Þjóðin er að taka Icesave úr höndum þingsins. 39.035 undirskriftir á www.kjosum.is

Það er ljóst að þjóðin er að taka Icesave úr höndum þingsins. það rignir inn undirskriftum á vefnum http://www.kjosum.is.

Enda ekki nema von. Engin haldbær rök hafa verið lög fyrir þjóðina hvers vegna hún á að taka á sig þessar skuldbindingar.

"Af því bara" eru engin rök.

"Betri samningur en síðast" eru heldur engin rök.

"Óvissa er um niðurstöður dómsmáls" eru heldur engin rök

Eftir að Bretar settu á okkur hryðjuverkalög, lýstu því yfir að Ísland væri gjaldþrota og frystu inni í útibúi J.P. Morgan í London gull- og gjaldeyrisforða þjóðarinnar þá er ekki hægt að tefla fram einhverjum sanngirnissjónarmiðum í þessu máli gagnvart okkur Íslendingum

Þessi samningur er í eðli sínu sami samningur og Davíð Oddsson og Árni Mathiesen skrifuðu undir á sínum tíma.

Fyrstu árin eru jú aðeins lægri vextir en síðast en svo fara vextir að sveiflast með einhverjum millibankavöxtum sem engin veit hverjir verða. Þá er búið að fella út nokkur ákvæði í eldri samningum sem voru sett inn í þeim tilgangi einum að niðurlægja okkur sem þjóð.

Það að þessi samningur er orðin "svo hagstæður" eins og kynnt hefur verið er vegna nýrra upplýsinga frá Landsbankanum að nú er gert ráð fyrir hærri endurheimtum úr þrotabúinu. Auk þess sem gengi krónunnar hefur styrks frá því fyrir ári.

Að öðru leiti er allt óbreytt. Sjá nánar hér á blogginu.

 

Þetta mál á að taka úr höndum þingsins eins og síðast. Ef við og börnin okkar eigum að borga þetta þá skulum við í það minnsta hafa samþykkt það í þjóðaratkvæðagreiðslu.

http://www.kjosum.is.


mbl.is Icesave-samningur samþykktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Örn

þetta er skólabókadæmi hvað er verið að reyna gera við okkur hefdi nú haldið að meira fólk væri farið a ð skilja þetta nú til dags

Hilmar Örn, 16.2.2011 kl. 16:43

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll truthseeker

Ég hef eftir bestu getu reynt að fylgjast með þessu máli, lesið mér til eins og tími hefur verið til og reynt að skilja afstöðu ríkisstjórnarinnar í málinu.

En ég skil bara ekki afstöðu þeirra í þessu mál. Ekki frekar en ég skil nýja og breytta afstöðu Bjarna Ben í málinu.

Að fara síðan eins og Árni Johnsen að þvaðra um það að við eigum að borga Icesave vegna þess að allt innlánstryggingakerfi ESB er undir í þessu máli er síðan til þess að maður endanlega skilur ekki í hvaða heimi þetta fólk lifir í.

Hvað varðar bændur og sjómenn á Íslandi um eitthvert innlánstryggingakerfi í ESB? Af hverju eiga skattgreiðendur á Íslandi að leggja út háar fjárhæðir til að verja fjármálakerfi ESB? Og við ekki einu sinni í ESB.

Nei, ég skil ekki þetta fólk sem samþykkt Icesave á þingi áðan.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 16.2.2011 kl. 17:06

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæll Friðrik þetta er akkúrat málið eins og þú kemur með það.

Að við Íslendingar verði látnir borga þetta sukk frekar en að fjármálakerfi ESB verði stokkað upp er alveg ótrúlegt og óskiljanlegt fyrir mér eins og þér. Það er fullt af fjölskyldum búnar að missa allt sitt vegna aðgerða Ríkisstjórnarinnar í þessu og engin raunveruleg uppbygging eða úrræði í sjónmáli, ekki hægt að koma á móts við eitt eða neitt til að bæta kjör og afkomu almennings sem eru komin langt undir fátækramörk... Það er troðið á skítugum skónum á Íslenskum skattgreiðendum frekar en að laga það sem aflaga fór...

Það sem aflaga fór og gerði það að fór sem fór á eftir að gerast aftur ef að það verður bara tekið á þessu sí svona...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 17.2.2011 kl. 11:18

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband