Köllum sendiherrann í London heim og lokum sendiráðinu.

Forsætisráðherra Breta veit hver goggunarröðin er á Íslandi, hver það er sem hér hefur öll völd og hver það er sem hér stjórnar. Breski forsætisráðherrann er því í viðræðum við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn hve hratt við Íslendingar eigum að greiða Icesave skuldirnar. Ljóst er að erlendis er litið svo á að þeir sem eiga kröfur á hendur Íslenska ríkinu, þeir snúa sér til AGS með þær kröfur, ekki til ríkisstjórnarinnar.

112_1288Það hefur verið með ólíkindum af fylgjast með því frá í haust hvernig Bretar hafa komið fram við okkur sem þjóð. Það var ekki hægt að sýna okkur meiri fyrirlitningu en þegar þeir settu hryðjuverkalög á ekki bara Landsbankann og Kaupþing heldur einnig Seðlabankann og frystu þar með inni gull- og gjaldeyrisforðann okkar. Þetta gull og gjaldeyrisforðinn er af einhverjum furðulegum ástæðum geymdur í London.

Mér er sagt að þetta gull sé að stærstum hluta komið frá Danmörku. Þetta sé "tannfé" Íslenska lýðveldisins, gjöf frá Danska kónginum. Nú liggja bresk stjórnvöld eins og ormur á þessu gulli og mun aldrei láta það af hendi fyrr en þau eru sátt við Icesave uppgjörið.

Ég hef á þessu bloggi kvatt til þess að við Íslendingar skerum niður utanríkisþjónustuna um 80%. Ég hef kvatt til þess að við fækkum sendiráðum okkar úr 17 í 6. Sjá m.a. þessa grein hér. Utanríkisþjónusta Íslands er eins og bankakerfið okkar, allt, allt of stórt fyrir umfang og stærð þjóðarinnar.

Ef einhvern tíma hefur verið ástæða til að spara og draga saman seglin hjá hinu opinbera þá er það nú.

Ef einhvern tíma hefur verið ástæða til þess að loka einhverstaðar sendiráði þá er það í dag í London.

Ég er ekki að tala um að slíta stjórnmálasambandi við Breta, bara kalla sendiherrann heim, loka sendiráðinu og selja allar eignir þess. London ætti að vera fyrsta af 11 sendiráðum sem við eigum að loka á næstu 12 mánuðum.

Hvort ætla menn að skera niður heilbrigðisþjónustuna eða utanríkisþjónustuna?

Auðvita á að skera utanríkisþjónustuna niður í það sem hún var fyrir 1960. Það mun enginn finna fyrir því.

 

Mynd: Þingeyrarkirkja.

 

 


mbl.is Hafa fengið nóg af Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Þetta er nú bara sýnishorn af þeirri meðferð sem bíður okkar sem pínulítið ESB ríki með 5 þingmenn af 750

Guðrún Sæmundsdóttir, 8.5.2009 kl. 20:49

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Sammála ykkur báðum. Það er kominn tími til að slíta stjórnmálasambandi við Breta.

Guðmundur Jónsson, 8.5.2009 kl. 22:39

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Bretland er okkar stærsta viðskiptaland hvað útflutning varðar.  Þetta veit Gordon Brown.  Það er ekki bara gullforðinn sem er vandamál heldur líka "Icesave tollur" á okkar útflutningsvörur sem Bretar munu skella á okkur ef við erum með einhverja stæla. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 9.5.2009 kl. 06:32

4 identicon

Hvaða sendiráðum á að loka, að þínum dómi?

Skiptir einhverju máli í hvaða röð það er gert?

Hver myndi sparnaðurinn af lokun þessara ellefu sendiráða endanlega verða?

Myndi því sem sparaðist verða veitt til heilbrigðisþjónustunnar?

Agla (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 11:13

5 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæl Agla

Ég hefði vilja halda þrem sendiráðunum á hinum Norðurlöndunum, í Kaupmannahöfn, Osló og Stokkhólmi og auka samstarf utanríkisþjónustu okkar við sendiráð þessara land. Samstarf sem þegar er í gangi. Þannig sér t.d. sendiráð Danmerkur í Peking um vegabréfsáritanir fyrir Kínverja sem vilja koma til Íslands.

Þó starfsmenn sendiráðs okkar í Peking séu ekki færir um að stimpla vegabréf kínverskra ferðamanna á leið til Íslands þá vil ég halda því og hafa það jafnfram sem eina sendiráðið Íslands í Asíu.

Þá vil ég halda einu sendiráði í Ameríku og hafa það í Kanada vegna tengslanna við Íslendingabyggðirnar þar.  Öðru vil ég halda í höfðastöðvum ESB í Brussel. Þá hefði ég viljað loka öllum ræðismannsskrifstofum.

Fastanefndunum eigum við að halda, í Genf, Strassborg, hjá Nato og í New York.

Fjárlög Utanríkisráðuneytisins eru þessi:

  • 2007 - 7,5 milljarðar
  • 2008 - 8,9 milljarðar
  • 2009 - 11,4 milljarðar

Ljóst er að í Utanríkisráðuneytinu hafa menn á síðustu árum í orðsins fyllstu merkingu verið á fylleríi slík er útgjaldaaukningin.

Með því að skera utanríkisþjónustuna niður í það sem hún var fyrir 1960 þá færu 2 til 3 milljarðar í þessi útgjöld. Við það sparast á ári um 9 milljarðar.

Með sölu eigna þar sem þessi 11 sendiráð eru sem á að loka þá fást um 7 til 10 milljarðar.

Samanlagt eru þetta 17 til 19 milljarðar sem svarar til um 20% af útgjöldum til heilbrigðismála. Starfsfólkið í heilbrigðisþjónustunni ætlar að taka á sig 10% launalækkun sem eru um 10 milljarðar.

Alls er Þetta tvennt, framlag starfsfólks og sparnaður í utanríkisþjónustunni 27 til 30 milljarðar sem er nánast sá sparnaður, 30 milljarðar, sem ætlunin er að ná fram á næsta ári í heilbrigðisþjónustunni. 

Friðrik Hansen Guðmundsson, 9.5.2009 kl. 12:38

6 identicon

Kærar þakkir fyrir svarið,Friðrik.

Þetta er athyglisverð hugmynd.

Ef ég skil þig rétt finnst þér Ísland eigi að loka öllum ræðismannsskrifstofum, hafa þrjú sendiráð á Norðurlöndunum auk sendiráðs í Kína, Kanada og Belgíu og  fastanefndir í Genf, Strassborg, Nato og NY (trúlega vegna UN). Var þetta staðan 1960?   Myndi  þessi þjónusta duga til að sinna nauðsynlegum verkefnum?

Þú telur að með þessum samdrætti í starfsemi Utanríkisráðuneytisins myndu sparast á ári um 9 milljarðar kr.( Eignir sendiráðanna væri að sjálfsögðu bara hægt að selja einu sinni .)

Myndi þessi sparnaður ekki hafa neinar neikvæðar afleiðingar fyrir þjóðina  eða auka kostnað annars staðar innan kerfisins?

Ég spyr af því hef sjálf engin svör og hef ekki aðstöðu til að meta tillöguna.

Vonandi  færð þú viðbrögð frá lesenda sem er fær um að ræða færsluna.

Agla (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 14:36

7 identicon

Það er nauðsynlegt að spara. Ekki skynsamlegt að fara í fýlu. Frekar að herða áróður fyrir okkar málstað erlendis. Setja í það verkefni nokkra milljarða. Ætli það myndi ekki spara okkur hundruð milljarða í samningaviðræðum.

Doddi D (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 16:06

8 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Hálfa mína starfsæfi hef ég verið starfandi erlendis eða verkefnin sem ég hef verið að vinna að hafa verið erlendis.

Þá sjaldan ég eða samstarfsmenn mínir hafa reynt að fá þjónustu frá íslensku utanríkisþjónustunni þá hefur utanríkisþjónustan hafnað líkum beiðnum og sagt að sú þjónusta sem beðið var um, það væri ekki á sviði utanríkisþjónustunnar að sinna slíku.

Á þeim tuttugu árum sem ég hef verið starfandi erlendis eða með verkefni erlendis þá hefur utanríkisþjónustan ekki verið til neinnar aðstoðar, hvorki við verkefnaöflun eða við framkvæmd verkefna.

Þeir sem fara sem aðstandendur með sjúklingum til útlanda fá heldur enga aðstoð úr þeirri átt.

Hvaða þjónusta það er sem fer fram í þessum sendiráðum okkar þá er sú þjónusta ekki fyrir almenning eða fyrirtæki. Þetta er sameiginleg reynsla allra þeirra sem ég hef rætt þessi mál við. Undantekning frá þessu var reyndar á sínum tíma sendiráðið í Moskvu.

Almenningur og fyrirtækin í landinu munu ekkert missa verði utanríkisþjónustan skorin niður um 80%.

Leiðrétta þarf ranghugmyndir Íslenskra stjórnvalda sem hafa verið haldnir einhvers konar stórveldisæði og þanið utanríkisþjónustuna út eins og við værum tugmilljón manna þjóð.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 9.5.2009 kl. 23:04

9 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Friðrik, Mjög góður punktur um þjónustuleysi íslensku utanríkisþjónustunnar.  Hún hefur alltaf  verið mjög upptekin af því að taka sig út með útrásarvíkingum og ráðamönnum en hinn almenni íslenski borgari og lítil sprotafyrirtæki eru ekki hátt skrifuð. 

Málið er að íslenska utanríkisþjónustan hefur ekki starfsmenn sem þekkja til viðskiptalífsins í þeim löndum sem þeir starfa.  Ég hef unnið að verkefnum fyrir yfir 100 fyrirtæki um alla Evrópu síðastliðin 20 ár.  Íslenskir aðilar hafa stundum haft samband við mig til að fá smá hjálp en aldrei íslensku sendiráðin.  Ég hef haft meira samband við bandaríska sendiráðið í London en það íslenska!

Andri Geir Arinbjarnarson, 10.5.2009 kl. 07:53

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband