Lögbann á afborganir af gjaldeyrislánum?

Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda íhugar að krefjast lögbanns á að bankar innheimti afborganir gjaldeyrislána og miði við gengi krónunnar eins og það er nú. Sagði Gísli í fréttum Ríkisútvarpsins, að ástæðan sé sú að fyrri tillögum hans til stjórnvalda og banka hafi ekki verið svarað.

Það er sérstakt að hvorki bankar eða stjórnvöld hafa svarað þessu erindi talsmanns neytenda.

Er það á þennan hátt sem loforð ríkisstjórnarinnar um skjaldborgina um fjölskyldurnar eru efnd?

Ef talsmaður neytenda er ekki virtur viðlits, hverju má þá einstaklingurinn búast við?

 


mbl.is Lögbann á afborganir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Það er sorgleg að sjá og heyra að ríkisstjórnin virðir ekki hugmyndir Gísla Tryggvasonar, á neinn hátt!

Birgir Viðar Halldórsson, 23.10.2009 kl. 10:39

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband