Löngu tímabært að setja sóttvarnarlæknir af og loka landinu

Breski sóttvarnarlæknirinn sem vann eftir sömu aðferðum um varnir gegn drepsóttinni og okkar Íslenski sóttvarnarlæknir hefur verið settur af. Ábyrgari aðilar hafa tekið við völdum í Bretlandi, lokað veitingahúsum og skólum hvatt til samkomubanns ásamt því að loka landinu að mestu fyrir farþegaflugi.

Flest lönd Vestur Evrópu hafa gengið lengra, sett á útgöngubann og engum heypt inn í landið nema fara í 14 daga sóttkví. Þessar þjóðir ætla sér að stöðva pestina, stöðva smitið, ekki láta hana ganga vísvitandi yfir allt samfélagið eins og Þórólfur vill að gerist hér á landi með tilheyrandi mannfalli. Sú saga gengur að útlendingurinn sem lést á Húsavík í vikunni hafi verið 37 ára gamall. Talið er að hann hafi látist af hjartaáfalli sem er ein af dánarorsökum fólks sem á öllum aldri er nú að deyja vegna drepsóttarinnar.

Skv rannsóknum ÍE þá er um 1% þjóðarinnar smitaður. það eru um 3600 manns. Segjum að það sé helmingi of hátt mælt. Niðurstaðan er samt sú að hér á landi eru 1000-2000 manns sem nú gengur um allt samfélagið og smitar án þess að vita af því. Í ljósi þessa er bara fáránlegt að tala um að hér á landi séu nokkur hundruð manns smitaður þegar allir vita að þeir teljast í þúsundum.

Þrátt fyrir þessa vitneskju að þúsundir manna gangi hér um smitandi þá er allt opið, leikskólar- og grunnskóar, verslanir, veitingahús og ferðamönnum er enn hleypt inn í landið. Við erum neydd til að taka þátt í þessari Rússneskru rúllettu með lífið að veði í boði sóttvarnarlæknis og þetta má ekki viðgangast lengur. Allt stefnir í að ástandið á Íslandi verði svipað eða verra en er nú á Norðu Ítalíu. Þar sem ástandið er verst þar er fólk eldra en 60 ára ekki lengur hleypt inn á spítalana. Það fólk er sent heim og látið deyja þar. ítalski landlæknirinn er látinn og á annan tug prósenta heilbrigðisstarfsfólks þar í landi er smitaður.

Löngu er tímabært að setja sóttvarnarlæknir af, loka landinu og koma á útgöngubanni. Ég skora á heilbrigðisráðherra og samtök lækna að taka fram fyrir hendur sóttvarnarlæknis og loka landinu að fyrirmynd annarra ríkja.


mbl.is Farþegaumferð í Leifsstöð hefur snarminnkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband