Hvað með þriðja dómstigið, Ögmundur?

Ögmundur var búinn að segjast ætla að koma á þriðja dómstiginu. Hvað breyttists?

Af hverju var hætt við þessar réttarbætur sem felast í því að hér verði sett á fót þriðja dómstigið eins og víðast hvar er í nágrannalöndum okkar?

Af hverju voru þessi nýju dómarar sem þarf hvort sem er að ráða og borga laun, af hverju voru þeir ekki settir inn í nýtt millidómstig? (Landsdóm, Þjóðdóm?)

Af hverju erum við Íslendingar með úrelt réttarkerfi sem á sér ekki samjöfnuð í hinum vestræna heimi?

Hér er ekki einu sinni stjórnlagadómstóll. 

Ríkisstjórn og þing kemst því upp með að túlka stjórnarskrána eins og þeim einu sinni hentar. Komi upp álitamál hvort lög eða lagagrein, samningur við erlend ríki eða aðrar stjórnarathafnir brjóti í bága við stjórnarskrána þá er mat þingmanna sem sitja í stjórn á hverjum tíma látið ráða. Í öðrum lýðveldum Evrópu þá úrskurða sérstakir stjórnlagadómstólar í slíkum álitamálum.

Afleiðing þessa að hér er engin stjórnlagadómstóll blasir við. Stjórnskipan Íslands er í engu samræmi við texta stjórnarskrárinnar enda sagði Sigurður Líndal fyrr. lagaprófessor í síðasta viðtali hans í rúv eitthvað á þessa leið:

"Það væri allt í lagi með íslensku stjórnarskrána ef það væri farið eftir henni."

Þetta er kjarni málsins. Þar er ekki farið eftir stjórnarskránni og það er tilgangslaust að þjóðin fari að setja sér nýja stjórnarskrá ef það verður ekki heldur farið eftir þeirri nýju.

Þess vegna verður að setja hér á fót stjórnlagadómstól. Sjá nánar þessa grein hér og í farmhaldi draga íslensku lögmannastéttina inn í nútímann og koma hér á fót millidómstigi að Evrópskri fyrirmynd. Millidómstigi sem Ögmundur sagðist fyrir örfáum dögum ætla að setja á fót.

Einhver bið verður á því að við Íslendingar fáum þær réttarbætur sem aðrar þjóðir njóta en nú er tækifærið með komandi stjórnlagaþingi.

Sjá heimasíðuna mína og þær réttarbætur sem ég vil að verði komið á samfara því að við fáum nýja stjórnarskrá.

Sjá hér: www.fridrik.info

 


mbl.is Dómurum fjölgað tímabundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband