Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið áfram ótrúverðugustu stofnanir á Íslandi.

Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið voru fyrir tæpum tveim árum staðnar að einhverju ævintýralegasta rugli Íslandssögunnar. Æðstu stjórnendur þessara stofnana á þeim tíma eru nú opinberlega sakaðir um vanrækslu í starfi.

Allt bendir til að núverandi yfirmenn þessara stofnanna muni innan ekki of langs tíma verða sakaðir um, ekki vanrækslu heldur afglöp í starfi.

Ótrúlegt er að þessir menn ætli sér að grípa inn í samninga milli banka og lántakanda og taka sér það vald að breyta ákvæðum samninga milli aðila. 

Ótrúlegt er að fjármálaráðherra bakkar upp þessar áætlanir.

Með því að þvæla ríkinu inn í þessa samninga, þ.e Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið ákvarða aðra vexti á lánasamningunum en um er samið, þetta gæti í versta falli skapað ríkinu bótaskyldu telji lántakendur brotið á rétti sínum og þeir orðið fyrir tjóni vegna þessa inngrips stjórnsýslunnar i þessa lánasamninga.

Í besta falli sleppur ríkið frá þessum inngripi án þessa að verða dæmt bótaskylt.

Eftir standa trausti rúinn Seðlabanki og Fjármálaeftirlit þar sem ekkert virðist hafa breyst frá því löngu fyrir hrun.

Eftir þetta útspil stjórnsýslunar standa viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra veikari en nokkru sinni fyrr.

Það getur aldrei verið stjórnmálamönnum hollt að taka alltaf afstöðu með hagsmunum banka og fjármagnseigenda  gegn hagsmunum almennings. Það kann ekki góðri lukku að stýra.

 


mbl.is Miða við lægstu vexti á hverjum tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið voru fyrir tæpum tveim árum staðnar að einhverju ævintýralegasta rugli Íslandssögunnar. Æðstu stjórnendur þessara stofnana á þeim tíma eru nú opinberlega sakaðir um vanrækslu í starfi."

Ad mínu mati er bordliggjandi ad gróf vanraeksla hafi átt sér stad.

"Ótrúlegt er að fjármálaráðherra bakkar upp þessar áætlanir."

Svona er thetta samt.  Thetta kallar á nýjan stjórnmálaflokk sem stendur med almenningi en ekki fjárhagsöflunum og sérhagsmunaöflunum.

yfirlit (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 18:20

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband