Versalasamningurinn betri en Icesave og bar lægri vexti.

Eins ótrúlega og það hljómar þá voru vextirnir í Versalasamningnum lægri en vextirnir eru í Icesave samningnum. Í Versalasamningnum er kveðið á um að Þjóðverjar greiði 2,5% til 5,0 % vexti, sjá hér. Íslendingum er gert samkvæmt Icesave samningnum að greiða 5,55% vexti.

IMG_0012Versalasamningurinn sem undirritaður var 28. júní 1919 er einn af svívirðilegri nauðasamningur herðaðarsögunnar og af mörgum talin helsta ástæða þess að Nasistar Hitlers komust til valda 14 árum eftir undirritun hans. Hitler komst til valda m.a. vegna þess að hann neitaði að borga þetta bull. 

Stríðsskaðabæturnar sem Þjóðverjum var gert að greiða eftir fyrri heimstyrjöldian, eftir að hafa drepið 4,6 milljónir manna og lagt norður og austur Evrópu meira og minna í rúst, stríðsskaðabæturnar hljóðuðu upp á 132 milljarða ríkismarka ($31,5 milljarða, £6,6 milljarða). Samkvæmt alfræðiritinu Wikipetia, sjá hér, þá er þessi upphæð í dag uppreiknuð miðað við verðbógu orðin árið 2007 að $400 milljörðum. Á þessum tíma, árið 1919, voru Þjóðverjar 58,5 milljónir, sjá hér. Það þýðir að samkvæmt Versalasamningunum var hverju mannsbarni í Þýskalandi gert að greiða á gengi ársins 2007, 6.800 USD per mann, þ.e. 4.700 evrum per mann.

Samkvæmt grein Dr. Jóns Daníelssonar frá 17.01.2009, sjá hér, þá eru Íslendingar að gangast í ábyrgð fyrir 2.4 milljörðum punda til Bretlands og 1,3 milljörðum evra til Hollands. Samtals nema þessar ábyrgðir um 4,0 milljörðum evra eða sem samsvarar 12.500 evrum per mann.

Miðað við útreikninga Jón Daníelsson út frá forsendum skilanefndar Landsbankans þá munu, vegna Icesave, falla með vöxtum 507 milljarðar króna á Íslendinga miðað við 88% fáist upp í forgangskröfur úr búi Landsbankans. Þetta gera 8.800 evrur per mann.

Án vaxta eru samkvæmt Jóni Daníelssyni að falla á okkur 120 milljarðar króna. Þetta gera 2.100 evrur per mann.

  • Hvernig datt mönnum í hug að skrifa undir samning sem án vaxta skuldbindur hvern Íslending til að greiða tæp 50% af þeim stríðsskaðabótum sem Þjóðverjar voru dæmdir til að greiða í Versalasamningunum?
  • Hvernig má það vera að framferði alþjóðlegs banka sem skráður var í Kauphöllinni í Kaupmannahöfn verði þess valdandi að hver einstaklingur í heimaland bankans er dæmdur til að greiða með vöxtum tvöfalda þá upphæð sem þjóðverjar voru dæmdir til að greiða per mann í Versalasamningunum?
  • Treystir nokkur dómstóll sér til að dæma okkur til að greiða með vöxtum tvöfalt það sem Þjóðverjar voru dæmdir til að greiða samkvæmt Versalasamningum?

Er hægt að láta síkt ranglæti yfir sig ganga?

Liggur ekki ljóst fyrir hvernig almenningur á að kjósa í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu?

Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.


mbl.is Lækkun lánshæfiseinkunnar gæti orðið afdrifarík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Nei, enda mun ég segja nei. Ég skrifaði aldrei undir neina ábyrgðaryfirlýsingu þegar bankinn var seldur til einkaaðila.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 18.1.2010 kl. 19:54

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband