Föstudagur, 15. maí 2009
Að gefa gömlu hefðum þingsins fingurinn.
Er einhvern tíma var þörf fyrir að standa vörð um þau gildi sem hafa gert okkur að þjóð og þann sameiginlega menningararf sem við eigum, þá er það nú.
Að snúa baki við þeim hefðum sem hafa tíðkast á elsta þingi heimsins á þeim ögurtímum sem við nú lifum er ekki hátterni sem ég kann að meta.
![]() |
Óþarfi að blanda Guði inn í þinghaldið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 14. maí 2009
Böðull Alþjóða gjaldeyrissjóðsins mættur til vinnu.
Það er ljóst að markmið Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, AGS, með veru sinni á Íslandi er bara eitt: Tryggja hag erlendra lánadrottna.
Við verðum að átta okkur á því að "eigendur" AGS eru Seðlabankarnir í Evrópu og Bandaríkjunum. Þessir bankar eru að tapa gríðarlega á gjaldþroti íslensku bankanna.
Kaupþing var þriðja stærsta gjaldþrot sem orðið hefur í heiminum. Glitnir var það fimmta stærsta. Þessi gjaldþrot lenda með einum eða öðrum hætti á Seðlabönkum þessara landa í gegnum bankana sem eru að tapa sínu fé á Íslensku bönkunum. Þessir Seðlabankar sem standa að AGS bera ábyrgð á þeim bönkum sem eru að tapa miklu fé á íslensku bönkunum. Þessir erlendu Seðlabankar hafa orðið að dæla gríðarlegu fé inn í þessa banka sína vegna þessa taps.
Fulltrúi þessara erlendu Seðlabanka, starfsmaður AGS, er nú mættur hér til að tryggja hagsmuni eigenda sinna. Tilgangurinn sá eini að blóðmjólka samfélagið til að ná sem mestu upp í þetta gríðarlega tap.
Ástæða þess að böðull AGS vill halda hér óbreyttum stýrivöxtum er eingöngu sú að útvega Seðlabanka Íslands nægjanlegt fé til að hann geti borgað vexti af þeim lánum sem hann er í ábyrgð fyrir. Lækki menn stýrivexti eins og um hefur verið rætt niður í 2% til 3% mun Seðlabanki Íslands ekki geta staðið í skilum með greiðslur. Það vill AGS ekki að gerist. Böðli AGS er nokk sama þó hér fari allt í þrot. Þó þessir vextir verði þess valdandi að 80% allra fyrirtækja í landinu fari í gjaldþrot og helmingur þjóðarinnar missi húsnæði sitt. Bara að Seðlabanki Íslands greiði af lánum.
Að vera hér með gjaldeyrishöft um ókomin ár er á sama hátt eingöngu til þess að tryggja hag hinna erlendu lánadrottna. Þannig kemst Seðlabanki Íslands yfir allan þann gjaldeyrir sem kemur inn í landið. Með því að Seðlabankinn stjórnar hverri evru sem við fáum fyrir okkar útflutning þá tryggir það getu Seðlabanka Íslands til að greiða af erlendum lánum sínum. Böðli AGS er slétt sama þó þessi gjaldeyrishöft komi í veg fyrir alla nýja erlenda fjárfestingu í landinu því meðan þessi gjaldeyrishöft eru þá koma engir erlendir fjárfestar til landsins.
AGS ætlar að láta almenning og fyrirtækin á Íslandi með þessum hætti borga sem mest upp í kröfur erlendu lánadrottna bankana. Þeir ætla sér að þurrausa alla sjóði almennings og komast yfir allar okkar auðlindir. Þeir munu ekki hætta fyrr en þeir eru búnir að arðræna okkar og líkskjör hér orðin eins og var upp úr 1960.
Viðskiptaráðherra og fleiri áhrifamenn í stjórnsýslunni fullyrða að fyrsti hluti láns AGS hafi ekki verið hreyfður. Lánið liggi óhreyft á banka í Bandaríkjunum á 2% vöxtum. Við borgum hins vegar af þessu láni 7% vexti. Hvaða fjármálasnilli liggur þar á bak við skil ég ekki.
Þá hefur AGS ekki enn greitt út lán númer tvö. Það átti að greiðast út í lok febrúar.
Til hvers erum við að taka þessi lán frá AGS ef við erum ekki að nota þau?
Af hverju er AGS að stjórna ríkisfjármálunum?
Af hverju erum við að fara eftir skipunum AGS og höldum hér uppi okurvöxtum og gjaldeyrishöftum?
Er það vegna þess að við höfum tekið lán frá þeim sem við erum ekki að nota?
Af hverju hættum við ekki í þessu prógrammi hjá AGS og stýrum okkar málum sjálf?
Við vitum þá í það minnsta að þær ákvarðanir sem teknar eru, þær eru teknar með hagsmuni okkar Íslendinga að leiðarljósi. Hagsmunir erlendra lánadrottna verða þá ekki látnir ráða för eins og nú er.
Erum við virkilega að afsala okkur allri stjórn ríkisfjármála í hendur erlendra manna vegna þess að við höfum tekið lán sem við erum ekki að nota?
Hversu ömurleg er sú staða sem búið er að koma okkur í?
Ég segi: Hættum í prógramminu hjá AGS, við þurfum hvort sem er ekki að nota lánin þeirra. Neitum að borga Krónubréfin og vextina af þeim, afskrifum þau. Borgum bara innlánstrygginguna vegna Icesave, rúmar 20.000 evrur vegna hvers innlánsreiknings.
Lækkum strax stýrivexti í 2% og afnemum gjaldeyrishöftin. Engin þörf er fyrir gjaldeyrishöft þegar Krónubréfin eru afskrifuð.
Hefjum síðan uppbyggingu í samstarfi við Lífeyrissjóðina í landinu og gerum átak í að fá hingað inn erlenda fjárfesta og bjóðum þeim góða skattalega aðstöðu eins og best gerist í Kanada, Írlandi og víðar þar sem stjórnvöld hafa reynt að fá inn erlend fyrirtæki og erlenda fjárfestingu.
Um 5.000 erlend fyrirtæki hafa staðsett sig í Kanada á síðustu árum vegna þeirrar aðstöðu sem erlendum fyrirtækjum er boðið þar upp á. Bjóðum erlendum fyrirtækjum slík hið sama hér á landi og hefjum nýja sókn.
Mynd: Minnismerkið um Stefán G Stefánsson, Skagafirði.
![]() |
Þaulsetin gjaldeyrishöft |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:56 | Slóð | Facebook
Miðvikudagur, 13. maí 2009
Eru Jöklabréfin aðallega í eigu Íslendinga?
Nú gengur sú saga fjöllunum hærra að eigendur Jöklabréfanna eru ekki einhverjir Austurískir tannlæknar heldur Íslendingar sem geymdu fé sitt í Íslensku bönkunum í Lúxemborg.
Margir Íslendinga náðu að senda óhemju fé úr landi inn á leynireikninga í Íslensku bönkunum í Lúxemborg. Íslensku bankarnir í Lúxemborg sáu um að ávaxta þetta fé og fengu m.a. bankana í löndunum í kring til að gefa út Jöklabréf í samstarfi við þá og Seðlabanka Íslands.
Þá eru sömu heimildir sem halda því fram að þessi Jöklabréfaútgáfa hafi í mörgum tilfellum verið að frumkvæði Seðlabanka Íslands. Bankinn hafi ekki viljað taka fé að láni erlendis sem honum bauðst á mjög hagstæðum kjörum því slík lán koma fram sem skuld hjá ríkinu. Ofurkapp hafi verið lagt í að sýna ríkissjóð skuldlausan og öllu til kostað þannig að svo mætti vera. Þess vegna hafi þessi rándýra leið verið farin til að útvega erlendan gjaldeyrir inn í landið. Fyrir 18 mánuðum voru útistandandi Jöklabréf fyrir meira en 700 milljarða. Raunveruleg skuldastaða ríkissjóðs var því í mínus upp á 700 milljarða. Jöklabréfin voru því notuð til að "falsa" raunverulega stöðu ríkissjóðs.
Þessi Jöklabréf hvíla nú eins og mara á samfélaginu. Gengið er skráð 50% of lágt vegna þeirra. Þar verður engin breyting á næstu 2 til 3 árin er spáð. Gríðarlega ströng gjaldeyrishöft eru í gildi vegna þessara Jöklabréfa. Þessi gjaldeyrishöft valda því að engir erlendir fjárfestar koma til landsins á meðan þessi höft eru í gildi.
Allar þessar hörmungar vegna Jöklabréfa sem eru að stærstum hluta ef ekki öllu leyti í eigu Íslendinga. Í mörgum tilfellum er þetta illa fengið fé, fé sem svindlað hefur verið út úr þessu samfélagi þar sem menn hafa hirt féð úr landi en skilið skuldirnar eftir. Skuldir sem með einum eða öðrum hætti lenda á almenningi að borga.
Í þessari stöðu er bara einn leikur. Neitum að borga þessi Jöklabréf. Borgum ekki krónu meir af þessum Jöklabréfum. Afskrifum þessi bréf og afléttum gjaldeyrishöftunum. Þá mun krónan ná jafnvægi á tveim til þrem mánuðum í stað tveggja til þriggja ára. Ef gengið lagast þá mun verðbólgan strax lækka og þá nun verðtryggingin á innlendu lánunum hætta að hækka.
Mynd: Á leið upp að Hofsjökli, Sultartangalón og Hekla.
![]() |
Það versta mögulega afstaðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:48 | Slóð | Facebook
Mánudagur, 11. maí 2009
Ásættanleg skattheimta.
Haldi stjórnin þetta markmið sitt þá yrði það ásættanleg niðurstaða fyrir alla verði skattar svipaðir og árin 2005 til 2007, þ.e. milli 30% og 35%. Ég var farin að sjá fyrir mér að skatttekjurnar yrðu milli 40% og 50% af vergri landsframleiðslu.
Ef þetta verður niðurstaðan þá er ekki hægt að kvarta.
Það er hins vegar ljóst að auka þarf skattheimtu því verulegar skattalækkanir hafa verið á síðustu tveim, þrem árum og skatttekjur 2009 eru áætlaðar 25,9% af vergri landsframleiðslu.
![]() |
Skattar svipaðir og 2005-2007 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:12 | Slóð | Facebook
Sunnudagur, 10. maí 2009
"Norræna stjórnin"
Ef ríkisstjórnir undanfarinna ára hafa fengið eitthvert nafn þá hafa þær verið kenndar við staðinn þar sem þær voru myndaðar. Síðasta stjórn var kölluð Þingvallastjórn af því að hún var mynduð á Þingvöllum. Stjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hétu svo sem ekki neitt en þar á undan var Viðeyjarstjórnin sem mynduð var í Viðey.
Ef einhverjir þekkja þessa hefð þá eru það þau sem lengst hafa setið á Alþingi. Þeir tveir einstaklingar sem lengst hafa setið á Alþingi eru þeir tveir einstaklingar sem eru að mynda þessa ríkisstjórn, formaður Samfylkingarinnar og formaður Vinstri grænna.
Það er engin tilviljun að þessir tveir forystumenn völdu Norræna húsið til fundar og til þess að halda blaðamannafundinn þar sem myndun stjórnarinnar er tilkynnt. Norræna húsið var valið af kostgæfni til þess að vera vettvangur stjórnarmyndunarinnar. Þau hefðu getað valið úr öllum húsum landsins. Þau hefðu getað valið úr öllum eyjum landsins og öllum landshlutum. En nei, þau velja Norræna húsið. Þau velja Norræna húsið vegna nafnsins. Þau velja Norræna húsið vegna þeirrar skírskotunar sem nafn hússins hefur til þeirrar einstöku samfélagsgerðar sem er að finna í hinum Norrænu ríkjunum.
Í allar sögubækur munu fara þær upplýsingar að þessi ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna var mynduð í Norræna húsinu.
Það verður ekki hægt að kalla þessa stjórn neitt annað en "Norrænu stjórnina". Það er mín trú að forystumenn ríkisstjórnarinnar ætlast til og vonast til að þessi stjórn verði kölluð "Norræna stjórnin" eða "Norræna velferðarstjórnin" .
Verkefni þessar stjórnar eru vægast sagt svakaleg. Ríkisstjórninni hljóta allir að óska velfarnaðar að takast á við þann gríðarlega vanda sem við blasir, óháð hvar í flokki menn standa.
Þá er það er sérstak fagnaðarefni fyrir okkur í Norræna Íhaldsflokknum að hér skuli vera komin stjórn sem horfir til þeirrar þjóðfélagsgerðar sem við aðhyllumst og horfið verði af braut þess Thatcherisma og þeirrar Ameríkuseringu sem hér hefur verið í boðið Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins síðasta áratuginn.
Myndun þessarar "Norrænu vinstri stjórnar" hvetur okkur í Norræna Íhaldsflokknum til dáða og til að kynna almenningi á Íslandi áherslur Norrænu borgaraflokkanna. Minnum á að Danmörk hefur aldrei blómstrað sem nú og velferðarkerfið þar aldrei verið sterkara en þar hafa Dönsku hægriflokkarnir stjórnað síðasta áratuginn.
![]() |
Óbreytt stjórnskipan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:03 | Slóð | Facebook
Laugardagur, 9. maí 2009
Búið að ljúga endalaust að þjóðinni.
Það er búið að ljúga svo mikið að þjóðinni á síðustu misserum að þessar lygar norðanmanna er kærkomin áminning til okkar að trúa ekki öllu því sem fjölmiðlar bera á borð.
Fyrir ári síðan fór þáverandi forsætisráherra ásamt föruneyti, seðlabankamönnum og útrásarvíkingum um alla heimsbyggðina til að fullvissa fjármálaheiminn í Evrópu og Bandaríkjunum að íslenska bankakerfið væri traust og gott. Allir þessir menn vissu þá að íslensku bankarnir stefndu beint í gjaldþrot.
Í byrjun september í fyrra fullyrðir forsætisráðherra að ríkissjóður Íslands sé skuldlaus. Ekkert minntist hann á að þjóðin var í ábyrgðum fyrir 1.000 milljörðum vegna Icesave og 600 milljörðum vegna Jöklabréfanna.
Í seinni hluta september í fyrra var forsætisráðherra spurðir að því undir miðnætti hvað væri í gangi og af hverju allir helstu forvígismenn Íslensku bankana streymu til hans í stjórnarráðið. Hann svaraði því eitthvað á þá leið að ekkert væri að gerast, hann ynni oft fram eftir á kvöldin. Hálfum mánuði seinna var allt Íslenska bankakerfið hrunið.
Þannig hefur hver lygaþvælan rekið aðra af hálfu stjórnvalda. Annað hvort er logið að okkur eða ekkert sagt og borið við bankaleynd.
Þegar vorgalsinn grípur menn í sauðburðinum á björtum vorkvöldum fyrir norðan og þeir í gáska sínum ljúga að fjölmiðlum eins og forystumenn þjóðarinnar hafa gert í allan vetur þá ætlar allt um koll að keyra.
Ef lögreglan í landinu vill gera eitthvað varðandi rangar upplýsingar sem komið er til fjölmiðla þá á lögreglan að byrja einhvers staðar annar staðar en á Oddfellow reglunni á Akureyri.
![]() |
Ísbjörninn blekking |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:40 | Slóð | Facebook
Föstudagur, 8. maí 2009
Köllum sendiherrann í London heim og lokum sendiráðinu.
Forsætisráðherra Breta veit hver goggunarröðin er á Íslandi, hver það er sem hér hefur öll völd og hver það er sem hér stjórnar. Breski forsætisráðherrann er því í viðræðum við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn hve hratt við Íslendingar eigum að greiða Icesave skuldirnar. Ljóst er að erlendis er litið svo á að þeir sem eiga kröfur á hendur Íslenska ríkinu, þeir snúa sér til AGS með þær kröfur, ekki til ríkisstjórnarinnar.
Það hefur verið með ólíkindum af fylgjast með því frá í haust hvernig Bretar hafa komið fram við okkur sem þjóð. Það var ekki hægt að sýna okkur meiri fyrirlitningu en þegar þeir settu hryðjuverkalög á ekki bara Landsbankann og Kaupþing heldur einnig Seðlabankann og frystu þar með inni gull- og gjaldeyrisforðann okkar. Þetta gull og gjaldeyrisforðinn er af einhverjum furðulegum ástæðum geymdur í London.
Mér er sagt að þetta gull sé að stærstum hluta komið frá Danmörku. Þetta sé "tannfé" Íslenska lýðveldisins, gjöf frá Danska kónginum. Nú liggja bresk stjórnvöld eins og ormur á þessu gulli og mun aldrei láta það af hendi fyrr en þau eru sátt við Icesave uppgjörið.
Ég hef á þessu bloggi kvatt til þess að við Íslendingar skerum niður utanríkisþjónustuna um 80%. Ég hef kvatt til þess að við fækkum sendiráðum okkar úr 17 í 6. Sjá m.a. þessa grein hér. Utanríkisþjónusta Íslands er eins og bankakerfið okkar, allt, allt of stórt fyrir umfang og stærð þjóðarinnar.
Ef einhvern tíma hefur verið ástæða til að spara og draga saman seglin hjá hinu opinbera þá er það nú.
Ef einhvern tíma hefur verið ástæða til þess að loka einhverstaðar sendiráði þá er það í dag í London.
Ég er ekki að tala um að slíta stjórnmálasambandi við Breta, bara kalla sendiherrann heim, loka sendiráðinu og selja allar eignir þess. London ætti að vera fyrsta af 11 sendiráðum sem við eigum að loka á næstu 12 mánuðum.
Hvort ætla menn að skera niður heilbrigðisþjónustuna eða utanríkisþjónustuna?
Auðvita á að skera utanríkisþjónustuna niður í það sem hún var fyrir 1960. Það mun enginn finna fyrir því.
Mynd: Þingeyrarkirkja.
![]() |
Hafa fengið nóg af Bretum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook
Fimmtudagur, 7. maí 2009
Rekum útlendinginn úr Seðlabankanum og Alþjóða gjaldeyrirssjóðinn úr landi.
Ég er með óbragð í munninum eftir að hafa lesið það sem fram kom á blaðamannafundinum með Seðlabankanum.
Það er ljóst að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn, AGS, er að herða tökin og beitir fyrir sig þessum norðmanni sem AGS krafðist að yrði gerður að Seðlabankastjóra þó svo það væri brot á Stjórnarskránni. Nú er þessi norski fjósamaður byrjaður að moka flórinn fyrir AGS.
Tilgangur AGS með veru sinni hér á landi og tilgangurinn með veru þessa norðmanns í Seðlabankanum kom skýrt fram á þessum blaðamannafundi:
Gert er ráð fyrir verulegum niðurskurði útgjalda hins opinbera og að skattar verði hækkaðir, auk annarra tekjuaukandi aðgerða sem kæmu til framkvæmda í áföngum fram til ársins 2011. Gert er ráð fyrir að jöfnuður náist í rekstri ríkisins árið 2012 og að þannig skapist forsendur fyrir hægfara lækkun skulda ríkissjóðs.
Með öðrum orðum blóðmjólka á íslenska þjóð og leggja atvinnulífið í rúst í þeim tilgangi einum að þóknast hagsmunum erlendra lánadrottna. Tilgangurinn með þessum aðgerðum og veru AGS hér er bara einn og hann er að skapa forsendur til þess að ríkið geti farið að borga erlendar skuldir sínar innan þriggja ára.
Á þetta að vera aðal markmið efnahagsaðgerða stjórnvalda á þessum mestu krepputímum frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar? Að geta farið að borga af erlendum skuldum Seðlabankans 2012?
Þetta er að mínu mati alröng markmið og alröng nálgun. Þessi stefna Seðlabankans og AGS hefur það eina markmið að tryggja hag erlendra lánadrottna.
Ætlum við virkilega að láta hagsmuni þessara lánadrottna ráða för hér á næstu misserum og árum. Gleymum því ekki að það tók Kanadísku stjórnina fjögur ár að losa sig við þessa nábíta þegar þeir voru einu sinni komnir inn í Kanada og höfðu lagt landið næstum í rúst.
Markmiðið Seðlabankans með sínum aðgerðum eiga að snúa að því að viðhalda atvinnu og óbreyttu menntunar- og velferðarkerfi. Látum það hafa forgang og frystum allar greiðslur af öllum erlendum lánum í 3 til 4 ár þar til við erum búnir að vinna okkar út úr mesta áfallinu eftir bankahrunið.
Fram kom í máli norðmannsins að tólf mánaða verðbóla frá janúar 2008 til 2009 hefði verið 18,6%. Tólf mánaða verðbólgan frá apríl 2008 til 2009 er hins vegar 11,9% Þetta þýðir að verðbólgan hér á síðustu þrem mánuðum hefur verið 4% til 7%. Samt er stýrivextir ennþá langt yfir öllum sársaukamörkum, 13% og miklu hærri en þriggja mánaða verðbólgan. Að keyra með 13% stýrivexti er bara fáránlegt við núverandi aðstæður.
Tilgangur AGS og norðmannsins með þessum háu vöxtum er bara einn. Hann er sá að tryggja Seðlabankanum nægt fé svo bankinn geti greitt vexti af erlendum lánum sínum.
Okkar var seld þessi hugmynd að fá AGS hingað inn því okkur skorti erlent lánsfé. Lánið sem við áttum að fá í febrúar hefur ekki borist enn. Ef við getum lifað af þennan ársfjórðung án láns frá AGS af hverju getum við ekki lifað af allt árið?
Hendum AGS úr landi, hættum að brjóta stjórnarskrána með því að hafa útlending Seðlabankanum, hættum í 3 til 4 ár að greiða af erlendum lánum Seðlabankans, lækkum stýrivexti niður í 2% og hefjum uppbyggingu hér á landi í samstarfi við lífeyrissjóði landsmanna en ekki AGS. Þá um okkur vel farnast og við ná að vinna okkur hratt og öruglega út úr þessari kreppu.
![]() |
Umtalsverð vaxtalækkun í júní |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.5.2009 kl. 01:50 | Slóð | Facebook
Miðvikudagur, 6. maí 2009
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn kúgar stjórnvöld.
Þetta er hræðileg staða sem við eru í, að vera upp á Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, AGS, komin. Þessi sjóður er hér í þeim eina tilgangi að tryggja stöðu eigenda sinna sem eru Seðlabankar Evrópu og Bandaríkjanna. Þessir Seðlabankar eru að tapa óhemju fé á gjaldþroti íslensku bankana. Gjaldþrot Kaupþings er þriðja stærsta gjaldþrot í heimi. Gjaldþrot Glitnis það fimmta stærsta.
Að kalla AGS hingað og fá þeim yfirstjórn efnahagsmála og setja síðan útlending yfir Seðlabankann er einhver mestu mistök sem gerð hafa verið. Enda erum við að horfa upp á samfélagið ekki brotlenda heldur hrynja. Samdráttur í verslun og þjónustu er frá 50% til 95%.
Eini tilgangur AGS hér á landi er að sjá til þess að Seðlabanki Íslands greiði fulla vexti af sínum lánum og AGS mun sjá til þess að Seðlabanki Íslands greiði að fullu upp öll sín lán og ríkissjóður standi að fullu við allar sínar skuldbindingar. Af þessum lánum er þjóðin í daga að greiða okurvexti miðað við vaxtakjör á erlendum mörkuðum. AGS er að öðru leiti nákvæmlega sama um hvað annað gerist á Íslandi.
Við sjáum hvernig AGS vinnur, komið er fram í maí og greiðslan sem þeir ætluðu að koma með í febrúar hefur ekki borist enn. Hún hefur ekki borist því AGS er ekki sátt við það sem íslensk stjórnvöld eru að gera eða réttara sagt er ekki gera. AGS er að kúga stjórnvöld til hlýðni.
Sendum þessa fulltrúa Seðlabanka Evrópu og Bandaríkjanna til síns heima og tökum stjórn efnahagsmála í okkar eigin hendur. Við vitum þá í það minnsta að þær ákvarðanir sem verið er að taka, þær eru teknar með hagsmuni Íslensku þjóðarinnar í huga, ekki eins og er í dag þar sem hagsmunir erlendra lánadrottna eru látnir ráða.
Mynd: Í Kerlingafjöllum.
![]() |
Þumalskrúfur og vinarklær AGS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 2. maí 2009
Áframhaldandi okurvextir í boðið AGS
Með AGS við stjórnvölinn og með Norðmanninn í Seðlabankanum þá er engin von til þess að vextir fari undir 12%-14% á næstu misserum.
Með þessu vaxtaokri fær Seðlabankinn fé til að borga vexti til erlendra lánadrottna bankans. Hvernig annars ætti Seðlabankinn af fá fé til að greiða vexti? Nota til þess skatttekjur ríkissjóðs?
Nei, fyrr leggur AGS og Norsarinn samfélagið í rúst en láta verða greiðslufall á greiðslu vaxta til erlendra lánadrottna, enda er AGS hér fyrst og fremst í þeim tilgangi að tryggja hagsmuni eigenda sinna sem eru Seðlabankarnir í Evrópu og Bandaríkjunum. Þessum Seðlabönkum skuldar íslenska bankakerfið óhemju fé. Tap erlendra banka sem eru nú að tapa á gjaldþroti íslensku bankanna lendir með einum eða öðrum hætti á Seðlbönkum Evrópu og Bandaríkjanna.
Fulltrúi þeirra, AGS, fer með yfirstjórn allra fjármála á Íslandi. Ef stýrirvextir verða lækkaðir á Íslandi þá mun Seðlabanki Íslands ekki geta staðið í skilum við greiðslu á vöxtum til erlendra lánadrottna sinna.
Afleiðingar þessa vaxtaokurs eru skelfilegar fyrir land og þjóð.
Mynd: Lind í Bjarnalækjabotnum.
![]() |
Margir íhuga greiðsluverkfall |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:54 | Slóð | Facebook
Miðvikudagur, 29. apríl 2009
Er það svo að þessi alheimskreppa er rétt að byrja?
Hvað þýða þessar þrjár fréttir dagsins fyrir okkur Íslendinga?
- Sex af nítján stærstu bönkum Bandaríkjanna stóðust ekki álagspróf Seðlabanka Bandaríkjanna.
- Stýrivextir verða óbreyttir í Bandaríkjunum 0 til 0,25 því Bandaríska hagkerfið er enn að dragast saman.
- Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur hækkað viðbúnaðarstig vegna Svínaflensunar í 5 af 6.
Ljóst er að það er langt í land að stærsta hagkerfi heims fari að rétta úr kútnum þegar 6 af 19 stærstu bönkunum eru í hættu og þurfa aukið fé eða ríkisaðstoð. Eins er hagkerfið þeirra enn að dragast saman. Ofaná þetta bætist það að öll hagkerfi heimsins eru að fara í hægagang vegna farsóttar sem er að breiðast út um allan heim.
Ef þessi heimskreppa er rétt að byrja og þessi svínaflensa verður eitthvað í líkingu við Spænsku veikina, þurfum við þá að grípa til einhverra sérstakra ráðstafanna? Hverjar ættu þær þá að vera? Hvernig á þjóðin og einstaklingarnir að búa sig undir 2 til 4 ára djúpa alheimskreppu? Kreppu sem er og verður í hinum vestræni heimi dýpst á Íslandi.
Í hverju á að fjárfesta og hvað á að gera? Verða einhver vandræði á komandi misserum að fá keyptar vörur til landsins eins og lyf, olíur og mat? Hvað eigum við að gera, ekkert?
Nú er það ekki svo að ég er ekki að spá hér tómu svartnætti framundan. Alvarlegir atburðir hafa hins vegar átt sér stað og enn alvarlegri atburðir eru að gerast. Þess vegna eigum við að spyrja okkur þessara spurninga og í framhaldinu búa okkur undir það versta um leið og við vonum það besta.
Mynd: Merkigil
![]() |
Bandarískir bankar féllu á álagsprófi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:36 | Slóð | Facebook
Miðvikudagur, 29. apríl 2009
Nú er gott að eiga kirkjuna að.
Það er eins og það herji á okkur hver plágan á fætur annarri. Uppskerubrestur í formi fjármálakreppu og hugsanlega er drepsótt að fara að ganga yfir. Eru plágurnar sjö að ríða yfir mannkynið?
Á þessum erfiðu tímum þá er það ein stofnun hér í þessu samfélagi sem mun standa alla þessa storma af sér. Þessi stofnun er kirkjan okkar og þau gildi sem hún stendur fyrir. Þangað og í það skjól leita nú margir.
Mjög hefur verið vegið að ríkiskirkjunni okkar, hinni Evangelísku Lútersku kirkju á síðustu árum. Þær árásir hafa komið úr mörgum áttum.
Það þurfti ekki nema einn kaþólikki að komast í ríkisstjórn og þar með var aflagður sá siður sem hér hefur verið uppi í meira en 500 ár að allir þeir sem kalla sig Íslendinga og hafa alist upp hér á landi hafa verið látnir læra kverið. Kaþólski menntamálaráðherrann afnam þetta og lét hætta þessari kennslu í grunnskólum landsins fyrir nokkrum misserum.
Þetta er það þyngsta högg sem kirkjan okkar hefur orðið fyrir frá því Evangelískur Lúterskur siður var tekinn upp hér á landi 1550.
Kaþólikkar, trúleysingar, múhameðstrúarmenn og margir margir fleiri vilja koma höggi á þessa kirkju okkar og þann grunn og þau gildi sem við byggjum íslensk samfélag á.
Það er því mikilvægara nú en nokkru sinni að standa vörð um kirkjuna.
Margt bendir til að það verið að stofna hér kristilegan frjálslyndan hægriflokk til að tryggja að það verið gert.
![]() |
Margir leita til kirkjunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:09 | Slóð | Facebook
Mánudagur, 27. apríl 2009
Er Svínainflúensan þegar komin til Íslands?
Í flugvélum Icelandair eru ekki bakteríu- og veirudrepandi loftsíur í loftræstikerfinu. Það þýðir að ef einn veikur einstaklingur var í flugstöðinni í Orlando áðan þegar Icelandair vélin fór í loftið þá eru allar líkur á að a.m.k, ein veira hafi borist inn í Icelandair flugvélina með einhverjum farþeganum. Ef ein Svínaflensuveira berst inn í flugvélina þá mun hún margfaldast á þeim 6 tímum sem flugið tekur. Í því lokaða loftræstikerfi sem er í þessum flugvélum þá er alltaf verið að endurnota sama loftið. Með öðrum orðum allir í flugvélinni smitast því í loftræstikerfi flugvéla Icelandair eru engar síur og filterar sem drepa bakteríur og veirur. Það kostar jú að hafa slíkan búnað.
Þess vegna er það talið að það séu lággjaldaflugfélögin og flugfélög eins og Icelandair sem eru þessa stundina að dreifa þessari flensu um allan heim. Engin sýni eru heldur tekin í vélunum til að rannsaka hvort vélarnar séu sýktar.
Ef sýktir farþegar koma frá USA og skipta um vél áður en haldið er áfram til Evrópu þá skilja þeir flugstöðina í Keflavík eftir smitaða. Eins væri flugvélin smituð og hún mun smita alla þá sem inn í hana koma. Engar kerfisbundnar rannsóknir eru í gangi hér á landi til að rannsaka þennan möguleika.
Smitið hefur þegar borist frá Mexikó til Kanada og Spánar á síðustu 5 til 10 dögum. Allar líkur eru á að Svínainfúensan sé þegar komin til Íslands með þeim flugvélum sem hér fara um.
![]() |
Búist við að helmingur þjóðarinnar gæti sýkst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:49 | Slóð | Facebook
Sunnudagur, 26. apríl 2009
Krafa um siðbót og endurnýjun Sjálfstæðisflokksins
Ljóst er að mikil endurnýjun er að verða á Alþingi nú þegar tæpum helming þingmanna hefur verið skipt út. Fyrir tveim árum var fjórðungi þingsins skipt út. Á tveim árum hefur því orðið mjög mikil endurnýjun þingmanna.
Ljóst er líka að trúverðugleiki Sjálfstæðisflokksins hefur beðið mikinn hnekki og er niðurstaða kosninganna áfall fyrir flokkinn. Mikið starf er fyrir höndum hjá flokknum að endurvinna það traust. Tvær leiðir er hægt að fara:
- Halda öllu óbreyttu innan flokksins og keyra á óbreytta stefnu og sömu forystumönnum og vonast til að í næstu kosningum verði fyrrum kjósendur flokksins búnir að gleyma bankahruninu og mútustyrkjunum.
- Farið verði í siðbót og hugmyndafræðilega endurnýjun ásamt því að skipta út af framboðslistum flokksins því fólki sem var í forystusveit flokksins á síðustu árum í aðdraganda bankahrunsins og þáði mútustyrkina. Þetta fólk sem án efa hefur verið strokað mikið út af atkvæðaseðlum á ásamt Árna Johnsen að draga sig í hlé úr trúnaðarstörfum fyrir flokkinn eftir það afhroð sem flokkurinn hefur nú beðið.
Verði síðari kosturinn valinn þá á flokkurinn góðan möguleika á að koma sterkur til leiks að fjórum árum liðnum.
Verði fyrri kosturinn valinn þá verða tvö framboð á hægri væng stjórnmálanna í næstu kosningum.
![]() |
Nýtt Alþingi Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:08 | Slóð | Facebook
Laugardagur, 25. apríl 2009
Gleðilega hátíð
Það er hátíðarstund þegar gengið er til alþingiskosninga. Kosningadagar eru hátíðardagar. Almenningur í landinu fær þennan dag öll völd í sínar hendur. Þennan dag trúir þjóðin 63 einstaklingum fyrir þessu sama valdi næstu fjögur árin.
Þjóðin mun án efa velja þessa fulltrúa af kostgæfni í þetta sinn eins og hingað til.
Miðvikudagur, 22. apríl 2009
Einkennilegasta kosningabarátta lýðveldistímanns?
Einhvern vegin þá hefur þessi kosningabarátta farið fram hjá mér. Það á að kjósa á laugardaginn og það er eins og kosningabaráttan sé varla hafin nú þegar henni er að ljúka.
Ég finn lítinn sem engan mun á málflutningi flokkanna. Allir ætla þeir að taka kreppuna á "hælinn" og leysa hana á einu eða tveim misserum og skapa á sama tíma tuttugu þúsund störf. Samfylkingin er reyndar með ESB spilið og Sjálfstæðisflokkurinn er sá eini sem ver óbreytt kótakerfi. Stjórnmálamennirnir okkar virka flestir ráðvilltir og trúverðugleiki þeirra hefur aldrei verið minni.
Flestir vita að það skiptir í raun ekki máli hvaða flokkar verða hér við stjórn næstu árin. Almenningur veit að það er Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn sem verður hinn raunverulegi stjórnandi næstu tvö árin eða þar til "prógrammið" þeirra er á enda runnið. All flestir eru einnig búnir að gera sér grein fyrir því að það mun taka okkur mörg ár að vinna okkur út úr þessari kreppu.
Eftir kosningar nú væri því eðlilegast að mynda þjóðstjórn allra flokka á þingi og kjósa síðan aftur að tveim árum liðnum þegar Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn sleppir stjórnartaumunum.
Það er ekki sanngjarnt að leggja það á einhverja tvo flokka og ráðherra þeirra að gerast böðlar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins næstu tvö árin og fara í þann niðurskurð sem nauðsynlegur er. Allir flokkar á þingi ættu að taka á sig hluta af þeirri ábyrgð.
![]() |
Sjálfstæðisflokkur tapar miklu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook
Þriðjudagur, 21. apríl 2009
Að bera fé á stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka.
Ljóst er að sá siður hefur tíðkast hér á síðustu árum og hugsanlega áratugum að fyrirtæki hafa verið að kaupa sér velvild stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna með því að leggja þeim til gríðarlegt fé í prófkjörum og kosningum.
Það að bera fé á stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka í þeim tilgangi að kaupa sér velvild er kallað á Íslandi að "styrkja" stjórnmálaflokka.
Þegar þessar upphæðir eru farnar að hlaupa á milljónum og milljónatugum þá er orðið "styrkir" yfir þessi fjárframlög farið að hljóma mjög einkennilega.
Nauðsynlegt er að siðbót fari fram í íslenskum stjórnmálum og íslenskri stjórnsýslu. Sjá t.d. þessar tillögur hér.
![]() |
Háir styrkir frá Baugi og FL |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:19 | Slóð | Facebook
Mánudagur, 20. apríl 2009
Er kerfishrun framundan?
Að óbreyttu blasir við hrun í íslensku atvinnulífi. Byggingaiðnaðurinn er nánast stöðvaður, innflutningur hefur minkað um 30% til 50%, innflutningur á bílum hefur minnkað um 95%. Alsherjar kerfishrun virðist blasa við á næstu mánuðum og misserum með atvinnuleysi upp á marga tugi prósenta.
Tekjur ríkisins og sveitarfélaga eru að hrynja. Það eina sem fólk er að kaupa þessa dagana er matur og bensín á bílinn. Nýlega er búið að lækka virðisaukaskatt af matvöru úr 24,5% í 7%. Skattar af bensíni og olíu hafa einnig verið lækkaðir. Tæp tuttugu þúsund manns hafa horfið af vinnumarkaði og borga hvorki tekjuskatt né útsvar. Laun hafa lækkað verulega hjá þeim sem enn hafa vinnu. Skera þarf ríkisútgjöld úr 600 milljörðum í 400 milljarða. Og hvaðan eiga þessir 400 milljarðar að koma sem við þurfum til að reka ríkissjóð á næsta ári?
Hverjir svo sem það verða sem taka við stjórnartaumum eftir kosningar þá er verkefni þeirra gríðarlegt.
Mynd: Frá þverfellshorni, Esjunni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:07 | Slóð | Facebook
Laugardagur, 18. apríl 2009
Hættulegasta sport á Íslandi?
Jæja, þá er það en eitt útkallið í Esjuna. Það eru alltaf að eiga sér stað óhöpp í Esjunni, misalvarleg auðvita. Með reglulegu millibili berast fregnir af útköllum þar sem björgunarsveitir eða þyrlan er kölluð út vegna slysa sem átt hafa sér stað í Esjuhlíðum. 1979 fórust tveir menn ungir menn í snjóflóði vestan við Þverfellshorn. Fyrir tveim árum lentu þrír menn í flekaflóði á svipuðum slóðum en sluppu allir lítið meiddir.
Á göngu minni upp á Esjuna á síðustu árum þá hef ég hitt fjölda manna sem hafa runnið, dottið eða lent í smá snjóskriðum í fjallinu. Sumir brotnað, aðrir sloppið með mar og skrámur.
Sé horft til þess mikla fjölda sem gengur Esjuna í viku hverri alla daga ársins þá er ekki að undra þá einhverjir misstígi sig eða detti illa. Allavega er ekki er hægt að kenna gönguleiðinni um. Vel gerður stígur teygir sig upp hlíðina og er verið að bæta hann á hverju ári. Þar eru erlendir námsmenn að verki.
Nú er að fara í hönd vinsælasti tíminn í fjallinu. Gönguhóparnir sem eru að koma sér í form fyrir ferðir sumarsins eru byrjaðir að mæta og allir hinir auðvita. Um helgar fram á haust þá mun fjallið iða af fólki. Oft er nær samfelld röð af fólki upp fjallið. Það er maður við mann frá sjó og upp á Þverfellshorn. Á sunnudögum hittir maður meira af fólki í fjallinu en á Laugaveginum.
![]() |
Meiddist á Esjunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 17. apríl 2009
Löng djúp alheimskreppa framundan sem mun standa í mörg ár.
Þá liggur það fyrir. Kreppan er rétt að byrja og hún verður löng og djúp um allan heim. Þetta er ekkert sem leysist á þessu ári eða því næsta. Það mun taka okkur mörg ár að vinna okkur út úr þessu.
Mikilvægt er að fá þessar upplýsingar frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Með þessa vitneskju geta einstaklingar, félög, fyrirtæki og ríkisstjórnir búið sig undir það sem koma skal á næstu misserum og árum.
Nú þarf að grípa þau tækifæri sem gefast við atvinnuuppbyggingu og standa vörð um þau fyrirtæki sem hér eru starfandi.
![]() |
Svört spá frá IMF |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |