Norðurlöndin bíta af sér kreppuna

NorðurlöndinGreiningardeild norræna bankans Nordea spáir því að samdráttur verði á öllum Norðurlöndunum á árinu. Mestur verður samdrátturinn hér á landi, eða 12% samkvæmt spá bankans og 1,5% í Svíþjóð, 1,3% í Finnlandi, 1% í Danmörku og 0,1% í Noregi.

Í ljósi þess að yfir heimsbyggðina gengur nú versta kreppa síðan kreppan mikla skall á 1929, þá er ljóst samkvæmt þessari spá að hún mun ekki hafa dramatísk áhrif á hinum Norðurlöndunum. Núll til 1,5% samdrætti er spáð á erfiðasta ári kreppunnar í þessum löndum. Þar hefur undanfarin ár verið 3% til 6% hagvöxtur. Þessum samdrætti sem nú er spáð mun þýða að staðan verður í lok ársins 2009 eins og hún var í þessum löndum sumarið 2008. Þessi lönd munu síðan halda sjó árið 2010 með hagvöxt í kringum núll. Eftir það er bjart framundan.

Atvinnuleysi mun aukast og vera frá 5% til 9% eftir löndum. Svíar verða með mest atvinnuleysi. Bandaríkjamenn og Bretar gera ráð fyrir töluvert meiri samdrætti og atvinnuleysi en þetta.

Án þess að hafa gert á því rannsókn þá trúi ég því að fá ef nokkur lönd muni ná að bíta þessa kreppu jafn vel af sér og Norðurlöndin.

Ef þessi spá Nordea reynist rétt þá eru Norðurlöndin að standast þetta mikla álagspróf sem núverandi heimskreppa er með toppeinkunn. Þetta eru lönd sem standa á öllum sviðum fremst meðal jafninga og eru um leið með eitt besta velferðarkerfi í heimi byggt á gildum hægrisinnuðu borgaraflokkanna þar sem atvinnulífinu er sannanlega leyft að njóta sín þó um leið sé haldið fast í eyrun á því.

Er nema von að ég og fleiri horfi til hinna Norðurlandanna og spyrji "Af hverju get ég ekki fengið svona samfélag á Íslandi"?

Ef þú sem þetta lest vilt líka þetta Norræna samfélag á Íslandi þá skoðaðu heimasíðu Norræna Íhaldsflokksins hér.

 http://www.simnet.is/ihaldsflokkurinn/

 


mbl.is Samdráttur á öllum Norðurlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Kreppan er því góður prófsteinn á það þjóðfélagsmunstur sem er á Norðurlöndunum. Þegar við förum að byggja upp nýtt samfélag hér hjá okkur, þá er okkur mjög nauðsynlegt að líta vel á þeirra stjórnskipulag.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.1.2009 kl. 16:37

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Athyglisverður pistill. Bý í Svíþjóð og það finnst engin kreppa hér, nema uppsagnir sem eru svakamál í Svíþjóð. Það er líka talað öðruvísi um efnhagsmál í Svíþjóð, enn á Íslandi. Harðneskjan þar er á báða bóga í sýsteminu. Eiginlega best að búa í Danmörku fyrir Íslendinga.

Óskar Arnórsson, 21.1.2009 kl. 18:53

3 identicon

Já, ég get ekki verið annað en sammála þér. Ég bý sjálfur ásamt konu og 4 börnum í Danmörku og hef það vægast sagt gott. Eftir 3ja ára nám í Danmörku fluttum við til Íslands árið 2004, keyptum okkur raðhús og hófum íslenska lífróðurinn. Það þurfti ekki nema hálft ár þangað til við fengum nóg. Lífsgæðakapphlaupið, snobbið, græðgin og ófjölskylduvænt samfélag var að gera útaf við á okkur á ekki lengri tíma. Við ákváðum því að selja allt draslið og drífa okkur aftur út.....sem er besta ákvörðun lífs okkar. Erum bæði í góðri vinnu og eigum gott hús (með óverðtryggðu láni), en horfum með hryllingi á það sem er að gerast í heimalandi okkar.

Ég man þegar ég sagði við vinnufélaga mína árið 2005 (rétt áður en við fluttum aftur út), "bíðið bara.....þenslan er svo mikil á Íslandi, að þið þurfið hjólböru af peningum til að kaupa brauð eftir nokkur ár. Þetta er bara eins og að strekkja teygju, hún smellur aftur í gamla horfið, nú eða slitnar"....mikið rosalega hlógu þeir af mér, en sá hlær best sem síðast hlær.

En alltaf söknum við Íslands...bara ef samfélagsgildin væru önnur.

Kveðja frá DK, Anton

Anton (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 21:10

4 identicon

Hárrétt að norræna velferðarmódelið sé sterkasta samfélagsmódel sem reynt hefur verið. Hefur í sögulegu samhengi staðið sig betur en önnur og virðist enn ætla að gera það. Að það byggi á gildum hægrisinnaðra borgaraflokka er hins vegar grundvallar misskilningur. Það byggir á hugmyndafræði frjálslyndrar jafnaðarstefnu sem nýtir kosti hins frjálsa markaðar á þeim sviðum sem það er samfélaginu hagfellt en hefur þá grundvallar stefnu að leiðarljósi að afrakstrinum skuli skipt af sanngirni milli þjóðfélagsþegnanna.

Reinhard Reynisson (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 21:51

5 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Reinhard.

Að sjálfsögðu deila menn um það því allir vildu Lilju kveðið hafa. Ekki ætla ég að gera lítið úr hlut jafnaðarmann og vinstri manna, alls ekki, við að skapa þetta kerfi. Minni bara á að á síðasta aldarfjórðungi hafa borgaraflokkarnir verið 2/3 hluta þess tímabils við völd í Danmörku, meðal annars síðustu níu ár. Danska velferðarkerfið hefur aldrei staðið betur og blómstrað sem nú auk þess sem danski ríkissjóðurinn er skuldlaus, reyndar safnað auði síðustu ár.

Upphafið af almannatryggingakerfinu eins og við þekkjum það í Norður Evrópu kemur frá Bismarck, kanslara Þjóðverja, hér margt fyrir löngu og í Þýskalandi er einnig gott velferðarkerfi.

Markmið okkar í Norræna Íhaldsflokknum er Norrænt borgaralegt velferðarsamfélag á Íslandi.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 21.1.2009 kl. 23:08

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ætli ég flytji ekki til Danmörku bara. Það er ekki hægt að bjóða fjölskyldum upp á það líf sem það býr við núna á Íslandi.

Það þarf að byrja alla uppbyggingu á þeim sem minnst meiga sín og það gera Danir, Norðmenn og Svíar. Enn ekki Íslendingar. Það er eins og það vanti félagslegan þroska í þessa þjóð.

Ungt fjölskyldufólk er að flýja land í stórum stíl og það er ekkert gert til að hamla gegn því. Þetta er hreint hrikalegt hvernig valdhafar kunna ekki að forgangsraða málum.

Óskar Arnórsson, 22.1.2009 kl. 03:44

7 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Ekki gleyma því að samkvæmt síðustu íslensku þjóðhagsspám getum við ekki borið okkur saman við hin Norðurlöndin "vegna þess að við erum þeim svo miklu fremri"...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 22.1.2009 kl. 06:41

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband