Nýtt fólk valið til forystu

ObamaVið hljótum að fagna þessum tímamótum með Bandaríkjamönnum. Ég skal viðurkenna að ég hefði aldrei trúað því að Bandaríkjamenn ættu það til að kjósa blökkumann sem forseta sinn.

Á sama hátt skal ég viðurkenna að ég hefði aldrei trúað því að Framsóknarmenn ættu það til að kjósa mann "utan úr bæ" sem formann sinn og hafna öllum þeim sem hafa starfað og gengt trúnaðarstöðum í flokknum.

Þessir tímar sem við nú lifum kalla á pólitískt uppgjör. Bandaríkjamenn og framsóknarflokkurinn hafa stigið sín skref. 

Slegist er fyrir utan Alþingi Íslendinga á sama tíma og ég skrifa þessi orð. Miklu meiri endurnýjunar er þörf á Íslandi þó það sé gott skref að framsóknarmenn hafi valið sér nýtt fólk í forystu.

Bandaríkjamenn og Framsóknarmenn verðskulda hamingjuóskir.

 

 


mbl.is Gífurlegt fjölmenni í Washington
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Já það eru umbrotatímar í heiminum og margir ótrúlegir hlutir að gerast. Forsetaskiptin í Bandaríkjunum eru stórviðburður á heimsvísu sem ég fagna mjög. Umfang Framsóknarflokksins eru mun minna á heimsvísu, já meira segja á landsvísu hér á Íslandi. Það er samt með ólíkindum hvað framboð á formannsefnum er mikið í þessum flokki. Það er líka mjög sérstakt að 2 formenn gegni embætti á 10 til 15 mínútum. En svona án gríns, þá er það með ólíkindum að formaður í þessum gamla og rótgróna flokki, komi bara sisvona inn af götunni og nái kjöri.

En þetta eru nýir hlutir og segja kannski fyrir um breyttan heim. Lætin á Austurvelli í dag og núna enn þá í kvöld eru áhyggjuefni og eru ekki líkleg til að breyta okkar þjóðfélagi til hins betra. Móðir kom í Kastljósi og segist vera búin að "kenna" 15 ára dóttir sinni að mótmæla og er svo hissa á að lögreglan sé með dömuna í haldi.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.1.2009 kl. 20:09

2 identicon

Já Björn, það er einkennilegt að það skuli ekki vera hægt.

Nonni (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 23:24

3 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Já, það er eins og maður fyllist vonar og sjái glitta í bjartari og réttlátari framtíð hjá Bandaríkjamönnum.  Ég vona innilega að nýji forsetinn sýni hvað hann getur og mótstöðuöflin verði ekki um of í veginum fyrir umbótahugmyndym hans. :)

Um framsókn segi ég nú ekkert, vonaðist eiginlega að flokkurinn myndi leggja niður sjálfan sig.  :)

Baldur Gautur Baldursson, 21.1.2009 kl. 07:47

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband