Neyðarlögin stærsta "rán" í sögu Evrópu?

Var íslenski bankamálaráðherrann undrandi á því að evrópskir ráðamenn voru honum fjandsamlegir eftir að hann og íslenska ríkisstjórnin hafði breytt öllum leikreglum á íslenska fjármálamarkaðnum og framið eitt stærsta "rán" sem nokkurn tíma hefur verið framið í sögu Evrópu?

"Rán" sem fólst í því að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, Þingvallarstjórnin, ákvað að ræna þá banka og fjármálastofnanir sem höfðu átti í viðskiptum við íslensku bankana og höfðu lánað íslensku bönkunum fé. Það fé sem ríkisstjórnin tók með þessum hætti af lánadrottnum gömlu bankana það fé fengu innistæðueigendur í hendurnar.

IMG_4045Með því að breyta lagarammanum á íslenska fjármálamarkaðnum á einum næturfundi í byrjum október 2008 þá var þetta "rán" mögulegt í skjóli þess að Ísland er sjálfstætt ríki og setur sín eigin lög og það er ríkistjórn og Alþingi sem saman framkvæma þetta "rán". Það sem mestu skipti í þeirri breytingu sem gerð var með setningu neyðarlaganna er að innlán voru gerð að forgangskröfu. Það þýðir að þegar þrotabú bankana eru gerð upp þá fá innistæðueigendur allt sitt fyrst. Síðan kemur að öðrum kröfuhöfum.

Þannig voru lögin og reglurnar ekki þegar Deutscke bank, HSBC, Commerce bank og allar hinar fjármálastofnanirnar lánuðu íslensku bönkunum fé. Þvert á móti, þá voru þessi innlán eingöngu tryggð af Tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta.

Er að undra þó ráðmenn í Evrópu hafi verið fjandsamlegir við íslenska bankamálaráðherrann eftir að hann og ríkisstjórnin sem hann sat í framdi eitt allra stærsta "rán" ef ekki það stærsta sem framið hefur verið í Evrópu þegar hann og ríkisstjórnin "rændi" á annað þúsund milljörðum frá öllum helstu fjármálastofnunum Evrópu og setti það fé í hendurnar á innistæðueigendum?

Er að undra?

Sjá nánar um stærsta "rán" Íslandssögunnar í þessum pistli hér:

Skjaldborg slegin um stærsta "rán" Íslandssögunnar.

 

Mynd: Meyjarós í Reykjavík.

 


mbl.is Bildt var fjandsamlegur í garð Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og sundraður almenningur sættir sig við þetta.

Almenningur á sér engann talsmann

Takmarkað aðgengi að fjölmiðlum rödd almennings heyrist ekki

Kannski væri reynandi að kæra þetta rán til Lögreglu

Ég er með

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 20:05

2 identicon

Nú er ég ekki hagfræðimenntaður, en mér sýnist að þetta "rán" hafi fyrst og fremst orðið til þess að kröfuhafar í Landsbankanum munu tapa sínu vegna forgangs Icesave krafnanna í þrotabúið. Hvað aðra banka varðar urðu neyðarlögin fyrst og fremst til að koma í veg fyrir áhlaup á bankana. Innstæðurnar eru enn að mestu leyti í (nýju) bönkunum þannig að kröfuhafar fá meira fyrir sinn snúð en ella, þar sem ekki þarf í raun að borga innstæðurnar (þær eru því ekki í praxís í kröfuröðinni). Helsta tap kröfuhafa bankanna er fyrst og fremst froðuútlán til viðskiptavina sem ekki hafa reynst borgunarmenn, "eigur" bankanna voru gabb. Ránið var ekki framið af Alþingi, heldur Sigurði, Björgólfi og Bjarna auk hinna krimmanna og meðreiðarsveina þeirra.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 20:05

3 identicon

Þetta "rán" er nákvæmlega sama aðferðarfræði og bandaríkjamenn notuðu við skiptingu á WaMu bankanum stóra. Sá banki hafði einfaldlega of mikill innlán til að hægt hefði verið að leyfa honum að steypast í venjulegt gjaldþrot, þjóðfélagið hefði ekki þolað það.

Nákvæmlega sama sagan og hér. Skuldabréfaeigendur, innlendir og erlendir, geta ekki ætlast til þess að vera jafn réttháir venjulegum innlánseigendum þegar svo stórir innlánsbankar fara undir.

En það er augsýnilegt hvar samúð þín liggur. :)

Kalli (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 21:40

4 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Ómar

Ef tilgangur neyðarlaganna var að koma í veg fyrir áhlaup á bankana þá var nóg að skipta um kennitölu á bönkunum. Engin hefði þá geta tekið út sitt fé og þar með hefði ekkert áhlaup orðið. Innistæður hefðu þá verið tryggðar samkvæmt þeim lögum og reglum sem giltu hér og á EES svæðinu.

Þetta með WaMu bankann þekki ég ekki. Yfir 100 bankar hafa farið í gjaldþrot í BNA það sem af er ári. Þessi fullyrðin þín að samfélög þoli ekki að ákveðnir einstaklingar og félög tapi fé það skil ég ekki. Ég skil hins vegar að samfélög þola það ekki að vera drekkt í skuldum við það að tryggja þessar innistæður og til að halda gjaldþrota bönkum gangandi.

Sæll Kalli

Lestu hinn pistilinn, Skjaldbor slegin um stærsta "rán" Íslandssögunnar. Þá sérð þú hvar samúð mín liggur.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 20.8.2010 kl. 00:57

5 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Þá eru allar ríkistjórnir í Evrópu ræningjar líka, allar kepptust við að lýsa yfir hinu sama.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 20.8.2010 kl. 17:27

6 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Kristján

Ég vil benda þér á eftirfarandi:

  • Ekkert ríki, heldur ekki Sviss eða Lúxemborg, leyfðu bankaferfinu sínu að vaxa ríkinu yfir höfðu þannig að ríkið gat ekki sinnt skyldum sínum sem lánveitandi til þrautavara.
  • Ekkert ríki missti allt bankakerfið sitt í gjaldþrot vegna þessarar vanrækslu ríkisstjórnarinnar og eftirlistaðila.
  • Ekkert ríki, hvorki í Evrópu né annarstaðar, setti lög eins og neyðarlögin í þeim tilgangi að hafa fé af þeim sem höfðu lánað bönkunum þeirra fé. 
  • Öll ríki Evrópu ákváðu að ábyrgjast innistæður í bönkum en það voru bara Íslendingar sem breyttu lögum og reglum í þeim tilgangi að láta erlenda lánadrottna bankana bera stóran hluta af því sem það kostaði.

Þess vegna líta fjölmargir útlendingar á okkur Íslendinga sem "ræningjalýð", því miður.

Þess vegna er það svo nauðsynlegt að við losum okkur við þetta fólks úr öllum opinberum trúnaðarstörfum sem sat í ríkisstjórn og á þing og framdi þennan gjörning, þetta "rán".

Fyrr getum við Íslendingar ekki byggt á ný upp trúnað gagnvart þjóðum heims.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 21.8.2010 kl. 12:59

7 identicon

Langt síðan maður sá áþreyfanlega, að best væri að horfa á þetta horrordæmi frá einhverju öðru landi, langt síðan öll teikn voru á lofti með að hér færi allt fjandans til. Fyrsta axarskaft foringjans kom í beinni frá Leifsstöð,  skýrt alarm, annað skýrt alarm, hirðin leyndi ekki hrifningu sinni.

Robert (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 07:13

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband