Byggingaiðnaðurinn og mannvirkjagerðin látin taka allt höggið.

Sveitarstjórnir um allt land hældu sér að því fyrir nýliðnar sveitarstjórnarkosningar að hafa skorið niður nær allar verklegar framkvæmdir. Ríkisstjórnin hælir sér af því að hafa skorið niður útgjöld ríkisins um 90 milljarða. Nær allur þessi niðurskurðar er niðurskurður til framkvæmda og viðhalds.

Afrakstur þessa niðurskurðar hefur samfélagð verið að uppskera síðustu misseri með fjöldagjaldþrotum og massífu atvinnuleysi í þessum greinum.

Botnlaus verkefni bíða við hvert fótmál í byggingaiðnaði og mannvirkjagerð. Leið allra landa út úr efnahagssamdrætti og atvinnuleysi er að dæla fjármangi inn í þessar greinar. Með því skapast strax störf og velta í samfélaginu. Þessa leið hafa allar þjóðir farið nema Íslendingar. Þegar kreppir að á Íslandi þá skera opinberir aðilar framkvæmdir niður eins og enginn sé morgundagurinn. Í uppsveiflu á Íslandi bjóða opinberir aðilar endalaust út verkefni eins og engin sé morgundagurinn. Af hverju þarf íslenska stjórnsýslan að gera allt öfugt?

Lífeyrissjóðirnir eru fullir af fé og hafa beðið í rúmt ár eftir að ríkisvaldið eða sveitarfélögin bjóði þeim til samstarfs í einhver af þessum framkvæmdaverkefnum sem liggja á borðum þessara opinberu aðila og gætu skapað fullt af störfum.

Af hverju horfa ráðamenn aðgerðalausir upp á síðustu fyrirtækin á íslenska verktakamarkaðnum segja upp síðasta starfsfólkinu?

Af hverju hafa ráðamenn ekki nýtt þau tækifæri sem eru og hafa verið í boði og skapað hér ný verkefni og ný störf í samstarfi við Lífeyrissjóðina?

Það er ljóst að eitthvað mjög mikið er að í íslenskri stjórnsýslu og það vandamál nær langt út fyrir ríkisstjórnina. 

 

 

 


mbl.is Sextíu sagt upp hjá KNH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Friðrik, þú spyrð af hverju ráðamenn horfa aðgerðarlausir á, þú spyrð einnig af hverju ráðamenn nýti ekki tækifærin. Svarið er einfalt; stjórnin hefur ekki getu né þor til að taka á málum!

Það sem er ógnvænlegast við þessa stefnu stjórnvalda, er að nú þegar hefur dregið svo af fyrirtækjum landsins að þegar loks kemur til útboða á stórum verkum, er líklegt að þau hafi ekki burði til að bjóða. Því gæti allt eins farið svo að öll stærri verk falli í skaut erlendra fyrirtækja sem koma með sitt eigið vinnuafl.

Gunnar Heiðarsson, 2.7.2010 kl. 08:05

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband