Vinna Adolf Hitler og Mikki mús í stjórnarráðinu?

Þegar ég skráði mig á undirskriftalistann hjá InDefence hér um daginn þá sá ég að rétt áður höfðu bæði Adolf Hitler og Mikki mús skrifað undir þessa sömu áskorun til forseta Íslands.

IMG_3747Einn forsvarsmanna söfnunarinnar, Ólafur Elíasson, segir að búið sé að fara ítarlega yfir þessa lista og að um 0,5% undirskrifta séu slíkar falsanir. Síðan kemur frétt ársins: 

„Það sem hefur vakið furðu okkar er að stjórnarráðslén kemur upp sem og lén Fréttablaðsins, RÚV og Hagstofu Íslands. Þetta kemur sem sagt út tölvum sem er á þeirra vef,“ segir Ólafur. Aðspurður segir Ólafur ekki hægt að rekja nákvæmlega úr hvaða ráðuneyti skráningarnar berast, aðeins að þær komi úr stjórnarráðinu".

Frá árinu 2000 hafa verið hér einir mestu uppgangstímar í sögu þjóðarinnar. Slegist var um hverja einustu vinnandi hönd og atvinnulífið yfirborgaði starfsfólk sitt út í það óendanlega til að halda því eða til að fá það í vinnu. Þeir sem völdu að vinna í stjórnsýslunni misstu af þessum gæðum.

Í framhaldi af hinni alþjóðlegu bankakreppu verður hér á landi hrun sem á sér ekki fordæmi í hinum vestræna heimi frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar. Ástæður þessa er að stórum hluta vegna þess að stjórnsýslan sinnti ekki skyldum sínum og sínu eftirlitshlutverki.

Og nú er þetta starfsfólk stjórnsýslunnar að reyna að eyðileggja framtak áhugafólks og skemma fyrir því undirskriftarlista sem það er að safna á netinu.

Hvernig fólk er það sem hefur safnast inn í íslensku stjórnsýsluna á undangengnum góðærisárum?

Þær einu hreinsanir sem almenningi er kunnugt um að hafi verið gerðar í stjórnsýslunni frá hruni er að þrem seðlabankastjórum var sagt upp störfum og forstjóra Fjármálaeftirlitsins.

Allt hitt liðið situr þarna eins og ekkert hafi gerst í íslensku samfélagi og er meðal annars að dunda sér við að eyðileggja undirskriftalista sem áhugafólk er að safna á netinu.

Ótrúlegt er að það fólk sem þjóðin hefur kallað til valda á Alþingi og í ríkisstjórn skuli ekki taka á því augljósa vandamáli sem núverandi stjórnsýsla er og fara í umfangsmikla endurnýjun á því starfsfólki sem þar vinnur.

Undirskriftalista InDefence er að finna hér: http://indefence.is/

Mynd: Á Landmannaleið.

 

17.12.2009 - Ég tek mér það bessaleyfi setja hér inn "athugasemdina" sem Halldór birti um málið í Morgunblaðinu í dag: 

Adolf og Mikki


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Mér finnst Hitler og Mikki mús vera augljóst spaug svi mér er illa við að kalla slíkt andófsaðgerðir. Hinsvegar er hitt verra að sjá hvaðan þetta kemur.

Offari, 14.12.2009 kl. 16:23

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Ég glotti líka við tönn þegar ég sá þessi nöfn og var að slá inn kennitöluna mína á síðunni hjá InDefence.

Þegar það var upplýst hvaðan megnið af þessum undirskriftir kom þá skildi ég að það var með ákveðinum tilgangi að þessi nöfn voru sett á listann.

Starfsfólk stjórnsýslunnar vann að því að gera listann ótrúverðugan.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 14.12.2009 kl. 16:39

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Huggulegt hyski sem vinnur í stjórnarráðinu og hjá RÚV um þessar mundir, en maður vissi svosem alltaf við hverju mátti búast frá starfsfólkinu á auglýsingabæklingi Ránsfeðganna !!! 

Sigurður Sigurðsson, 14.12.2009 kl. 20:36

4 Smámynd: Björn Jónsson

Sammála þér Friðrik. Það er allt of mikið af fólki í opinbera geiranum sem er ekki að vinna, það er einfaldlega áskrifendur að kaupinu sem það fær.

Björn Jónsson, 15.12.2009 kl. 10:55

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband