Þjóðin er að taka Icesave úr höndum þingsins. 27.257 undirskriftir á www.kjosum.is

Það er ljóst að þjóðin er að taka Icesave úr höndum þingsins. það rignir inn undirskriftum á vefnum http://www.kjosum.is.

Enda ekki nema von. Engin haldbær rök hafa verið lög fyrir þjóðina hvers vegna hún á að taka á sig þessar skuldbindingar.

"Af því bara" eru engin rök.

"Betri samningur en síðast" eru heldur engin rök.

"Óvissa er um niðurstöður dómsmáls" eru heldur engin rök

Eftir að Bretar settu á okkur hryðjuverkalög, lýstu því yfir að Ísland væri gjaldþrota og frystu inni í útibúi J.P. Morgan í London gull- og gjaldeyrisforða þjóðarinnar þá er ekki hægt að tefla fram einhverjum sanngirnissjónarmiðum í þessu máli gagnvart okkur Íslendingum

Þessi samningur er í eðli sínu sami samningur og Davíð Oddsson og Árni Mathiesen skrifuðu undir á sínum tíma.

Fyrstu árin eru jú aðeins lægri vextir en síðast en svo fara vextir að sveiflast með einhverjum millibankavöxtum sem engin veit hverjir verða. Þá er búið að fella út nokkur ákvæði í eldri samningum sem voru sett inn í þeim tilgangi einum að niðurlægja okkur sem þjóð.

Það að þessi samningur er orðin "svo hagstæður" eins og kynnt hefur verið er vegna nýrra upplýsinga frá Landsbankanum að nú er gert ráð fyrir hærri endurheimtum úr þrotabúinu. Auk þess sem gengi krónunnar hefur styrks frá því fyrir ári.

Að öðru leiti er allt óbreytt. Sjá nánar hér á blogginu.

 

Þetta mál á að taka úr höndum þingsins eins og síðast. Ef við og börnin okkar eigum að borga þetta þá skulum við í það minnsta hafa samþykkt það í þjóðaratkvæðagreiðslu.

http://www.kjosum.is.


mbl.is „Hið ömurlegasta mál“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GAZZI11

Það hafa reyndar komið fram rök fyrir því hvers vegna almennigur á að bæta við sig nokkuð hundruð milljörðum til viðbótar þeim ca 500-800 milljörðum sem var skellt á almenning í hruninu.

Rökin eru þau að Jón borgi Icesave til þess að Séra Jón fái lán og fé frá útlöndum.

GAZZI11, 15.2.2011 kl. 20:26

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þingheimur er að drulla í buxna sín! Hreyfingin og Framsókn standa upprétt gagnvart okkur ennþá!

Sigurður Haraldsson, 15.2.2011 kl. 20:52

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll GAZZI

Málið er miklu verra en þetta.

Við eigum að samþykkja Icesave til þess að séra Jón geti fengið lán í útlöndum á lægri vöxtum en lífeyrissjóðirnir okkar geta boðið. Lífeyrissjóðirnir gera þá lámarks kröfu að fá 3,5% vexti. Þessir aðilar fúlsa við fjármunum lífeyrissjóðanna vegna þessara vaxtakröfu sem við gerum til ávöxtunar að sparifé almennings.

Þess vegna vill Landsvirkjun að við samþykkjum Icesave svo þeir geti tekið lán á lægri vöxtum en lífeyrissjóðirnir geta boðið.

Þess vegna fóru út um þúfur fyrirætlanir um að tvöfalda veginn milli Reykjavíkur og Selfoss. Vegagerðin og ríkissjóðir vildu ekki borga 3,5% í vexti af fjármunum lífeyrissjóðanna.

Þetta jaðrar við að vera hámark ósvífninnar að heimta það að launafólk samþykki að borga Icesave svo Landsvirkjun geti tekið lán á lægri vöxtum en þetta launafólk setur sem lágmarksávöxtun á sparifé sitt.

Annað mál:

Er það virkilega svo að þessar framkvæmdir sem Landsvirkjun er að fara í. þær standa ekki undir 3,5% vöxtum?

Er eitthvert einasta vit í að fara í fjárfestingar sem ekki standa undir 3,5% vöxtum?

Af hverju er Búðarhálsvirkjun ekki sett á fullt og notað til þess fjármunir lífeyrissjóðanna?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 15.2.2011 kl. 21:30

4 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Sigurður

Þetta er því miður raunsönn lýsing á stöðunni.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 15.2.2011 kl. 21:31

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Mér finnst vooða vont að geta ekki skrifað undir. Ég vil þjóðaratkvæðagreiðslu - en að Alþingi samþykki samninginn en samþykki jafnframt að niðurstaða Alþingis verði lögð fyrir þjóðina. Tel mörg þúsund Íslendinga vera sammála mér.

Hallur Magnússon, 16.2.2011 kl. 00:26

6 identicon

Við þurfum nauðsynlega að ná svipuðum fjölda undirskrifta og síðast. Þá getur forsetinn vart annað en synjað lögunum staðfestingar, vegna röksemda hans fyrir fyrri synjun.

Undirskriftasöfnunin er okkar eina von, þingmenn virðast því miður staðráðnir í að skrifa undir þennan óútfyllta tékka.

http://www.kjosum.is

Gunnlaugur Einarsson (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 09:22

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband