Löng djúp alheimskreppa framundan sem mun standa í mörg ár.

Þá liggur það fyrir. Kreppan er rétt að byrja og hún verður löng og djúp um allan heim. Þetta er ekkert sem leysist á þessu ári eða því næsta. Það mun taka okkur mörg ár að vinna okkur út úr þessu.

Mikilvægt er að fá þessar upplýsingar frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Með þessa vitneskju geta einstaklingar, félög, fyrirtæki og ríkisstjórnir búið sig undir það sem koma skal á næstu misserum og árum.

Nú þarf að grípa þau tækifæri sem gefast við atvinnuuppbyggingu og standa vörð um þau fyrirtæki sem hér eru starfandi.

 


mbl.is Svört spá frá IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Valdimarsson

Já þetta er einkennilegt. Hlutabréf rjúka upp allstaðar á norðurlöndum og evrópu. Í fjármálageiranum eru hlutabréf að hækka um þetta 5 til 8 prósent. Hækkun hlutabréfa í fjármálageiranum núna seinasta mánuðinn er um 80 prósent. Merkilegt. Ég er þó fullkomlega sammála IMF

Hörður Valdimarsson, 17.4.2009 kl. 13:46

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

og við erum að tala um skattalækkanir og stórframkvæmdir eins og ekkert hafi í skorist. Okkur er ekki sjálfrátt þar sem við sitjum í brunarústunum.

Finnur Bárðarson, 17.4.2009 kl. 18:47

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Rétt er það að kreppan á enn eftir að dýpka og það allverulega.  Menn munu halda áfram að kaupa og selja hlutabréf í von um að nú fari allt upp á við, en ég er hræddur um að margir verði fyrir vonbrigðum og enn munu menn tapa stórum upphæðum.

 

Ein af megin ástæðum þessa er sú að stjórnvöld eru ekki að gera það sem gera þarf.  Það er ekki nóg að setja fúlgur fjár í bankana eða vinsæl fyrirtæki.  Aðgerðir þurfa að koma til sem gagnast öllum, en ekki bara sumum.

 

Við verðum að horfast í augu við það að fólk og fyrirtæki hafa reist sér hurðarás um öxl og ræður ekki við að borga af skuldum sínum.  Þá gerist það að fólk og fyrirtæki fara á hausinn, en hverjir eru það sem tapa ? jú það eru lánveitendur og fólk sem vinnur hjá fyrirtækjunum fólkið sem verður atvinnulaust og ríkið sem verður af skatttekjum.

 

Það eina sem getur komið til hjálpar og vakið nýja von er niðurfærsla skulda.  Hverjir tapa á slíkum aðgerðum ?  það eru að sjálfsögðu lánveitendur, en tap þeirra við slíkar aðgerðir eru minni en ef allt efnahagslífið hrinur til grunna, þá yrði tap lánveitenda óbærilegt.

 

Með niðurfærslu skulda fengi fólk og fyrirtæki nýja von, neysla tæki að aukast og hjól atvinnulífsins færu hægt og bítandi í gang.  Á nokkrum mánuðum kæmist efnahagslífið á góðan rekspöl.

 

Finnur, skattahækkanir koma ekki til með að hjálpa neinum, ekki einu sinni ríkinu.

 

Bestu kveðjur,

 

 

Tómas Ibsen Halldórsson, 17.4.2009 kl. 22:13

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband