Pólitísk afskipti af lánveitingum banka til fyrirtækja aðal starf ríkisstjórnarinnar?

Mótmæli bÞað eru mikil tímamót þegar varaformaður sjálfstæðisflokksins og menntamálaráðherra lýsir því yfir í ræðustól Alþingis að það verði að kjósa á miðju kjörtímabili.

Í miðri kreppunni eru Bandaríkjamenn að skipta um forseta, ráðherra og yfirstjórn í allri stjórnsýslunni. Þau stjórnarskipti fylla Bandaríkjamenn bjartsýni og þau blása þeim von í brjóst. Ef Bandaríkjamenn geta gert þetta í miðri kreppu þá eigum við að geta gert það líka.

Og hvað er stjórnin að gera svo mikilvægt að ekki er hægt að boða til kosninga? Menntamálaráðherra svarar því í ræðustól Alþingis, sjá fréttina:

"Og við höfum ekki efni á því á næstu dögum og vikum að bíða með að taka þær stóru ákvarðanir sem lúta að því að koma bankakerfinu af stað á ný".

Bíddu, er ekki það eina sem ríkið þarf að gera í því sambandi að leggja bönkunum til það stofnfé sem rætt hefur verið um, þ.e. þessar 385 milljarða? Ætla þingmenn og ráðherrar að vera að vasast í einhverjum örðum málum er tengjast rekstri þessara banka? Ég hefði haldið að bankarnir væru í dag fullir af fólki og vandalaust væri fyrir bankana að leysa sín mál með stjórn þeirra. Hvaða "stóru ákvarðanir" þurfa þingmenn og ráðherrar að taka í því sambandi?

Þá sagði ráðherra:

"þau mörgu verkefni, svo sem að leysa úr flækju vegna erlendra kröfuhafa  og koma samskiptum banka og fyrirtækja í betri farveg".

Ég spyr eru þingmenn og ráðherrar að vinna í því að leysa úr flækju vegna erlendra kröfuhafa og þess vegna ekki hægt að kjósa? Ég ætla nú bara rétt að vona að þingmenn og ráðherra komi ekki nálægt þeim flækjum og láti sérfræðingum það eftir að leysa þær.

Þegar ég las þetta síðasta þá setti að mér hroll: "og koma samskiptum banka og fyrirtækja í betri farveg".Þetta er það sem ég hef óttast. Þingmenn og ráðherrar eru á kafi í því í gegnum nýja bankakerfið að vasast í fyrirgreiðslu bankana til fyrirtækja. Þeir vilja ráða því hvaða fyrirtæki fá fyrirgreiðslu og hver ekki. Þeir vilja ráða því hverjir lifa og hverjir deyja. Með því vilja þeir kaupa sér velvild, stuðning og fjárframlög um ókomin ár. 

Er þetta einmitt það sem við þurfum, pólitísk afskipti af lánveitingum banka til fyrirtækja?

Ég segi nei. Ef ráðherrar og þingmenn stjórnarflokkanna eru svo uppteknir af störfum sínum í bönkum landsins að þeir hafa ekki tíma til þess að fara í kosningar þá held ég að þessir ráðherrar og þingmenn séu fullkomlega úr tengslum við raunveruleikann. Þeirra tími á að fara í allt önnur verkefni en vasast í lánafyrirgreiðslu banka til fyrirtækja.

Þeir ættu til dæmis að vera að setja lög um fjármálastofnanir. Ég bendi á áherslur  Norræna Íhaldsflokksins sem vill að sett verði lög um fjármálastofnanir sem m.a. kveða á um að þeir sem eiga meira en 1% í fjármálastofnun þeir mega ekki eiga fyrirtækum í samkeppnisrekstri á almennum markaði. Eins að fjármáalstofnunum verði bannað að hagnast meira en sem nemur 15% af eigið fé á ári. Stefni í meiri hagnað ber þeim að lækka vexti eða þjónustugjöld. Jafnframt verði tekin upp ákvæði Danskra bankalaga sem banna stjórnendum fjármálastofnanna að eiga í hlutafélögum í samkeppnisrekstri á almennum markaði. Þá verði fjármálastofnunum bannað að eiga í fyrirtækjum og félögum.

 

 


mbl.is Ekki hjá því komist að kjósa á þessu ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gamla fyrirgreiðslupólitíkin vöknuð til lífsins. Það eru margar afturgöngur sem geta vaknað af dvala ef við erum ekki að varðbergi.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.1.2009 kl. 14:53

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband