Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Miðvikudagur, 16. febrúar 2011
Þjóðin er að taka Icesave úr höndum þingsins. 39.035 undirskriftir á www.kjosum.is
Það er ljóst að þjóðin er að taka Icesave úr höndum þingsins. það rignir inn undirskriftum á vefnum http://www.kjosum.is.
Enda ekki nema von. Engin haldbær rök hafa verið lög fyrir þjóðina hvers vegna hún á að taka á sig þessar skuldbindingar.
"Af því bara" eru engin rök.
"Betri samningur en síðast" eru heldur engin rök.
"Óvissa er um niðurstöður dómsmáls" eru heldur engin rök
Eftir að Bretar settu á okkur hryðjuverkalög, lýstu því yfir að Ísland væri gjaldþrota og frystu inni í útibúi J.P. Morgan í London gull- og gjaldeyrisforða þjóðarinnar þá er ekki hægt að tefla fram einhverjum sanngirnissjónarmiðum í þessu máli gagnvart okkur Íslendingum
Þessi samningur er í eðli sínu sami samningur og Davíð Oddsson og Árni Mathiesen skrifuðu undir á sínum tíma.
Fyrstu árin eru jú aðeins lægri vextir en síðast en svo fara vextir að sveiflast með einhverjum millibankavöxtum sem engin veit hverjir verða. Þá er búið að fella út nokkur ákvæði í eldri samningum sem voru sett inn í þeim tilgangi einum að niðurlægja okkur sem þjóð.
Það að þessi samningur er orðin "svo hagstæður" eins og kynnt hefur verið er vegna nýrra upplýsinga frá Landsbankanum að nú er gert ráð fyrir hærri endurheimtum úr þrotabúinu. Auk þess sem gengi krónunnar hefur styrks frá því fyrir ári.
Að öðru leiti er allt óbreytt. Sjá nánar hér á blogginu.
Icesave 3 kostar 25 - 230 ma. Versta niðurstaða fyrir dómstólum 140 ma.
Dómstólaleiðin kostar að hámarki 140 milljarða.
Dómstólaleiðin kostar að hámarki 140 milljarða. Icesave 2 hefði kostað 507 milljarða
Umsögn Seðlabankans um Icesave 3 gagnslaust plagg.
Tapist Icesave fyrir dómstólum kostar það max. 140 milljarða. Icesave 3 kostar 75 milljarða.
Enn leggja hagfræðiprófessorar fram rök í Icesave deilunni sem "meika engan sens".
Þetta mál á að taka úr höndum þingsins eins og síðast. Ef við og börnin okkar eigum að borga þetta þá skulum við í það minnsta hafa samþykkt það í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Icesave-samningur samþykktur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.2.2011 kl. 15:05 | Slóð | Facebook
Þriðjudagur, 15. febrúar 2011
Þjóðin er að taka Icesave úr höndum þingsins. 27.257 undirskriftir á www.kjosum.is
Það er ljóst að þjóðin er að taka Icesave úr höndum þingsins. það rignir inn undirskriftum á vefnum http://www.kjosum.is.
Enda ekki nema von. Engin haldbær rök hafa verið lög fyrir þjóðina hvers vegna hún á að taka á sig þessar skuldbindingar.
"Af því bara" eru engin rök.
"Betri samningur en síðast" eru heldur engin rök.
"Óvissa er um niðurstöður dómsmáls" eru heldur engin rök
Eftir að Bretar settu á okkur hryðjuverkalög, lýstu því yfir að Ísland væri gjaldþrota og frystu inni í útibúi J.P. Morgan í London gull- og gjaldeyrisforða þjóðarinnar þá er ekki hægt að tefla fram einhverjum sanngirnissjónarmiðum í þessu máli gagnvart okkur Íslendingum
Þessi samningur er í eðli sínu sami samningur og Davíð Oddsson og Árni Mathiesen skrifuðu undir á sínum tíma.
Fyrstu árin eru jú aðeins lægri vextir en síðast en svo fara vextir að sveiflast með einhverjum millibankavöxtum sem engin veit hverjir verða. Þá er búið að fella út nokkur ákvæði í eldri samningum sem voru sett inn í þeim tilgangi einum að niðurlægja okkur sem þjóð.
Það að þessi samningur er orðin "svo hagstæður" eins og kynnt hefur verið er vegna nýrra upplýsinga frá Landsbankanum að nú er gert ráð fyrir hærri endurheimtum úr þrotabúinu. Auk þess sem gengi krónunnar hefur styrks frá því fyrir ári.
Að öðru leiti er allt óbreytt. Sjá nánar hér á blogginu.
Icesave 3 kostar 25 - 230 ma. Versta niðurstaða fyrir dómstólum 140 ma.
Dómstólaleiðin kostar að hámarki 140 milljarða.
Dómstólaleiðin kostar að hámarki 140 milljarða. Icesave 2 hefði kostað 507 milljarða
Umsögn Seðlabankans um Icesave 3 gagnslaust plagg.
Tapist Icesave fyrir dómstólum kostar það max. 140 milljarða. Icesave 3 kostar 75 milljarða.
Enn leggja hagfræðiprófessorar fram rök í Icesave deilunni sem "meika engan sens".
Þetta mál á að taka úr höndum þingsins eins og síðast. Ef við og börnin okkar eigum að borga þetta þá skulum við í það minnsta hafa samþykkt það í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Hið ömurlegasta mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.2.2011 kl. 10:16 | Slóð | Facebook
Þriðjudagur, 15. febrúar 2011
22.165 undirskriftir komnar á www.kjosum.is
Um tuttugu og eitt þúsund manns hafa frá því á föstudag skrifað undir áskorun til forseta Íslands að synja lögum um Icesave 3 staðfestingar.
Þegar ég skrifaði undir þessa áskorun um hádegi á laugardag þá höfðu rétt rúmlega þúsund manns skrifað undir. Síðan þá hafa um tuttugu og eitt þúsund manns undirritað áskorunina.
Slóðin er http://www.kjosum.is
Ég hvet alla til að undirrita þessa áskorun.
Lokaumræða um Icesave-frumvarp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóð | Facebook
Laugardagur, 12. febrúar 2011
Nýr undirskriftarlisti vegna Icesave 3 kominn fram. Slóðin er: www.kjosum.is
Nýjum undirskriftarlista vegna Icesave 3 hefur verið hrundið af stað á netinu. Þennan undirskriftarlista er að finna á slóðinni: www.kjosum.is
Þar segir meðal annars:
Samstaða gegn Icesave eru samtök fjölmargra aðila sem stofnuð eru til þess að berjast gegn því að Ríkissjóður Íslands taki á sig ábyrgð á Icesave- innlánsreikningum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Samtökin hafa hrint af stað undirskriftasöfnun til að skora á forseta Ísland að staðfesta ekki ný lög sem fela í sér ábyrgð ríkissjóðs á Icesave og vísa þeim til þjóðarinnar.
Samstaða minnir á að samkvæmt lögum sem giltu í EES við hrun íslensku bankanna haustið 2008 var ábyrgð innistæðna ekki á ríkissjóði heldur þvert á móti var ríkisábyrgð bönnuð. Lámarksábyrgð sem getið var um í lögum var á hendi ábyrgðasjóða innistæðueigenda sem bankar greiddu í. Viðurkennt er að þetta kerfi var aldrei hugsað til að mæta kerfishruni. Sú ákvörðun breskra og hollenskra ríkisstjórna að bæta innistæðueigendum Icesave tjón sitt áður en ljóst væri hvort forgangskröfur yrðu bættar úr þrotabúi LÍ var á þeirra ábyrgð.
Samstaða bendir á að mikil óvissa er um hvaða upphæð lendir á ríkissjóði því Icesave-samningurinn er háður mörgum óþekktum aðstæðum og getur upphæð samningsins farið í hundruð milljarða króna og þannig íþyngt framtíð þjóðarinnar með miklum skuldum. Óvissa er um hverjar eignir þrotabús Landsbankans verða, þær eru bundnar til lengri tíma og því háðar mörgum þáttum um verðgildi, s.s. efnahagsþróun almennt og markaðsþróun. Einnig er óvissa vegna mögulegra málaferla sem gætu haft áhrif á forgang krafna vegna Icesave. Mikil óvissa er einnig um gengisþróun krónunnar m.a. vegna of mikilla skulda ríkisins.
Samstaða telur fullyrðingar um að Ísland og íslenskir aðilar verði útilokaðir frá samskiptum og hagstæðum viðskiptum séu ekki byggðar á haldbærum rökum. Reynslan sýnir að slíkar þvinganir komi frá pólitískum stofnunum eins og Evrópska fjárfestingabankanum og renna fljótt út í sandinn. Það hefur sýnt sig að þrátt fyrir höfnun þjóðarinnar á Icesave hafa íslenskir aðilar getað fjármagnað sig á hinum alþjóðlega fjármálamarkaði. Lánshæfi íslenska ríkisins, og þar með trúverðugleiki Íslands sem efnahagslega sjálfstæðrar þjóðar, mun hins vegar bíða mikið tjón ef Alþingi samþykkir mikla óvissa skuldabyrði.
Samstaða telur það vanvirðu við Alþingi og íslensku þjóðina að ríkisstjórnin leggi enn einu sinni fram kröfu um ríkisábyrgð á Icesave, að íslenska þjóðin viðurkenni og greiði skuld sem hún hefur hafnað og henni ber ekki að greiða. Litlu skiptir þó skuldakjör séu betri því ábyrgðinni á allri skuldinni yrði velt yfir á þjóðina með niðurskurði í samfélaginu og meiri skattbyrði um næstu framtíð.
Samstaða telur að Ríkissjóði Íslands beri ekki að gangast undir slíka ábyrgð og hafi lögin sín megin. Hræðsluáróður um tapaðan málstað er byggður á vanþekkingu eða tilfinningum og ætlaður til að hræða almenning. Málið varðar gjaldþrota banka og kröfur í bú hans. Engu skiptir hvað ESA úrskurðar í málinu, ríkisábyrgð er bönnuð samkvæmt reglum EES samningsins.
Samstaða hvetur landsmenn til þátttöku í undirskriftasöfnun til þess að skora á Forseta Íslands að staðfesta ekki ný Icesave-lög ef Alþingi samþykkir samninginn. Þrátt fyrir hugsanlega aukin meirihluta á Alþingi fyrir málinu nú vegna hagstæðari samningskjara er ljóst að Icesave-samningurinn mun skerða lífsgæði þjóðarinnar með byrðum sem henni er óskylt að bera og því eigi hún sjálf að taka ákvörðun um niðurstöðuna.
Ég hvet alla að fara inn á vefinn http://www.kjosum.is/ og skrifa þar undir þessa áskorun til forseta Íslands.
Laugardagur, 5. febrúar 2011
Icesave 3 kostar 25 - 230 ma. Versta niðurstaða fyrir dómstólum 140 ma.
Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn líka að bregðast þjóð sinni í þessu máli og samþykkja Icesave 3?
Í hruninu afhjúpaðist hugmyndafræðilegt gjaldþrot þessarar bresk-, bandarísku hægristefnu sem stjórnað hefur för í Sjálfstæðisflokknum síðustu tvo áratugi.
Stefna flokksins í Icesave málinu er það eina sem ég hef verið sáttur við hjá flokknum eftir hrun.
Nú er það búið líka.
Ég vil benda þeim sem áhuga hafa á þessar umsagnir hér um Icesave 3.
- Umsögn InDefence
- Umsögn lögspekinganna
- Umsögn Seðlabankans
- Umsögn GAM Management
- Umsögn IFS-Greiningar
Í umsögn InDefence er að finna eina matið á því hvað það mun kosta þjóðina ef dómstólaleiðin verður farin.
Þetta eru niðurstöður InDefende. Sjá töflu bls 49 í greinargerð þeirra:
- 140 milljarða mun það kosta ríkið ef málaferlin tapast algjörlega.
- 22 milljarða mun það kosta ríkið ef við verðum dæmd til að tryggja lámarksinnistæður, rúmlega 20.000 evrur per reikning.
- 0 milljarða mun það kosta ríkið ef við vinnum málaferlin.
Þá er rétt að hafa eftirfarandi í huga:
- 75 milljarða mun Icesave 3 kosta okkur að mati InDefence.
- 25 til 230 milljarða mun Icesave 3 kosta okkur að mati að mati GAM Management.
Miðað við lögfræðiálitið þá er líklegasta niðurstaðan í dómsmáli að við verðum dæmd til að tryggja allar innistæður upp að rúmlega 20.000 evrum. Það mun kosta okkur 22 milljarða, skv InDefence.
Í umsögn lögmannanna er talið mjög ólíklegt að við töpum málinu algjörlega og verðum dæmd til að tryggja allar innistæður að fullu en það mun kosta okkur 140 milljarða, skv InDefence.
Valið sem við stöndum frammi fyrir er:
- Icesave 3 sem mun kosta okkur 25 til 230 milljarða
- Dómstólaleiðin sem mun kosta okkur 0 til 140 milljarða
Ástæða þess að Icesave samningarnir eru okkur svo óhagstæðir eru þau ótrúlegu ákvæði að Bretar og Hollendingar fá af einhverjum furðulegum ástæðum í sinn hlut 49% af eignum Landsbankans. Vegna þessa ákvæðis sem InDefence kallar "Pari Passu" í greinargerð sinni, sjá bls 22, þá fær skilanefnd Landsbankans bara 51% af eignum bankans til að borga upp í Icesave kröfur Breta og Hollendinga. Það sem þá stendur eftir vegna Icesave fellur á bændur, sjómenn og launafólk á Íslandi.
Þetta "Pari Passu" ákvæði í Icesave samningunum stangast á við íslensk lög og lög og reglur ESB. Þetta ótrúlega ákvæði hafa margir bent á, m.a. Ragnar Hall, og sagt að það eigi að vera skýlaus krafa okkar Íslendinga að fara eigi að lögum í skiptum á þrotabúi Landsbankans.
Verði dómstólaleiðin farin, það er við höfnum þessum Icesave 3 samningi, þá höfum við allt þrotabú Landsbankans óskipt undir til að borga það sem við hugsanlega verðum dæmd til að borga.
Þess vegna er dómstólaleiðin okkur svo hagkvæm. Með henni fáum við allt þrotabú Landsbankans í hendurnar. Þessi leið kostar okkur í versta falli 140 milljarða. Líklegasta niðurstaðan úr málaferlunum kostar okkur 22 milljarða.
Eftir að við urðum fyrir einhverri svívirðilegustu árás sem nokkurt land Evrópu hefur orðið fyrir frá stríðslokum, þegar Bretar settu hryðjuverkalög á Seðlabanka Íslands og ríkisjóð og frystu með því inni í London gull- og gjaldeyrisforða okkar Íslendinga þá er löngu orðið tímabært að við höfnum þessum Icesave nauðasamningum í eitt skipti fyrir öll og segjum Bretum og Hollendingum að ef þeir vilji að bændur, sjómenn og launafólk á Íslandi tryggi innistæður á þessum Icesave reikningum þá verði það ekki gert nema að undangengnum dómi.
Með því að frysta inni í London gull- og gjaldeyrisforða okkar Íslendinga þá hafa Bretar fyrirgert öllum rétti sínum að við Íslendingar nálgumst þetta mál af sanngirni og farin verði einhver samningsleið í þessu máli. Hvað þá að við látum þá fá þvert á lög og reglur 49% af eignum þrotabús Landsbankans.
Það átti að hætta öllum samningaviðræðum við þetta fólk eftir að þjóðin felldi síðasta Icesave samning í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna þá er þetta þing umboðslaust í þessu máli. Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna þá fer þetta þing umboðslaust af stað að semja á ný.
Þennan samning eigum við að taka úr höndum þingsins, setja í aðra þjóðaratkvæðagreiðslu og fella hann þar. Vegna þessa svívirðilega gjörnings Bretar að setja á okkur hryðjuverkalög þá eigum við ekki að borga krónu vegna þessa máls.
Tjónið sem hryðjuverkalögin ollu okkar á að slétta út á móti þessu Icesave máli.
16.037 hafa nú skrifað undir áskorun til forsetans á Facebook. Sjá hér.
Mynd: Í Skálmárdal
Lófaklapp í lok ræðu Bjarna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.2.2011 kl. 03:19 | Slóð | Facebook
Miðvikudagur, 26. janúar 2011
Stjórnlagaþingi klúðrað vegna vanhæfrar stjórnsýslu, pólitískra ráðninga og bitlingum úthlutað til pólitískra vildarvina.
Ástæða þess að Stjórnlagaþinginu var klúðrað er vanhæf stjórnsýsla, pólitískar ráðningar og að bitlingum er úthlutað til pólitískra vildarvina.
- Þetta er líka ástæðan fyrir því gríðarlega hruni og því mikla tjóni sem hér varð og er enn að eiga sér stað.
- Þetta er líka ástæðan fyrir því að stjórnsýslan ræður almennt ekki við að takast á við ný verkefni.
- Þetta er líka ástæðan fyrir því að stjórnsýslan horfir aðgerðalaus árum saman á sorpbrennslur eyðileggja lífríkið og eitra fyrir íbúum með þrávirkum efnum.
- Þetta er líka ástæðan fyrir því að við byggjum og rekum árum saman hættulegustu jarðgöng í Evrópu (að mati Samtaka þýskra bifreiðaeigenda).
- Þetta er líka ástæðan fyrir því að við endurbyggðum flugvöll í Vatnsmýrinni fyrir fleiri milljarða, flugvöll sem uppfyllir ekki stóran hluta af þeim öryggiskröfum sem til slíkra flugvalla eru gerðar.
- Listinn er endalaus.
Af hverju er það svo að ríkið og starfsmenn ríkisins telja sig ekki þurfa að fara að lögum og reglum nema þegar það hentar þeim?
Af hverju er það svo að ríkið og starfsmenn ríkisins telja að þeir geti gefið sjálfum sér endalausan afslátt á lögum, reglum og stöðlum?
Hvaðan kemur þessi hugsunarháttur?
Af hverju taldi landskjörstjórn sig ekki þurfa að fara að lögum og því grundvallaratriði í öllum lýðræðislegum kosningum að talning atkvæða sé fyrir opnum tjöldum og frambjóðendur eða fulltrúar þeirra geti fylgst með talningu atkvæða?
Við sem þjóð stöndum frammi fyrir gríðarlegum vandamálum.
- Við erum með ónýtt bankakerfi, bankakerfi sem 90% til 95% þjóðarinnar vantreystir.
- Við erum með ónýta stjórnsýslu, stjórnsýslu sem fjórflokkurinn hefur eyðilagt með pólitískum ráðningum á vildarvinum í embætti, embætti sem þetta fólk ræður ekkert við.
Fyrsta skrefið á leið okkar út úr þessu spillingarbæli er að hér verði haldið Stjórnlagaþing og það þing setji okkur nýja stjórnarskrá þar sem skýrt er kveðið á um aðskilnað löggjafar-, framkvæmda- og dómsvalds ásamt því að hér verði komið á Stjórnlagadómstól sem stendur vörð um stjórnarskrána og tryggir það að eftir henni sé farið. Það verði ekki í höndum ráðherra og þingmanna á hverjum tíma og túlka stjórnarskrána og leikreglur samfélasins eftir eigin höfði eins og nú er.
Mynd: Á Þverfellshorni, Esjunni.
Funda með forsætisnefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:49 | Slóð | Facebook
Miðvikudagur, 19. janúar 2011
Af hverju þiggur 15,4% fólks á skólaaldri atvinnuleysisbætur í stað þess að vera í skóla?
Af hverju er allt þetta unga fólk á skólaaldri ekki í skóla? Af hverju er allt þetta 16 til 24 ára fólk skráð atvinnulaust og þiggur atvinnuleysisbætur?
Um 30% íslensks vinnuafls er ófaglært fólk. Þetta er hæsta hlutfall í Evrópu og gerir okkur að einni verst menntuðu þjóð Evrópu.
Ekki veit ég af hverju þetta samfélag okkar þróaðist á þennan hátt síðasta mannsaldurinn. Hugsunarhátturinn, málshættir eins og "Ekki verður bókvitið í askana látið" og álíka bull hefur sjálfsagt ráðið för og við orðið á eftir nágrannaþjóðum okkar á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum.
Og enn höldum við áfram á þessari röngu braut. Verst menntaða þjóð í Evrópu lætur 15,4% ungs fólks ganga um atvinnulaust og lætur þetta unga fólk þiggja atvinnuleysisbætur í stað þess að vera í skóla og ná sér í starfsmenntun. Starfsmenntun sem mun stórauka möguleika þess að verða sér úti um atvinnu og tryggja sér í framtíðinni hærri laun sem aftur mun styrkja þetta litla samfélaga okkar.
Nýleg stefnumótun ríkisstjórnarinnar að fækka ófaglærðum úr 30% í 10% á áratug er til fyrirmyndar. Vandamálið er hins vegar að orð eru ekki sama og athafnir. Meðan bara er talað og ekkert gert er staðan í þessum málum þannig að 15,4% fólks á skólaaldri þiggur atvinnuleysisbætur í stað þess að vera í skóla. Staðan er í raun sú sama og var á tímum Jónasar frá Hriflu.
Við í Norræna borgaraflokknum / íhaldsflokknum viljum fara sömu leið og hin Norðurlöndin í þessu máli. Við viljum innleiða námslaun. Við viljum taka þær atvinnuleysisbætur sem þetta fólk þiggur í dag og breyta þeim í námslaun. Sjá nánar hér.
Við náum aldrei að fækka í þessum stóra hópi ófaglærðra nema til komi námslaun. Að ætla sér að taka fólk sem er í dag á vinnumarkaði eða atvinnulaust hvort sem það er fjölskyldufólk eða einhleypt og ætlast til að það fari sjálft að fjármagna 3 til 7 ára nám gengur aldrei upp. Samfélagið verður að aðstoða þetta fólk við að fara af vinnumarkaðnum og inn í skólana. Samfélagið mun fá þann kostnað margfalt til baka í formi miklu hæfari starfsfólks sem verður með tvöfalt til fjórfalt hærri ævitekjur og borgar þar með tvöfalt til fjórfalt hærri skatta um ævina.
Það er löngu tímabært að við förum að hugsa út fyrir boxið, hætta að horfa á bandaríska samfélagið sem fyrirmyndarsamfélag og taka óhrædd upp það sem vel hefur reynst á hinum Norðurlöndunum.
15,4% ungs fólks án atvinnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:51 | Slóð | Facebook
Laugardagur, 15. janúar 2011
Dómstólaleiðin kostar að hámarki 140 milljarða.
Smá saman hafa verið að birtast í fjölmiðlum umsagnir sem unnar hafa verið fyrir fjárlaganefnd Alþingis vegna Icesave 3.
Allar þessar umsagnir fyrir utan umsögn InDefence um málið hjálpa okkur ekki við að taka ákvörðun um það hvort við eigum að hafna þessum nýja Icesave samningi eða ekki.
Sjá þessar umsagnir hér:
- Umsögn InDefence
- Umsögn lögspekinganna
- Umsögn Seðlabankans
- Umsögn GAM Management
- Umsögn IFS-Greiningar
Bara í umsögn InDefence er að finna mat á því hvað það það mun kosta þjóðina ef dómstólaleiðin verður farin.
Þetta eru niðurstöður InDefende:
140 milljarða mun það kosta ríkið ef málaferlin tapast algjörlega.
22 milljarða mun það kosta ríkið ef við verðum dæmd til að tryggja lámarksinnistæður, 20.887 evrur per reikning.
0 milljarða mun það kosta ríkið ef við vinnum málaferlin.
Samkvæmt mati InDefence þá um Icesave 3 kosta ríkið 75 milljarða. Þar er mat GAM Management að þessi kostnaður liggi milli 25 til 230 milljarða.
Sjá nánar um kostnaðinn við dómstólaleiðina í síðustu þrem pistlum hér á blogginu.
Mynd: Gönguleiðin upp Esju.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.1.2011 kl. 00:41 | Slóð | Facebook
Föstudagur, 14. janúar 2011
Dómstólaleiðin kostar að hámarki 140 milljarða. Icesave 2 hefði kostað 507 milljarða
Lögfræðiálitið sem fjórir lögspekingar lögðu fyrir fjárlaganefnd vegna Icesave 3 hjálpar ekki mikið við að taka afstöðu til samningsins því í álitið vantar allar tölur. Það er, hvað kostar þessi leið og hvað kostar hin leiðin.
Nú er ég ekki með þessu að segja að mér finnist lögfræðiálitið illa unnið. Álitið endurspeglar að þetta er flókið mál og réttaróvissan mikil og hliðar þess margar.Þá svarar þetta lögfræðiálit mörgum af þeim spurningum sem ég setti fram í pistli mínum í gær, Umsögn Seðlabankans um Icesave 3 gagnslaust plagg.
Bæði má lesa út úr álitinu að mælt er með samningaleiðinni og dómstólaleiðinni. Þannig er lokasetning þessa 11 síðna lögfræðiálits þessi:
"Með svipuðum hætti er besta niðurstaðan sú að íslenska ríkið þurfi aðeins að greiða óverulegar fjárhæðir eða alls ekki neitt".
Er ekki ljóst að aðeins dómstólaleiðin mun verða til þess að íslenska ríkið þurfi ekki að greiða neitt?
Reyndar er ákveðinn tónn í álitinu og þar er að finna orðalag eins og:
- "Líklegt að Bretar og Hollendingar (og jafnvel aðrar þjóðir) muni halda uppi a.m.k. svipuðu andófi gegn Íslandi og íslenskum hagsmunum og hingað til ef samkomulag verður ekki staðfest".
- "að hafna samningnum geti haft áhrif á vinsamleg samskipi við þjóðir sem hlut eiga að máli".
- "Sanngirnismat og siðferðislegar skyldur í samskiptum siðmenntaðra ríkja"
Sanngirni, siðferðislegar skyldur í samskiptum siðmenntaðra ríkja og vinsamleg samskipti eru þetta orð sem hægt er að hafa yfir framferði Breta gagnvart okkur þegar þeir settu á okkur hryðjuverkalög og frystu m.a. inni gjaldeyris- og gullforða íslenska ríkisins sem geymdur er í London?
Þessi hernaðaraðgerð Breta gegn okkur Íslendingum er sú svívirðilegasta sem við höfum orðið fyrir. Yfirlýsingar breska forsætis- og fjármálaráðherrans í framhaldi í öllum helstu fjölmiðlum heims að Ísland væri gjaldþrota var síðan til að kóróna þessa aðför.
Eftir hryðjuverkalögin munu Íslendingar seint kaupa það að samþykkja þurfi Icesave vegna einhverrar skyldu Íslendinga að hafa samskiptin við Breta eins og á milli siðmenntaðra ríkja. Við Íslendingar vitum það að hrotta verður að meðhöndla eins og hrotta.
Eftir því sem ég kemst næst þá eru þetta valkostirnir sem við stöndum frammi fyrir:
- 75 milljarða kostar það skattgreiðendur að samþykkja Icesave 3.
- 140 milljarða kostar það skattgreiðendur tapist málaferlin algjörlega og ríkissjóður dæmdur til að tryggja allar innistæður í Icesave að fullu.
- 22 milljarða kostar það skattgreiðendur tapast málaferlin að hluta og ríkistjóður dæmdur til að tryggja að lámarki rúmlega 20.000 evrur per innlánsreikning.
- 0 milljarða það kostar skattgreiðendur vinnist málaferlin.
Þessar tölur er fengnar úr greinargerð InDefence um Icesave 3. Sjá töflu bls 49.
Þess má geta að Dr. Jón Daníelsson mat þann kostnað sem féll á ríkissjóð vegna Icesave 2 sem 507 milljarða, sjá hér.
Miðað við ofangreint lögfræðiálit þá er líklegasta niðurstaðan í dómsmáli að við verðum dæmd til að tryggja allar innistæður upp að rúmlega 20.000 evrum. Það mun kosta ríkið 22 milljarða, skv InDefence.
Einn góður punktur sem lögmennirnir benda á er þessi staðreynd:
"Dómstólaleiðin tryggir lögfræðilega rétta niðurstöðu".
Eftir að þóðin er búin að hafna Icesave samningunum í þjóðaratkvæðagreiðslu er þá ekki út í hött að fara að leggja nýjan samning fyrir þing, forseta og þjóð?
Rúmlega 16.000 manns hafa þegar skrifað undir nýja áskorun á forsetann á Facebook að hafna Icesave 3 og forsetinn hefur gefið út ákveðnar yfirlýsingar í þessu máli.
Dómstólaleiðin kostar að hámarki 140 milljarða og skv. lögfræðiálitinu er ekki líklegt að við töpum málinu það stórt fari það fyrir dóm.
Er ekki sjálfgefið að hafna Icesave 3 og láta Bretar og Hollendinga fara dómstólaleiðina ætli þeir sér að sækja bætur í vasa bænda, sjómanna og launþega á Íslandi vegna starfsemi Landsbankans á sínum tíma í þessum löndum?
Skiptar skoðanir lögfræðinga um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook
Fimmtudagur, 13. janúar 2011
Umsögn Seðlabankans um Icesave 3 gagnslaust plagg.
Umsögn Seðlabankans um Icesave 3 minnir um margt á vinnubrögð Fjármálaeftirlitsins í aðdraganda hrunsins og því hvernig Umhverfisstofnun hefur tekið á díoxínmenguninni frá sorpbrennslunni Funa á Ísafirði.
Eftir að hafa lesið umsögn Seðlabankans um Icesave 3 þá svaraði þessi umsögn engum af þeim spurningum sem ég hélt að þar væri að finna. Umsögnin sem Seðlabankinn sendi Fjárlaganefnd hefði verið ágæt sem fylgirit með skýrslunni, fylgirit fyrir þá sem hafa áhuga á tæknilegum útreikningum og spám um þróun vaxa á komandi árum og áhrif þeirra á útgreiðslur úr þrotabúi Landsbankans.
Umsögnin sem Seðlabankinn átti að vinna fyrir Fjárlaganefnd er að mínu mati óskrifuð. Umsögn InDefense um Icesave er hins vegar nær því sem ég vænti að lesa í umsögn Seðlabankans.
Svörin sem Seðlabankinn skuldar þingi og þjóð eru m.a. þessi:
- Hvaða afleiðingar hefur það ef þing eða þjóð hafnar Icesave 3?
- Ef við veljum að hafna Icesave 3 hvað gera Bretar og Hollendingar þá?
- Verða þeir þá að stefna þrotabúi gamla Landsbankans eða geta þeir stefnt ríkinu og þá fyrir hvaða dómstólum? Héraðsdómi Reykjavíkur eða einhverjum alþjóðlegum dómstól og þá hverjum?
- Stefni Bretar og Hollendingar ríkinu hver er þá versta mögulega útkoman úr þeim réttarhöldum?
- Er það rétt mat hjá InDefence að þessi kostnaður verði að hámarki um 140 milljarðar tapist málið algjörlega og Ísland dæmt til að tryggja allar innistæður í Icesave að fullu, sjá hér?
- Er það þannig að ef við töpum málinu algjörlega fyrir dómstólum þá verður kostnaðurinn sem fellur á þjóðina samt margfalt lægri en ef við hefðum samþykkt Icesave 2? Dr. Jón Daníelsson sýnir í þessari grein fram á að 507 milljarðar hefðu fallið á þjóðina hefðum hún samþykkt Icesave 2.
- Er dómstólaleiðin þá ekki mjög fýsileg leið? Við höfum allt að vinna og borgum í öllu falli miklu minna en ef Icesave 2 hefði verið samþykktur?
- Ef þetta er rétt mat hjá InDefence að dómstólaleiðin kosti að hámarki 140 milljarða og segjum að Ísland verði dæmt af EFTA dómstólnum til að greiða þessa 140 milljarða er þá ekki nokkuð ljóst að íslenska ríkinu er eigi að síður í sjálfs vald sett hvort það fer að slíkum dómi? Eru dómar alþjóðlegra dómstóla aðfararhæfir og þá hvernig? Ákveði menn að fara að slíkum dómi myndi íslenska ríkið samt ekki í öllum tilfellum borga þennan dóm í íslenskum krónum?
Einu rökin sem Seðlabankinn kemur með fyrir því að samþykkja Icesave 3 er að: "afgreiðsla þessa máls mun líklega bæta verulega aðgengi íslenskra aðila að alþjóðlegum fjármálamarkaði"
Af hverju segir Seðlabankinn þetta? Heldur Seðlabankinn það virkilega að það hafi áhrif á lánveitingar einkarekninna banka í Þýskalandi, BNA og Japan til íslenskra sveitarfélaga og fyrirtækja hvor einhverjir fjármálagjörningar milli ríkisstjórna Íslands, Bretlands og Hollands eru undirritaðir eða ekki? Fjármálaráðherra og Seðlabankastjóri hafa báðir sagt að í gegnum AGS þá hafi ríkisjóður aðgang að meira en nægu lánsfé og líklegt að ekki þurfi að nýta þær lánalínur að fullu. Þar fyrir utan eru bankar og lífeyrissjóðir fullir af fé sem stendur orkufyrirtækum, sveitarfélögum og fyrirtækum til boða á 3,5% vöxtum. Að skrifa undir Icesave til að opna einhverja erlenda lánamarkaði þegar lífeyrissjóðirnir eru í sandandi vandræðum að koma sínu fé fyrir, eru það rök? Eini tilgangurinn með því að "opna erlenda lánamarkaði" er þá væntanlega til að til að láta þessa erlendu lánamarkaði undirbjóða lífeyrissjóðina. Eru það hagsmunir almennings sem á þessa lífeyrissjóði?
Af hverju hefur Seðlabankinn aldrei minnst á kosti þess að hafna Icesave og hvað sparast við það?
Í ár, 2011, er gert ráð fyrir að greiddir verið 26 milljarðar vegna Icesave. Þetta slagar upp í þá upphæð sem ætlað er að setja í "stórátak í vegagerð" sem fjármagna á með vegtollum. Hvaða áhrif hefur það á efnahagslífið og atvinnuleysið ef við höfnum Icesave og notum þessa 26 milljarða í þessar vegaframkvæmdir?
Af hverju fjallar Seðlabankinn í umsögn sinni ekkert um jákvæð áhrif þess á efnahagslífið að hafna Icesave?
Hvernig getur opinber stofnun eins og Seðlabankinn leyft sér að leggja fram umsögn um mál eins og Icesave og koma ekki fram með bæði kosti og galla þess að samþykkja eða synja málinu?
Þetta eru spurningarnar sem standa eftir hjá mér eftir lestur þessarar skýrslu Seðlabankans um Icesave 3.
Og niðurstaða mín er dapurleg. Seðlabankinn virðist haldin sama "díoxín syndróminu" og Umhverfisstofnun. Sama syndrómi og Fjármálaeftirlitið þjáðist að í aðdraganda hrunsins. Syndrómi sem veldur því að opinberir starfsmenn horfa árum saman aðgerðarlausir á sorpbrennslu eitra með þrávirkum efnum fyrir þeim sjálfum og þeirra eigin börnunum.
Hvað er til ráða með þessa stjórnsýslu okkar?
Í það minnsta er ljóst að Seðlabankinn verður ekki nú frekar en áður þingi og þjóð að notum sem ráðgjafi í þessu Icesave máli.
Mynd: Göngustígurinn upp Esju.
Seðlabanki metur Icesave-kostnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.1.2011 kl. 02:04 | Slóð | Facebook