Er það svo að þessi alheimskreppa er rétt að byrja?

Hvað þýða þessar þrjár fréttir dagsins fyrir okkur Íslendinga?

  • Sex af nítján stærstu bönkum Bandaríkjanna stóðust ekki álagspróf Seðlabanka Bandaríkjanna.
  • Stýrivextir verða óbreyttir í Bandaríkjunum 0 til 0,25 því Bandaríska hagkerfið er enn að dragast saman.
  • Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur hækkað viðbúnaðarstig vegna Svínaflensunar í 5 af 6.

111_1161Ljóst er að það er langt í land að stærsta hagkerfi heims fari að rétta úr kútnum þegar 6 af 19 stærstu bönkunum eru í hættu og þurfa aukið fé eða ríkisaðstoð. Eins er hagkerfið þeirra enn að dragast saman. Ofaná þetta bætist það að öll hagkerfi heimsins eru að fara í hægagang vegna farsóttar sem er að breiðast út um allan heim.

Ef þessi heimskreppa er rétt að byrja og þessi svínaflensa verður eitthvað í líkingu við Spænsku veikina, þurfum við þá að grípa til einhverra sérstakra ráðstafanna? Hverjar ættu þær þá að vera? Hvernig á þjóðin og einstaklingarnir að búa sig undir 2 til 4 ára djúpa alheimskreppu? Kreppu sem er og verður í hinum vestræni heimi dýpst á Íslandi. 

Í hverju á að fjárfesta og hvað á að gera? Verða einhver vandræði á komandi misserum að fá keyptar vörur til landsins eins og lyf, olíur og mat? Hvað eigum við að gera, ekkert?

Nú er það ekki svo að ég er ekki að spá hér tómu svartnætti framundan. Alvarlegir atburðir hafa hins vegar átt sér stað og enn alvarlegri atburðir eru að gerast. Þess vegna eigum við að spyrja okkur þessara spurninga og í framhaldinu búa okkur undir það versta um leið og við vonum það besta.

Mynd: Merkigil


mbl.is Bandarískir bankar féllu á álagsprófi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að þessi svínaflensa (2009-H1N1) verði til þess að bjarga sjávarútvegnum á Íslandi.

Núna hættir fólk að borða svínakjöt og fer að snúa sér í meira mæli að fisk.  Fiskverð hefur að vísu lækkað og eitthvað er um byrgðir en það ætti allt að lagast og við ættum ekki að vera í vandræðum með útfluttninginn.

Það er nú þannig að við björgum okkur best sjálfir.

Þorsteinn Bjarki Ólafsson (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 00:16

2 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Því miður eru skuggalegar blikur á lofti og það lævi blandið, en það er ekki eins og margir hafi ekki verið að vara við þessum ósköpum öllum í mörg ár, árásunum á Bandaríkin, heimskreppunni og vírusfaröldrum(manngerðum á tilraunastofum?), minnkandi mannréttinda og matvælaskort. Allt er þetta undanfari New World Order, gamalt plan á lokastigum og fer hver raunar að verða síðastur að átta sig á því...en svo má alltaf taka Pollýönnu á þetta aðeins lengur. En þeir sem eru á tánum og skyggnast á bak við leiktjöldin eru ekki óvanir því að vera kallaðir samsæriskenningaruglukollar og skiptir þá litlu hversu réttspáir þeir hafa reynst og það má alveg kalla mig það, en ég tel mig samt vita mínu viti. Það verður fróðlegt að sjá hvernig fólk bregst við í Bandaríkjunum og víðar þegar almenningur verður skyldaður í bólusetningar í massavís, margir tortryggja bóluefnin http://my.1club.fm/profiles/blogs/baxter-avian-flu-virus-fiasco

Georg P Sveinbjörnsson, 30.4.2009 kl. 01:55

3 Smámynd: Tryggvi Helgason

Bandaríska efnahagskerfið er síður en svo á niðurleið. Það var það í fyrra, en síðan um áramót hefur það verið á uppleið, - að vísu hægt og bítandi.

Hvað aðra málsgreinina varðar, þá er næsta furðulegt að þessum vöxtum er haldið innan við eitt prósent í Bandaríkjunum, í því augnamiði að fyrirbyggja samdrátt og miða að eflingu hagkerfisins þar í landi, en en á Íslandi eru vexirnir 15 til 18 % og því er haldið fram að það sé gert í því sama eða svipuðu augnamiði, - það er, að miða að eflingu hagkerfisins.

Þetta tvennt stangast rækilega á, og ég leyfi mér að fullyrða að þetta fær ekki staðist.

Aðeins annað hvort tveggja af þessu, er hugsanlega rétt.

Mitt álit er; - hreint út sagt og án nokkurs málskrúðs, - að þessir háu vextir á Íslandi séu settir samkvæmt kröfum frá Alþjóðasjóðnum "IMF", og, - ef það er rétt hjá mér þá er það gert beinlínis til þess að halda íslenska efnahagslífinu niðri, og þá í því einbeitta augnamiði að hjálpa vissum öflum á Íslandi til þess að neyða íslensku þjóðina inn í Evrópubandalagið "ESB".

Þriðju málsgreinina efirlæt ég öðrum að fjalla um. ("Könsku´veikina", - Þ.e. Mexi-könsku veikina).

Tryggvi Helgason, 1.5.2009 kl. 00:55

4 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Takk fyrir myndina frá Merkigili.   Þar er svo fallegt að maður gæti grátið  :)    Bestu kveðjur úr heimskreppunni....

Baldur Gautur Baldursson, 2.5.2009 kl. 10:18

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband