Við settum heimsmet í gær í samfélagslegu smiti

Í gær 6. apríl kl (ca) 23:30 vorum við með flest staðfest smit í heimi miðað við okkar uppáhalds viðmið, höfðatölu / hlutfallslegan fjölda fólks. Farsóttin er orðin stjórnlaus hér á landi og enn er allt meira og minna opið, leik- og grunnskólar, allt opið fyrir ferðamenn og svo framvegis og Sótti heimtar að fólkið á Langanesi smitist líka. Það er löngu tímabært að stöðva þennan mann og taka upp aðferðir allra okkar nágranna, nema Svía

c19Skv meðfylgjandi mynd þá er hlutfallslegt smit hjá okkur 4.581 miðað við milljón íbúa sem færir okkur "gullið". Smit í gær voru 1.562. Þeir sem gerðu stólparitið hafa reiknað með að á Íslandi búi 341.000 manns (1.562 smit / 4.581 x 1000.000 = 341.000 manns). Ef við gerum ráð fyrir að þeir sem gerðu þetta stólparit hafi náð í jafn gamlar tölur frá öðrum löndum þá er gullið okkar.

Ef við hins vegar tökum nýjustu tölur Hagstofunnar frá 1. jan 2020 þá erum við Íslendingar um 364.000. Það þýðir að hlutfallslegt smit á milljón íbúa miðað við skráð smit eru 1.562 smit / 364.000 manns x 1000.000 = 4.291 sem færir okkur silfrið. Luxemburg hirðið þá af okkur heimsmetið með 4.541 smit per milljón íbúa.

Ef við tökum tölurnar frá ÍE út úr þessu, 16.009 sýni (57%) og 140 staðfest smit (9%) og horfum bara á tölurnar frá Landspítalanum þá hefur spítalinn tekið 11.871 sýni (43%) og hefur staðfest 1.422 smit (91%). Þetta þýðir 1.422 smit / 364.000 manns x 1000.000 = 3.907 smit per milljón íbúa. Þessar tala frá Landspítalanum, 3.907, tryggir okkur áfram silfrið því í þriðja sæti situr Spánn með 2.923 smit per milljón íbúa.

Það er rangt að halda því fram að hér á landi sé smitið svo útbreitt vegna þess að við tökum svo mörg sýni. Tæp tólf þúsund sýni sem Landspítalinn hefur tekið af 3,3% þjóðarinnar það er væntanlega svipað og aðrar þjóðir eru að taka og þessi tala segir okkur að við erum með næst mest smit allra þjóða heims.

Það er rangt að halda því fram að samfélagslegt smit á Íslandi sé lítið. Samfélaglegt smit á Íslandi er það mesta / næst mesta í heimi.


mbl.is Dauðsföllum fjölgar aftur á Spáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband