Nú er gott að eiga kirkjuna að.

Það er eins og það herji á okkur hver plágan á fætur annarri. Uppskerubrestur í formi fjármálakreppu og hugsanlega er drepsótt að fara að ganga yfir. Eru plágurnar sjö að ríða yfir mannkynið?

111_1180Á þessum erfiðu tímum þá er það ein stofnun hér í þessu samfélagi sem mun standa alla þessa storma af sér. Þessi stofnun er kirkjan okkar og þau gildi sem hún stendur fyrir. Þangað og í það skjól leita nú margir.

Mjög hefur verið vegið að ríkiskirkjunni okkar, hinni Evangelísku Lútersku kirkju á síðustu árum. Þær árásir hafa komið úr mörgum áttum.

Það þurfti ekki nema einn kaþólikki að komast í ríkisstjórn og þar með var aflagður sá siður sem hér hefur verið uppi í meira en 500 ár að allir þeir sem kalla sig Íslendinga og hafa alist upp hér á landi hafa verið látnir læra kverið. Kaþólski menntamálaráðherrann afnam þetta og lét hætta þessari kennslu í grunnskólum landsins fyrir nokkrum misserum.

Þetta er það þyngsta högg sem kirkjan okkar hefur orðið fyrir frá því Evangelískur Lúterskur siður var tekinn upp hér á landi 1550.

Kaþólikkar, trúleysingar, múhameðstrúarmenn og margir margir fleiri vilja koma höggi á þessa kirkju okkar og þann grunn og þau gildi sem við byggjum íslensk samfélag á.

Það er því mikilvægara nú en nokkru sinni að standa vörð um kirkjuna.

Margt bendir til að það verið að stofna hér kristilegan frjálslyndan hægriflokk til að tryggja að það verið gert.

 


mbl.is Margir leita til kirkjunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Ég er hjartanlega sammála þér Friðrik. Mikilvægi kirkjunnar hefur aldrei verið meiri en í dag og mér skilst að talsverð aukning hafi verið í kirkjuaðsókn. Það sannast núna hvar kærleikann er að finna í verki þrátt fyrir stanslausan áróður Vantrúar/Siðmenntar.

Guðmundur St Ragnarsson, 29.4.2009 kl. 03:19

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég held það sé vel hægt að iðka trú án þess að hér sé "Ríkiskirkja"  Fríkirkjan er gott dæmi.  Mest áberandi hjá prestum eru kjaradeilur og ýmis hneikslismál.   Mér finnst að söfnuðir eigi sjálfir að sjá um sín trúmál. Ríkið á ekki að mismuna trúfélögum. Kirkja sem stofnun er tímaskekkja

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.4.2009 kl. 05:08

3 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Guðmundur: Hvaða áróður hefur Siðmennt verið með?

Kirkjan á ekki að þurfa stuðning ríkisins, sé hún jafn mikilvæg og þið viljið vera láta. Við sem ekki trúum á Guð, hvað þá kirkjuna, erum ekkert endilega sátt við að þurfa að borga prestum laun, senda börnin okkar í trúboð í skólum eða hlusta á röfl um hvar "raunverulegan kærleik" er að finna - og að ef við trúum ekki á hann, séum við vont fólk og förum til helvítis. 

Værir þú sáttur við að börnin þín væru neydd til að læra valdar súrur úr Kóraninum, að skattarnir þínir færu í að borga laun imama og reisa moskur, að því væri stöðugt haldið að þér úr öllum áttum að Allah væri 'raunverulegur kærleikur' og þú myndir brenna í helvíti ef þú tryðir ekki á hann?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 29.4.2009 kl. 12:02

4 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Siðmennt hefur kannski ekki verið með árásir, þetta hefur verið meira einhliða hræðslu- og skrílsáróður sem beinist einvörðungu að kristinni trú.

Það væri fróðlegt ef þið tvö, Tinna og Jóhannes, gætuð bent á hvernig ríkið er að mismuna trúfélögum.

Að lokum, skattarnir þínir fara ekki í að borga kirkjur og prestslaun ef þú ert ekki skráð í Þjóðkirkjuna, fastlega geri ég ráð fyrir því að þitt framlag renni þá til Háskóla Íslands.

Burtséð frá því hvaða trúarskoðun fólk hefur þá er það staðreynd að 9 af hverjum 10 tilheyrir kristnu trúfélagi hér á landi og aðsókn í messur hefur aukist umtalsvert upp á síðkastið og sömuleiðis leit eftir aðstoð frá kirkjunni vegna bágra stöðu heimilina. Segja má að kirkjan og aðrar hjálparstofnanir og samtök séu þeir einu aðilar sem séu að slá upp skjaldborg um heimilin um þessar mundir.

Magnús V. Skúlason, 29.4.2009 kl. 13:30

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Læt það vera að fara út í aðskilnað ríkis og kirkju, en geri þó athugasemd við það að kærleikur komi kristni meira við en öðru. Þar fyrir utan, það var eftir siðaskipti sem virkilega var farið að traðka á þjóðinni. Ofsóknir jukust og náungakærleikurinn hvarf eftir að kaþólskan var lögð af.

Villi Asgeirsson, 29.4.2009 kl. 13:38

6 Smámynd: Vantrú

Það þurfti ekki nema einn kaþólikki að komast í ríkisstjórn og þar með var aflagður sá siður sem hér hefur verið uppi í meira en 500 ár að allir þeir sem kalla sig Íslendinga og hafa alist upp hér á landi hafa verið látnir læra kverið.

Hvaða vitleysa er þetta?  Það breyttist ekkert í kristinfræðikennslu á meðan Þorgerður Katrín var Menntamálaráðherra.  Börn læra ennþá kristin fræði strax í fyrsta bekk.  Kristin fræði eru fyrsta bókalega fag grunnskólabarna hér á landi.

Þessi stofnun er kirkjan okkar og þau gildi sem hún stendur fyrir.

Hvaða gildi eru það?

Vantrú, 29.4.2009 kl. 15:49

7 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Það væri fróðlegt ef þið tvö, Tinna og Jóhannes, gætuð bent á hvernig ríkið er að mismuna trúfélögum.

Að lokum, skattarnir þínir fara ekki í að borga kirkjur og prestslaun ef þú ert ekki skráð í Þjóðkirkjuna, fastlega geri ég ráð fyrir því að þitt framlag renni þá til Háskóla Íslands.

Magnús, það væri gagnlegt ef þú hefðir fyrir því að kynna þér málið áður en þú tjáir þig.

Ríkið styrkir eitt trúfélag umfram önnur eins og þú veist.

Það er kolrangt að skattar okkar sem standa utan ríkiskirkjunnar fari ekki í að greiða kirkju og prestslaun.  Rétt tæplega helmingur þess sem ríkiskirkjan fær úr ríkissjóði eru sóknargjöld félagsmanna.  Annað eru beinar greiðslur og laun presta falla undir það.

Þeir sem tilheyra trúfélagi ráða einhverju um það hvert þeirra sóknargjöld renna, þeir sem standa utan trúfélaga hafa ekkert um það að segja.  Það er því í raun trúleysingjaskattur á Íslandi.

Matthías Ásgeirsson, 29.4.2009 kl. 15:53

8 identicon

Nú er mjög mikilvægt að taka þær þúsundir milljóna sem fara í kufla og kirkjur, setjum peninga til þeirra sem þurfa hjálp... ekki til þeirra sem ljúga...

DoctorE (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 18:13

9 identicon

P.S. Lestu biblíu.. .komdu svo og segðu okkur hvað það er einna helst sem þú elskar við þá bók, segðu okkur hvað það er sem gerir kristni svo mikilvæga í þínum huga, segðu okkur hvernig þú ert sáttur við fjöldamorð, kvenfyrirlitningu, barna morð.. hvernig nauðganir á hreinum meyjum óvinarins séu í lagi vegna þess að guddinn þinn segir svo.
Koma svo drengur

DoctorE (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 18:16

10 identicon

Nú getur verið að einhverjum þyki ég harðorður, en það er ekki af ástæðulausu. Ég tala fullum hálsi ef mér mislíkar eitthvað. Ef kirkjan myndi sína gott fordæmi og láta eitthva'ð af þessum sex þúsund miljónum sem þeir fá á ári hverju, til baka til ríkisins þá kannski væri hægt að tala um kristilegt siðgæði. Hræsnin er algjör. Um hver mánaðarmót skiptast 77 miljónir á milli 140 presta, laun fyrir að segja okkur hinum að það sé til geymgaldrakarl sem búi upp í loftinu. Ég veit ekki um ykkur en það eru mörg ár síðan ég hætti að láta plata mig með svona sögum. Ef þessir menn myndu gefa helming launa sinna og lifa meinlætalifnaði þá myndi ég bera virðingu fyrir þeim, en þegar sumir þeirra aka um á 8 miljón króna Bens jeppum þá er lítið um virðingu frá mér að hafa. Fyrir utan það þá geta þeir verið á verktakagreiðslum og tekið sér fyrir giftingar, skírnir, jarðarfarir og gósentíð hjá þeim er svo fermingarnar. Það er ekki nóg að tala um kristilegt siðgæði á hátíðisdögum ef ekkert er farið eftir því. Já það væri hægt að hjálpa mörgum fyrir þann pening sem í þetta bákn fer.

Valsól (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 18:31

11 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Það er auðveldara að koma úlfalda í gegnum nálarauga en að koma ríkiskirkju og fylgissveinum hennar í himnaríki.

...enda hægt að setja úlfaldann í blender og látann leka í gegn um nálaraugað og himnaríki tilbúningur siðstýringarsinna í gegnum aldirnar.

Þetta hugarfar sem þessi bloggfærsla er skrifuð útfrá er gott dæmi um fasískar kenndir kristinna manna. Ein kirkja, einn guð, einn Führer...

 ...á meðan heiðnin hafði þó allavega lýðræðislega valkosti af mismunandi tilbúnum verum til dýrkunnar.

Ég hygg að trésmiðurinn frá Nazaret sem fór í uppreisn gegn viðteknum gildum faríseia og ríkra presta myndi skammast sín fyrir þrælslund þeirra sem kenna sig við hann í dag og setja fram eins hatursfullar skoðanir og þær sem hér koma fram.

Siðferði er síst skárra hjá kristnum en öðru fólki og fordómar þjóðkirkjusinna gagnvart trúlausum og fólki af öðrum trúarbrögðum hefur beinlínis ollið þeim 'árásum' sem talað er um hérna að ofan. Ég borga skatta og vil ekki hafa kirkju í skóla sem ég borga fyrir - ég vil vísinda, bókmennta og listakennslu, ekki trúarinnrætingu.

Ef mér skjátlast ekki reis Ieshua frá Nazaret upp og mótmælti í Matt 21:19 og mótmælti markaðsvæðingu musterisins, því gjalda átti guði það sem guðs væri og konungi það sem konungs væri og því er ótrúlegt að slíkir mammonsdýrkendur fyrirfinnist hvergi í slíku mæli sem og í þessari hálfkommúnisku þjóðkirkju.

Hús föður míns á að vera bænahús, en þér viljið hafa það sem kommúnistabæli.

Fari það í fúlan pytt! 

Eins bendi ég á að Ieshua sagði sögur af Samverjum sem voru góðhjartaðri en þeir hebresku prestar sem hann reis upp gegn. Ólíkt ykkur sem viljið ekkert gera nema skíta út góðhjartaða Samverja (þá sem eru ósammála ykkur) í samfélaginu.

kv.

Einar V. Bjarnason Maack. Trúleysingi með heiðin gildi.

098D0ED1-6128-B45B-FB83-618C56DAF106
1.02.28

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 29.4.2009 kl. 19:13

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband