Rannsókn lögbrota á fullu en hvað með siðferðis- og ábyrgðarskyldubrotin?

Það er áfall að Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar hefur ákveðið eftir  fjögurra mánaða skoðun að hafin verði formleg rannsókna á starfsemi íslensku bankana í Bretlandi. Það hefði verið gott ef Bretar hefðu ákveðið að frekari rannsóknar væri ekki þörf. Með þessari rannsókn sem nú er farin í gang með þáttöku landana hér í kring þá eru allar líkur eru á að mál sem snúa að lögbrotum bankana muni upplýsast.

IMG_3746Hins vegar þá er ekkert að gerast í þeim málum sem snúa að íslensku stjórnsýslunni og þeim stjórnmálamönnum sem báru ábyrgð á því sem hér gerðist. 

Fyrir utan rannsóknir á lögbrotum bankamanna þá snýst uppgjör vegna þessa hruns í dag fyrir mér fyrst og fremst um fernt.

  • Hver heimilaði og ber ábyrgð á því að banki í einkaeign fékk leyfi til að veðsetja þjóðina fyrir 1.500 milljarða (samsvarar landsframleiðslunni) á tæpum tveim árum með þessum Icesave reikningum?
  • Hver heimilaði og ber ábyrgð á því að Seðlabankinn var "rændur" og skilinn eftir gjaldþrota eftir að hafa tapað 345 milljörðum á lánum án veða til bankana?
  • Hver heimilaði og ber ábyrgð á því að 270 milljarðar voru teknir út úr Seðlabankanum og settir inn í peningamálasjóði bankana eftir að þessir einkabankarnir voru komnir í gjaldþrot?
  • Hver heimilaði og ber ábyrgð á því að Seðlabankinn heimilaði útgáfu Jöklabréfa fyrir allt að 700 milljarða. Jöklabréf sem er dýrasta leiðin til að ná í gjaldeyri og fjármagn inn í landið. Þetta fé sem lá í þessum Jöklabréfum er nú að leita úr landi með tilheyrandi þrýstingi á krónuna til lækkunar. Hver heimilaði þetta glæfraspil sem þessi Jöklabréfaútgáfa er og hver ber ábyrgð á þessu?

Þeir einstaklingar sem á þessu bera ábyrgð vil ég að verði eltir uppi og ákærðir. Suma fyrir landráð, Icesave liðið, hina fyrir vítaverða vanrækslu og gáleysi í starfi.

Af hverju er ekkert verið að ræða þessi mál? Af hverju er ekkert að gerast varðandi þennan þátt hrunsins?

Á að leggja allt undir og veðja bara á eina skýrslu, skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis?

Mun skýrlsa rannsóknarnefndarinnar taka á þessum fjórum stærstu málum hrunsins? Ef ekki hver á og ætlar þá að gera það? Enginn?

Af hverju er Alþingi að setja sér lög um meðhöndlun þeirra gagna sem rannsóknarnefndin er að vinna með og banna birtingu þeirra í 80 ár?

Af hverju fjalla 1/3 hluti lagagreinanna í þessum lögum bara um sektir og fangelsisdóma brjóti menn trúnað og birti eitthvað af þessum gögnum innan þessara 80 ára?

Mynd: Á Landmannaleið, Helka.

 


mbl.is Bretar hefja rannsókn á íslensku bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég fagna rannsókn bretanna enda hef ég afar litla trú á að íslenskum aðilum takist að ljúka sínum á trúverðugan hátt.

Spurningar þínar sem þú setur fram kristalla vangaveltur þúsunda landa okkar og þú setur þær fram á afar skýran hátt. Hafðu þökk fyrir Friðrik. Þessum spurningum þarf að koma til þingmanna og krefjast svara. Koma þeim í fjölmiðla, innlendra sem erlendra og þá sérstaklega til erlendra sem hafa til þess getu, reynslu og þekkingu til að fylgja þeim eftir.

Kærar kveðjur að norðan.

ES. Blogg þitt er með þeim betri.

Arinbjörn Kúld, 13.12.2009 kl. 15:32

2 identicon

Friðrik ,ágætar spurningar hjá þér en heldurðu að megi hrófla við stjórnmálaflokkunum hér á landi þeim er í lófa lagt að verja gæðinga sína fram í rauðan dauðann, seinasta málsgreinin um leynd í 80 ár bendir til þess að þá verði menn örugglega komnir á annað tilverustig og ekki hægt að draga þá til saka á hruninu. Þjóðin á greinilega að borga og hinir seku að sleppa, hvað um þá verður hinu megin er aukaatriði og seinna tíma vandamál.

S. Árnason. (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 19:46

3 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Siðferði?? Hvaða siðferði?

Haraldur Davíðsson, 13.12.2009 kl. 19:47

4 identicon

Frábært, takk fyrir að koma þessu svona skilmerkilega á "blað".

Sammála Arinbirni, líka.

Einar Hansson (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 20:16

5 identicon

Það hef ég sagt lengi að ef Geir og Solla hefðu verið að vinna fyrir þjóðina, en ekki útrásar þjófana. Hefðu þau farið á fyrst degi hruns og beðið Bretana og Hollendingana og ESB um að í guðana bænum hjálpa sér að ná glæponunum og rekja peningana.

Sama má segja um þessa ríkisstjórn. Hún þurfti þrýsting frá almenning og Agli Helga, til þess eins að ráða Evu Joly. Bæði Bretar og Norðmenn buðu hjálp að fyrra bragði. En pólitískur vilji 4flokka samspillingar pakksins er ekki á því. Alþingi ætlar að fjalla sjálft um hrunskýrsluna og stýra henni í réttan farveg. Fyrir sig og sína. Svei!

Þetta er frábær bloggfærsla annars hjá þér og þessara spurninga á þjóðin að heimta svara við og ekki unna sér hvíldar fyrr en svörin eru komin öll fram. 

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 00:04

6 Smámynd: Kama Sutra

Takk fyrir góðan pistil sem þyrfti að birta víðar.

Kama Sutra, 14.12.2009 kl. 04:03

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband