Einkennilegasta kosningabarátta lýðveldistímanns?

Einhvern vegin þá hefur þessi kosningabarátta farið fram hjá mér. Það á að kjósa á laugardaginn og það er eins og kosningabaráttan sé varla hafin nú þegar henni er að ljúka.

IMG_1228 (2)Ég finn lítinn sem engan mun á málflutningi flokkanna. Allir ætla þeir að taka kreppuna á "hælinn" og leysa hana á einu eða tveim misserum og skapa á sama tíma tuttugu þúsund störf. Samfylkingin er reyndar með ESB spilið og Sjálfstæðisflokkurinn er sá eini sem ver óbreytt kótakerfi. Stjórnmálamennirnir okkar virka flestir ráðvilltir og trúverðugleiki þeirra hefur aldrei verið minni.

Flestir vita að það skiptir í raun ekki máli hvaða flokkar verða hér við stjórn næstu árin. Almenningur veit að það er Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn sem verður hinn raunverulegi stjórnandi næstu tvö árin eða þar til "prógrammið" þeirra er á enda runnið. All flestir eru einnig búnir að gera sér grein fyrir því að það mun taka okkur mörg ár að vinna okkur út úr þessari kreppu.

Eftir kosningar nú væri því eðlilegast að mynda þjóðstjórn allra flokka á þingi og kjósa síðan aftur að tveim árum liðnum þegar Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn sleppir stjórnartaumunum.

Það er ekki sanngjarnt að leggja það á einhverja tvo flokka og ráðherra þeirra að gerast böðlar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins næstu tvö árin og fara í þann niðurskurð sem nauðsynlegur er. Allir flokkar á þingi ættu að taka á sig hluta af þeirri ábyrgð.

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur tapar miklu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Lausnir á vandanum hafa tekið sér frí frá þessari kosningabaráttu.

Haraldur Baldursson, 23.4.2009 kl. 09:46

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Friðrik,

Þegar maður er kominn með handrukkara á bakið, losnar maður ekki svo auðveldleg við hann.  Það er hin mesta bjartsýni að við losnum við IMF svo léttilega.  Mr. Darling birti breska fjárlagfrumvarpið sitt í gær.  Skuldir breska ríkisins munu fara upp í 70% af þjóðarframleiðslu og fjárlögin munu komast í jafnvægi 2018 að hans sögn sem sérfræðingar í bresku blöðunum í morgun kalla "wildly optimistic" nær lagi er að það taki 10-15 ár að ná jafnvægi segja þeir.  Ísland með halla upp á 100% ætlar að gera þetta á 3 árum! Það er ekki bjartsýni heldur heimska.

Andri Geir Arinbjarnarson, 23.4.2009 kl. 13:10

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta með þjóðstjórn líst mér bara ekki reglulega vel á. En ég vil leggja til blandaða stjórn eins og nú þar sem tveir ráðherrar eru utanþings. Líklega eru þeirra ráðuneyti betur skipuð nú en lengi hefur verið. Því miður sýnist mér að við munum ekki sjá inni á Alþingi eftir kosningar þá fulltrúa sem hafa pólitískan þroska til að vinna saman eins og skyldi. Aldrei sem nú er þörf á ríkisstjórn með skýr markmið en þó sveigjanleg vinnubrögð í því umhverfi efnahags sem nú blasir við.

En ég hallast að síðustu ályktuninni í færslu þinni- því miður.

Árni Gunnarsson, 23.4.2009 kl. 20:50

4 identicon

Friðrik. Þetta geta hugsanlega orðið seinustu frjálsu kosningarnar í lýðveldinu og ástæðan er sú að þjóðarskútan hefur siglt upp á sker og er að liðast i sundur. Áhöfnin er sundurlau og æðir um þilfarið í örvæntingu. Það sem við blasir er að AGS setur fram þá tillögu að við óskum eftir því við vinveitt ríki að þeir taki okkur á garðann hjá sér.

Haraldur Aðalbjörn Haraldsson (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 11:54

5 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Haraldur,

Þú er sem sagt að kalla á Nýfundnalands leiðina.  En hver tekur við okkur?

Andri Geir Arinbjarnarson, 24.4.2009 kl. 14:57

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband