Tapist Icesave fyrir dómstólum kostar það max. 140 milljarða. Icesave 3 kostar 75 milljarða.

Í umsögn InDefence um Icesave 3 samninginn kemur fram að tapist málið algjörlega fyrir dómstólum og Ísland dæmt til að tryggja allar innistæður á Icesave reikningum Landsbankans að fullu þá mun það kosta skattgreiðendur á Íslandi að hámarki 140 milljarða króna. 

IMG_1234Eins kemur fram að Icesave 3 mun kosta skattgreiðendur á Íslandi 75 milljarða króna.

Sjá greinargerð InDefence hér.

Við lestur umsagnar InDefence fannst mér áhugaverðast að lesa Fylgiskjal lll (bls 46) en þar reyna þeir InDefence menn að greina þann kostnað sem fellur á Ísland ef málaferlin við Bretland og Holland tapast. Þetta er fyrsta og eina tilraunin sem ég hef séð þar sem reynt er að reikna út og meta þann kostnað sem fellur á Ísland tapist málaferlin að einhverju eða öllu leiti.

Niðurstöður þeirra eru þessar:

  • Núverandi samningur kostar Ísland:  75 milljarða króna
  • Ef við vinnum málið verður kostnaður Íslands:  0 krónur
  • Ef við verðum dæmd til að greiða lámarksinnistæður, 20.887 evrur per reikning verður kostnaður Íslands:  22 milljarðar króna
  • Ef við verðum dæmd til að greiða allar innistæður að fullu verður kostnaður Íslands:  140 milljarðar króna.

Horfandi á þessar tölur og horfandi til þess að engin lagaskylda hvílir á skattgreiðendum á Íslandi að trygga innistæður í bönkum og erlendum útibúum þeirra þá hlýtur dómsstólaleiðin að vera mjög áhugaverður kostur fyrir okkur Íslendinga.

Mynd: Gönguleiðin upp Esju.

 


mbl.is Óvissu- og áhættuþættir enn til staðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig færðu út þessa 140 milljarða? Ég sé þá tölu ekki nefnda berum orðum í pdf-skjalinu. Ég hef heyrt nefnda 700 milljarða.

ábs (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 13:18

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll ásb

Farðu inn í skjalið frá InDefence á bls 49.

Þar er tafla þar sem þessar leiðir eru reiknaðar út. Ef þú leggur saman tölurnar sem falla sem kostnaður á íslenska ríkið, þ.e. dálkinn "vænt skuld" + "vextir" ef "dómsmál um mismunun tapast" þá gera það 95 millj (vænt skuld) + 45 millj (vextir) = 140 millj.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 12.1.2011 kl. 13:27

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Friðrik.

Ekki ætla ég að gera ágreining við þig um túlkun þína á Varnarhópnum, og niðurstöðu hans.

Það sem vantar alveg hjá þér, er að breta krefja okkur um vaxtagreiðslur, reyndar núna frá því í fyrra, en þrotabúið kemur hægar inn, eðli málsins vegna.

Annað sem þú, og þeir sem þú vitnar í, er sú staðreynd, að enginn veit hvernig breskir dómstólar meðhöndla íslensku neyðarlögin, það skiptir máli þar sem meginhluti eigna ICEsave er í Bretlandi.  Segi þeir þau brandara, þá fá aðrir kröfuhafar jafnan rétt.  Og þar með þynnist endurgreiðsluhlutfallið.

Og, þar fyrir utan, vantar einn grunnskilning, sem hún Margrét orðaði svo vel, það er hægt að græða að láta undan kúgun, en þá fylgir aðeins meiri kúgun í kjölfarið.

Þess vegna varðar það við lög að greiða mannræningjum eða fjárkúgurum, þér ber skylda til að leita til lögreglu, lendir þú í þeim.

Ef ICEsave krafa breta byggist ekki á lögum, og ef þeir hafa ekki dóm, kröfum sínum til staðfestingar, þá eru þeir fjárkúgarar.

Og það er ljótt að tala um hagkvæmi þess að styðja glæpi, og glæpamenn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.1.2011 kl. 13:38

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sæll Friðrik, Það sem mér finnst verst við þetta icesave mál er að ekki skuli tryggt að andvirði þrotabúsins renni óskipt upp í þessar kröfur.  Það er alltof mikið í húfi að treysta að virði eignanna verði eins og spáð er. Skilgreina þarf icesave reikningana sem ponzi píramídasvindl og gera eigendur Landsbankans persónulega ábyrga. Ég er fylgjandi því að leggja þetta í dóm EFTA dómstólsins.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 12.1.2011 kl. 13:40

5 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Ómar

Ef við höfnum þessum Icesave 3 samningi þá er líklegt að málið verði í framhaldi rekið fyrir dómstólum. Það er samt ekki víst. Vel má vera að Bretar og Hollendingar freisti þess enn á ný að ná samningum.

Hins vegar er það mikilvægt fyrir okkur að vita hver kostnaður okkar er ef dómsmálin fara á versta veg.

Ég verð að segja að ég átti von á því að ef allt færi á versta veg fyrir dómstólum þá yrði sá kostnaður sem fellur á Ísland meiri.

Áhættan sem við tökum með því að hafna Icesave 3 er ekki nándar nærri eins mikil og ég hélt.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 12.1.2011 kl. 13:55

6 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Jóhannes

Sammála þér í þessu.

InDefence fjallar mikið um þetta atriði í greinargerð sinni, sjá bls 22. Að semja með þessum hætti er kallað Pari Passu og þessir Pari Passu samningar Breta og Hollendinga við okkur voru í upphafi leynisamningar sem var haldið frá almenningi og Alþingi í marga mánuði eftir að Svavarssamningurinn var lagður fram.

Þessi leynisamningur, Pari Passu samningurinn, er í andstöðu við gildandi lög á Íslandi og Evróputilskipun um þessi mál og tryggir það að Holland og Bretland fá af einhverjum furðulegum ástæðum til sín 48% af eignum þrotabús Landsbankans.

Að Svavar og íslenska samninganefndin skuli á sínum tíma hafa samið um að víkja íslenskum lögum til hliðar í þessu gjaldþrotamáli og reynt að halda því leyndu fyrir Alþingi er með hreinum ólíkindum.

Þessi greinargerð InDefence er skyldulesning eins og Rannsóknarskýrsla Alþingis.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 12.1.2011 kl. 14:09

7 identicon

Sæll Friðrik

Það verður að hafa það í huga við lesturinn á viðauka III að þarna er verið að meta þetta út frá ákveðnum forsendum. Þar sem ekki er í raun hægt að vita hvernig þessu yrði háttað, t.d. á hvaða vöxtum Ísland þyrfti að greiða ef málið tapast, þá eru ákveðnar forsendur settar upp.

Viðauki III er því tilraun til að setja upp ákveðna sviðsmynd að því sem gæti gerst.

Einn stærsti vandinn sem blasir við okkur nú er að enn vantar mikið af upplýsingum til að hægt sé að greina áhættuna af samningi annars vegar og dómsmáli hins vegar þannig að sjá megi svart á hvítu hvor leiðin er áhættuminni.

Jóhannes Þór Skúlason (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 16:36

8 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Hef; eins og fleiri hér verið algjörlega sannfærð um að dómstólaleiðin sé eina leiðin.

Allt hræðslu- og letital af hálfu þeirra sem ekki vilja það (Jóhanna, Steingrímur og Svavar) er ómarktækt, af fenginni reynslu.

Þau hafa ekki hundsvit á þessu máli og ekki hefur "dómgreindin" verið að flækjast fyrir þeim heldur.

Samt; er e.t.v. komið að þeim tímapunkti að (fórnar)kostnaður við dómstólaleið, verði hugsanlega meiri en væntanlegur ávinningur og því

skynsamlegt að semja.    Ég veit það ekki. 

Hins vegar er núverandi ríkisstjórn gjörsamlega vanhæf að taka einhverjar ákvarðanir um framhaldið í Icesafe vegna 

fyrri breka.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 12.1.2011 kl. 16:58

9 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Jóhannes Þór

Rétt hjá þér.

Þess vegna segi ég í pistlinum:

"Við lestur umsagnar InDefence fannst mér áhugaverðast að lesa Fylgiskjal lll (bls 46) en þar reyna þeir InDefence menn að greina þann kostnað sem fellur á Ísland ef málaferlin við Bretland og Holland tapast. Þetta er fyrsta og eina tilraunin sem ég hef séð þar sem reynt er að reikna út og meta þann kostnað sem fellur á Ísland tapist málaferlin að einhverju eða öllu leiti."

Friðrik Hansen Guðmundsson, 12.1.2011 kl. 17:23

10 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Að mínu mati eigum við alls ekki að taka fleiri sjensar. Okkur öllum í hag er að ljúka Icesave sem fyrst.

Úrsúla Jünemann, 12.1.2011 kl. 18:39

11 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæl Jenný

Sammála þér í því að á einhverjum tímapunkti getur það skynsamlegasta í stöðunni verið að semja.

Þetta er hins vegar marþætt mál.

Hér liggur t.d. óbætt hjá garði gríðarlegt tjón sem hér varð þegar Bretar settu á okkur hryðjuverkalög og frystu innistæður Íslenska seðlabankans og gjaldeyris- og gullforða ríkisins sem geymdur er í London og lýstu því yfir að Ísland væri gjaldþrota.

Þá er þetta grundvallar mál. Eigum við að láta bændur, sjómenn og launafólk á Íslandi bera ábyrgð á og borga skuldir þessara einkabanka?

Eins það að ef við látum bændur, sjómenn og launafólk á Íslandi borga skuldir þessa einkabanka, er þá ekki rétt að hafa dóm á bakinu sem réttlætir þá að slíkar byrgðar eru lagðar á þjóðina?

Ef ég sæti sem fjármálaráðherra með þennan nýja Icesave 3 samning í fanginu og minnugur þess hvernig forsetinn og þjóðin höfnuðu Icesave 2 og þingið hafnaði Icesave 1, þá myndi ég frekar velja þá leið að leggja nauðugur 140 milljarða á þjóðina að undangengnum dómi en leggja viljugur 75 milljarða á þjóðina, 75 milljarða sem þjóðin ætti hugsanlega að borga að hluta eða ekki neitt falli dómurinn okkur í vil.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 12.1.2011 kl. 20:03

12 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæl Úrsúla

Fyrir mér er þetta ekki að taka einhverja "sjensa".

Með þessum gögnum frá InDefence þá er komið ákveðið mat á því hvað það kostar okkur ef við töpum málinu algjörlega. Það kostar okkur 140 milljarða. Fyrir liggur Icesave 3 sem kostar okkur 75 milljarða.

Fjárhagslega þá er versta niðurstaðan úr málaferlum er að það falla 140 milljarðar á okkur. Það er betri eða svipuð niðurstaða og ef við hefðum samþykkt Icesave 2.

Pólistískt þá jaðrar það við að vera pólitískt sjálfsmorð að leggja enn einn Icesave samninginn fyrir þing og þjóð.

Pólitíst væri best að hafna þessum samningi núna og benda Bretum og Hollendingum á að leita réttar síns fyrir dómstólum vilji þeir bætur úr höndum íslenskra bænda, sjómanna og launþega vegna umsvifa Landsbankans. Jafnframt að benda þjóðinni á að ef málaferlin tapast og fari á versta veg þá samsvari það því að Icesave 2 hefði verið samþykktur.

Tapist málið algjörlega fyrir dómi þá er niðurstaðan ekki verri en Icesave 2 hefði verið samþykktur. Þetta er áhættan sem menn taka með því að fara dómsstólaleiðina.

Þetta er líka eðlileg leið í ljósi þess að litlar líkur á að Icesave 3 komist í gegnum þingið og forsetaembættið því þegar hafa rúmlega 16 þúsund manns skrifað undir áskorun á Facebook til forsetans að hafna Icesave 3.

Vinnist málið þá verður það allt í plús fyrir ráðamenn og þjóðina.

Ég sé ekki hvaða sjensar er verið að taka með því að hafna Icesave 3. Niðurstaðan verður aldrei verri en Icesave 2 og því í raun allt að vinna.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 12.1.2011 kl. 20:36

13 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég bendi á að »dómstólaleiðin« er ekki lögvarin, því að fullvalda ríki verður ekki neytt til að lúta niðurstöðu dómstóla, nema með vopnavaldi. Bara af þeirra ástæðu hafa Íslendingar ekkert að óttast vegna höfnunar Icesave-kúgunarinnar.

 

Að auki er málstaður okkar svo sterkur að 90% líkur eru fyrir því að nýlenduveldin muni ekki leggja til atlögu fyrir dómstólum. Ef þeir sýna þá flónsku, eru 99,99% líkur til að við vinnum málið.

 

Ómar Geirsson nefnir mikilvægt mál sem er sú spurning hvort dómstólar nýlenduveldanna viðurkenna fullveldi Íslands og þar með lögsögu Íslands yfir Landsbankanum. Með öðrum orðum, munu Neyðarlögin verða virt og TIF njóti forgangs í þrotabú Landsbankans?

 

Héraðsdómur í Amsterdan hefur nú þegar viðurkennt lögsöguna, þannig að líklega er ekki mikil hætta á ferðum. Grundvallaratriði í málinu er að við eigum ekki að sækja Icesave-málin og alls ekki að stuðla að því að það fari fyrir EFTA dómstólinn. Héraðsdómur Reykjavíkur er fyrsta dómsstig og það varðar við þjóðarheiður, að semja ekki um annað.

 

Á eftirfarandi slóðum er hægt að finna umfjöllun um mikilvægi þess að Neyðarlögin haldi og TIF njóti forgangs í þrotabú Landsbankans. Gera þarf lagabreytingar svo að forgangurinn sé öruggur.

 

http://thjodarheidur.blog.is/blog/thjodarheidur/entry/1133024/

 

http://altice.blogcentral.is/blog/2010/12/23/breytt-krofurod-i-throtabu-landsbankans-leysir-icesave-deiluna/

 

  

Loftur Altice Þorsteinsson, 13.1.2011 kl. 11:31

14 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Er ekki líka munurinn sá að ef við erum tilneydd til að borga þetta eftir dómsstólatap eins og sumir eru hræddir um að þá getum við greitt þetta upp í krónum, sem er mun hagstæðara fyrir okkur!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 13.1.2011 kl. 15:21

15 Smámynd: Björn Emilsson

Blessaður Friðrik og þökk fyrir skrifin sem eru þau bestu sem ég séð og fullkomlega það sem sagt skildi hafa. Eg vil bæta við að ég skil ekki afhverju ekki liggi fyrir í samningaviðræðunum veðbókarvottorð fyrir eignum umgetins Landsbanka.

Björn Emilsson, 14.1.2011 kl. 01:14

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband