Stjórnlagaþingi klúðrað vegna vanhæfrar stjórnsýslu, pólitískra ráðninga og bitlingum úthlutað til pólitískra vildarvina.

Ástæða þess að Stjórnlagaþinginu var klúðrað er vanhæf stjórnsýsla, pólitískar ráðningar og að bitlingum er úthlutað til pólitískra vildarvina.

  • Þetta er líka ástæðan fyrir því gríðarlega hruni og því mikla tjóni sem hér varð og er enn að eiga sér stað.
  • Þetta er líka ástæðan fyrir því að stjórnsýslan ræður almennt ekki við að takast á við ný verkefni.
  • Þetta er líka ástæðan fyrir því að stjórnsýslan horfir aðgerðalaus árum saman á sorpbrennslur eyðileggja lífríkið og eitra fyrir íbúum með þrávirkum efnum.
  • Þetta er líka ástæðan fyrir því að við byggjum og rekum árum saman hættulegustu jarðgöng í Evrópu (að mati Samtaka þýskra bifreiðaeigenda).
  • Þetta er líka ástæðan fyrir því að við endurbyggðum flugvöll í Vatnsmýrinni fyrir fleiri milljarða, flugvöll sem uppfyllir ekki stóran hluta af þeim öryggiskröfum sem til slíkra flugvalla eru gerðar.
  • Listinn er endalaus.

IMG_1242Af hverju er það svo að ríkið og starfsmenn ríkisins telja sig ekki þurfa að fara að lögum og reglum nema þegar það hentar þeim?

Af hverju er það svo að ríkið og starfsmenn ríkisins telja að þeir geti gefið sjálfum sér endalausan afslátt á lögum, reglum og stöðlum?

Hvaðan kemur þessi hugsunarháttur?

Af hverju taldi landskjörstjórn sig ekki þurfa að fara að lögum og því grundvallaratriði í öllum lýðræðislegum kosningum að talning atkvæða sé fyrir opnum tjöldum og frambjóðendur eða fulltrúar þeirra geti fylgst með talningu atkvæða?

Við sem þjóð stöndum frammi fyrir gríðarlegum vandamálum.

  • Við erum með ónýtt bankakerfi, bankakerfi sem 90% til 95% þjóðarinnar vantreystir.
  • Við erum með ónýta stjórnsýslu, stjórnsýslu sem fjórflokkurinn hefur eyðilagt með pólitískum ráðningum á vildarvinum í embætti, embætti sem þetta fólk ræður ekkert við.

Fyrsta skrefið á leið okkar út úr þessu spillingarbæli er að hér verði haldið Stjórnlagaþing og það þing setji okkur nýja stjórnarskrá þar sem skýrt er kveðið á um aðskilnað löggjafar-, framkvæmda- og dómsvalds ásamt því að hér verði komið á Stjórnlagadómstól sem stendur vörð um stjórnarskrána og tryggir það að eftir henni sé farið. Það verði ekki í höndum ráðherra og þingmanna á hverjum tíma og túlka stjórnarskrána og leikreglur samfélasins eftir eigin höfði eins og nú er.

Mynd: Á Þverfellshorni, Esjunni.

 


mbl.is Funda með forsætisnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sammála, Þetta er vandinn í hnotskurn Friðrik
En af hverju treystum við fjórflokknum til að laga kerfið?  Hvaða meinloka er það?
Stjórnlaga og stjórnsýsludómstóll, skipaður okkar bestu sérfræðingum væri til mikilla bóta

Mistökin í sambandi við stjórnlagaþingslögin voru þingsins en ekki landskjörstjórnar. Léleg lagasetning hefur verið einkenni Jóhönnustjórnarinnar. Hver skyldi vera skýringin á því?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 26.1.2011 kl. 14:07

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Sammála Friðrik. Það verður að koma flokkunum frá.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 27.1.2011 kl. 00:10

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála, og sem betur fer verða þessar raddir sífellt sterkari.  Hingað og ekki lengra við hljótum að verða að krefjast þess að hér verði ráðin bót á og núverandi kerfisfólki hvar svo sem í fjórflokknum það er ásamt ölluríkiskerfinu verði nú þegar vikið frá og byrjað upp á nýtt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.1.2011 kl. 08:21

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband