Fámennur hópur karla á landsbyggðinni leiðir andstöðuna við aðildarviðræðurnar

70% kvenna í landinu vilja halda aðildarviðræðunum við ESB opnum. 76% íbúa Höfuðborgarsvæðisins vilja halda aðildarviðræðunum opnum. Á landinu öllu vilja 68% halda aðildarviðræðum áfram skv. nýrri könnun MMR, sjá hér.

Það er því ljóst skv. könnun MMR að það er fámennur hópur landsmanna, karlar á landsbyggðinni, þar sem andstaðan / hræðslan við aðild að ESB er mest.

Samkvæmt nýrri könnun fréttablaðsins kemur fram enn sterkari vilji þjóðarinnar en áður að kosið verði um það hvort halda eigi viðræðunum við ESB áfram. Samkvæmt þeirri könnun er 82% þjóðarinnar fylgjandi því að þessum samningum verði ekki rift heldur fái þjóðin að kjósa um framhald málsins.

Þessi gríðarlega andstaða við að samningum verði slitið gefur tóninn hvernig sjálfar kosningarnar um aðildarsamninginn munu fara.

Það er ljóst að við aðildarsinnar munum vinna allar þær kosningar sem boðað verður til vegna þessa máls því þegar á reynir, eins og er að sýna sig núna, þá vill þjóðin ganga í ESB og taka upp evru.

Það mun og verða niðurstaða þessa máls, óháð því hvernig fámennur hópur karla á landsbyggðinni hrópar, kallar og ólmast.

 

 


mbl.is 68% vilja halda viðræðum opnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Karl

Það er nefnilega bagalegt, nei ekki bara bagalegt, heldur alvarlegt óréttlæti að skoðanir fólks á landsbyggðinni hafa tvöfalt vægi inni á Alþingi, miðað við skoðanir fólks á höfuborgarsvæðinu.

Einar Karl, 28.2.2014 kl. 12:59

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Höfuðborgarsvæðið getur að sjálfsögðu leyst það vandamál,sem það virðist hafa,allavega af sumu fólki sem býr þar, með því að lýsa yfir sjálfstæði höfuðborgarsvæðisins.Þá gæti höfuðbograsvæðið stjórnað sér sjálft með jöfnum atkvæðisrétti íbúanna.Svæðið utan höfuðborgarsæðisinsmyndi þá kjósa sér nýja höfuðborg.Með þessu yrði það fólk sem telur að landsbygðin hafi of mikið vægi,laust við landsbygðina.Hægt er að fara i kosningu um þetta strax á þessu ári.Ef fólk á höfuðborgarsvæðinu samþykkir þetta sem það hlýtur að gera miðað við málflutningin, er málið leyst í friðsemd.

Sigurgeir Jónsson, 28.2.2014 kl. 17:09

3 identicon

Vel mælt Sigurgeir.
Þá getur stór-ríkið í ríkinu orðið að e-k fríríki. Sloppið  við landbúnað og sjávarútveg að mestu. Sloppið við túristatraðk að mestu, enda allt malbikað meir og minna. Sleppt flugsamgöngum og reyndar mest öllu sem telst sem landsþjónusta. Tollahlið við litlu kaffistofuna og á kringlumýrarbraut, svo og handan við Grafarvog eða vestar, - fer eftir því hver vill vera memm.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 28.2.2014 kl. 18:19

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ALgjörlega sammála þér Sigurgeir, Borgríkið Reykjavík yrði þá sjálfstæð eining, og við hin myndum plumma okkur ágætilega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2014 kl. 18:37

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mikið assgoti held ég að viðskiptin verði nú slöpp a verkfræðistofunni þinni Friðrik, ef þú heldur þessu rakalausa kjaftæði áfram á lofti fyrir allra augum.

Áttu enga skömm til?

Jón Steinar Ragnarsson, 28.2.2014 kl. 19:30

6 Smámynd: Einar Karl

Sigurgeir,

mér finnst þetta fráleit hugmynd hjá þér! Ég er sjálfur fæddur úti á landi og uppalinn að nokkru leyti, pabbi býr fyrir norðan og ég á frændfólk fyrir vestan og austan. Ég og þetta fólk mitt tilheyrum sömu þjóð. Ég hef, eins og margir höfuðborgarbúar, heilmiklar taugar og tengsl út á land.

En kannski var þetta bara kaldhæðni hjá þér.

Það eina sem ég var að benda á að ég vildi að mín rödd hefði SAMA VÆGI og þín, inni á Alþingi.

Af hverju átt þú að hafa meira um það segja en ég, hvort við tökum upp nýjan gjaldmiðil, hvort við höfum þrepaskipt skattkerfi, hvaða flokkar sitja í ríkisstjórn, hvaða einstaklingar sitja á þingi?

Einar Karl, 28.2.2014 kl. 20:06

7 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ég vil fara amerískuleiðina varðandi fulltrúa og setu þeirra á Alþingi.

Það hefur nákvæmlega engan tilgang að hafa kjörna fulltrúa á þingi á þeim stað þar sem allt opinbera apparatið og þingið sjálft situr. Það myndi rjúfa ákveðin hagsmunatengsl og tryggja að lítilmagnin, sem í þessu tilfelli er úti á landi, fengi betri rödd en í dag.

Vægi Alþingis, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, er háð embættismannakerfinu og embættismenn standa undir sínu nafni.

Þ.a.l. vill ég að höfuðborgin fái engan þingmann, enda þurfa þeir þess ekki stöðu sinnar vegna, og jafnframt væri sjálfsákvörðunarréttur færður heim í hérað. Heimamenn gætu þá skammast í sínum heimamönnum og þeir í sínum þingmönnum.

Sindri Karl Sigurðsson, 28.2.2014 kl. 20:24

8 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég hef verið þeirrar skoðunar að það ætti að fresta þessum viðræðum en ekki slá þær af.Og eiginlega er ég ekki ESB sinni. En úr því sem komið er finnst mér sjálfsagt að kjósa um áframhaldið- meirihluti landsmann á að sjálfsögðu að ráða. Það er komið nóg af orðahnippingum um þetta mál.

Jósef Smári Ásmundsson, 28.2.2014 kl. 21:11

9 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ég vil ekki kjósa um þá aðlögun sem er í gangi í dag. Ég vil kjósa um spurninguna villtu að Ísland gangi inn í EU ? Já eða nei.

Sindri Karl Sigurðsson, 28.2.2014 kl. 21:20

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þannig gefast litlir magnar upp fyrir yfirganginum,þótt logið sé upp í opið geð landsmanna og stærstu fjölmiðlum beitt auk okkar eigin ljósvakamiðli. Ég vona að skipting landsins hefjist sem fyrst,ég mun sækja um pólitískt hæli út á landi.

Helga Kristjánsdóttir, 28.2.2014 kl. 21:22

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sindri þín færsla kom aðeins á undan minni. Það er rétt að aðeins þannig spurningar sýna réttu myndina.

Helga Kristjánsdóttir, 28.2.2014 kl. 21:27

12 identicon

Hlustið vel, íslenska þjóð, hér talar "verkfræðingurinn" Friðrik Hansen Guðmundsson sem trúði því einlagt að Halfjarðargöngin myndu fyllast af Atlandshafinu. Hver trúir honum????????????

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 28.2.2014 kl. 22:21

13 identicon

það munaði ekki miklu Örn að það yrði raunin

Guðrún (IP-tala skráð) 28.2.2014 kl. 22:42

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála því Sindri spurningin á að vera svona: Viltu ganga í ESB, já eða nei, þá erum við að ræða saman.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2014 kl. 22:57

15 Smámynd: Magnús Jónsson

Friðrik: Það að 80% þáttatakenda í skoðanakönnun vilji kjósa er , og taktu nú vel eftir ekki yfirlýsing um stuðning við umsókn um innlimun, heldur er fólk búið að fá upp í kok á frekju og yfirgangi innlimunarsinna og vill kjósa þetta út.

Og það verða hugsanlega bestu ummæli sagnfræðinga um stjórnmálaferill Jóhönnu S, að henni hafi tekist að koma í veg fyrir að Ísland gengi í ESB, með hjálp frá Steingrími J, margyfirlýstum andstæðingi ESB, verður að teljast til afreka sem fá dæmi eru um í íslenskri stjórnmálasögu, og er nú margt skrautlegt þar fyrir, að með frekju og nánast ruddafengnu ofstæki tókst Jóhönnu að koma í veg fyrir að ESB umsókn fengi málefnalega umfjöllun á nokkurn hátt, er ekkert annað en sorglegt svo ekki sé meira sagt.

Magnús Jónsson, 1.3.2014 kl. 00:54

16 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Þessi gríðarlega andstaða við að samningum [lesist: aðlögunarviðræðum] verði slitið - eins og síðuhaldari heldur fram og vitnar til - er fyrst og fremst til komin vegna þeirrar bábilju Samfylkingarinnar að hægt sé að kíkja í pakkann. Fæstir gera sér grein fyrir því að yfirstjórn og ákvarðanataka í nánast öllum málum er varða aðildarríki ESB fer fram af embættismönnum í Brussel. Þeir búa til lista þar sem þingmönnum á Evrópuþinginu er beinlínis sagt hvernig þeir eigi að kjósa í einstökum málum enda er ógerlegt fyrir þingmenn að kynna sér þann fjölda mála sem afgreidd eru af þinginu. Þar er ekki síður færibandavinna í lagasetningum en á Alþingi okkar Íslendinga. Þrýstihópar og hagsmunaaðilar sitja um embættismenn til að koma málum sínum að og í gegnum báknið. Ef einhverjum dettur það í hug að handfylli íslenskra þingfulltrúa á Evrópuþinginu eigi nokkurn tímann eftir að hafa áhrif á hina tæplega 800 þingfulltrúa við lagasetningu á Evrópuþinginu er hinum sama bent á að fá sér árskort hjá næsta geðlækni.

Ég er meira á móti aðild en fylgjandi, en er hins vegar fylgjandi því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta mál. Það er, og verður, eina leiðin til að útkljá hver þjóðarviljinn raunverulega er. Þeir sem eru fylgjandi aðild verða þó að vera meðvitaðir um hversu stórt ESB-báknið er, hvar ákvörðunarvaldið mun liggja, og að engum hluta ESB-lagabálksins ve vikið til hliðar við inngöngu með sérlausnum nema í tímabundið.

Erlingur Alfreð Jónsson, 1.3.2014 kl. 02:41

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Karlar á landsbyggðinni eru sannarlega ekki hræddir menn, aukvisar né skræfur.

En þeir horfa á skipin sín og vita, að færi svo, að EF spilltu og hugdeigu liði í Reykjavík og ýmsum auðblekktum þar tækist að framselja fullveldisréttindi þessarar þjóðar í hendurnar á Brussel-körlum og kerlingum eins og Damanaki og Emmu Bonino, þá fengju útgerðarmenn hér rétt til að selja aflaheimildir sínar hæstbjóðandi útgerðum á meginlandinu og á Bretlandseyjum.

Afleiðingin yrði HRUN Á LANDSBYGGÐINNI. Án aflaheimildanna þrífst ekki mannlíf í sjávarbyggðum Íslands. Hundruð eða þúsundir sjómanna myndu missa vinnu sína, fiskverkunarfólk einnig og gæti safnazt saman út á bryggjusporðana og útnesin að virða fyrir sér spænska togara og brezka, þýzka og franska og jafnvel ítalska (sem þegar eru farnir að fiska í sænskri landhelgi) skrapa upp okkar eigin fiskimið innan landheginnar.

Þeir, sem mest hafa lagt fram í útsvarstekjur fyrir sveitarfélögin: skipstjórnarmenn, sjómenn, vélstjórar og iðnaðarmenn, myndu ekki gera það lengur.

Hrun blasti við á Bolungarvík, þegar ísfisktogararnir Dagrún og Heiðrún voru seldir suður. Þar misstu sennilega a.m.k. 40 sjómenn (15+15+ varamenn) vinnu sína og fjöldi fólks í landi, í frystihúsum og vegna þjónustu við togarana (kostinn, viðgerðir, viðhald, uppskipun o.fl.), og fasteignaverðið þar hrundi beinlínis í framhaldinu.

Þetta er það, sem gerist, þegar aflaheimildir eru seldar burt, og það breytir engu um þetta eðli og orsakakeðju slíks, að með eindæma snarræði og tilstyrk tveggja Bolvíkinga, sem þá voru í ríkisstjórn (EKG + KHG) tókst mörgum Bolvíkingum að fá aðrar úrlausnir fyrir sig, nánast fyrir heppni og vegna sérstakrar tímasetningar. En slíka heppni og ívilnun sækjum við ekki í krumlurnar á Brussel-körlum og kerlingum, þvert gegn hagsmunum fulltrúa ótrúlega margfalt voldugri þjóða þar í ráðherraráðinu volduga.

Og blessaður hættu að vera svona einfaldur, Friðrik, og ótrúr okkar þjóðarhagsmunum. Það er sjávarútvegurinn, sem mestar gjaldeyristekjurnar hefur skapað og gerir enn. Við kaupum ekki bíl, vélar og tæki og matvæli (jafnvel ekki buffalaost) erlendis frá fyrir engan erlendan gjaldeyri.

Jón Valur Jensson, 1.3.2014 kl. 05:30

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

PS. Þarna var orðinu "EF" í 2. línu hjá mér ofaukið.

Jón Valur Jensson, 1.3.2014 kl. 05:32

19 Smámynd: Einar Karl

Nú skil ég ekki alveg, eru þið að segja að ef við göngum í ESB þá gerist það á Vestfjörðum AFTUR sem gerðist á síðustu 15 árum?

Af hverju ættu útlendingar að vilja kaupa kvótann af Íslendingum? Íslendingar kunna manna best að reka arðbæra útgerð.

Af hverju þarf útgerðin einhverja sérstaka vernd gegn útlendingum, frekar en annar atvinnurekstur á Íslandi?

Haldiði að það sé mjög slæmt að vinna hjá útlensku fyrirtækjunum Actavis og Marel??

Einar Karl, 1.3.2014 kl. 07:41

20 Smámynd: Einar Karl

PS

Jón Valur, óttalegur aumingi ertu að leyfa mér ekki að kommentera á síðuna þína.

Einar Karl, 1.3.2014 kl. 07:42

21 identicon

Sennilega jafn vitlaust mat og bölbænirnar fyrir Hvalfjarðargöngunum....

Þéttbýliskarl (IP-tala skráð) 1.3.2014 kl. 12:33

22 Smámynd: Jón Valur Jensson

Aldrei hef ég aumingi verið, Einar Karl, þú brauzt bara skilmála innleggja hjá mér.

En Styrmir Gunnarsson þekkir greinilega betur ýmsa útgerðarmenn en þú. Hann var í þætti á Útvarpi Sögu með Ragnari Arnalds fyrir um 10 dögum og minntist einmitt á þetta, að ef við værum í ESB, hefðu þeir lagaheimild þar til að selja fiskveiðiheimildir sínar til annarra ESB-landa.

Pétur Gunnlaugsson spurði hann þá: "Mundu þeir gera það?"

Styrmir svaraði: "Mundu þeir gera það?! Hvað gera menn ekki fyrir peninga?!"

En þú vilt láta okkur treysta þessum útgerðarmönnum okkar út í loftið, og þá ber nýrra við hjá þér!!!

Jón Valur Jensson, 1.3.2014 kl. 13:34

23 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Með fullri virðingu fyrir þér Einar, þá finnst mér persónulega ekki gáfulegur á þér ritmálskjafturinn. Eitt er að hafa skoðun en annað að kalla menn aumingja og slíkt í riti.

Það er alveg hægt að hafa skoðanir og láta þær koma í gegn án þess að kalla menn illum nöfnum !! Það að dreifa skít í formælingaformi er kjánaskapur og hætt við að fólk taki þínum ritum sem slíkum.

Sindri Karl Sigurðsson, 1.3.2014 kl. 17:52

24 Smámynd: Einar Karl

Sunnudaginn 23. febrúar sl. ritar umræddur Jón Valur heila færslu um mig. En gefur mér ekki leyfi til andmæla. En hann ræður því auðvitað. Ég kalla það aumingjaskap og mun gera það áfram.

Einar Karl, 1.3.2014 kl. 20:34

25 identicon

Skemmtilegur þessi sjávarútvegsvinkill sem er kominn á neðri hluta umræðunnar.

Málið er einfalt. Fiskurinn í sjónum er eign þjóðarinnar en ekki einstakra úgerðarmanna skv. lögum um stjórn fiskveiða. Það þarf bara að framfylgja þeim lögum og hætta að úthluta kvótanum (nánast) ókeypis til núverandi handhafa kvótans eða þeirra sem þeir í framtíðinni kjósa að selja kvótann til, heldur eingöngu til þeirra sem bjóða þjóðinni hæzt verð að uppfylltum þeim skilyrðum sem löggjafinn kann að setja, svo sem um heimahöfn skips, heimilisfestu áhafnar, hvaða kjarasamningar skuli gilda, skilyrði um löndin o.s.frv. Ekkert af slílkum útfærslum er líklegt að ESB muni stöðva. Það fallega við ESB umsóknina er einmitt að hún mun að vonum neyða okkur til að takast á við óréttlætið í íslenskum sjávarútvegi og gera eitthvað í því, við tilhugsunina að sá sem muni moka inn peningunum sé e.t.v. færeyskur eða spænskur.

En hvaða máli skiptir okkur, í óbreyttu kerfi, hvort að útgerðarauðvaldið sé með lögheimili í Lundúnum, Tortola eða Vestmannaeyjum?

Haukur (IP-tala skráð) 2.3.2014 kl. 10:15

26 Smámynd: Jón Valur Jensson

Einar Karl, þessi grein mín fyrir einni viku, Rangar forsendur undirskriftasöfnunar evrókrata, fjallaði ekki um þig persónulega, heldur um málefnið. Ég var þá löngu hættur að vera meðvitaður um, að þú hafðir verið útilokaður frá innleggjum hjá mér.

Haukur spyr svo hér eins og álfur út úr hól: "En hvaða máli skiptir okkur, í óbreyttu kerfi, hvort að útgerðarauðvaldið sé með lögheimili í Lundúnum, Tortola eða Vestmannaeyjum?" Hann telur ennfemur að innan ESB myndi "e.t.v. færeyskur eða spænskur" útgerðarmaður (-menn!) "moka inn peningunum" vegna fiskveiða innan okkar 200 mílna og virðist sætta sig afar vel við þá tilhugsun.

Ég hafði raunar svarað þessu sjónarmiði hér í gærmorgun kl. 5.30 og síðdegis kl. 13:34.

Erlendir togarar með erlendar áhafnir, sem kaupa myndu fiskveiðiheimildirnar af íslenzkum útgerðum, myndu ekki aðeins skila útgerðarmönnum þeirra hagnaði í heimalandi þeirra, heldur svipta íslenzkar sjávarbyggðir einhverjum almestu útsvarstekjum sínum og gera sjómenn okkar og fiskverkunarfólk atvinnulaust og fasteignir þeirra hálf-verðlausar (og ekki hjálpar það til að koma sér upp heimili annars staðar), en auk þess svipta þjóðina gríðarlegum gjaldeyristekjum.

Að til séu menn, sem gefa í skyn, að þeir séu Íslendingar, en hafa ofangreinda afstöðu MEÐ erlendum útgerðum, er ótrúlegt, en satt !

Svo er athyglisvert, að Friðrik Hansen Guðmundsson á engin svör við innleggjum mínum og annarra hér.

Jón Valur Jensson, 2.3.2014 kl. 12:56

27 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og í stað þess að afla ríkissjóði okkar afar mikilla tekjuskatts-tekna, myndu atvinnulausir sjómenn og fiskverkunarfólk leggjast þungt á Atvinnuleysistryggingasjóð.

Glæsileg þessi útópía Evrópusambands-innlimunarstefnumanna eða hitt þó heldur!

Þeir ímynda sér sumir, að þá fengju þeir lægra matarverð, alveg án raka og án þess að taka tillit til hruns þá í landbúnaði okkar og atvinnuleysis þar með hliðstæðum afleiðingum eins og í sjávarútveginum, en aldrei nefna þeir, að þrátt fyrir ESB-styrki, sem þeir vonast eftir, myndum við samt greiða miklu meira til Brusselherranna -- kæmum á heildina litið út í sex milljarða króna tapi bara vegna þess eins atriðis, eins og fram kom í grein eftir Ólaf Hannesson, varaformann Herjans, í Mbl. í liðinni viku.

Jón Valur Jensson, 2.3.2014 kl. 13:06

28 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Tja... ekki stígur þú í mannvitsbrekkuna Einar minn.... Ekki taka "minn" fyrir þinn í þessu dæmi... Hreint út þá er mér skítsama hvað á undan er gengið, það réttlætir ekki að skrifa niður fyrir sig. Það eina sem gerist í því dæmi er tap. Tap hvað varðar trúverðugleika. Nógu tæpt er á honum triplað þessa dagana ekki satt?

Sindri Karl Sigurðsson, 2.3.2014 kl. 20:06

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband