Besta frétt dagsins: Kosið 6. mars 2010.

Því ber að fagna að kjördagur í þjóðaratkvæðagreiðslunni hefur verið ákveðinn. Því ber að fagna að þetta mál skuli lagt í dóm þjóðarinnar. Því ber að fagna að þjóðin skuli nú í fyrsta sinn frá 1944 ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu um ákveðið mál. Lýðræðissinnar á Íslandi hljóta að fagna í dag.

IMG_0013Í fjölmiðlum hefur komið fram að margir áhrifamenn í samfélaginu vilja afnema þennan málskotsrétt forseta.

Sumir segja það hreint út að þeir vilja ekki að þjóðin geti kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslum.

Aðrir vilja hafa þjóðaratkvæðagreiðslur en setja um það mjög ströng lög og skilyrði hvað má fara í slíka kosningu og hvað ekki.

Enn aðrir vilja að hægt verði að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu en það verði þá gert í gegnum þingið og að þingmenn og þar með flokkarnir stýri því ferli og stjórni.

Þeir sem mest tjá sig um þetta mál og heimta breytingar, þeir tala illa um stjórnarskána, þeir tala illa um það fólk sem skrifaði og setti stjórnarskrána, þeir tala illa um þann grunn sem þetta samfélag byggir á.

Ég spyr á móti, er þessi málskotsréttur ekki bara vel komin þar sem hann er? Til hvers að breyta stjórnarskránni til þess eins að taka þetta vald frá forsetaembættinu og færa til þingsins? Fyrir hvern er verið að gera það? Er þjóðin eitthvað bættari með það? 

Ég held við eigum að halda okkur við stjórnarskrána eins og hún er hvað þetta varðar. Við eigum að sýna mikla íhaldssemi þegar stjórnmálamen sem tímabundið gegna einhverjum áhrifastöðum fara að tala illa um stjórnarskrána og heimta að henni verði breitt hið snarasta. 

Það er búið að sýna sig að stjórnarskráin okkar er að virka vel.

Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum. 

 


mbl.is Kosið 6. mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ursus

Hér með tilkynnist að öll vinna við hagstjórn á Íslandi mun liggja niðri þar til að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslunni 6. mars. Þeir, sem þessi störf rækja venjulega, verða í fríi til 8. mars. Þeim, sem vilja koma athugasemdum á framfæri, vegna þessarar tilkynningar, skal bent á skrifstofu forseta Íslands. Þar eru örlög þjóðarinnar í gjörgæslu.

Ursus, 19.1.2010 kl. 14:42

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

það er ekki vandamál að finna fólk til að taka við af þeim sem starfa við hagstjórn á Íslandi og geta ekki sætt sig við leikreglur lýðræðisins.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 19.1.2010 kl. 16:25

3 Smámynd: Ursus

Víst er það vandamál!

Ursus, 19.1.2010 kl. 16:29

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Góður pistill Friðrik og ég fagna.

Úrsus, íslensk hagstjórn og íslensk stjórnmál komu okkur þangað sem við erum á í dag. Getum við þá ekki leyft okkur að anda aðeins léttar ef þessi svokallaða hagstjórn taki sér pásu í smá tíma?

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 19.1.2010 kl. 17:43

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þó ég viti ekki hver Úrsus er og sé ekki hrifin af nafnlausum skrifum, þá tek ég undir með þér þó greinig þín sé hörð. Við erum á bjargbrúninni sem stendur og föllum fram af ef sagt verður NEI 6. mars. L

Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.1.2010 kl. 23:15

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk fyrir góðan pistil Friðrik

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.1.2010 kl. 02:55

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæl Hólmfríður

Ert þú nú farinn að draga taum dómdagsspámenna?

Ég er nú svo bjartsýn Hólmfríður að ég tel fullvíst að við höfum á að skipa nægu skynsömu fólki sem getur stýrt okkur út úr þessum ósköpum á viðundandi hátt ef þeim er hleipt að.

Þeir sem nú sinna hagstjórn eru hinir sömu og settu þjóðarbúið á hausinn þannig að frá þeim er ekki við góðu að búast. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.1.2010 kl. 02:59

8 identicon

Sammála þér Friðrik, við viljum lýðræði og stjórnarskrá sem byggir á því.

En við höfum þegar séð, að á Íslandi finnast sífleiri nýjar kynslóðlir sem virðast 

vilja byggja á því, sem kallað var hundalógík, í Ameríku kallað monkey bissness,

síðan vill þetta fólk líka, láta aðra borga skuldirnar sem það kemur sér í, með

fábjánahætti sínum og mikillæti.

Robert (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 08:52

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband