Pólitískur möguleiki að núverandi ríkisstjórn verði óvinsælli en vinstri stjórnin

Með 8.000 manns að mótmæla á Austurvelli í gær, laugardag, 44.000 skrifað undir á www.thjod.is og Sjálfstæðisflokkinn komin í 19% fylgi þá allt í einu opnast ómöguleikinn á því að það sem menn töldu ómögulegt getur orðið mögulegt.

Nú getur það ómögulega gerst að fylgi Sjálfstæðisflokksins hættir ekki að hrynja. Fyrir áratug var það talinn ómöguleiki að fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist undir 20%. Nú hefur sá ómöguleiki orðið að veruleika. Nú getur það sem áður var talið ómöguleiki, nú getur það haldið áfram að gerast. Fylgi Sjálfstæðisflokksins gæti falli í skoðunarkönnunum niður í 10% til 15%.

82% þjóðarinnar vill fá að kjósa um áframhald aðildarviðræðnanna. Það þýðir að aðeins 18% þjóðarinnar styður þá vegferð sem ríkisstjórnarflokkarnir eru nú lagðir í. Og hvaða kosningaloforð verða svikin næst spyr fólk.  

Þessi 18% þjóðarinnar sem styður ríkisstjórnina, Heimsýn, bændaforystuna og LÍÚ í þessu máli, verður það fylgið, 18%, sem ríkisstjórnarflokkarnir fá í næstu þingkosningum?  

Þegar ómöguleikinn hefur einu sinni átt sér stað þá er oft eins og slíkir ómöguleikar haldi áfram að endurtaka sig.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei.

Pétur D. (IP-tala skráð) 2.3.2014 kl. 19:07

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Varðandi tölur slærðu hér fram miklu oftrausti þínu á Fréttablaðskönnunina, hjá rammhlutdrægum fjölmiðli sem virðist þjóna Evrópusambandinu dag og nótt, enda eignarhald hans þannig (Jón Ásgeir er harður ESB-sinni).

  1. Þessi könnun er hins vegar í verulegu ósamræmi við könnun MMR sem gerð var 25.-28. febrúar, þar sem spurt var: „Hvort vilt þú að Ísland haldi opnum aðildarviðræðum við Evrópusambandið eða slíti þeim formlega?" Niðurstaðan var: 69,7% vildu halda aðildarviðræðum opnum, en 32,1% vildu slíta þeim. Þarna munar 11,9% sem sú MMR-könnun sýnir minna fylgi við framhald "aðildarviðræðna" heldur en Fréttablaðs- og Stöðvar 2-könnunin. Eitt er víst, að á skortir, að menn geti treyst þessum hlutdrægu fréttamiðlum. -- Nefna má að lokum, að hjá MMR tóku 85,5% afstöðu til spurningarinnar.
  2. Fréttablaðið sló þessu upp í forsíðufyrirsögn: "Um 82% vilja þjóðaratkvæði" (voru reyndar nánar tiltekið 81,6%), en hitt kom ekki fram á forsíðuninni, að svarhlutfallið var aðeins 61,5%, og af þeim, sem náðist í, tóku 93,9 afstöðu til spurningarinnar. -- Stór munur var einnig á þessari könnnun varðandi landsbyggðarfólk. Hjá Fréttablaðinu átti svo að heita, að 80,6% aðspurðra í kjördæmum utan Reykjavíkur hafi viljað þjóðaratkvæði um framhald aðildarviðræðna, en skv. MMR-könnuninni* vildi langtum lægra hlutfall, 53,1%, landsbyggðarmanna halda aðildarviðræðum við Evrópusambandið opnum. Einnig þetta gerir könnun Fréttablaðsmanna tortryggilega, jafnvel þótt árangurinn af öllum áróðri þeirra síðustu vikur virðist hafa skilað sér í því, að meirihluti aðspurðra í öllum þessum könnunum virðist halda eitthvert vit í að halda viðræðunum áfram (vitaskuld án þess að hafa lesið skýrslu Hagfræðistofnunar).
Svo má alltaf spyrja: Hvað vilja menn gera með þjóðaratkvæðagreiðslu, sem er aðeins ráðgefandi ? Alþingismenn hafa engar skyldur til að fara eftir niðurstöðum hennar, heldur "eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum," skv. 48. gr. þeirrar stjórnarskrár lýðveldisins, sem þeir hafa svarið eiðstaf að. Þjóðaratkvæðagreiðsla í þessu efni yrði einber skoðanakönnun og ekki bindandi fyrir Alþingi.
 
* Hér: http://mmr.is/frettir/birtar-nieurstoeeur/379-meirihluti-vill-halda-adhildarvidhraedhum-vidh-evropusambandidh-opnum

Jón Valur Jensson, 3.3.2014 kl. 01:54

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég lýsti alþingis- og bæjarstjórnarkosningum einu sinni sem fegurðarsamkeppni þar sem fegursta og vinsælasta stúlkan væri kosin. Ætli það sé ekki best að hætta þessu kjöri um vinsælustu stúlkuna og og halda okkur við þá fegurstu til að fá meiri stöðugleika í þetta. Nú eða bara að taka upp þann sið að gæfa og gjörvileiki ráði þarna mestu.

Jósef Smári Ásmundsson, 3.3.2014 kl. 11:33

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband