Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Miðvikudagur, 12. janúar 2011
Tapist Icesave fyrir dómstólum kostar það max. 140 milljarða. Icesave 3 kostar 75 milljarða.
Í umsögn InDefence um Icesave 3 samninginn kemur fram að tapist málið algjörlega fyrir dómstólum og Ísland dæmt til að tryggja allar innistæður á Icesave reikningum Landsbankans að fullu þá mun það kosta skattgreiðendur á Íslandi að hámarki 140 milljarða króna.
Eins kemur fram að Icesave 3 mun kosta skattgreiðendur á Íslandi 75 milljarða króna.
Sjá greinargerð InDefence hér.
Við lestur umsagnar InDefence fannst mér áhugaverðast að lesa Fylgiskjal lll (bls 46) en þar reyna þeir InDefence menn að greina þann kostnað sem fellur á Ísland ef málaferlin við Bretland og Holland tapast. Þetta er fyrsta og eina tilraunin sem ég hef séð þar sem reynt er að reikna út og meta þann kostnað sem fellur á Ísland tapist málaferlin að einhverju eða öllu leiti.
Niðurstöður þeirra eru þessar:
- Núverandi samningur kostar Ísland: 75 milljarða króna
- Ef við vinnum málið verður kostnaður Íslands: 0 krónur
- Ef við verðum dæmd til að greiða lámarksinnistæður, 20.887 evrur per reikning verður kostnaður Íslands: 22 milljarðar króna
- Ef við verðum dæmd til að greiða allar innistæður að fullu verður kostnaður Íslands: 140 milljarðar króna.
Horfandi á þessar tölur og horfandi til þess að engin lagaskylda hvílir á skattgreiðendum á Íslandi að trygga innistæður í bönkum og erlendum útibúum þeirra þá hlýtur dómsstólaleiðin að vera mjög áhugaverður kostur fyrir okkur Íslendinga.
Mynd: Gönguleiðin upp Esju.
Óvissu- og áhættuþættir enn til staðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:41 | Slóð | Facebook
Þriðjudagur, 11. janúar 2011
Enn leggja hagfræðiprófessorar fram rök í Icesave deilunni sem "meika engan sens".
Þau rök hafa verið borin á borð fyrir okkur Íslendinga fyrir nýjum Icesave samningi að það að hafa Icesave ófrágengið hafi haft slæm áhrif á fjármögnun íslenskra fyrirtækja, til að mynda orkufyrirtækja. Vegna þessa eru meðal annars virkjaframkvæmdir Landsvirkjunar við Búðarháls nánast stopp og stoðtækjafyrirtækið Össur hf. hafi átt í vandræðum með að fá lán.
Þessi rök "meika engan sens" fyrir mér.
Í fyrsta lagi þá er Icesave mál á ríkisstjórnarplani. Þetta eru samningar / deilur milli ríkisstjórna Íslands, Bretlands og Hollands. Þetta mál snertir hvorki einstaklinga eða fyrirtæki í löndum Evrópu, Asíu eða BNA. Hvernig má það vera að slíkir ófrágengnir samningar milli þessara þriggja ríkisstjórna komi í veg fyrir að bankar í einkaeigu í löndum eins og Þýskalandi, Japan og BNA láni sveitarfélögum eða fyrirtækjum á Íslandi? Auðvita er það ekki þannig. Ef einkabankar í Þýskalandi, Japan og BNA vilja ekki lána til Íslands þá er það af einhverjum allt öðrum ástæðum en að ekki er búið að skrifa undir einhverja fjármálagjörninga milli ríkisstjórna Íslands, Bretlands og Hollands.
Í öðru lagi þá þarf engin frekari erlend lán inn í landið frekar en vill. Samkomulagið við AGS tryggir nægan gjaldeyrisforða og þar með greiðslugetu ríkisins. Þar fyrir utan er nægt fé til í landinu til að standa fyrir öllum þeim virkjanaframkvæmdum sem við einu sinni kærum okkur um að fara í. Hátt í 2000 milljarðar króna eru sagðar liggja inni í bankakerfinu og lífeyrissjóðirnir eru fullir af fé. Ekkert mál er að fjármagna allar þær orkuframkvæmdir sem við viljum fara í með innlendu sparifé. Til þess að svo megi vera þurfa þessar framkvæmdir einfaldlega að geta staðið undir lágmarks ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna.
Er það þannig að Landsvirkjun er að fara í framkvæmdir sem geta ekki staðið undir lágmarks ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna upp á 3,5% og þess vegna verði Landsvirkjun að leita eftir ódýrara lánsfé erlendis? Erum við að leggja orkuauðlindirnar í verkefni sem ekki bera 3,5% vexti? Er þá kannski eins gott að ekkert verði af slíkum framkvæmdum? Á ekki að gera þá kröfu til Landsvirkjunar að félagið leiti sér að verkefnum sem geta staðið undir lámarks ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna í landinu?
Hvað gengur þessu góða og greinda fólki til sem nú leggur að þingi og þjóð að Icesave 3 verði samþykkt og þjóðin taki vegna þessa á sig tug ef ekki hundruð milljarða kostnað?
- Er það til þess að Landsvirkjun geti farið í framkvæmdir sem standa ekki undir 3,5% lámarks ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna?
- Er það til þess að Landsvirkjun geti farið í framkvæmdir sem krefjast þess að taka þarf lán í útlöndum á lægri vöxtum en lífeyrissjóðir landsmanna geta boðið?
- Á þjóðin að taka á sig Icesave vegna hrossakaupa stjórnvalda við að útvega Landsvirkjun svo ódýr lán að Landsvirkjun getur sniðgengið lífeyrissjóði landsmanna og geti þar með boðið erlendum álfyrirtækjum rafmagn á lægsta verði í heimi?
Ég veit ekki með þig lesandi góður en það verða að koma haldbærari rök fyrir mig en þessi til þess að ég fari að leggja til að við samþykkjum Icesave 3 og tökum á okkur þann milljarða kostnað sem því fylgir. Notum þessa milljarða frekar í skólana og sjúkrahúsin og gerum þá kröfu að þær framkvæmdir sem farið er í standi undir 3,5% vöxtum svo lífeyrissjóðirnir geti komið að fjármögnun þeirra.
Mynd: Gönguleiðin upp Esju.
Ekki sami þrýstingur á lausn Icesave og áður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:45 | Slóð | Facebook
Mánudagur, 3. janúar 2011
Umræða um umhverfismál á villigötum? Hafa virkjunamálin stolið athyglinni frá hinum raunverulegu vandamálum?
Árum saman hefur nær öll umræða um umhverfismál á Íslandi snúist um örfáa hektara og hvort setja eigi virkjanir niður á þessum hekturum. Þeir einstaklingar og þau félagasamtök sem hafa leitt þessa umræðu hafa gert það af slíkum krafti að nær öll umræða um umhverfismál hafa snúist um virkjunarmál og restin síðan um hvalveiðar.
Umræða um umhverfismál í öðrum löndum snýst mikið um mengunarmál. Vegna ofuráherslu íslenskra umhverfisverndarsinna á virkjunarmálin þá hafa þessi félagasamtök aldrei beitt sér eins og erlend systursamtök þessara félaga gera í mengunarmálum. Löngu er tímabært að nýjar áherslur komist að hjá þessum félagasamtökum og þessi samtök fari að beita sér í fleiri málum en virkjunarmálum.
Umhverfissamtök og einstaklingar sem "berjast" fyrir umhverfismálum hafa t.d. horft aðgerðarlaus upp á bæjarstjórn Ísafjarðar eitra síðust ár allan Skutulsfjörð með díoxíð og sett allt lífríki og alla íbúa á Ísafirði og nærsveitum í bráða hættu, sjá þessa frétt hér á Eyjunni.
Umhverfissamtök og einstaklingar sem "berjast" fyrir umhverfismálum hafa t.d. horft aðgerðarlaus upp á það að árlega eru flutt til landsins tugir tonna af haglaskotum úr blýi. Veiðimenn dreifa þessum blýi um land allt þegar þeir stunda sínar gæsa- og rjúpnaveiðar. Hundruð tonna af blýi liggur nú á heiðum uppi og eru að menga jarðveg og grunnvatn og munu halda því áfram næstu 100 til 300 árin.
Að leyfa veiðar með blýi á vatnsverndarsvæðum, votlendi eða svæðum sem skepnum er beitt á er tifandi tímasprengja. Hvað höfum við, 10, 30, 50 ár með sama áframhaldi þar til fyrstu vatnsbólin verða ódrykkjarhæf? Hvenær gerist hér heima það sem gerst hefur erlendis að gæsir og vaðfuglar drepast vegna blýmengunar sem blýhöglin valda á botni vinsælla veiðitjarna/vatna?
Ótrúlegt er að bann við notkun blýhagla skuli ekki enn hafa verið komið á hér á landi. Ótrúlegt er að umhverfisverndarsamtök skuli ekki knýja á um slíkt bann. Í Danmörku var bannað að nota blý til veiða í votlendi 1986 og algert bann 1996. Í Finnlandi hefur verið algert bann við notkun á blýi við veiðar frá 1996 og frá 1991 í Noregi.
Ýmsar gerðir eru til af höglum í stað blýhagla. Erlendis þar sem notkun blýhagla er bönnuð eru stálhögl algengust. Stálhögl ryðga hratt og menga á engan hátt eins og blý. Stálhögl eru léttari og draga því ekki eins langt og blýhögl. Því þarf að vera nær bráðinni en ef notuð eru blýhögl. En eru þetta ekki sportveiðar hvort sem er?
Af hverju er verið að dreifa á hverju ári tugum tonna af blýi um allt hálendi Íslands? Til þess að auðvelda veiðar á rjúpu og gæs? Til að auðvelda veiðar á rjúpu og gæs sem takmörkuð sátt er um að sé yfir höfðuð verið að veiða?
Áfram má telja umhverfismál / mengunarmál þar sem við Íslendingar eru langt á eftir frændþjóðum okkar á hinum Norðurlöndunum.
Löngu er tímabært að fólk og félög á Íslandi sem kenna sig við umhverfisvernd fari að horfa til fleiri þátta en virkjunarmála. Bara á Íslandi snýst "umhverfisvernd" eingöngu um nýtingu eða ekki nýtingu á orkuauðlindum og gerð örfárra virkjana í tengslum við þá nýtingu og öll önnur umhverfismál nánast látin í friði og óátalin.
Það er ekki bara í stjórnmálunum þar sem við þurfum nýtt fólk, nýja hugsun og nýjar áherslur.
Mynd: Er tekin upp úr þessari frétt hér á visir.is: Mengun yfir viðmiðunarmörkum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:20 | Slóð | Facebook
Föstudagur, 31. desember 2010
Nýárskveðja.
Árið var gjöfult og gott.
Það hljómar kannski einkennileg að segja þetta í miðri einhverrar dýpstu kreppu sem yfir þetta land hefur dunið.
Mitt mat er eigi að síður að svo sé þó erfiðleikarnir séu langt í frá að baki.
Árið sem er að líða markar tímamót á margan hátt. Gjaldþrot þeirrar stefnu sem mótað hefur íslenskt samfélag frá 1991 varð endalegt á síðasta ári.
Árið í ár er fyrsta árið í nýju upphafi. Þetta var ár fólksins í landinu og ár forsetaembættisins.
Tímar flokkseinræðisins eru vonandi liðnir.
Standi komandi Stjórnlagaþing undir væntingum og ef þjóðin gefur í framhaldi nýju fólki, nýjum hugmyndum, nýjum lausnum og nýjum flokkum tækifæri í næstu þingkosningum þá erum við að horfa á nýja og breytta tíma á næstu áratugum.
Ég óska lesendum og bloggvinum farsælar á komandi ári.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:02 | Slóð | Facebook
Miðvikudagur, 29. desember 2010
Blikur á lofti í stjórnmálum við áramót.
Þó ég hafi trú á því að þessi stjórn sitji út kjörtímabilið þá er eigi að síður ljóst að VG er hálf laskaður flokkur eftir afgreiðslu fjárlaga nú fyrir jól.
Vitað er að þó fjárlögin fyrir 2011 hafi verið erfið þá verða fjárlögin fyrir 2012 enn verri.
Allar líkur eru á að þær tekjur sem reiknað er með að renni í ríkissjóð vegna aukinna framkvæmda að þær bregðist á næsta ári eins og þær brugðust í ár. Áframhaldandi niðurskurður á útgjöldum ríkisins er því óhjákvæmilegur á fjárlögum fyrir árið 2012.
Við hljótum öll að spyrja okkur, mun ríkisstjórnin koma fjárlögunum fyrir árið 2012 í gegnum þingið?
Verða og eru þingmenn VG tilbúnir til að taka þátt í áframhaldandi niðurskurði í næsta ári?
Ef ekki og ef Framsókn, Hreyfingin eða Sjálfstæðisflokkurinn eru ekki tilbúin að veita næstu fjárlögum brautargengi með atkvæði sínu eða hjásetu, þá fellur stjórnin á næsta ári.
Þrátt fyrir allar þessar vangaveltur þá spái ég því að stjórnin sitji út kjörtímabilið. Þingmenn "órólegu deildarinnar" í VG munu sjá til þess að stjórnin falli ekki. Þeir munu sjá til þess að fjárlög ársins 2012 verða samþykkt með einu atkvæði eins og nú.
Flýtur á meðan ekki sekkur.
Ég spái því að við sem stöndum að stofnun Norræna borgaraflokksins fáum næstu tvö ár til að búa flokkinn til þátttöku í næstu Alþingiskosningum.
Mynd: Gönguleiðin upp Esju.
Steingrímur: Ekkert rætt við Framsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:06 | Slóð | Facebook
Sunnudagur, 26. desember 2010
Nýr stjórnmálaflokkur, Norræni borgaraflokkurinn
Eins og fram kemur í frétt á Eyjunni, sjá hér, þá hefur hópur manna unnið að stofnun nýs stjórnmálaflokks, Norræna borgarflokksins.
Meðal þeirra sem taka þátt í þeirri vinnu erum við í Norræna íhaldsflokknum, sjá hér.
Löngu er tímabært að flokkur sem aðhyllist gildi og lífsýn borgaraflokkana á hinum Norðurlöndunum verði valkostur á ný í íslenskum stjórnmálum.
Sjálfstæðisflokkurinn með sinn Thatcherisma og sterku bandarísku áherslur hefur skilið "Austurhvelið" á hægri væng íslenskra stjórnmála autt síðasta aldarfjórðunginn.
Á meðan Sjálfstæðisflokkurinn heldur sig að mestu við áherslur bandarískra hægrimanna í vesturheimi þá er eðlilegt að hér á Íslandi verði til nýr flokkur hægrimanna sem er fulltrúi borgaraflokkana á hinum Norðurlöndunum í íslenskum stjórnmálum.
Hér hefur lengi vantað borgaralegan hægriflokk sem vill að Ísland gangi í ESB náist ásættanlegir samningar og Ísland skipi sér til framtíðar til sætis með frjálsum þjóðum Evrópu.
Íslensk stjórnmál verða betur stödd með slíkan flokk á þing. Þá verða hér tveir flokkar á hægri væng íslenskra stjórnmála:
Sjálfstæðisflokkurinn á "Vesturhvelinu" með sínar bresk / bandarísku áherslur og einangrunarstefnu
og
Norræni borgaraflokkurinn á "Austurhvelinu" með sínar norrænu áherslur og áhuga á frekara samstarfi við Evrópu.
Mynd: Gönguleiðin upp Esju.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.12.2010 kl. 03:41 | Slóð | Facebook
Laugardagur, 25. desember 2010
Gleðileg jól.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:29 | Slóð | Facebook
Miðvikudagur, 22. desember 2010
Fólk sem hatar svarta sanda.
Mikil viðbrögð urðu við frumvarpi umhverfisráðherra þar sem lögð eru drög að því að koma einhverjum böndum á landgræðslu og skógrækt í landinu. Hingað til hefur andi "villta vestursins" ríkt í þessum málum. Það er, hver og einn gerir það sem hann vill.
Landgræðsla og skógrækt hefur hingað til gengið út á það að klæða eigi allt landið gróðri og það helst skógi. Til að ná þessu markmiði þá eru öll meðöl leyfð. Allt má nýta og allt má gera ef upp vex gróður.
Landgræðsla og skógrækt er líklega eina svið þessa samfélags þar sem hver og einn má gera það sem honum dettur í hug. Fyrir löngu er t.d. búið að koma böndum á okkur byggingakallana. Ekki fáum við að byggja það sem okkur langar til, þar sem okkur dettur í hug. Ekki er heldur hægt að flytja til landsins þær dýrategundir sem manni dettur í hug og byrja að rækta þær hér. Mér dettu í hug ferskvatnsrækja, "ferskvatnssteinbítur" og ýmsar aðrar fisktegundir sem án efa myndu þrífast hér í lækjum og vötnum. Sömuleiðis má nefna sauðnaut, héra, úlfa, hirti og elgi.
Þeir sem stunda landgræðslu og skógrækt er hins vegar heimilt að flytja til landsins hvaða tegundir sem er og dreifa fræjum af þessum erlendum tegundum þar sem þessu fólki dettur í hug.
Nú er ég ekki á móti skógrækt og landgræðslu. Ekki frekar en ég er á móti húsum og mannvirkjum. En hús og mannvirki eiga ekki heima allstaðar og þar sem hús og mannvirki eru sett niður þá þarf og á að gera það eftir fyrirfram ákveðnu skipulagi. Sama á að gilda um landgræðslu og skógrækt, tala nú ekki um ef notaðar eru erlendar blómjurtir og trjágróður.
Sérstaklega er mér orðið sárt um svörtu sandana okkar. Þessar náttúruperlur sem gera Ísland að því sem Ísland er. Að aka í dag Mýrdalssand er er ekki svipur hjá sjón miðað við það sem var hér fyrir áratug. Nú ekur maður á stórum hluta leiðarinnar í gegnum lúpínubreiður. Fallegasti hluti sandsins er sá hluti þar sem ekki eru lúpínur. Þar ræður fjölbreytt flóra íslenska holtagróðursins för. Þar er fjölbreytileikinn í fyrirrúmi og þar er sandurinn allur að gróa upp af sjálfdáðum.
Virkjunarsvæðin við Þjórsá og Tungná eru öll að verða undirlög af lúpínu. Hvað liggur svona ofboðslega á að dreifa lúpínu um þessa sanda? Þessir sandar gróa upp af sjálfu sér á nokkrum áratugum ef þessi svæði eru friðuð fyrir beit.
Og vita menn ekki að þessi mikla gróðurmoldamyndun á láglendi er til komin vegna svifryks ofan af fjöllum?
Vita menn ekki að þegar þessar rykagnir svífa um loftið þá binst t.d. kalí í loftinu við þessar rykagnir fyrir utan þá málma og snefilefni (fosfór, flúor, mangan) sem eru hluti af þessu svifryki. Þetta svifryk er áburður fyrir allan gróður á láglendi alveg á sama hátt og askan úr Eyjafjallajökli. Ef við sökkvum öllum þessum svörtu söndum í lúpínu á næstu áratugum þá hættir þessi sjálfvirka áburðargjöf. Hvað er fengið með því?
Ég vil friða þessa svörtu sanda okkar fyrir ágangi landgræðslu- og skógræktarfólks og fyrir beit.
Fyrir mér eru svartir sandar ekki forljótar eyðimerkur. Fyrir mér eru þetta náttúrperlur sem er eitt helsta einkenni okkar sérstaka eldfjallalands. Að breyta þessum svörtu söndum í lúpínuakra er eyðilegging á einu sérstakasta náttúrufyrirbæri landsins.
Og fyrir hverja er verið að rækta upp þessa sanda?
Erlenda ferðamenn?
Fólk sem hatar svarta sanda? Fólk sem fer á "límingunum" þegar það sér svarta gróðurvana sanda og fær þessa ofboðslegu þörf fyrir að rækta þá upp? Og eigum við að láta það ráða för?
Ég styð umhverfisráðherra í því að koma einhverju skipulagi á þennan málafokk.
Mynd: Gönguleiðin upp Esju
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook
Þriðjudagur, 21. desember 2010
Maður ársins 2010, Ólafur Ragnar Grímsson?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.12.2010 kl. 09:11 | Slóð | Facebook
Þriðjudagur, 21. desember 2010
Getur þetta verið, fagleg ráðning í utanríkisráðuneytinu?
Getur það verið að í utanríkisráðuneytinu eru menn byrjaðir að ráða faglega í æðstu embætti?
Hvað kom til að annar pólitíkus tók ekki við af þeim sem hætti sem framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands?
Var Engilbert Guðmundsson svo faglega sterkur umsækjandi að utanríkisráðherra treystir sér ekki, eins og staðan er í dag, að ganga fram hjá honum og ráða pólitískan vildarvin í starfið?
Eða er þetta vísbending um nýja og breytta tíma í íslenskri stjórnsýslu eins ótrúlega og það hljómar?
Við munum fljótt komast að því hvort hér er um stefnubreytingu að ræða þegar við fylgjumst með því hvernig ráðherrar skipa í embætti á næstu misserum.
Í hruninu og í framhaldi Rannsóknarskýrslu Alþingis voru afhjúpaðir miklir veikleikar í íslenskri stjórnsýslu.
Í einfaldaðri útgáfu má segja að stjórnsýslunni er og hefur verið stjórnað af pólitískum vildarvinum og fyrrverandi stjórnmálamönnum. Þessir pólitísku vildarvinir og fyrrum stjórnmálamenn hafa sýnt sig að vera í besta falli illa hæfir til að gegna þeim embættum sem þeir hafa sinnt og eru að sinna.
Hún er dapurleg sú niðurstaða að frá lýðveldisstofnun hafi nánast aldrei verið ráðið reynslumikið hæfileikafólk til að fara með æðstu embætti ríkisins. Illa menntaðir stjórnmálamenn og vildarvinir þeirra hafa leitt stofnanir og fyrirtæki ríkisins frá upphafi.
Löngu er tímabært að gerðar verið róttækar breytingar á þessu fyrirkomulagi og fagmennska og fagleg vinnubrögð verði látin ráða för þegar skipað er í embætti.
Sameinumst um að henda þeim stjórnmálaflokkum og ráðherrum út af þing sem uppvísir verða að pólitískum ráðningum.
Mynd: Gönguleiðin upp Esju.
Ráðinn yfirmaður ÞSSÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóð | Facebook
Verður maður ársins 2010 sá Íslendingur sem tók við Nehru verðlaununum í janúar sl, einhverjum virtustu verðlaunum sem veitt eru í Asíu?
Einungs tveim öðrum Evrópubúum hefur hlotnast sá heiður að fá þessi verðlaun. Það voru þeir Olof Palme forsætisráðherra Svíþjóðar og Helmut Kohl kanslari Þýskalands.
Verður maður ársins 2010 sá Íslendingur sem varð við áskorun tugþúsunda Íslendinga í janúar sl. og neitaði Icesave lögunum staðfestingar og sparaði þjóð sinni þar með 400 til 500 milljarða króna? (Þessi fjárhæð samsvarar fjálögum íslenska ríkisins nú í ár.)
Ég spái því að þjóðin velji Ólaf Ragnar Grímsson mann ársins 2010.