Setja verður miklu strangari lög og reglur á bankana.

Núverandi lagaumhverfi þar sem bönkum og dótturfélögum þeirra er heimilað að vera á kafi í gambli í fasteignaverkefnum, fyrirtækjarekstri o.s.frv. það er ekki í boðleg staða.

IMG_0014Núverandi lagaumhverfi þar sem yfirmönnum og útibústjórum bankana er heimilt að vera hluthafar í fyrirtækum sem eru í viðskiptum hjá þeim sjálfum það er ekki boðleg staða. Að stjórnendur bankana hafi verið í aðstöðu til að útvega eigin fyrirtækjum botnlaus lán og fyrirgreiðslu, það er ekki boðlegt.

Núverandi lagaumhverfi þar sem stórum eigendum bankana er leyft að eiga fyrirtæki sem eru í viðskiptum við þeirra eigin banka, það er ekki boðlegt. Við vitum hvernig það endaði. Kaupþing lánaði fyrirtækum eigenda sinna yfir 500 milljarða. Allt þetta fé er að mestu glatað.

Núverandi lagaumhverfi er ávísun á sukk, spillingu og ógætilega meðhöndlun fjár. Eins hindrar það samkeppni. Það er sterk tilhneiging hjá bönkunum, stjórnendum þeirra og eigendum að veita eigin fyrirtækum "sérstaka" fyrirgreiðslu og setja um leið fótinn fyrir þau fyrirtæki sem eru í samkeppni við þessi fyrirtækja þeirra.

Ég skora á stjórnvöld að setja strangari lög og reglur á bankana, starfsmenn þeirra og eigendur. Lög og reglur í ætt við það sem víða tíðkast erlendis. Sjá þessa punkta hér:

  • Bönkum og dótturfélögum þeirra verði bannað að eiga í fyrirtækjum á samkeppnismarkaði.
  • Einstaklingar og fyrirtæki sem eiga meira en 1% til 2% í banka verði bannað að eiga í fyrirtækum á samkeppnismarkaði.
  • Bankar sem eru fyrirtæki með ríkisábyrgð í formi þess að Seðlabankinn er lánveitandi þeirra til þrautavara verði bannað að hagnast meira en sem nemur 15% af eigið fé á ári. Ef hagnaður verður meiri þá er það skylda bankans að minnka vaxtamun eða lækka þjónustugjöld. Þannig reglur eru víða og með þeim er komið í veg fyrir að bankar féfletti almenning og fyrirtæki.
  • Starfsmönnum banka sem gegna stjórnunarstöðum verði bannað að eiga hlutabréf í fyrirtækum á samkeppnismarkaði. Þannig reglur gilda t.d í Danmörku.

Komum í veg fyrir aðra helreið í boði bankana, starfsmanna þeirra og eigenda.

Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.

 


mbl.is Rætt um eignarhald á bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Ekki má búast við nýjum lögum fyrr en eftir að skýrsla rannsóknarnefndar um bankahrunið verður birt en þá verður almenningur að krefjast þess við alþingi .

Rauða Ljónið, 20.1.2010 kl. 20:29

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband