Ætlar klúður stjórnsýslunnar engan endi að taka?

Enn eitt málið er komið upp þar sem stjórnsýslan er að klúðra málum. Í þetta sinn eru það starfsmenn Ríkisskaupa sem eru að valda ríkinu og þar með okkur skattgreiðendunum tjóni þegar þeir ganga fram hjá einu öflugasta matvælafyrirtæki landsins, SS, sem átti lægst tilboð í 600.000 máltíðir fyrir ríkisspítalana. Ríkiskaup ákvað að ganga til samninga við þann sem var með næst lægsta tilboðið með þeim afleiðingum að nú er ríkið orðið skaðabótaskylt gagnvart lægstbjóðandi og útboðið allt hefur verið fellt úr gildi.

IMG_3748Því miður, það eina sem mér dettur í hug þegar ég les svona frétt er: "Hver er að borga hverjum hvað?" Ég ætla að vona að ekkert slíkt sé þarna í gangi og þetta megi skrifa á vanhæfni, vankunnáttu og aulahátt starfsmanna Ríkiskaupa.

En hvað er að gerast í stjórnsýslunni?

Um helgina var upplýst að starfsmenn stjórnsýslunnar hafa verið að senda inn fölsuð nöfn á undirskriftarlista InDefence í þeim tilgangi að kasta rýrð að þessa undirskriftasöfnun. Sjá hér: http://indefence.is/

Í umræðum um nýtt fjárlagafrumvarp er það upplýst að nær undantekningalaust hafa á undanförnum árum stofnanir og fyrirtæki ríkisins keyrt fram úr þeim fjárlagaramma sem þeim er settur. Þetta þýðir annað tveggja.

  • Þessar stofnanir hafa ekki á að skipa stjórnendum sem geta tekist á við það verkefni að reka þessar stofnanir og þessi fyrirtæki. Þessum stofnunum og fyrirtækjum stjórnar fólk sem hefur ekki burði né getu til að skera niður, halda kostnaði í skefjum, takmarka mannaráðningar eða segja upp starfsmönnum.
  • Eða þá að þessir stjórnendur líta svo á að þeir þurfi ekki að fara að fyrirmælum þeirra fulltrúa sem almenningur kýs á Alþingi til að fara með löggjafar- og framkvæmdavaldið í landinu. Þessir stjórnendur láta ekki neinn segja sér fyrir verkum og þeir komast upp með það.

Við höfum horft upp á starfsfólk / sérfræðinga Seðlabanka Íslands gera bankann gjaldþrota.

Við höfum horft upp á starfsfólk Fjármálaeftirlitsins heimila Landsbankanum að veðsetja þjóðina fyrir 1.500 milljarða á tveim árum vegna Icesave.

Einn æðsti yfirmaður íslenskrar stjórnsýslu, fyrrverandi ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, sætir nú rannsókn vegna innherjasvika.

Stanslaust og endalaust virðist bætast í þennan haug endalausra mistaka, misbeitingar og vanhæfni íslensku stjórnsýslunnar.

Þeir fulltrúar þjóðarinnar sem kosnir hafa verið til að fara með löggjafar- og framkvæmdavaldið fyrir hönd þjóðarinnar hljóta að þurfa að fara að taka á þessu vandamáli sem íslenska stjórnsýslan er.

Af hverju setur þingið ekki tímabundin lög sem heimila framkvæmdavaldinu að hreinsa, nú eftir hrun, út úr stjórnsýslunni þannig að hægt verði að segja upp stjórnendum og millistjórnendum án þess að það valdi ríkinu miklum kostnaði. Í staðin fyrir þetta fólk verði okkar hæfustu ráðningarstofur fengnar til að ráða nýtt fólki í þessar stöður.

Fagfólk en ekki pólitískir gæðingar munu þá stýra stjórnsýslunni, stofnunum og fyrirtækum ríkisins.

Mynd: Á Landmannaleið, Löðmundur og Löðmundarvatn.

 


mbl.is Matsala boðin út að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sannarlega kominn tími til að moka út mykjunni, fnykinn leggur um allt samfélagið.

Alex (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 13:30

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þarna ert þú að taka á stóru máli Friðrik og ekki að ástæðulausu. Getur ekki verið að verið sá að undurbúa aðgerðir í þessa veru, þó ekki hafi neitt verið upplýst. Teka það fram að þetta er bara ágiskun af minni hálfu í bland við óskhyggju. Stjórnkerfið er meira og minna rotið og þar er margur smákóngurinn/drottningin sem telur sig hafa vald til ýmisra hluta.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 15.12.2009 kl. 16:25

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Það ætla ég að vona að þú hafir rétt fyrir þér Hólmfríður.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 15.12.2009 kl. 16:48

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband