Hvalfjarðargöngin frá upphafi aldrei uppfyllt alþjóðlegar öryggiskröfur.

Áður en hafist var á gerð Hvalfjarðargangana fór fram lífleg umræða um göngin og gerð þeirra. Í þeirri umræðu bentu fjölmargir á þá staðreynd að þau göng sem til stóð að gera undir Hvalfjörðinn uppfyltu ekki þær öryggiskröfur sem gerðar voru á þeim tíma til slíkra botnganga. Síðan þá hafa þessar öryggiskröfur aukist enn frekar.

Þeir sem stóðu að gerð Hvalfjarðarganga völdu að nota sem forskrift fyrir þessum göngum einhverjar gamlar norskar reglur sem þeir grófu upp. Reglur sem þá þegar voru orðnar úreltar í Noregi. Eftir þessum gömlu úreltu norsku reglum voru göngin síðan gerð. Þess vegna hafa þessi göng aldrei staðist neinar alþjóðlegar reglur sem gilda um öryggismál í svona göngum. 

Vegna þess að menn menn gáfu sér mikinn afslátt frá þessum alþjóðlegu öryggiskröfum þá tókst mönnun að sýna fram á að göng voru ódýrari leið til að þvera Hvalfjörðinn en þvera hann með brú.

Ef göngin hefðu ekki verið gerð í samræmi við löngu úreltar norskar kröfur en miðað við þær alþjóðlegu kröfur sem giltu í Evrópu eða Bandaríkjunum á sínum tíma þá hefði brú verið ódýrari kostur við þverun Hvalfjarðar.

Eftir stendur sú staðreynd að gerð Hvalfjarðarganga er ein misheppnaðasta einkaframkvæmd sem farið hefur verið í hér á landi. Í fyrsta sinn sem öðrum en Vegagerðinni var falin slík jarðgangna- og vegagerð þá fóru þessir "einkaaðilar" og byggðu og hafa rekið verst gerðu og hættulegustu jarðgöng í Evrópu ef ekki í heiminum.

Það að við skulum vera að reka hér í "einkaframkvæmd" einhver hættulegustu jarðgöng í heimi er klúður á borð við það hvernig staðið var að einkavæðingu bankana á sínum tíma.

Að svindla sér undan öryggiskröfum með þessum hætti í þeim tilgangi að spara fé kann aldrei góðri lukku að stýra.

Mikil er ábyrgð þeirra manna sem það gerðu.

Þar sem ég á sínum tíma tók þátt í þeirri líflegu umræðu sem fór fram um gerð Hvalfjarðarganga áður en framkvæmdir hófust þá hefur þessi umræða komið upp nokkrum sinnum á þessu bloggi. Ég vil því benda á eftirfarandi pistla hér á blogginu og á gömlu heimasíðuna mína en þar er að finna þær greinar sem ég skrifaði um málið á sínum tíma:

 http://fhg.blog.is/blog/fhg/entry/822696/

http://fhg.blog.is/blog/fhg/entry/711516/

http://www.simnet.is/fhg/index_files/Page2550.htm

 


mbl.is Unnið að því að bæta öryggið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gylfi Þórðarson staðfestir með þessari einu setningu á hvaða lágu plani umræðan um Hvalfjarðargöng er og var:

"Þá verði menn að taka með í reikninginn að umferðin í gegnum Hvalfjarðargöngin sé mun minni heldur en í og við margar evrópskar stórborgir, sem könnun ADAC nær til"

Heldur hann að við séum fífl? Hin virta stofnun ADAC tekur alltaf tillits til umferðar á hverjum stað fyrir sig. Eða heldur Gylfi að "góðu" Hvalfjarðargöngin hafi fallið út af því að ADAC reikni með 78.000 bílum á dag í hvora átt?

Líklega er hann að tala um að þegar alvarleg slys verða munu færri deyja hér en í sambærilegum göngum annarstaðar. Það gerir mig óttasleginn.

Valgeir (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 13:39

2 Smámynd: Sigurbjörn Svavarsson

Ætli Samgönguráðherra sé að bíða eftir stórslysi? Þetta slæma öryggisástand er búið að vera alla tíð frá opnun og nú eru göngin búin að borga sig upp, en þá er eitthvað á áætlun sem er brot af því sem þarf að laga.

Sagan sýnir að það þarf eitthvað stór til að úrbætur fáist í gegn og þá er aldrei neinn í ábyrgð. Nú er kannski tækifæri til að lýsa yfir fyrirframábyrgð ráðherrans.

Sigurbjörn Svavarsson, 29.7.2010 kl. 13:56

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég er ekki sammála því að þessi göng séu þau hættulegustu í Evrópu. Hafið þið komið í Oddsskarðsgöng? Það er blindhæð í þeim miðjum! Og engar myndavélar, eldvarnakerfi, en gott ef það er samt ekki einn neyðarsími á leiðinni.

Valgeri: Tölfræði er tilfinningalaus og slys í umferðinni eru óhjákvæmileg staðreynd. Þegar verið er að meta þörf fyrir öryggisráðstafanir þar alltaf að vega og meta tölfræðina, og hvað er réttlætanlegur kostnaður í hverju tilviki. Við gætum svosem alveg hjúpað allt í höggdeyfandi eldvarnarkvoðu, en myndi það borga sig? Samkvæmt trygginga-stærðfræði borgar sig aldrei að tryggja fyrir öllu sem getur gerst, því það kostar meira en verðmæti þess sem á að tryggja, svo einhversstaðar þarf að draga mörkin. Bílaumferð er alltaf hættuleg og sérstaklega inni í þröngu röri.

Lykilspurningin í þessu máli er: Hvort er hættulegra, að keyra göngin eða fara hina leiðina, veginn um Hvalfjörð?

Guðmundur Ásgeirsson, 29.7.2010 kl. 15:48

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband