuleysi í þessum greinum.
Botnlaus verkefni bíða við hvert fótmál í byggingaiðnaði og mannvirkjagerð. Leið allra landa út úr efnahagssamdrætti og atvinnuleysi er að dæla fjármangi inn í þessar greinar. Með því skapast strax störf og velta í samfélaginu. Þessa leið hafa allar þjóðir farið nema Íslendingar. Þegar kreppir að á Íslandi þá skera opinberir aðilar framkvæmdir niður eins og enginn sé morgundagurinn. Í uppsveiflu á Íslandi bjóða opinberir aðilar endalaust út verkefni eins og engin sé morgundagurinn. Af hverju þarf íslenska stjórnsýslan að gera allt öfugt?
Lífeyrissjóðirnir eru fullir af fé og hafa beðið í rúmt ár eftir að ríkisvaldið eða sveitarfélögin bjóði þeim til samstarfs í einhver af þessum framkvæmdaverkefnum sem liggja á borðum þessara opinberu aðila og gætu skapað fullt af störfum.
Af hverju horfa ráðamenn aðgerðalausir upp á síðustu fyrirtækin á íslenska verktakamarkaðnum segja upp síðasta starfsfólkinu?
Af hverju hafa ráðamenn ekki nýtt þau tækifæri sem eru og hafa verið í boði og skapað hér ný verkefni og ný störf í samstarfi við Lífeyrissjóðina?
Það er ljóst að eitthvað mjög mikið er að í íslenskri stjórnsýslu og það vandamál nær langt út fyrir ríkisstjórnina.
![]() |
Sextíu sagt upp hjá KNH |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:07 | Slóð | Facebook
Miðvikudagur, 30. júní 2010
Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið áfram ótrúverðugustu stofnanir á Íslandi.
Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið voru fyrir tæpum tveim árum staðnar að einhverju ævintýralegasta rugli Íslandssögunnar. Æðstu stjórnendur þessara stofnana á þeim tíma eru nú opinberlega sakaðir um vanrækslu í starfi.
Allt bendir til að núverandi yfirmenn þessara stofnanna muni innan ekki of langs tíma verða sakaðir um, ekki vanrækslu heldur afglöp í starfi.
Ótrúlegt er að þessir menn ætli sér að grípa inn í samninga milli banka og lántakanda og taka sér það vald að breyta ákvæðum samninga milli aðila.
Ótrúlegt er að fjármálaráðherra bakkar upp þessar áætlanir.
Með því að þvæla ríkinu inn í þessa samninga, þ.e Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið ákvarða aðra vexti á lánasamningunum en um er samið, þetta gæti í versta falli skapað ríkinu bótaskyldu telji lántakendur brotið á rétti sínum og þeir orðið fyrir tjóni vegna þessa inngrips stjórnsýslunnar i þessa lánasamninga.
Í besta falli sleppur ríkið frá þessum inngripi án þessa að verða dæmt bótaskylt.
Eftir standa trausti rúinn Seðlabanki og Fjármálaeftirlit þar sem ekkert virðist hafa breyst frá því löngu fyrir hrun.
Eftir þetta útspil stjórnsýslunar standa viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra veikari en nokkru sinni fyrr.
Það getur aldrei verið stjórnmálamönnum hollt að taka alltaf afstöðu með hagsmunum banka og fjármagnseigenda gegn hagsmunum almennings. Það kann ekki góðri lukku að stýra.
![]() |
Miða við lægstu vexti á hverjum tíma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:01 | Slóð | Facebook
Miðvikudagur, 30. júní 2010
Pétur Blöndal æfur vegna dóms Hæstaréttar.
Í framhaldi af dómi Hæstaréttar þar sem gengistrygging lána var dæmd ólögleg hafa nokkrir einstaklingar gengið fram með hreint ótrúlegum hætti.
Fremstur meðal jafningja í þeirri umræðu hefur farið Pétur Blöndal. Hann skammast og rífst yfir því að þessi gengistrygging lána hafi verið dæmd ólögleg og hellir sér yfir þá sem fagna þessari niðurstöðu Hæstaréttar. Hann talar um að lántakendur hugsi bara um naflann á sjálfum sér og svo framvegis.
Pétur Blöndal gleymir eða vill ekki ræða aðal atriði í þessa máls
- Almenningur á Íslandi var óspurður neyddur til þess með neyðarlögunum sem Alþingi setti að næturlagi í október 2008 að tilstuðlan Péturs Blöndal og félaga að ábyrgjast allar innistæður í íslenskum bönkum langt umfram það sem lög og reglur gerðu ráð fyrir. Með þessu var almenningur á Íslandi látinn ábyrgjast um 2.000 milljarða hér heima plús það sem kemur út úr Icesave.
- Með þessum neyðarlögum þá var Pétur Blöndal og félagar að veðsetja Íslensku þjóðina fyrir um 2.000 milljörðum til að tryggja innistæður á Íslandi 100%. Innistæður sem almenningi á Íslandi bar og ber engin skylda til að ábyrgjast.
- Pétur Blöndal og félagar gerðu sér grein fyrir því þegar bankarnir féllu að allt það fé sem fjármagnseigendur áttu í bönkunum, það fé var horfið, tapa og glatað.
- Það er þá þegar myrkraverkin hefjast. Það er þá þegar Pétur Blöndal og félagar byrja að haga sér eins og þjófar að nóttu. Það er þá þegar Pétur Blöndal og félagar ákveða að breyta lögum og reglum og fara í það að "stela" fé til að láta fjármagnseigendur fá.
- Pétur Blöndal og félagar ákváðu að "stela" fé af lánadrottnum gömlu bankana. Það gera þeir með því að setja neyðarlög sem breyta forgangsröðum kröfuhafa þannig að innistæður verða nú allt í einu í forgangi fram yfir aðrar kröfur þegar bú bankana eru gerð upp.
- Pétur Blöndal og félagar ákváðu að "ræna" Seðlabankann öllu því fé sem hann átti enn eftir og setja það fé inn í peningamarkaðssjóði bankana, um 270 milljarða. Þessi "þjófnaður" varð til þess að Seðlabankinn varð tæknilega gjaldþrota. Seðlabankanum og ríkinu og þar með almenningi bar engin skylda að tryggja innlán í þessum peningamarkaðssjóðum.
- Pétur Blöndal og félagar ákveða síðan að "stela" því sem þá vantar hugsanlega upp á af almenningi á Íslandi með því að gera íslensku þjóðina ábyrga fyrir öllum þessum innistæðum, það er ríkið er látið tryggja allar innistæður 100%.
Þetta nefnir Pétur Blöndal ekki þegar hann rótast yfir því að hugsanlega muni ríkið tapa 100 milljörðum falli nýju bankarnir vegna þess að gengistryggðu lánin reyndust ólögleg. Svo þvaðrar hann um það að orðspor landsins sé í hættu tapi erlendir lánadrottnar fé vegna þessa klúðurs.
Fyrir mér eru þessir 100 milljarðar smámunir miðað við það að Pétur Blöndal og félagar stóðu fyrir því að "ræna" 2.000 milljörðum af lánadrottnum gömlu bankana, Seðlabankanum og almenningi á Íslandi og létu í hendur fjármagnseigenda.
Pétur Blöndal var tilbúinn að taka þátt í því að "stela" 2.000 milljörðum og láta fjármagnseigendur fá.
Pétur Blöndal er ekki tilbúinn til að gera neitt fyrir aðra hópa í þessu samfélagi.
Það lætur ekki að sér hæða það fólk sem situr í dag á þingi í boði bankana.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:05 | Slóð | Facebook
Mánudagur, 28. júní 2010
AGS segir viðskiptaráðherra og seðlabankastjóra að slappa af.
Eftir að hafa lesið þessa frétt af blaðamannafundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, AGS, í dag þá er AGS á mannamáli að segja eftirfarandi:
- AGS er að segja viðskiptaráðherra og seðlabankastjóra að slappa af.
- AGS er að segja þessum mönnum að í lýðræðissamfélögum er það dómsstóla að ljúka máli eins og þessu með gengistryggðu lánin, ekki ríkisstjórnarinnar.
- AGS er að segja að það er í góðu lagi fyrir efnahagslífið á Íslandi þó stór hluti bankana fari aftur í þrot. Þeir einu sem munu tapa á því eru núverandi eigendur bankana, eigendur sem engin veit hverjir eru. Allar innistæður eru tryggðar af ríkinu og engin mun því tapa fé sem þeir eiga í bönkunum þó bankarnir fari í þrot. Þess vegna er í lagi, þjóðhagslega, þó allt eða stór hluti bankana fari aftur í þrot.
- AGS er að segja að það er í góðu lagi þó tekið sé til í bankakerfinu og þetta allt of stóra bankakerfi sé skorið verulega niður með gjaldþrotum. Það sé bara jákvætt og mun engu breyta fyrir þjóðarbúskapinn. Þó einhverjir bankamenn missi vinnuna þá sé ódýrara fyrir samfélagið að hafa þá á atvinnuleysisbótum skapandi engin verðmæti en á himinháum bankalaunum skapandi engin verðmæti.
- AGS er að segja að það er jákvætt fyrir þjóðarbúskapinn að fjölskyldurnar í landinu skuli skornar niður úr skuldasnörunni sem þær eru nú í vegna þess forsendubrest sem hér varð vegna þeirrar glæpastarfsemi sem þáverandi og núverandi starfsmenn bankana stunduðu hér um árabil. Þessi skuldaaflausn muni bara hjálpa þjóðinni að ná sér á strik og auka verulega líkurnar á því að þjóðin borgi til taka peningana sem AGS lánaði þjóðinni. Þar með brosa allir hjá AGS og allir hjá vinaþjóðunum sem lánuðu okkur.
- Hvern varðar um þessa vogunarsjóði sem keyptu skuldatryggingar bankana á sent fyrir dollarann á uppboði í Kauphöllinni í Kaupmannahöfn í febrúar 2009 og eiga í dag þessa banka? Það er ljóst eftir þennan blaðamannafund að AGS hefur meiri taugar til almennings á Íslandi en til eigenda þessara banka.
Í fyrsta sinn frá því AGS fór að hafa afskipti að málum hér á landi er ég sammála því sem AGS er nú að leggja til.
Ég skil vel að AGS hafi hlaupi til og haldið þennan blaðamannafund í snarhasti eftir að þeir fréttu af viðbrögðum viðskiptaráðherra, seðlabankastjóra, bankamanna og margra þingmanna og hvaða tökum þetta lið vill taka á þessum dómi Hæstaréttar rétt eins og hér á landi sé ekki neitt til sem heitir þrískipting valdsins.
Ótrúlegt að það skulu svo eftir allt vera AGS sem er sá aðili sem stendur vörð um fjölskyldurnar í landinu gegn siðblindum bankamönnum og spilltum stjórnmálamönnum sem sitja á þingi í boði bankana.
Hvern hefði grunað að það yrði svo eftir allt AGs sem sem slær skjaldborg um fjölskyldurnar í landinu á sama tíma og stjórnvöld slá, eins og alltaf áður, skjaldborg um fjármálastofnanirnar?
![]() |
Kreppunni lokið segir AGS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:19 | Slóð | Facebook
Sunnudagur, 27. júní 2010
Valkostur á hægri vængnum, Norræni íhaldsflokkurinn.
Eftir ályktun Landsfundar Sjálfstæðisflokksins þar sem samþykkt var ályktun þess efnis að draga ætti umsókn Íslands um aðild að ESB til baka þá hafa línur skýrst í íslenskri pólitík.
Sjálfstæðisflokkurinn velur á þessum landsfundi sínum að stíga enn eitt skrefið í átt frá uppruna sínum.
Sjálfstæðisflokkurinn velur að hverfa frá því pólitíska hlutverki sínu að vera sú fjöldahreyfing sem hann lengst af var, regnhlífarsamtök á hægri kanti og miðju íslenskra stjórnmála.
Sjálfstæðisflokkurinn velur sömu braut og Framsóknarflokkurinn valdi fyrir mörgum árum að gerast hagsmunasamtök fyrir ákveðna aðila, fjölskyldna og einstaklinga, flokkur sem eins og Framsóknarflokkurinn mun verða með 5% til 15% fylgi á komandi árum.
Eftir mesta afhroð sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur hlotið í Alþingiskosningum frá upphafi þegar hann í síðustu þingkosningum, 2009, fékk 23% atkvæða á landsvísu þá velur flokkurinn að bíta af sér alla stuðningsmenn flokksins sem horfa jákvætt til frekari samvinnu við Evrópu.
Norræni íhaldsflokkurinn var stofnaður 1. desember 2008. Þetta er flokkur sem byggir á hugmyndafræði borgaraflokkana á hinum Norðurlöndunum, ekki síst borgaraflokkana í Danmörku. Í Danmörku hafa borgaraflokkarnir verið við stjórn í 17 ár á síðustu 25 árum. Danir búa í dag við eitt öflugasta velferðarkerfi í Evrópu ásamt öflugu atvinnulífi.
Norræni íhaldsflokkurinn vill leiða hugmyndafræði hægri flokkana á hinum Norðurlöndunum til áhrifa í stjórnmálum á Íslandi. Sjá heimasíðu Norræna íhaldsflokksins hér. (Ath í augnablikinu er bara hægt að skoða heimasíðuna með vafraranum Explorer)
Hátt í tvö hundruð manns hafa þegar skráð sig í flokkinn. Hafðu samband og taktu þátt í að búa til nýtt stjórnmálaafl á hægri væng Íslenskra stjórnmála.
![]() |
Óþarfi að sundra flokksmönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook
Laugardagur, 26. júní 2010
38% Landsfundarfulltrúa hafna Bjarna Ben
Það kemur mjög á óvart hve margir landsfundarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafna Bjarna Ben og vilja hann ekki sem formann flokksins. Eins kemur á óvart að 7% fundargesta skila auðu.
Þessi niðurstaða er áfall fyrir formanninn og flokkinn.
Setningarræða formannsins kom líka á óvart. Þar afhjúpar formaðurinn eindregna afstöðu sína gegn aðild að Evrópusambandinu. Með þessar afstöðu sinni þá er formaðurinn í raun að vísa öllum stuðningsmönnum flokksins sem horfa jákvætt til aðilar að ESB út úr flokknum.
Allt bendir til þess að eftirtekja þessa Landsfundar Sjálfstæðisflokksins verði miklu veikari flokkur en áður. Hefur flokkurinn þó aldrei verið veikari, fékk 23% á landsvísu í síðustu Alþingskosningum.
Flokkur sem eftir þennan landsfund er leiddur af formanni sem er með eitthvert það veikasta umboð sem nokkur formaður flokksins hefur fengið frá upphafi á Landsfundi flokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera á sömu leið og Framsóknarflokkurinn, að einangrast sem hagsmunasamtök fyrir ákveðna hagsmunaaðila, fjölskyldna og einstaklinga með 5 % til 15% fylgi.
Þessi niðurstaða Landsfundar Sjálfstæðisflokksins verður til þess að við sem stöndum að samtökum eins og Norræna Íhaldsflokknum hljótum að hugsa okkar ráð.
![]() |
Bjarni kjörinn formaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóð | Facebook
Miðvikudagur, 9. júní 2010
Allt undir brot og slit í fjármálum ríkisins.
Ekkert má út af bregað ef ríkið á ekki að sogast ekki niður í botnlausa skuldahít sem Þjóðin mun seint eða aldrei ná sér upp úr. Allt stefnir í að ríkisstjórnin muni ekki ná markmiðum sínum að hallinn á ríkissjóði verði "aðeins" 90 milljarðar á þessu ári. Á fyrsta ársfjórðungi er hallinn 24,3 milljarðar. Að óbreyttu stefnir því í um 100 milljarða halla á þessu ári.
Aðeins eru tvær leiðir út úr þessari stöðu:
- Hækka skatta enn meira og skera verulega niður útgjöld ríkisins.
- Fara í fjárfestingar sem skila tekjum inn í ríkissjóð í formi tolla, virðisaukaskatts og tekjuskatts.
Hingað til hefur leið 1) bara verið farin.
Ekkert hefur verið gert með leið 2) og meirihluti virðist vera í þessari ríkisstjórn fyrir því að fara ekki í neinar framkvæmdir.
Eina tillagan sem hefur komið fram hjá ríkisstjórninni og snýr að nýjum framkvæmdum er að leggja nýjan skatt á bifreiðaeigendur sem aka til og frá Höfuðborgarsvæðinu. Með þessum nýja skatti á bifreiðaeigendur á Höfuðborgarsvæðinu þá er ætlunin að ná í fé til framkvæmda í vegagerð.
Áfram eiga landsmenn sjálfsagt að greiða óbreytta skatta og gjöld af bifreiðum og eldsneyti, skatta og gjöld sem eru markaðir tekjustofnar til vegagerðar. Ekkert er í þessari ríkisstjórn gert með hvað eru "markaðir tekjustofnar" þegar kemur að því að velja milli einnar dýrustu utanríkisþjónustu sem nokkurt smáríki heldur úti og framkvæmdum í vegagerð. Þjóðin þekkir forgangsröðum fjórflokksins þegar kemur að því að meta mikilvægi kokteilboða í útlöndum og vegagerðar á Vestfjörðum.
Ótrúlegt er það ef stjórnvöld geta ekki sett neinar framkvæmdir í gang á Íslandi nema skattleggja almenning sérstaklega fyrir þessum framkvæmdum.
Hvar er hugmyndaflugið? Hvar eru ráðgjafarnir?
Af hverju í ósköpum velja menn að fara í gang með framkvæmdir sem byggja á því að skattpína almenning þegar nóg er af verkefnum sem hægt er að fara í gang með án þess að íþyngja almenningi um leið með sköttum og gjöldum?
![]() |
Halli hins opinbera 24,2 milljarðar króna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook
Föstudagur, 28. maí 2010
Þetta er þitt val - Reykjavíkurframboðið, xE
Nýtt framboð með nýtt fólk sem leggur fram mótaðar tillögur hvernig framboðið vill fjármagna öll sín kosningaloforð er valkostur sem Reykvíkingum býðst í þessum kosningum.
- Þú getur valið um einn af þeim þrem borgarstjórum sem voru við völd á kjörtímabilinu.
- Þú getur valið einn af fjórflokknum.
- Þú getur tvö framboð frá Frjálslynda flokknum.
- Þú getur valið úrval helstu skemmtikrafa landsins.
Svo er það Reykjavíkurframboðið sem býður upp á örugga leið út úr samdrættinum og atvinnuleysinu.
Þetta er þitt val.
Reykjavíkurframboðið, x-E
Fimmtudagur, 27. maí 2010
Besti flokkurinn er Reykjavíkurframboðið
Flokkarnir og fólkið sem stjórnaði borinni á þessu kjörtímabili mætir allt laskað til leiks nú þegar kosið er á ný til borgarstjórnar.
"Nú er hún Snorrabúð stekkur" eru einu orðin sem mér kemur í hug þegar horft er til borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Flokks sem leiddi borgina árum og áratugum saman með hreinan meirihluta. Nú er þessi flokkur og þetta fólk tætt og slitið eftir að hafa myndað á kjörtímabilinu þrjá meirihluta og kallað þrjá borgarstjóra til starfa. Fólk sem tók foringja sinn pólitískt af lífi skömmu eftir að hann vann oddvitasætið í fyrsta prófkjöri flokksins um árabil þar sem Sjálfstæðismönnum gafst tækifæri á að velja sér forystumann.
Frjálslyndi flokkurinn sem þurrkaðist út af þing fyrir um ári, þegar önnur mál en tæknilegar útfærslur á kvótakerfinu fóru úr tísku, býður nú tvíklofinn fram í borginni. "Löngu horfinn heimur" er það sem mér kemur í hug þegar ég horfi til Frjálslynda flokksins og þessara tveggja klofningsframboða hans.
Frammsóknarflokkurinn henti oddvita sínum og setti í hans stað óþekktan mann sem auglýstur er upp með engum texta en andlitsmyndum í stíl Halldórs Ásgrímssonar. "Af spillingunni skulið þið þekkja þá" er það eina sem mér kemur í hug þegar ég sé "Halldórs Ásgrímssonar auglýsingarnar" með þessum manni.
Vinstri grænir í borginni hafa fátt fram að færa annað en skattahækkanir, aðgerðarleysi og meira atvinnuleysi. Þegar ég horfi til Vinstri grænna í borginni kemur mér í hug "það er engin rós á þyrna" en vandamálið með Vinstri græna er að þar er ekkert blómstur, bara þyrnar.
Þegar ég hugsa til Samfylkingarinnar í borginni þá kemur mér í hug "einu er lofað í héraði og annað gert á Alþingi" Ekkert er að gerast í atvinnumálum þjóðarinnar. Miklu er hins vegar lofað í atvinnuuppbyggingu fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Orð og efndir virðist ekki samtengd hugtök hjá þessu fólki.
"Besti flokkurinn er Reykjavíkurframboðið". Reykjavíkurframboðið er eini flokkurinn sem leggur fram skýra áætlun hvernig flokkurinn ætlar að fjármagna sín kosningaloforð og við leyfum okkur að lofa töluverðu.
Kynntu þér nýjan valkost. Kynntu þér Reykjavíkurframboðið, sjá hér: x-E
Mánudagur, 24. maí 2010
Einkennilegur draumur borgarstjóra; flatsæng allra flokka.
Reykvíkingar hafa í komandi borgarstjórnarkosningum val milli framboðs skemmtikrafta, framboðs atvinnu stjórnmálamanna og framboðs venjulegs fólks.
Borginni stjórna í dag einhverjir þeir ævintýralegustu stjórnmálamenn sem setið hafa við völ í borginni frá upphafi. Þetta fólk myndaði fjóra borgarstjórnarmeirihluta, fjórir borgarstjórar voru við völd, Orkuveitan var rekin í gjaldþrot og skuldir margfaldaðar. Aldrei hefur borgin verið rekin jafn illa og á þessu kjötrímabili.
Þrír af þeim sem gengdu embætti borgarstjóra á kjörtímabilinu bjóða sig á ný fram til forystu. Eftir að þetta fólk var búið að "sænga" allt hvert með öðru í hinum ýmsustu meirihlutum þá er æðsti draumur núverandi borgarstjóra ein stór flatsæng með öllum flokkum.
Hvaða pólitíski metnaður er fólgin í því að deila völdum með öllum flokkum í borgarstjórn?
Hvers konar stefnumálum er fólk að berjast fyrir í borgarstjórn sem vill deila völdum með öllum flokkum?
Hljóta það ekki að vera stefnumál sem allir flokkar í borgarstjórn geta auðveldlega sameinast um?
Til hvers að bjóða sig fram til borgarstjórnar ef ætlunin er að vinna að málum sem aðrir munu hvort sem er vinna að?
Hvað hefur fólk sem hefur engin pólitísk markmið, engar pólitískar hugsjónir aðrar en eigin frama að gera í borgarstjórn?
Hvaða erindi á fólk í póitík sem hefur ekkert fram að færa?
Eða er það svo að engin munur er á áherslum fjórflokksins í borgarstjórn? Ef svo er, er þá ekki löngu orðið tímabært að gefa fjórflokknum frí og fá nýtt fólk inn í borgarstjórn?
Þetta er þitt val, x-E
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook
Laugardagur, 22. maí 2010
Þetta er ykkar val.
Það er borgarbúa að velja hverja þeir kjósa til forystu í borginni.
Valið stendur á milli:
- Fjórflokksins
- Tveggja brota úr brotnum flokki
- Framboðs skemmtikrafta
- Reykjavíkurframboðsins.
Þetta er ykkar val.
Reykjavíkurframboðið, x-E
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook
Laugardagur, 22. maí 2010
Reykvíkingar hafna Hönnu Birnu og Degi.
Mestu tíðindi í sögu Reykvískra stjórnmála má lesa í dag á síðum Fréttablaðsins. Reykvíkingar hafna í nýjustu skoðunarkönnun borgarstjóraefnum fjórflokksins. 44% reykvíkingar velja frekar hirðfíflið og trúðana en fulltrúa spilltustu stjórnmálaafla í Norður Evrópu.
Kemur þetta einhverjum á óvart?
Og hver eru hin raunverulegu hirðfífl og trúðar?
Hverjir voru hirðfíflin og trúðarnir í veislum bankana og útrásarvíkinganna?
Hverjir höguðu sér eins og trúðar og hirðfífl og mynduðu fjóra borgarstjórnarmeirihluta á kjörtímabilinu?
Hvaða hirðfífl og trúðar skuldsett borgarsjóð upp í rjáfur og keyrðu Orkuveituna í gjaldþrot?
Hver eru hin raunverulegu hirðfífl og trúðar í þessum borgarstjórnarkosningum?
Við í Reykjavíkurframboðinu viljum bjóða Reykvíkingum alvöru valkost í komandi kosningum. Við bjóðum alvöru framboð með alvöru fólki sem vill vinna fyrir Reykvíkinga. Fólk sem er ekki með nein fíflalæti. Fólk sem vill ekki að fjórflokkurinn haldi hér áfram völdum í borginni með bull rekstri sínum á borgarsjóði og fyrirtækjum borgarinnar.
Það er löngu orðið tímabært að valdaklíkurnar sem standa á bak við fjórflokkinn þær verði reknar burt frá völdum í borginni.
Þann 29. maí gefst Reykvíkingum tækifæri til þess að kalla til nýja fjósamenn til að moka þennan flór.
Veljið alvöru fólk, veljið xE
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook
Fimmtudagur, 20. maí 2010
Skatta-, gjaldskrárhækkanir og niðurskurður eða sala eigna?
Frammi fyrir þessum tveim einföldu valkostum standa Reykvíkingar fyrir komandi borgarstjórnarkosningum.
Velur þú einn af fjórflokkunum og þar með skatta- og gjaldskrárhækkanir, niðurskurð og áframhaldandi lántökur?
Eða velur þú Reykjavíkurframboðið sem vill leysir vanda borgarsjóðs og borgarbúa í þessar djúpu kreppu með sölu eigna?
Eignirnar sem við viljum selja á næsta kjörtímabili eru lóðir í Vatnsmýrinni.
Kynntu þér Reykjavíkurframboðið hér xE
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.5.2010 kl. 00:09 | Slóð | Facebook
Miðvikudagur, 19. maí 2010
Spéspegill fjögurra borgarstjóra raðar inn mönnum.
Þrír af þeim fjórum sem gegndu starfi borgarstjóra á þessu kjörtímabili bjóða sig á ný fram til forystu fyrir borgarbúa.
- Á þessu kjörtímabili voru myndaðir fjórir meirihlutar.
- Á þessu kjörtímabili þá voru fjórir borgarstjórar ráðnir til starfa.
Þrír af þessum fjórum borgarstjórum sem stóðu að einu ævintýralegast rugli sem sést hefur í sveitarstjórnarmálum á Íslandi, þeir halda að borgarbúar vilji þá til áframhaldandi starfa.
Ef þetta fólk hefði vott af sjálfsvirðingu þá hefði það hætt afskiptum að borgarmálum eftir mesta rug kjörtímabil í sögu borgarinnar. Þetta fólk fékk sitt tækifæri. Öll þekkjum við hvernig það tækifæri var nýtt.
Reykvíkingar standa á öndinni af hlátri þegar Jón Gnarr, spéspegill þessara borgarstjóra, sýnir sig spígsporandi um borgina eins og borgarstjórarnir þrír hafa svo oft gert.
Dapurleg er staða kjósenda í Reykjavík þegar valið stendur á milli þess fólks sem myndaði fjóra meirihluta á síðasta kjörtímabili og eins mesta háfugls landsins.
Í þessu landslagi þá er Reykjavíkurframboðið nýr og ferskur valkostur. Nýtt fólk býður sig fram sem alvöru valkost við fjórflokkinn og skemmtikraftinn.
Gefðu nýju fólki tækifæri, fólki sem margt hvert hefur barist fyrir betri borg árum og áratugum saman. Fólk með hugmyndafræði sem fjórflokkurinn hefur hafnað þvert á hagsmuni Reykvíkinga.
Veljið nýja tíma.
Gefðu Reykjavíkurframboðinu atkvæði þitt, xE
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:31 | Slóð | Facebook
Föstudagur, 14. maí 2010
Fellur flugvöllurinn út af aðalskipulagi Reykjvavíkur í sumar?
Við Reykvíkingar höfum horft upp á fjórflokkinn hér í borginni takast að gera hið ómögulega. Gullgæs okkar, Orkuveitan,hefur verið rekin þannig að hún er nánast gjaldþrota. Fjórir meirihlutar með fjóra borgarstjóra skiptust á að stjórna borginni á síðasta kjörtímabili.
Kjörtímabilið endaði svo með því að allir voru búnir að sænga hjá öllum. Allir leikararnir í þeim leik, með einni eða tveim undantekningum, stilla sér nú upp á ný og bjóðast til að halda áfram að stjórna borginni og munu að öllu óbreyttu gera það næstu fjögur árin með sama "galskap" og á síðustu árum.
Eina leiðin til að höggva á þetta rugl er nýtt framboð sem er ekki háð fjórflokknum og þeim valdaklíkum og þeim sérhagsmunum sem stjórna fulltrúum hans. Slíkt framboð sem gengur fyrst og fremst erinda Reykjavíkur í borgarstjórn er það sem þarf.
Ef slíkt framboð fengi a.m.k einn borgarfulltrúa og ef Reykjavíkurframboðið verður með í næsta meirihluta þá fellur flugvöllurinn úr af aðalskipulagi Reykjavíkur strax í sumar og á svæðinu verður samþykkt að reist verði blönduð miðborgarbyggð. Um leið og það gerist verður allt þetta land veðhæft.
Ef Reykjavíkurframboðið nær einum manni inn og verður í vor hluti af nýjum meirihluta í borginni þá verður byrjað að selja lóðir í Vatnsmýrinni á næsta kjörtímabili.
Við þá sem vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni og vilja koma í veg fyrir að Vatnsmýrin verði tekin undir miðborgarbyggð og að borgin innleysi þessa 70 milljarða sem Vatnsmýrin er að minnsta kosti metin á sem land undir miðborgarbyggð, við þá segi ég:
"Það sem er gott fyrir höfuðborgina það er gott fyrir allt landið".
Við þá sem
- vilja tryggja að Reykjavík standi vörð um sín stærstu hagsmunamál,
- vilja auka ráðstöfunartekjur borgarinnar næstu fjögur ár um 12% á ári með sölu lóða í Vatnsmýrinni,
- vilja standa vörð um þjónustu borgarinnar og skapa ný störf í kreppunni,
- vilja bæta við nýjum valkosti í búsetu okkar Íslendinga, valkosti sem allar þjóðir nema við bjóðum upp á, það er, búsetu í alvöru miðborg,
þá er engin annar kostur í stöðunni en snúa baki við fjórflokknum í komandi borgarstjórnarkosningum og vinna og stuðla að því að nýtt afl og nýtt fólk komist til áhrifa í borginni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.5.2010 kl. 00:31 | Slóð | Facebook
Fimmtudagur, 13. maí 2010
Forystustufólk fjórflokksins í borginni í heljarklóm landsbyggðarhagsmuna.
Í þeim mikla samdrætti og því mikla tjóni sem hér hefur orðið, samdrætti sem er að bitna mjög harkalega á íbúum Höfuðborgarsvæðisins þá er sú stund upp runnin að borgarstjórn Reykjavíkur verður fyrst og síðst að standa vörð um eigin hagsmuni með sama hætti og aðrar sveitarstjórnir eru gera hver í sinni heimabyggð.
Það er ekki að hugsa um hagsmuni Reykjavíkur að láta 70 milljarða liggja ónýtta í Vatnsmýrinni í einni mestu kreppu og samdrætti sem hefur riðið yfir Reykjavík frá lýðveldisstofnun.
Þegar við horfum yfir sviðið og á þá staðreynd að sá sem leiðir stjórnarandstöðuna í borginni er jafnframt varaformaður síns flokks á landsvísu, þá er ljóst að báðar hendur þessa manns eru bundnar fyrir aftan bak í þessum stóru hagsmunamálum þar sem takast á hagsmunir Reykjavíkur og landsbyggðarinnar. Rætt er um það að núverandi borgarstjóri komi með einhverjum hætti inn í forystuna í sínum flokki á fyrirhuguðum landsfundi í sumar. Bara það að borgarstjórinn er orðin kandídat til æðstu embætta í flokknum á landsvísu bindur hendur borgarstjóra. Ætli borgarstjóri sér meiri frama í pólitík á næstu árum þá mun borgarstjóri aldrei fara fram gegn vilja meirihluta landsbyggðarinnar.
Staðan er einfaldlega sú að engin borgarfulltrúi sem ætlar sér frama á landsvísu innan fjórflokksins getur beitt sér í málefnum Vatnsmýrarinnar.
Hver á þá að gæta hagsmuna Reykjavíkur í þessum stóru málum? Hverjir eru með óbundnar hendur til að taka þá slagi sem þarf að taka til að verja hagsmuni Reykjavíkur? Hver ætlar að leiða þá vinnu að sækja þessa 70 milljarða sem liggja í Vatnsmýrinni til hagsbóta fyrir Reykjavík? Enginn?
Heimasíða Reykjavíkurframboðsins er hér:
http://www.reykjavikurframbodid.is/
Munið: xE = Reykjavíkurframboðið
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:46 | Slóð | Facebook
Mánudagur, 10. maí 2010
Fjórir borgarstjórar og Orkuveitan gjaldþrota. Viltu meira svona?
Af hverju sérstakt Reykjavíkurframboð? Er einhver þörf á óháðu framboði til borgarstjórnar?
Margir spyrja sig sjálfsagt þessarar spurningar þegar þeir heyra af þessu nýja framboði. Ástæðan er einföld. Við teljum að fjórflokkurinn í borginni hafi engan vegin staðið undir væntingum. Hvorki í borginni eða á landsvísu. Fjórir meirihlutar og fjórir borgarstjórar hafa verið við völd á kjörtímabilinu. En það er ekki bara að ríkt hafa algjör glundroði á pólitíska sviðinu. Reksturinn hefur verið þannig að nú er svo komið að jafnvel Orkuveitan er nánast komin í þrot.
Helsta afrek núverandi meirihluta sem hann hreykir sig mest af fyrir þessar kosningar er að þessi meirihluti hefur haldið samfleytt í tvö ár. Það þykir þessu fólki ganga kraftaverki næst og talar um fátt annað í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna. Að öðru leiti er fátt í gangi.
Í mesta samdrætti á Íslandi frá lýðveldisstofnun heldur borgin að sér höndum, pakkar í vörn og leiðir samdráttinn hér á Höfuðborgarsvæðinu með því að ráðast að yngstu börnum borgarinnar og lætur fjarlægja alla sandkassa á opnum leiksvæðum í borginni. Það er eins og núverandi borgarfulltrúar séu búnir að núnir að gefast upp. Úrræðaleysið er algjört.
Við í Reykjavíkurframboðinu deilum ekki lífssýn þess fólks sem nú situr í borgarstjórn. Þessu fólki öllu þarf að gefa gott frí. Það skynjum við, það skynjar Jón Gnarr, það skynja borgarbúar. Þess vegna bjóðum við Reykvíkingum alvöru valkost, nýtt framboð með nýjum fólki sem vill vinna að hagsmunum Reykvíkinga.
Gefum fjórflokknum frí í komandi borgarstjórnarkosningum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.5.2010 kl. 19:37 | Slóð | Facebook