Af hverju þiggur 15,4% fólks á skólaaldri atvinnuleysisbætur í stað þess að vera í skóla?

Af hverju er allt þetta unga fólk á skólaaldri ekki í skóla? Af hverju er allt þetta 16 til 24 ára fólk skráð atvinnulaust og þiggur atvinnuleysisbætur?

IMG_1239Um 30% íslensks vinnuafls er ófaglært fólk. Þetta er hæsta hlutfall í Evrópu og gerir okkur að einni verst menntuðu þjóð Evrópu.

Ekki veit ég af hverju þetta samfélag okkar þróaðist á þennan hátt síðasta mannsaldurinn. Hugsunarhátturinn, málshættir eins og "Ekki verður bókvitið í askana látið" og álíka bull hefur sjálfsagt ráðið för og við orðið á eftir nágrannaþjóðum okkar á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum.

Og enn höldum við áfram á þessari röngu braut. Verst menntaða þjóð í Evrópu lætur 15,4% ungs fólks ganga um atvinnulaust og lætur þetta unga fólk þiggja atvinnuleysisbætur í stað þess að vera í skóla og ná sér í starfsmenntun. Starfsmenntun sem mun stórauka möguleika þess að verða sér úti um atvinnu og tryggja sér í framtíðinni hærri laun sem aftur mun styrkja þetta litla samfélaga okkar.

Nýleg stefnumótun ríkisstjórnarinnar að fækka ófaglærðum úr 30% í 10% á áratug er til fyrirmyndar. Vandamálið er hins vegar að orð eru ekki sama og athafnir. Meðan bara er talað og ekkert gert er staðan í þessum málum þannig að 15,4% fólks á skólaaldri þiggur atvinnuleysisbætur í stað þess að vera í skóla. Staðan er í raun sú sama og var á tímum Jónasar frá Hriflu.  

Við í Norræna borgaraflokknum / íhaldsflokknum viljum fara sömu leið og hin Norðurlöndin í þessu máli. Við viljum innleiða námslaun. Við viljum taka þær atvinnuleysisbætur sem þetta fólk þiggur í dag og breyta þeim í námslaun. Sjá nánar hér.

Við náum aldrei að fækka í þessum stóra hópi ófaglærðra nema til komi námslaun. Að ætla sér að taka fólk sem er í dag á vinnumarkaði eða atvinnulaust hvort sem það er fjölskyldufólk eða einhleypt og ætlast til að það fari sjálft að fjármagna 3 til 7 ára nám gengur aldrei upp. Samfélagið verður að aðstoða þetta fólk við að fara af vinnumarkaðnum og inn í skólana. Samfélagið mun fá þann kostnað margfalt til baka í formi miklu hæfari starfsfólks sem verður með tvöfalt til fjórfalt hærri ævitekjur og borgar þar með tvöfalt til fjórfalt hærri skatta um ævina.

Það er löngu tímabært að við förum að hugsa út fyrir boxið, hætta að horfa á bandaríska samfélagið sem fyrirmyndarsamfélag og taka óhrædd upp það sem vel hefur reynst á hinum Norðurlöndunum.

 


mbl.is 15,4% ungs fólks án atvinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ástæðan er einföld, ungt fólk hugsar.

http://www.youtube.com/watch?v=oSTWAK38Pj0&feature=player

Magnús Sigurðsson, 19.1.2011 kl. 12:08

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Friðrik segir: "Verst menntaða þjóð í Evrópu lætur 15,4% ungs fólks ganga um atvinnulaust og lætur þetta unga fólk þiggja atvinnuleysisbætur í stað þess að vera í skóla og ná sér í starfsmenntun."

Af hverju spyrð hann ekki að því:  Hvernig getum við verið verst menntaða þjóðin með allt þetta háskólanám?  Er ekki eitthvað stórkostlegt að í skólakerfinu?  Erum við ekki að mennta fólk langt umfram eftirspurn á mörgum sviðum? 

Hér vantar tilfinnanlega raunhæfa stefnu í menntamálum þar sem inntakið verði eitthvað á þessa leið: Magn, gæði og þörf verða að haldast í hendur. 


Fækka Háskólunum niður í tvo, Háskóla Reykjavíkur (Háskóli Íslands og Háskóli Reykjavíkur sameinaðir) og Háskóla Íslands með aðsetur á Akureyri, sem tekur undir sinn verndarvæng um alla háskóla og háskólasetur á landsbyggðinni. 

Við höfum ekki efni á þessu menntasnobbi eins og hér er í háskólageiranum.  Íslendingar eru ekki nema 318.000.

Benedikt V. Warén, 19.1.2011 kl. 13:18

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Benedikt

Þegar ég segi þetta þá er ég að miða við tvennt:

  • Fjöldi ófaglærðra á vinnumarkaði er 30% sem er það hæsta í Evrópu.
  • Fjöldi doktora per 1000 íbúa er langlægst hér.

Vissulega hefur nokkur árangur náðst á síðustu árum og í dag erum við með álíka marga í háskólanámi og önnur lönd vestur Evrópu miðað vð 1000 íbúa. En það er fleira nám en háskólanám og það er ekki síst slíkt fagfólk sem okkur vantar.

Ég er sammála þér með það að það er miklu meira en nóg að vera hér með tvo háskóla.

Við eigum ekki kalla það menntasnobb þegar rætt er um að koma þjóðinni upp á sama þekkingarstig og er í hinum löndum Evrópu. Það eigum við að kalla verkefni og það verkefni eigum við að ganga í.

Það sem við fáum út úr því er betra vinnuafl. Vinnuafl sem er á hærri launum og borgar hærri skatta. Þá skapast möguleiki að lækka skattprósentur.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 19.1.2011 kl. 14:08

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll Friðrik.

Hvar er fólkið sem við höfum verið að mennta?  Hvað er verið að gera í heilbrigðisgeiranum?  Samdráttur og aftur samdráttur.  Hvar eru læknarnir?  Hvað höfum við mikla þörf fyrir marga doktora, þeir eru flestir í kennslu.  Ekki þarf að nota þá við að kenna í verkmenntagreinum.  Doktora er hægt að sækja utan, trúlega er um auðugan garð að gresja þar af Íslendingum.

Hvað varðar menntasnobb, er ég að vísa til fjölda skólanna á háskólastigi.  Þar, eins og víða annarsstaðar í þjóðfélagi okkar, er sitthvað magn og gæði. 

Með þessum fjölda háskóla gerist það eitt, - menntunin er verðfelld.

Benedikt V. Warén, 19.1.2011 kl. 14:13

5 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Benedikt

Sammála þér í því að farið var offari við að stofna háskóla. Fyrir mér er þetta spurning um skipulag kennslunnar og að "hundlélegir" háskólar verðfelli ekki allar háskólagráður á Íslandi. Einn skóli sem stendur sig illa getur verðfellt erlendis allar íslenskar háskólagráður í heilan mannsaldur. 

Það er síðan annað mál að þörf var og er á öllu því húsnæði sem þessir skólar hafa til afnota. Allt húsnæði þessara skóla er í dag þéttsetið nemendum.

Við lifum og höfum lifað síðustu öld í þannig samfélagi að þekking hefur verið og er drifkraftur þróunar og vaxtar. Því betur sem samfélögin erum menntuð og því meira sem þau hafa sett í rannsóknir og þróun því betur hefur þeim reitt af. Sama hefur gilt um fyrirtæki.

Nú vitum við öll að mikið af okkar hæfasta fólki og margt að því fólki sem lagt hefur mest til samfélagsins er ófaglært fólk.

Það breytir samt því ekki að með því að hækka þekkingarstigið þá erum við að efla samfélagið.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 19.1.2011 kl. 14:36

6 identicon

stór hluti þessara krakka eru atvinnulausir því það er ekki pláss fyrir okkur í skóla. hef sjálf reynt allt til að komast í skóla. passa sig síðan á hrokanum Friðrik.  Greinilega ekki allir jafnfullkomnir og þú

kristín (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 15:38

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ástæðurnar eru sem betur fer margvíslegar fyrir því að fólk fer í skóla eða velur annað.  Það er um að gera að kynna sér þær.  Svo er ágætt að halda því til haga að það var hámenntað fólk sem var á fínum launum við að koma Íslandi á hausinn.

http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Torfa_Geir/felagsfraedi-menntunar

Magnús Sigurðsson, 19.1.2011 kl. 16:54

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Friðrik 

Þetta er svona í Evrópu vegna þess að vopnakapphlaup atvinnuumsækjenda á vinnumarkaði ESB í 30 ára samfelldu 10-20% atvinnuleysis þar í löndum, gerir það að verkum að til að fá að stýra kústskafti eða hreinsa klósett þá þarf maður að vera faglærður eða meira. Svona eru Sovétríki Evrópu. Það eru 400 til 5.000 umsækjendur um starf í pylsuvangi og hluti þeirra er með doktorsgráður í kjarneðlisfræði og margir þeirra eru iðnlærðir. Þetta er sóun á menntun og auðæfum. Og stór hluti ungs fólks í Evrópu fær ekki launaða vinnu fyrir fertugt. Því vinnur það launalaust árum saman, hámenntað. 

Á íslandi hefur ófaglært fólk alltaf getað fengið vinnu því íslenska samfélagið er ekki ESB-vætt ennþá og atvinnurekendur eru ekki komnir úr sambandi við hið samfélagslega hlutverk sitt; að kenna fólki það starf sem það á inna af hendi.

Þú bætir ekki líf fólks með því að auka atvinnuleysi vegna sænskunar eða ESB-væðingar atvinnumarkaðar á Íslandi því það gerist af sjálfu sér ef menntakerfið heldur áfram að vaxa svona eins og sveppur. Þú drepur hagvöxt og verðmætasköpun og eykur atvinnuleysi ef hinn opinberi geiri verður of stór. Það kostar að mennta fólk og allra síst ríkisstjórn eða pólitíkusar eiga að blanda sér í hvað og hvernig lífi fólk lifir eða hvernig menntun það fær sér. Stjórnvöld vita ekkert um hvaða menntun verður eftirspurð eftir X ár. Ekkert. 

Betra væri ef stjórnvöld eyddu tíma sínum í að skapa ekki svona mikil og mörg vandamál fyrir fólk, til dæmis með því að þegja í þrjár vikur á ári og uppfylla svo kosningaloforðin hinar 49 vikurnar; þ.e. vinna fyrir launum sínum, þó ófaglærð séu stjórnvöldin sjálf og fávís.

Gunnar Rögnvaldsson, 19.1.2011 kl. 19:38

9 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Gunnar

Sérkennilegt hvernig þú sérð og upplifir heiminn.

Minni á að launafólk á Íslandi er ekki hálfdrættingar í launum á við t.d. Dani. Lægstu laun þar eru 102 dkk/t. Það gera í dag um 2.100 ikr/t. Samsvarandi lámarkslaun á Íslandi eru í dag eru 910 ikr/t, sjá hér.

Þannig var staðan líka fyrir 25 árum. Á árunum 2005 til 2007 tókst okkur að vera svona nokkuð á pari í launum við Dani. Það mun taka okkur annan aldarfjórðung að ná upp sömu launum og svipuðum kaupmætti og óvíst hvort okkur takist það nokkurn tíma.

Með nánast sömu skatta hér og í Danmörku (að teknu tilliti til greiðslna í lífeyrissjóði) en miklu lægri laun hér og hærra matarverð þá eru þessi samfélög varla sambærileg í dag.

Eina leiðin til að breyta þessu er að breyta þessari verstöð, þessum hráefnisútflytjanda sem Ísland er og hefur verið frá lýðveldisstofnun í iðnvætt tæknisamfélag. Það mun okkur aldrei takast með því að standa utan ESB og vera með um þriðjung vinnuaflsins ófaglært fólk.

Að óbreyttu munum við halda áfram að missa allt okkar áræðnasta fólk úr landi og það mun ekki koma til baka á meðan launin og kaupmátturinn er á núverandi plani. Í komandi kjarasamningum er ætlunin að frysta þetta ástand næstu 3 til 5 árin. 

Þegar eru milli 10.000 til 20.000 íslendingar að vinna fyrir sér erlendis, þar af hafa 5.000 til 10.000 skráð sig úr landi. Að hér sé 7% til 8% atvinnuleysi er rétt en ef reiknað er með þeim sem vinna fyrir sér erlendis og þeim sem hafa farið í skóla þá er atvinnuleysið 15% til 20%.

Þeim á bara eftir að fjölga sem flýja til útlanda og síðan kemur skriðan ef þjóðin hafnar inngöngu í ESB og við frystum núverandi ástand næsta aldarfjórðunginn eða meir

Ábyrgð ykkar er mikil sem vinnið gegn aðild að ESB og alið á hatri á evrunni og öllu því sem Evrópsk.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 19.1.2011 kl. 20:13

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Varstu ekki að tala um menntun?  

Svona fer Friðrik þegar hámenntaðir grasasnar fjármálageirans kölluðu yfir Ísland verstu efnahagskreppu i sögu lýðveldisins. Háskólaliðið klappaði fyrir þeim. Þetta hefði ómenntað og ófaglært fólk aldrei gert. Það kostar að mennta fólk og mistökin þar geta orðið ansi stór. Það sem skiptir máli er ekki magn og massi menntunar. Það sem skiptir máli er hversu margir eru virkilega hámenntaðir og að fólki sé almennt kennt að lesa skrifa og umfram allt reikna (fjármálalæsi) í barnaskólum. Þá væri miklu náð. 

Hættu að bera saman laun á milli landa í krónutölum Friðrik. Verðlag er ekki það sama svo það segir þér ekki neitt. Í Þýskalandi eru t.d. engin lágmarkslaun og verðlag og kostnaður í Danmörku er himinhátt. Þú skrifaðir það sjálfur í fyrra sumar.  

Árið 2007 var Ísland kosið besta land heimsins að búa í og starfa. En svo kom massa menntunin til skjalanna í fjármálum landsins. 

Já, fólk flýr ríkisstjórnina, það er rétt hjá þér.

Gunnar Rögnvaldsson, 19.1.2011 kl. 20:44

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ábyrgð ykkar er mikil sem vinnið gegn aðild að ESB og alið á hatri á evrunni og öllu því sem Evrópsk.

Er þetta brandari? Það er ekki til neitt sem heitir "evrópskt". Það eru yfir 35 ólík lönd í Evrópu. Ísland er í Evrópu og eitt Norðurlandanna.

Tungumálin og þjóðarbrotin í Evrópu eru m.a. þessi

Albanian (Greece as Arvanitika, Italy as Arbëresh)

Alsatian (France)

Arabic (Cyprus, Belgium, France, Malta, United Kingdom)

Aragonese (Spain)

Armenian (Bulgaria, Cyprus, Hungary, Poland)

Aromanian (Bulgaria, Greece as Vlach, Romania)

Asturian (Spain)

Basque (France, Spain)

Berber (Spain)

Belarusian (Estonia, Latvia, Lithuania, Poland)

Bosnian (Austria, Germany, Slovenia)

Breton (France, United Kingdom)

Bulgarian (Greece as Pomak, Hungary, Czech Republic, Slovakia, Romania as Banat Bulgarian)

Catalan (France, Italy, Spain)

Chinese language (France, United Kingdom, Spain, Italy, Romania)

Cornish (United Kingdom)

Corsican (France)

Croatian (Austria, Czech Republic, Hungary, Italy, Slovakia, Slovenia)

Czech (Austria, Poland, Slovakia)

Danish (Germany)

Dutch (France as Flemish)

Finnish (Estonia, Sweden)

Franco-Provençal (Italy)

Frisian (Germany, Netherlands)

Friulian (Italy)

Galician (Spain)

German (Belgium, Czech Republic, Denmark, France, Estonia, Italy, Latvia, Lithuania, Hungary, Poland, Romania, Slovakia)

Greek (Czech Republic, Italy as Griko, Hungary, Bulgaria, France as Greek Corsican)

Hungarian (Austria, Czech Republic, Romania, Slovakia, Slovenia)

Irish (United Kingdom)

Italian (Slovenia)

Ladin (Italy)

Latgalian (Latvia)

Livonian (Latvia)

Latvian (Estonia)

Lithuanian (Estonia, Latvia, Poland)

Limburgs (Netherlands, Belgium, Germany)

Luxembourgish (Luxembourg)

Karaim (Lithuania, Poland)

Kashubian (Poland)

Macedonian (Bulgaria, Greece)

Maltese (Italy, United Kingdom, Gibraltar)

Manx (United Kingdom)

Mirandese (Portugal)

Occitan (France, Italy, Spain)

Polish (Czech Republic, Estonia, Hungary, Latvia, Lithuania, Slovakia)

Portuguese (Spain)

Romani (Cyprus, Czech Republic, Estonia, Hungary, Latvia, Lithuania, Poland, Slovakia, Slovenia)

Romanian (Hungary, Bulgaria)

Russian (Bulgaria, Czech Republic, Cyprus, Estonia, Finland, France, Germany, Greece, Hungary, Latvia, Lithuania, Poland, Romania, Slovakia, United Kingdom)

Rusyn (Czech Republic, Hungary, Poland, Slovakia)

Sami (Finland, Sweden)

Samogitian (Lithuania)

Sardinian (Italy)

Scottish Gaelic (United Kingdom)

Serbian (Austria, Hungary, Germany, Romania, Slovenia)

Slovak (Austria, Czech Republic, Hungary, Poland, Romania)

Slovene (Austria, Italy, Hungary)

Sorbian (Germany)

Swedish (Estonia, Finland as Finland Swedish)

Tatar (Estonia, Lithuania, Poland)

Turkish (Cyprus, Greece, Bulgaria)

Ukrainian (Czech Republic, Estonia, Hungary, Latvia, Lithuania, Poland, Romania, Slovakia)

Welsh (United Kingdom)

Yiddish (Estonia, Latvia, Lithuania, Poland, Romania) 

Gunnar Rögnvaldsson, 19.1.2011 kl. 20:54

12 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæl Kristín #6

Ástæðan fyrir því að ég skrifaði þennan pistil er til að benda á úrræði sem notuð eru á hinum Norðurlöndunum til að koma til móts við þennan hóp. Ekki til að skammast út í þetta unga fólk sem enga vinnu fær.

Ég veit af því að margir hafa ekki komist inn í skóla. Sérstaklega hefur þetta bitnað á þeim sem vilja halda áfram námi efir tveggja ára eða lengra hlé.

Það á að vera í algjörum forgangi að fólk á þessum aldri, 16 til 24 ára, komist í skóla sæki það um.

Ég vil benda þér á þessa Norrænu leið með námslaun (ekki námslán). Lestu þetta hér. 

Og trúðu mér Kristín, ég er ekki fullkominn og geng með engar grillur að svo sé. Hafi það sem ég skrifaði virkað hrokafullt þá var það ekki ætlunin. Ég var að reyna að fjalla um þetta kalt og yfirvegað.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 19.1.2011 kl. 22:10

13 Smámynd: Kommentarinn

Gunnar hefur stundum dáldið undarlega sýn á hlutina. Hvað kemur það málinu við þó það sé fullt af tungumálum og þjóðum í Evrópu. Þú segir að það sé ekki til neitt sem heitir "evrópskt". Það eru til miklu fleirri tungumál og þjóðarbrot á Indlandi er þá ekkert til sem heitir indverskt? Það sama væri hægt að segja um Brasilíu eða Perú.

Gunnar lifir í einhverri eitt land fyrir hverja þjóð utopiu sem hefur hvergi verið til nokkurntíman.

Kommentarinn, 19.1.2011 kl. 23:10

14 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Svarið við því afhverju ungt fólk hér er ekki í skóla er í raun mjög einfalt, það þarf að lifa, og það kostar heilmikið að vera í skóla og kefrið sem hefur verið hannað hér er langt frá þvi að vera það gott að það geti séð til þess að fólk nái að lifa jafnhliða þvi að vera í námi.

hér má í raun kenna skammsýni ráðamanna um hvernig þeir hafa ákveðið að menntamálum og stuðningi til menntunar, það er eins og þeir átti sig ekki á þvi að hér er um fjárfestingu að ræða sem hagnast allri þjóðinni.

Steinar Immanúel Sörensson, 20.1.2011 kl. 01:09

15 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Auðvitað er sýn mín mótuð af 25 ára búsetu minni í ESB og að hafa upplifa að þar hafa menn litið öfundaraugum til Íslands öll árin. Hvergi í Evrópu hefur atvinnuástand verið eins gott á þessum 25 áa tímabili og einmitt á Íslandi. Það er óþarfi að endurtaka öll þau mistök sem ESB löndin hafa gert. 
 
Að nota menntastofnanir sem geymslur til að fegra árangursleysi stjórnmálamanna í efnahagsmálum hefur verið reynt í ESB í samfleytt 25 ár. Þessar tilraunir hafa allar mistekist hrapallega og aðeins gert vandamálin verri viðureignar og rekstur ríkissjóðs enn þyngri => hærri skatta á þá sem enn eru í vinnu og greiða skatta => og sem afleiðing minnkar atvinnustig almennt því hinn opinberi geiri blæst út eins og blaðra og veður eins og steypuklossi um háls hagkerfisins sem þá hættir að gera framleitt neitt nema vandamál.    

Hvötin til að mennta sig eftir þörfum verður að koma frá einstaklingnum sjálfum. En besta vörnin gegn atvinnuleysi er full atvinna. Hana er ekki hægt að fá með því að stafla stórum hluta hestafla samfélagsvélarinnar inn í menntageirann. Þá fáum við svona afleiðingar eins og 400 atvinnulausa viðskiptafræðinga í janúar 2010, sem er sirkus fáránleikans. 
 
Menntun er góð, en hún er stórlega ofmetin.  

Gunnar Rögnvaldsson, 20.1.2011 kl. 07:08

16 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Bara svo þið vitið hvað þið eruð að tala um (þið eruð í raun að tala um póltíska stýringu)

Dæmi Danmörk; atvinna og nám:

Þar fær fólki ekki atvinnuleysisbætur nema að hafa borgað. Ha? Nei, það fær ekki atvinnuleysisbætur nema að hafa keypt sér atvinnuleysisbóta-trygginu sem hægt er að kaupa hjá A-kassa. Hún kostar peninga og þú færð hana ekki nema að hafa greitt af vinnulanum þínum í minnst 12 mánuði skilað svo og svo mörgum vinnustundum á síðustu 12 mánuðum. Tugir ef ekki hundrað þusundir Dana fá ekki atvinnuleysbætur og lifa á ölmusum frá vinum og vandamönnum. Og það kemst ekki á bæjarhjálp nema fyrst að hafa étið upp eignir sínar og selt undan sér allar eignir og svo komið skríðandi.  

Freistingin er þá að fara í skóla því þar færði námsstyrk sem skattgreiðendur fjármagna. En þá fyllir þú skólana af fólki sem bara er þar til að fá námsstyrk. Þetta er að kasta góðum peningum á eftir lélegum peningum (til að lækna getuleysi stjórnmálamanna). Árangurinn er disaster. 

Dæmi um stýringu stjórnvalda:

Það þarf að auka uppfundið stjórnmálalegt jafnrétti=geðsýki í læknanámi: ergo => læknanámið fyllist af konum sem vilja veðra læknar. En þær vilja bara ekki verða þannig læknar sem samfélagið þarf á að halda. Þær vilja í allt of mörgum tilfellum verða læknar bara frá kl 9-16  og bara vinna við að deila út pillum og fylla út pappíra. Afleiðing; námsplássin eru í allt of mörgum tilfellum setin af þeim sem vilja ekki sjá blóð, saga bein og nota vélsagir, bora og lækna brotinn mannslíkama => það vantar sárlega skurðlækna. En það eru (sögulega) mest strákar sem vilja verða skurðlæknar, því þeir hafa gaman af græjum og blóði og góðum launum. Málið er svo leyst með því að flytja inn mállausa skurðlækna frá hinummeign frá af hnettinum og á meðan heldur jafnréttisþvælan áfram að mennta pillu-útdeilara sem engin þarf á að halda og launin í læknastéttinni lækka og lækka. Þetta er árangur pólitískrar stýringar.

Þetta er sem sagt ekki svona einfalt að það sé óhætt að láta eina kreppu eyðileggja það sem gott er. 

Gunnar Rögnvaldsson, 20.1.2011 kl. 07:40

17 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Svo er hægt að bæta því við hér fyrst menn voru að tala um menntun "faglæra" að þessi póltíska stýring í Danmörku hafur haft þær (fyrir Friðrik) jákvæðu aukaverkandir að framboð af trésmiðum hefur aukist stórlega því þeir strákar sem áður fóru í skurðlækningar fara nú frekar í trésmíði því þar eru græjur og ævilaunin betri en þau eru orðin í stétt lækna sem fyllist af læknaþrælum frá Langtíburtuztan og sem þurfa ekki svo há laun því þeir þekkja engan og gera ekkert annað en að vinna og senda launin sín út úr hagkerfinu og heim til fjölskyldunnar Langtíburtuztan. 

Þetta er því mjög "gleðileg þróun", ekki satt.

Gunnar Rögnvaldsson, 20.1.2011 kl. 07:54

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband