Íslendingar "ræningjalýður" í augum Evrópu?

Ekkert ríki leyfði bankakerfinu sínu að vaxa ríkinu þannig yfir höfðuð að ríkið gat ekki sinnt skyldum sínum sem lánveitandi bankana til þrautavara nema íslenska ríkið.

Ekkert ríki missti allt bankakerfið sitt í gjaldþrot vegna þessarar vanrækslu ríkisstjórnarinnar og eftirlistaðila nema íslenska ríkið.

IMG_4046Ekkert ríki, hvorki í Evrópu né annarstaðar, setti lög eins og neyðarlögin í þeim tilgangi að hafa fé af þeim sem höfðu lánað bönkunum þeirra fjármuni nema íslenska ríkið. 

Öll ríki Evrópu ákváðu að ábyrgjast innistæður í bönkum en það var bara íslenska ríkið sem breytti lögum og reglum í þeim tilgangi að láta erlenda lánadrottna bankana bera stóran hluta af því sem það loforð kostaði.

Þess vegna líta fjölmargir útlendingar á okkur Íslendinga sem "ræningjalýð", því miður. Margir líta svo á að við Íslendingar höfum framið eitt stærsta "rán" í sögu Evrópu þegar við settum neyðarlögin á lánadrottna íslensku bankana.

Og það sem er sárast er að þetta "rán" frömdu ekki einhverjir glæpamenn heldur ríkisstjórn Íslands og Alþingi.

Þess vegna er það svo nauðsynlegt að við losum okkur við það fólk úr öllum opinberum trúnaðarstörfum sem sat í ríkisstjórn og á þing og framdi þennan gjörning, þetta "rán".

Fyrr getum við Íslendingar ekki byggt á ný upp trúnað og komið fram sem trúverðug þjóð en ekki sem "ræningjalýður" gagnvart þjóðum heims.

Sjá einnig greinar:

Neyðarlögin stærsta "rán" í sögu Evrópu?

Skjaldborg slegin um stærsta "rán" Íslandssögunnar. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Þór Björnsson

Rétt hjá þér. Þetta fólk hefur fyrirgert rétti sínum að vera í valdastöðu.

Árni Þór Björnsson, 21.8.2010 kl. 15:39

2 Smámynd: Hjalti Tómasson

Laukrétt. Það verður æ brýnna að skifta um fólk í stjórnkerfinu, bæði pólitíska sem ópólitíska.

Það er deginum ljósara að þetta fólk er þjóðinni til trafala ef hér á raunverulega að verða einhver viðreisn.

Hjalti Tómasson, 21.8.2010 kl. 21:57

3 identicon

samala ter tad verdur ad hreinsa til

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 23:42

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Mikið rétt.  Næstu kynslóðir eiga eftir að bölva aldamótakynslóðinni mikið enda mun þær þurfa að borga "Íslandsálag" ofan á öll erlend lán og fyrirgreiðslur um langan tíma.   Argentína er enn að basla við skuldaímynd sem varð til á 19. öld.

Andri Geir Arinbjarnarson, 22.8.2010 kl. 07:20

5 identicon

Sammála. Ekki bara þingið heldur allar stofnanir ríkisins eru meira og minna óstarfhæfar vegna spillingar og getuleysis yfirmanna sem eru pólitískt skipaðir en ekki farið eftir hæfi. Við hjökkum alltaf í sama hjólfarinu þar sem við þorum aldrei að taka á hlutunum og viðurkenna staðreyndir. Þó virkar heilbrigðiskerfið ennþá þökk sé frábæru starfsfólki og menntakerfið að hluta.

Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 13:08

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband