Rekum útlendinginn úr Seðlabankanum og Alþjóða gjaldeyrirssjóðinn úr landi.

Ég er með óbragð í munninum eftir að hafa lesið það sem fram kom á blaðamannafundinum með Seðlabankanum.

seðlabakiÞað er ljóst að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn, AGS, er að herða tökin og beitir fyrir sig þessum norðmanni sem AGS krafðist að yrði gerður að Seðlabankastjóra þó svo það væri brot á Stjórnarskránni. Nú er þessi norski fjósamaður byrjaður að moka flórinn fyrir AGS. 

Tilgangur AGS með veru sinni hér á landi og tilgangurinn með veru þessa norðmanns í Seðlabankanum kom skýrt fram á þessum blaðamannafundi:

Gert er ráð fyrir verulegum niðurskurði útgjalda hins opinbera og að skattar verði hækkaðir, auk annarra tekjuaukandi aðgerða sem kæmu til framkvæmda í áföngum fram til ársins 2011. Gert er ráð fyrir að jöfnuður náist í rekstri ríkisins árið 2012 og að þannig skapist forsendur fyrir hægfara lækkun skulda ríkissjóðs.

Með öðrum orðum blóðmjólka á íslenska þjóð og leggja atvinnulífið í rúst í þeim tilgangi einum að þóknast hagsmunum erlendra lánadrottna. Tilgangurinn með þessum aðgerðum og veru AGS hér er bara einn og hann er að skapa forsendur til þess að ríkið geti farið að borga erlendar skuldir sínar innan þriggja ára.

Á þetta að vera aðal markmið efnahagsaðgerða stjórnvalda á þessum mestu krepputímum frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar? Að geta farið að borga af erlendum skuldum Seðlabankans 2012?

Þetta er að mínu mati alröng markmið og alröng nálgun. Þessi stefna Seðlabankans og AGS hefur það eina markmið að tryggja hag erlendra lánadrottna.

Ætlum við virkilega að láta hagsmuni þessara lánadrottna ráða för hér á næstu misserum og árum. Gleymum því ekki að það tók Kanadísku stjórnina fjögur ár að losa sig við þessa nábíta þegar þeir voru einu sinni komnir inn í Kanada og höfðu lagt landið næstum í rúst.

Markmiðið Seðlabankans með sínum aðgerðum eiga að snúa að því að viðhalda atvinnu og óbreyttu menntunar- og velferðarkerfi. Látum það hafa forgang og frystum allar greiðslur af öllum erlendum lánum í 3 til 4 ár þar til við erum búnir að vinna okkar út úr mesta áfallinu eftir bankahrunið.

Fram kom í máli norðmannsins að tólf mánaða verðbóla frá janúar 2008 til 2009 hefði verið 18,6%. Tólf mánaða verðbólgan frá apríl 2008 til 2009 er hins vegar 11,9% Þetta þýðir að verðbólgan hér á síðustu þrem mánuðum hefur verið 4% til 7%. Samt er stýrivextir ennþá langt yfir öllum sársaukamörkum, 13% og miklu hærri en þriggja mánaða verðbólgan. Að keyra með 13% stýrivexti er bara fáránlegt við núverandi aðstæður.

Tilgangur AGS og norðmannsins með þessum háu vöxtum er bara einn. Hann er sá að tryggja Seðlabankanum nægt fé svo bankinn geti greitt vexti af erlendum lánum sínum.

Okkar var seld þessi hugmynd að fá AGS hingað inn því okkur skorti erlent lánsfé. Lánið sem við áttum að fá í febrúar hefur ekki borist enn. Ef við getum lifað af þennan ársfjórðung án láns frá AGS af hverju getum við ekki lifað af allt árið?

Hendum AGS úr landi, hættum að brjóta stjórnarskrána með því að hafa útlending Seðlabankanum, hættum í 3 til 4 ár að greiða af erlendum lánum Seðlabankans, lækkum stýrivexti niður í 2% og hefjum uppbyggingu hér á landi í samstarfi við lífeyrissjóði landsmanna en ekki AGS. Þá um okkur vel farnast og við ná að vinna okkur hratt og öruglega út úr þessari kreppu.

 

 


mbl.is Umtalsverð vaxtalækkun í júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Sammála þér.....þessi vaxtaákvörðun er slæmur brandari á kostnað þjóðarinnar....hleypum norðmanninum aftur heim í geitaostinn sinn og AGS aftur til síns heima í að kúga aðra en okkur....skoðum betur það sem Michael Hudson er ða boða...sjá bloggið hennar Láru Hönnu

Haraldur Baldursson, 7.5.2009 kl. 13:20

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Býr ekki eitthvað meira þar að baki?

Guðbjörn Guðbjörnsson, 7.5.2009 kl. 19:41

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sammála þér Friðrik.  Það kom greinilega fram í fréttum í kvöld að AGS er hér á vegum Gordon Browns.  Nú er hann að krefja AGS svara um hversu hratt íslenska þjóðin geti greitt fyrir IceSave.

Tómas Ibsen Halldórsson, 7.5.2009 kl. 21:12

4 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Þú virðist vera andlegur bróðir Hanesar Hólmsteins. Ef þú heldur að þú getir lítillækkað mann með því að kalla hann "fjósamann" þá missir það algjörlega marks hjá mér. Þetta er eitthvað svipað og þegar ég flutti úr sveit í þéttbýli 1947, þá fékk maður stundum að heyra það að maður væri "sveitamaður".

Ég hélt að þú værir sæmilegum gáfum gæddur, og ert það efalaust, en hefur kosið þér að a í skotgrafir Sjálfstæðisflokksins, flokksins sem ber ábyrgðina á hruninu hérlendis með ráðsmennsku sinni sl. 18 ár. Þið Sjálfstæðismenn væruð menn að meiri ef þið viðurkennduð ábyrgð ykkar, sýnduð örlitla auðmýkt en ekki endalausan hroka með upphrópunum.

Þetta eru staðreyndir:

1. Lánið frá AGS hefur ekki kostað okkur neina fjármuni fram til þessa, þetta hefur Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra staðfest þegar hann svaraði Lilju Mósesdóttur þingmanni Vinstri grænna þegar hún fór með fleipur í Silfri Egils.

2. Okkur er vissulega frjálst að slíta samstarfinu við AGS, þeir hafa engin tök á okkar stjórnsýslu og við getum án nokkurra vandræða skilað aftur því láni sem þeir hafa greitt út, það er á vöxtum óhreyft.

3. Ef við gerum þetta erum við algjört eyland, ekki aðeins landfræðilega heldur einnig fjárhagslega. Því hefur verið lýst yfir að við þær aðstæður fáum við engin lán í útlöndum og ég spyr; höfum við ekki þörf fyrir útlent fjármagn inn í landið eða viljið þið skotgrafamenn Sjálfstæðisflokksins að við tökum upp sjálfsþurftarbúskap að fyrirmynd Bjarts í Sumarhúsum?

Þú og aðrir skotgrafar- og niðurrifsmenn hefðuð haft gott af því að hlusta á bankastjórana þrjá í Kastljósi þar sem þeir lýstu því að úrræðin eru fjölmörg fyrir skuldsett heimili en fólk kemur ekki í bankana og leitar eftir þeim heldur gefst upp, örmagna undan svartagallsrausi ykkar skotgrafarmanna. Þannig liggur landið eftir 18 ára óstjórn Sjálfstæðisflokksins, óþarfasta stjórnmálflokks Íslandssögunnar. Ég skrifaði pistil um viðtalið við bankastjórana á mitt blogg, þú mátt gjarnan lesa það.

Svo sé ég að einn pennavinur þinn segir að AGS sé hér á vegum Gordon Brown. Eigum við ekki að lyfta umræðunni á aðeins hærra plan í stað þess að bulla einhverja vitleysu. Og svo Icesave. Ef Seðlabankinn hefði notað sín verkfæri, fyrst og fremst bindiskyldu, á ísl. bankana værum við ekki eins illa stödd nú og raun ber vitni, bankinn hafði þessi verkfæri og gat notað þau á bankana hérlendis sem erlendis. En hvað gerði Seðlabankinn? Hann gerði þveröfugt, mildaði eða afnam bindiskylduna.

Hver var formaður bankastjórnar Seðlabankans þá? Var það ekki Davíð Oddsson fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins?

Sigurður Grétar Guðmundsson, 8.5.2009 kl. 09:14

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, rekum hann úr landi. Leitum svo uppi alla Norðmenn sem hér kunna að leynast og rekum þá úr landi líka. Rænum AGS. Göngum síðan í hernaðarbandalag með Norður Kóreu og Íran og komum hér upp víghreiðri með atómsprengjum og alles. Förum svo aftur í útrás, nema ekki í formi bankareksturs heldur sjórána! Hefjum skinnaiðnað!!

Þorsteinn Siglaugsson, 8.5.2009 kl. 12:57

6 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Sigurður

Við hljótum að geta leyft okkur að skreyta greinar eins og þessa sem smá léttleika og líkingamáli. Og ég sé ekkert niðrandi við þetta líkingamál. Að líkja störfum skrifstofumanna við þau störf sem unnin hafa verið og eru enn unnin hér til sveita er eðlilegt tungutak og engan á að svíða undan því. Þar að auki er þetta þekkt líkingamál, "að moka flórinn" og ég get ekki séð neitt niðrandi við þetta, þú verður að afsaka.

Hvað varða skoðanir Hannesar Hólmsteins þá vil ég benda þér á heimasíðu Norræna Íhaldsflokksins. Þá sérð þú að ég er Hannesi um margt ósammála.

Rétt er það hjá þér Sigurður að mikil er ábyrgð okkar stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins. Þeir menn sem völdust til trúnaðarstarfa fyrir flokkinn þeir brugðust margir illa landi sínu og þjóð. Á það hef ég bent á mörgum stöðum hér á þessu bloggi. Sjá meðal annars eftirfarandi:

Fleiri greinar af sama toga er hér að finna. Ég er og hef ekki verið sáttur með hvað Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að gera og hvert hann er að stefna. Ég ætla samt ekki að hætta að láta í mér heyra, þó þér finnist ég skrifa af hroka og með upphrópunum.

Þess vegna m.a. spyr ég, var það rétt að kalla til AGS og fela þeim stjórn efnahagsmála nætsta áratuginn eða svo? Ég tel að það hafi verið enn ein mistökin sem gerð voru í óðagoti vikurnar eftir bankahrunið. Mistök sem voru gerð af tveim illa veikum einstaklingum sem voru í engu ástandi til að taka slíkar ákvarðanir. 

Ég, spyr ef við höfum ekki nýtt þetta eina lán sem við erum búin að fá frá AGS og það liggur ónotað inni á bankareikning í Bandaríkjunum af hverju vorum við þá að taka þetta lán?

Til hvers að taka lán sem þú ert ekki að nota og ætlar ekki að nota?

Erum við að afsala okkur yfirstjórn efnahagsmála til AGS vegna láns sem við erum ekki að nota?

Af hverju látum við stjórn efnahagsmála í hendur stjórnar AGS, þar sem sitja fulltrúar Breta, Bandaríkjanna og annarra Evrópuríkja? Af hverju erum við að afhenda útlendingum stjórn efnahagsmála á Íslandi?

Hvað varðar innleggið þitt Þorsteinn þá er mér svara vant. Sérð þú bara tvær leiðir út úr þeirri stöðu sem við stöndum frammi fyrir í dag? Leið AGS eða leið Norður Kóreu? Er lífið fyrir þér bara í svörtu og hvítu? Hjá mörgum er lífið í svörtu og hvítu og líka í gráu. Flest okkar sjá samt lífið í lit og þá eru til ótal færar leiðir sem hægt er að fara að þeim markmiðum sem menn vilja ná.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 8.5.2009 kl. 16:37

7 identicon

Það sem þú virðist telja skreytingu á málflutningi þínum gæti verið túlkað sem graftarkýli.

Hvar er léttleikinn og líking sem þú talar um?

Agla (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 21:04

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband