Farið í manninn en ekki boltann.

það var aðall íslenskrar knattspyrnu til skamms tíma að fara í manninn en ekki boltann. Sú hefð hefur mikið breyst á síðustu árum. Knattspyrnan hér heima hefur þróast mikið og þroskast.

Ekkert hefur hins vegar breyst hjá íslenskum fjölmiðlamönnum. 

Fjölmiðlamenn vaða ennþá í manninn en ekki boltann.

Lítið hefur breyst í íslenska fjölmiðlaheiminum og hvernig fjölmiðlamenn nálgast umræðuna. Allt er við það sama á þeim vettvangi og var á tímum Kalda stríðsins. Fjölmiðlamenn spila enn sinn bolta á mölinni á Melavellinum á sama tíma og samfélagið spilar sinn bolta á gerfigrasi í knattspyrnuhúsum.

Með einmitt svona vinnubrögðum þá eru frétta- og blaðamenn búnir að reka allt sómakært fólk út úr sviðsljósinu og út úr stjórnmálunum.

Ég held að fjölmiðlafólk þessa lands verði að fara að átta sig á því að í dag er hér allt annar veruleiki en var.

Fjölmiðlafólk, gefið þessu áhugafólki (eins og Marinó G Njálssyni) sem er að koma fram á sjónarsviðið, fólki sem er hvert með sínum hætti og hvert á sínu sviði að takast á við þetta mikla pólitíska og efnahagslega hrun, gefið þessu fólki grið.

 


mbl.is Ekki greint frá skuldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Takk fyrir þetta, Friðrik.  Ég hef sagt að aðall fréttamannsins sé að fjalla um hluti af hlutleysi, því um leið og hann glatar þeim eiginleika, þá breytist hann í pólitískan skríbent eða leigupenna.

Marinó G. Njálsson, 20.11.2010 kl. 21:44

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband