Endurreisa þarf trúverðugleika Sjálfstæðisflokksins.

Með brotthvarfi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins úr starfi vakna þær vonir að nýr formaður Sjálfstæðisflokksins ætli að taka á þessu máli af fullri hörku. Þeir aðrir trúnaðarmenn flokksins sem sýndu þá siðblindu að biðja um og taka við fjárstyrkjum af þessari stærðargráðu frá Landsbankanum og aðaleigenda Glitnis hljóta að láta af sínum trúnaðrstörfum fyrir flokkinn.

IMG_1649 (2)Fyrrverandi framkvæmdastjóri flokksins sat til ársloka 2006 við hlið hins nýja og unga framkvæmdarstjóra sem nú er að láta af störfum. Sá var jafnframt bankaráðsmaður í Landsbankanum þegar bankinn ákvað að fara að safna innlánum erlendis inn á Icesave reikningana. 

Þessi maður sat í stjórn Landsbankans þegar bankinn safnaði yfir þúsund milljörðum króna á tæpum tveim árum. Þessi maður veðsetti þjóð sína fyrir þúsund milljarða á tæpum tveim árum. Þjóðin mun þurfa að greiða 50 til 500 milljarða vegna gjörða þessa manns. Þennan mann vill ég og hópur manna ákæra fyrir landráð. Sjá hér.

Þessi maður situr í Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins

Samkvæmt fréttum Morgunblaðsins þá hafði fyrrverandi ráðherra flokksins forgögnu um að útvega flokknum þetta fé. Sá ráðherra situr í fyrsta sæti flokksins í Reykjavík Suður.

Það er ekki nóg að þessi ungi drengur sem var í starfsþjálfun á skrifstofu flokksins þegar þetta gerðist hætti.

Til þess að ég og væntanlega fleiri stuðningsmenn flokksins til fjölda ára höldum áfram að styðja og kjósa flokkinn þá þurfa báðir þessir menn að hverfa úr trúnaðarstörfum fyrir flokkinn.

 


mbl.is Andri hættir störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Það er ótrúlegt að sjá skilning sjálfstæðismanna á stöðunni, þeir forna peði þegar þeir verða að fórna Hrók sem í raun lenti í sjötta sæti í prófkjörinu og nýtur ekki heilli í floknum

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 10.4.2009 kl. 17:01

2 Smámynd: Ari Jóhann Sigurðsson

Hjartanlega sammála þér Friðrik. Bæði Guðlaugur Þór og Kjartan Gunnarsson ættu að sjá sóma sinn í að víkja. Ef ekki af sjálfstáðum þá fyrir atbeina flokksmanna. Í raun var það óskiljanlegt að Kjartan skyldi vera kosin í miðstjórn flokksins á síðasta landsfundi, hvað segir það okkur um hug landsfundarfulltrúa til manns sem ber svo mikla ábyrgð sem raun ber vitni. Hvað voru þeir landsfundarfulltrúar að hugsa sem kusu þennan mann? 

Ari Jóhann Sigurðsson, 10.4.2009 kl. 20:38

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Guðlaugur, Þorgerður, Kjartan og Illugi eiga að drag sig í hlé eins og ég sagði áður en þetta mál kom upp.  Staða þessa fólks er vandræðaleg svo ekki sé sterkara tekið til orða.  Nú verður Bjarni að sýna að hann þjáist ekki af sömu ákvarðanafælni og fyrrverandi formaður.

Andri Geir Arinbjarnarson, 11.4.2009 kl. 07:32

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég kaus Kjartan af því mér finnst hann hafa verið góður maður og grandvar í gegnum tíðina.  Mér fannst Icesave líka sniðugt þangað til mér var sagt að ég beri ábyrgð á því og eigi að borga skaðann.  Kannske hefði ég átt að hugsa um ábyrgð Kjartans á  því fyrr ? 

Stjórnmálaflokkar ganga fyrir peningum eins og annað. Þeir mega hinsvegar ekki taka í hönd hvers sem er. Þeir mega ekki þiggja eitruð peð. Þeir mega ekki leggja lag sitt við glæpamenn.

Halldór Jónsson, 12.4.2009 kl. 21:36

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband