Málstaður Íslands bíður hnekki eftir tap Kaupþings í máli gegn breska fjármálaeftirlitinu.

Það er áfall fyrir okkur Íslendinga að Kaupþing skuli tapa máli sem bankinn höfðaði gegn breska fjármálaeftirlitinu. Í frétt breska blaðsins Financial Times af málinu birtist ný söguskoðun og ný lýsing af stöðu Kaupþings í aðdraganda hrunsins.

IMG_1682Financial Times vitnar í málsgögn þar sem fram kemur að breska fjármálaeftirlitið hafði í aðdraganda hrunsins ítrekað varað Kaupþing / Singer og Friedlander við bágri fjárhagsstöðu bankans í Bretlandi og hafði krafist þess að bankinn kæmi með meira fé inn í reksturinn.

Samkvæmt gögnum málsins sinnti Kaupþing ekki þessum ítrekuðu fyrirmælum breska fjármálaeftirlitsins. Því hafi ekki verið um annað að ræða en að taka yfir bankann því hann uppfyllti ekki þær kröfur sem gerðar voru.

Sú söguskoðun sem að okkur Íslendingum hefur verið haldið er að Kaupþing  hafi staðið vel og það hafi verið eitthvert gerræði af hálfu Breta og þeir nánast tilefnislaust farið inn í Singer og Friedlander og yfirtekið hann. Það hafi svo aftur valdið falli Kaupþings. Auðsótt muni vera að sækja bætur í hendur Bretum vegna þessara ranginda og líklegt að verulegar fjárhæðir muni fást í bótagreiðslur vegna falls Kaupþings.

Ef niðurstaða þessa dómstóls í Bretlandi er rétt og hún látin standa þá þarf að umskrifa söguskoðun okkar Íslendinga.

Ef þessi nýja söguskoðun er rétt þá stóðu mál þannig rétt fyrir hrun að Kaupþing var á barmi gjaldþrots og í raun í gjörgæslu breska fjármálaeftirlitsins þegar ríkistjórnin ákveður að lána bankanum stærsta lán Íslandssögunnar, um 92 milljarða króna (500 milljónir evra).

Í ljós þessa þá er þessi lánveiting ríkisins til Kaupþings hreint ótrúleg. Þetta lán hefði aldrei átt að veita nánast gjaldþrota bankanum.

Var ríkisstjórnin blekkt til að veita þetta lán?

Vissi ríkisstjórnin hver raunveruleg staða Kaupþings var?

 


mbl.is Mál Kaupþings óraunhæft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Við vorum öll blekkt big time Friðrik í mörg ár. Blekkt af bankamönnum, útrásardólgum og íslenskum stjórnmálamönnum. Ég efa heldur ekki að KB hafi beitt blekkingum í því skyni að fá þessa síðustu aura frá seðlabankanum. Það er þetta sem sagan mun leiða í ljós ásamt svo mörgu öðru.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 21.10.2009 kl. 18:12

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Friðrik,

Við eru orðin að athlægi erlendis fyrir heimsku, vanhæfni, spillingu og hroka.  

Andri Geir Arinbjarnarson, 22.10.2009 kl. 11:05

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband