Pétur Blöndal æfur vegna dóms Hæstaréttar.

Í framhaldi af dómi Hæstaréttar þar sem gengistrygging lána var dæmd ólögleg hafa nokkrir einstaklingar gengið fram með hreint ótrúlegum hætti. 

Fremstur meðal jafningja í þeirri umræðu hefur farið Pétur Blöndal. Hann skammast og rífst yfir því að þessi gengistrygging lána hafi verið dæmd ólögleg og hellir sér yfir þá sem fagna þessari niðurstöðu Hæstaréttar. Hann talar um að lántakendur hugsi bara um naflann á sjálfum sér og svo framvegis.

Pétur Blöndal gleymir eða vill ekki ræða aðal atriði í þessa máls

  • Almenningur á Íslandi var óspurður neyddur til þess með neyðarlögunum sem Alþingi setti að næturlagi í október 2008 að tilstuðlan Péturs Blöndal og félaga  að ábyrgjast allar innistæður í íslenskum bönkum langt umfram það sem lög og reglur gerðu ráð fyrir. Með þessu var almenningur á Íslandi látinn ábyrgjast um 2.000 milljarða hér heima plús það sem kemur út úr Icesave.
  • Með þessum neyðarlögum þá var Pétur Blöndal og félagar að veðsetja Íslensku þjóðina fyrir um 2.000 milljörðum til að tryggja innistæður á Íslandi 100%. Innistæður sem almenningi á Íslandi bar og ber engin skylda til að ábyrgjast.
  • Pétur Blöndal og félagar gerðu sér grein fyrir því þegar bankarnir féllu að allt það fé sem fjármagnseigendur áttu í bönkunum, það fé var horfið, tapa og glatað. 
  • Það er þá þegar myrkraverkin hefjast. Það er þá þegar Pétur Blöndal og félagar byrja að haga sér eins og þjófar að nóttu. Það er þá þegar Pétur Blöndal og félagar ákveða að breyta lögum og reglum og fara í það að "stela" fé til að láta fjármagnseigendur fá.
  • Pétur Blöndal og félagar ákváðu að "stela" fé af lánadrottnum gömlu bankana. Það gera þeir með því að setja neyðarlög sem breyta forgangsröðum kröfuhafa þannig að innistæður verða nú allt í einu í forgangi fram yfir aðrar kröfur þegar bú bankana eru gerð upp.  
  • Pétur Blöndal og félagar ákváðu að "ræna" Seðlabankann öllu því fé sem hann átti enn eftir og setja það fé inn í peningamarkaðssjóði bankana, um 270 milljarða. Þessi "þjófnaður" varð til þess að Seðlabankinn varð tæknilega gjaldþrota. Seðlabankanum og ríkinu og þar með almenningi bar engin skylda að tryggja innlán í þessum peningamarkaðssjóðum.
  • Pétur Blöndal og félagar ákveða síðan að "stela" því sem þá vantar hugsanlega upp á af almenningi á Íslandi með því að gera íslensku þjóðina ábyrga fyrir öllum þessum innistæðum, það er ríkið er látið tryggja allar innistæður 100%.

Þetta nefnir Pétur Blöndal ekki þegar hann rótast yfir því að hugsanlega muni ríkið tapa 100 milljörðum falli nýju bankarnir vegna þess að gengistryggðu lánin reyndust ólögleg. Svo þvaðrar hann um það að orðspor landsins sé í hættu tapi erlendir lánadrottnar fé vegna þessa klúðurs.

Fyrir mér eru þessir 100 milljarðar smámunir miðað við það að Pétur Blöndal og félagar stóðu fyrir því að "ræna" 2.000 milljörðum af lánadrottnum gömlu bankana, Seðlabankanum og almenningi á Íslandi og létu í hendur fjármagnseigenda. 

Pétur Blöndal var tilbúinn að taka þátt í því að "stela" 2.000 milljörðum og láta fjármagnseigendur fá. 

Pétur Blöndal er ekki tilbúinn til að gera neitt fyrir aðra hópa í þessu samfélagi. 

Það lætur ekki að sér hæða það fólk sem situr í dag á þingi í boði bankana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Flott samantekt.

Hvar er hægt að sjá svart á hvítu, dreifingu á þessum innistæðum sem næturþjófarnir ákváðu að tryggja í botn?  Það væri trúlega athyglisverð skipting, og ef að líkum lætur þá hafa 80% af þessum innistæðum verið í eigu "örfárra" fjármagnseigenda kannski 5-10%?

Hversu margir áttu innan við 10 milljónir

Hversu margir 10-50 milljónir

Hversu margir  yfir 100 milljónir  og nánari skiptingu yfir 500 milljónir!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 30.6.2010 kl. 02:11

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Pétur er með kenningar um fjármál sem er mjög á skjön við það sem almennt gengur og gerist í lýðræðislegum borgríkjum.

Í fyrsta lagi er hér einokun á lánsformum til húsæðiskaupa. Aðal veðlánflokkurinn almennings það jafngreiðslum allar greiðslu jafnar að upphæð jafn háar út lánstímann er ekki í boði. Þessi flokkur einkennist að vextir með áætlaðir neysluverðlagsbreytingu er fastir, þannig að greiðslubyrði léttist með árunum ef tekjur miðað við verðlag haldast óbreyttar.

Þar gildir Heildarskuld= Lánsupphæð + Heildar grunn[raun]vextir + verðbólguleiðréttingar vextir: er föst upphæð  í upphafi og umsamin. Ef gjalddagar er 300 þá er fast einingar gjald alla lánstímann   Heildarskuld/300.

Þetta er hin alþjóðlega löglega skilgreining á jafngreiðslu formi. Vextir fastir, einingargjald x gjalddagaga fjöldi sem eftir er heildarskuldin sem eftir er.

Dæmi 10.000.000 lánsupphæð 1 veðréttur í 30 ár ber allastaðar erlendis 2.000.000 3.000.000 í vexti og í UK og USA 6.000.000 -7.000.0000  í fyrirfram umsamdar verðbólgu leiðréttingar.

Heildar umsaminn skuld í þessum lýðræðisiríkjum  því 18.000.0000 - 20.000.000 verðtryggt. Að vali 80% lántaka sem hafa meira vit á þessum málum en Pétur að mínu mati og þeirra að sjálfsögðu.

Umreiknað í ársvaxta prósentur Grunnvextir 1,79%-1,99% og verbólgu leiðréttingar 3,2 til 4%.

Þegar vextir með verðbótaleiðréttingum reiknast mánaðarlega er lögskilgreining lánsins lán jafnra veðafborganna með breytilegum vöxtum: grunnvextir + leiðréttingavextir.

Þegar fyrstu gjalddagar eru með neikvæðum vöxtum þá eru greiðslur blekkjandi þar sem þær eru lægri til að byrja með og hærri í lokin. Jafngreiðsla tryggir samt heildar umsaminn skuld er föst.

Hér hinsvegar er búið að rugla þessu með því að ljúga óbeint að almenningi að Íslenska einokunarformið sé jafngreiðslu, hvort einingargjaldið eða heildar umsamin skuld er föst.

Enda er þetta flokkað undir skammtímalán með hámarks áhættu erlendis. Þar sem raun vextir hækka stigvaxtandi á lánstímanum.  UM 30% á 30 árum ef verðbólga verður hliðstæð og í UK og USA. Þetta gerist vegna þess að Íslenska áhættudreifing og sjálftaka að lána vaxtaleiðréttingar og flytja fram í tíman til að vaxtavaxta. Afleiðing er sú að heildar skuld vext út fyrir veðbönd og hækkar langt upp fyrir neysluverðlag sem kallast ekki verðtrygging erlendis.

Þessi hækkun miðað við eðlilega verðbólgu byrjar á 3 ári og eftir um 5 ár ér heildarskuldin búin að ólögilda  meinta jafngreiðslu [annuitet] erlendis og örugglega hér líka ef eignaréttur og hefðir fyrir 1982 væru virtar.    http://frontpage.simnet.is/uoden/negam/index.htm

Í öðru lagi ber eigandi ábyrgð á eign sinn og fjármálgeirinn hér er tæknilega okkar eign þótt Pétur geti sannað að hann beri enga ábyrgð fjárhagslega af persónulegum ástæðum.

10.000.000 lánsupphæð á 1 veðrétti samkvæmt greiðsluútreikningum sjóða hér hingað til ber 8.000.000 í raunvexti  miðað við enga verðbólu og 12.000.0000 miðað við verðbólgu eins og í UK svo koma 6. milljóna verðbólguleiðréttingar. 

Best til að skoða langtímalán er að skoða þau í heilda samhengi. Verðbólgu leiðréttinga í nafnvöxtum reiknast alltaf síðast. Ef verðbólga er 3% og nafnvextir 5% þá er   5%-3% = 2% raunvextir. 5.000.000 heildarvextir skiptast í 2.000.000 raunvexti og 3.000.000 afskriftir eða verðbólgu leiðréttingar.

Sparnaður vegna útborgunnar í tilfelli veðlána er miklu meiri en sparnað Jóa bílstjóra.

Þroskaðir banka koma öllum peningum helst í verðtryggð 1. veðréttar heimilislán. Þar sem þá eru þeir verðtryggðir. Jafngreiðsla fastra vaxta er líka til að tryggja lánara sem lántaka um að gera áætlanir fram í tíman og tryggi stöðugleika.

Í neyslukreppu taka menn sparnað úr en 100 hærri upphæð kemur inn í föstum verðtryggðum veðafborgunum á sama tíma þannig að með því að draga úr útlánum kemst Bankinn aldrei í greiðslu þrot. 

Þetta er spurning um áhættulausa raunvaxta kröfu og góð veð. Ekki kerfið sem Pétur og hans nótar halda að Íslendingunum í krafti fjár ólæsis. 

Sannanlega tryggir Negamlánsformið greiðslu erfiðleika ef lántaki er ekki raunsæislegar hugmyndir 30% minnst tekjuaukningu umfram verðlag við loka útskriftar úr læknanámi er greiðslumatið erlendis í þessum skammtíma flokk.

Mitt greiðslumati var í þessu dúr en ég átt alls ekki von á raunvirðs tekju hækkun orðin 35 ára.  Vildi líka eiga fyrir viðhaldi og alls ekki skera niður hjá mér neyslu, þannig að ég var heppin í glæpakerfinu að gera mitt eigið greiðslumat.  Hinsvegar lét ég blekkja að greiðslu yfirliti með engri verðbólgu, jafngreiðlu  loforð og föstu vaxta kjaftæði og [hámarks] áhættudreifingu til að tryggja greiðslu getu. M.ö.o. ég uppreiknað ekki lánið m.t.t  raunvaxta þá.  Treysti vanhæfum.

Júlíus Björnsson, 30.6.2010 kl. 12:52

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Pétur Blöndal ætti frekar að skammast við þá sem gættu auranna hans, ekki þá sem eru að borga honum fyrir að fá að nota þá!!

Gunnar Heiðarsson, 30.6.2010 kl. 13:31

4 identicon

Pétur Blöndal er einfaldlega hreinskilinn með þá íhaldsskoðun að það sé og eigi að vera lögmál að sumir hafi forréttindi.  Og jafnframt að það sé frekja af öðrum að krefjast réttlætis og jafnræðis. Með áframhaldandi stuðningi fólks við hinn margumtalaða fjórflokk þá verður Ísland áfram eins, Afríkuland. Þó að Borgarahreyfingin hafi mistekist algerlega þá býður vonandi eitthvað nýtt afl fram næst.

valdimar (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 14:58

5 Smámynd: ThoR-E

Þarf að koma mörgum alþingismönnum út af alþingi sem fyrst. Hafa þar ekkert að gera enda augljóst að þeir starfa ekki að heilindum fyrir almenning. Eða það er sú tilfinning sem maður fær þegar maður fylgist með störfum þeirra.

Pétur Blöndal er einn af þeim.

ThoR-E, 30.6.2010 kl. 17:48

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Eru þeir sem hafa lagt til hliðar af litlum efnum til mögru áranna og eiga eitthvað inni á bók fjármagnseigendur. Eru þeir réttlausir í þessu samhengi. ? Á að taka sparnaðinum af þeim og greiða fyrir þá sem keyptu sér Benz jeppa án þess að hafa efni á því meðan hinir kögðu til hliðar. Má ég biðja um sanngirni.

Finnur Bárðarson, 30.6.2010 kl. 18:42

7 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Finnur

Málið er að þeir sem lögðu fé sitt í bankann, það fé er glatað. Bankarnir töpuðu því öllu. Þessir peningar eru allir horfnir. Þessi innlánseigandi sem þú ert að tala um hann tapaði öllu sínu. Hann á í staðinn kröfu á þrotabú bankana með öðrum kröfuhöfum og lánadrottnum.

Þessi sparifjáreigandi getur líka leitað til tryggingarsjóðs innlánseigenda. Honum ber að tryggja að hámarki 20.887 evrur per reikning / kennitölu. Í þessum tryggingarsjóði innlánseigenda var ekki nægjanlegt fé til að standa undir 20.887 evrur per reikning í þessu stóra bankakerfi. Hann getur "þakkað" bönkunum, eftirlitsaðilum og stjórnsýslunni fyrir það.

Þannig var staðan þegar bankarnir féllu í byrjun október 2008. Þannig voru lögin og Þannig voru reglurnar þegar þessi sparifjáreigandi tekur upp á því að fara að safna fé inn á bankabók í stað þess að kaupa sér jeppa.  Allir hafa val. Einn velur að spara, annar velur jeppann.

Það þýðir ekki að ráðast á jeppaeigandann þó bankasparnaðurinn fuðri upp  á einum degi. Verðmæti jeppans gerir það líka á nokkrum árum. Engin hafði ábyrgst það að sparifé gæti ekki horfið í bankanum. Þvert á móti. Samrændar lög og reglur gilda um hvernig að hámarki má tryggja innistæður í bönkum á EES svæðinu. Það er ekki fyrr en Pétur Blöndal og félagar fara að breyta lögum og beygja reglur að "ránin" og "lögbrotin" hefjast.

Menn verða að fara að horfast í augu við það að sparifjáreigendur á Íslandi þeir töpuðu nær öllu sínu fé í bankahruninu og nú er ætlast til að aðrir bæti þeim upp það tjón.

Með því að breyta lögum og reglum, troða sparifjáreigendum framar í röð kröfuhafa, hreinsa allt fé út úr Seðlabankanum og gera þjóðina að ábekking fyrir afganginum þá er búið að stela nægu fé til að tryggja að fjármagnseigendur fá sitt.

Þegar neyðarlögin hætta að gilda nú í haust þá verða margir til að  láta reyna á þennan gjörning fyrir dómstólum. Í versta falli halda neyðarlögin ekki. Þá mun það lenda á launafólki á Íslandi að borga þessum fjármagnseigendum út þetta fé sem þeir áttu inni í bönkunum þegar þeir féllu.

Munurinn á þeim sem lögðu fé inn í bankana í stað þess að kaupa sér jeppa er sá að tjón sparifjáreigandans þegar hann missti allt sitt sparifé í bankahruninu, þessu tjóni hefur verið velt yfir á venjulegt launafólk á Íslandi ef allt fer á versta veg. Launafólk á Íslandi mun aldrei þurfa að bera neinar byrgðar vegna jeppamannsins.

Á það að vera launafólks á Íslandi að bera ábyrgð bankainnistæðum og greiða því fólki sem tapaði öllu sínu fé í bankahruninu það fé til baka?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 30.6.2010 kl. 20:52

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þetta sparifé skiptir rosalega litlu máli og 40 % af öllu sem ekki er bundið í 5 ár gaf Ríksstjórninn verðandi hluthöfum, það búnin að vera rífleg verðbólg síðan þegar hrunið kom opinberlga formlega fram.   vEÐLÁNIN tryggja peninga innflæði Banka í neyslukreppu.

Almenningur hefur aldrei átt sent til að spara í EU eða fá lánað að meðaltali.

Júlíus Björnsson, 30.6.2010 kl. 21:27

9 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

ÞESSI MAFÍA Á ÞINGI LAUNUÐ AF ÚTRÁSARVÍKINGUM Á AÐ HVERFA BURT ÚR ALÞINGI ÍSLENDINGA.

Erla Magna Alexandersdóttir, 30.6.2010 kl. 23:24

10 Smámynd: Júlíus Björnsson

1 veðréttar heimilslán var að mati útlending búið að falsa um 300 um 400 milljarða, Seðlabanki gaf um slík lán 800 milljarða  við Alþjóða samfélagið skömmu fyrir hrun. Líka að þetta væri með 6 sinn hærri  raunvöxtum en annarstaðar. UK viðurkennir ekki svona háa raunávöxtun ef þetta eru örugg lán. Hvergi í heiminn vaxa veð að verðmæti eins fljótt og gerðist á Íslandi. Enda kallast 1 veðréttar öruggu [annarstaðar] lánin hér í ljósi heildargreiðslu og dreifinga á gjalda daga : Negam lán og tíðkast helst í viðskiptalegum fasteigna viðskiptum erlendis í ljósi áhættunnar. Bönnuð í flestum ríkjum lengur en í 5 ár. Hér kölluð jafngreiðslulán [annuitet] þótt það passi ekki við alþjóða skilgreinginar.  Engin þjóð byggir stöðuleika á áhættulána okurvöxtum.

 Þegar þau byrjuð að hækka skömmu eftir 1982 var það falið með að niðurgreiða þau til allra [um 4 milljónir á 30 árum]. Þeir í dýrust eignum fengu um 30% kauphækkanir þar að auki.

Verðbólguleiðréttingar [verðbætur] sem aðrar þjóðir afskrifa voru greiddar út sem hagnaður og bónusar og greiddar af þeim skattar [móti tekjuskattslækkun þeirra sem fengu kauphækkanir í kerfinu.  Allt til að fela raunvaxtakröfuna eða verðbólgu eignafærsluna hér.

Stærðin á siðspillingunni hér er heimsmet á þessum slóðum sem við búum.  

Júlíus Björnsson, 1.7.2010 kl. 03:38

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband