Miðvikudagur, 15. apríl 2009
Fækkum sendiráðum úr 17 í 6, skerum utanríkisþjónustuna niður um 80%.
Ég vil fækka sendiráðum úr sautján í sex. Ég vil halda sex sendiráðum. Í Kaupmanahöfn, Osló, Stokkhólmi, Brussel, Peking og Kanada.
Er þetta ekki passlegt umfang? Við höldum okkar gömlu sendiráðum á hinum Norðurlöndunum, í höfuðstöðvum ESB, eitt í Asíu og eitt í Ameríku. Höfum það í Kanada í ljósi tengsla okkar við gömlu byggðir okkar Íslendinga þar.
Hinum sendiráðunum verði lokað og allar eignir seldar. Starfsmönnum þessara sendiráða öllum sagt upp og þeim stórlega fækkað í ráðuneytinu hér heima.
Í þeim gríðarlega niðurskurði ríkisútgjalda sem er framundan þá er þetta það ráðuneyti þar sem 80% niðurskurður útgjalda mun engin áhrif hafa á hag heimila, einstaklinga, fyrirtækja né heldur þjóðarhag.
Útþensla utanríkisþjónustunnar síðustu ár hefur verið hreint bull. Það er orðið löngu tímabært að fara í stórfelldan niðurskurð á þeim vettvangi. Utanríkisþjónustan og starfsmenn hennar búa ekki til neina peninga, þetta eru ekkert nema útgjöldin.
Því meira sem við skerum niður í utanríkisþjónustunni því minna þurfum við að skera niður í menntamálunum.
Ég vil sjá forystumenn stjórnmálaflokkanna lofa okkur miklum niðurskurði í utanríkisþjónustunni nú í aðdraganda kosninganna.
Mynd: Frá Esjuhlíðum
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.4.2009 kl. 00:01 | Slóð | Facebook
Miðvikudagur, 15. apríl 2009
Er búið að eyða láninu frá AGS í misheppnaða tilraun til að styrkja krónuna?
Ég frétti í dag með "Kamik póstinum" að Seðlabankinn hafi frá áramótum eytt stórum hluta af láninu frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, AGS, í að styrkja gengi krónunnar.
Þessi tilraun er nú að mistakast, krónan hefur fallið gríðarlega á síðustu dögum. Peningarnir frá AGS eru horfnir og eftir stendur skuldin.
Ég bara spyr, veit einhver hvort þetta er rétt?
Grænlendingar / Inuitar kalla skinnskó sína Kamik. Þegar eitthvað fréttist með Kamik póstinum þá er það einhver sem kemur gangandi á skinnskónum sínum og segir frá. Enga staðfestingu er hægt að fá aðra en orð sögumanns, með öðrum orðum þetta eru sögusagnir.
Mynd: Flugstöðin í Kulusuk. Hönnuð af íslenskum arkitektum og verkfræðingum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:32 | Slóð | Facebook
Mánudagur, 13. apríl 2009
Verður öllum háskólum utan Reykjavíkur lokað?
Gríðarlegur samdráttur er fyrirséður á útgjöldum hins opinbera á næsta ári. Heyrst hafa tölur eins og 30% samdráttur. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn, AGS, ætlar að láta hné fylgja kviði. Í lok febrúar áttum við að fá greiðslu frá þeim númer tvö. Ekkert hefur sést til þeirrar greiðslu.
Ljóst er að AGS vill sjá útgjöld ríkisins skorin hressilega niður og að tryggt verði að þjóðin standi við greiðslur af lánum sínum og skuldbindingum, þar á meðal Jöklabréfunum og Icesave.
Til að geta staðið við kröfur AGS þarf að grípa til grundvallar breytinga á rekstri hins opinbera. Hvernig á að leysa þetta í skólakerfinu? Hvernig er hægt að skera skólakerfið niður um 30%?
- Verður að fækka í yfirstjórn allra framhaldsskóla og háskóla?
- Verður að fækka skólum og sameina skóla?
- Verður að fækka kennurum?
- Verður að lækka laun kennara?
- Verður að loka öllum háskólum utan Reykjavíkur?
- Verður að sameina alla háskólans landsins í einn skóla og sameina allar deildir sem kenna lögfræði, viðskiptafræði, verkfræði o.s.frv á einn stað?
- Verður að neita nemendum um aðgang að framhaldsnámi?
- Verður að hætta kennslu í meistaranámi hér heima, standa vörð um grunnnámið og hvetja og benda nemendum á að fara í framhaldsnám erlendis?
Hvað er framundan hér á næstu tveim til þrem árum? Hvernig er hægt að skapa hér 20.000 störf um leið og ríkisútgjöld eru skorin svona hressilega niður?
Þessu verða frambjóðendur að svara nú í aðdraganda kosninganna. Um þessi mál hljóta þessar kosningar að snúast.
Ætlum við að ganga þessa götu sem AGS hefur lagt við fætur okkar? Höfum við tök á að snúa af þessari leið og hvaða valkosti höfum við þá?
Mynd: Nafnlaust gil rétt við Sultartanga.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.4.2009 kl. 12:39 | Slóð | Facebook
Mánudagur, 13. apríl 2009
Verða sett á neyðarlög eftir kosningar að kröfu AGS vegna ástands efnahagsmála?
Ekkert heyrist frá stjórnmálamönnunum okkar hvað taki hér við í haust og á næsta ári og hvernig menn ætla að taka á samdrættinum sem er óhjákvæmilegur á næstu árum.
Þeir einu sem virðast vera að velta þessum málum fyrir sér er almenningur.
Ég er að verða sammála Davíð Oddsyni að líklega þarf Þjóðstjórn til þess að höndla þann mikla niðurskurð sem framundan er. Sjá grein mína þar um hér.
Andri Geir Arinbjarnarson er búinn að rýna í þær skuggalegu aðgerðir sem framundar eru á Írlandi. Staðan er enn verri hér, samt er enginn að ræða þessi mál hér. Sjá grein Andra hér, Þessi grein er skyldulesning. Hann spáir því að Alþjóðagjaldreyrissjóðurinn krefjist þess að það verði sett á neyðarlög strax eftir kosningar til að takast á við efnahagsvandann með niðurskurði og skattahækkunum.
Kosningabaráttan framundan hlýtur og verður að fara að snúast um þessi mál.
Mynd: Kerlingarfjöll
Laugardagur, 11. apríl 2009
Hættum hvalveiðum og einbeitum okkar að hvalaskoðun.
Hvort eigum við að láta sjávarútvegsfyrirtækin eða ferðaþjónustufyrirtækin um að nýta þessa auðlind?
Ferðaþjónustan segir að á síðasta ári hafi 115.000 manns farið í hvalaskoðunarferðir og um 200 manns hafi af þessu atvinnu.
Sjávarútvegurinn segir að hvalveiðar muni skapa rúm 200 störf.
Báðir þessir atvinnuvegir skapa okkur gjaldeyri. Eins og staðan er í dag skapar nýting hvalastofnanna álíka mörg störf hvort heldur hvalir eru skoðaðir eða skotnir.
Framtíð hvalveiða við Ísland er og verður mjög óviss. Markaðir fyrir hvalaafurðir eru fáir og ótryggir.
Framtíð hvalaskoðunar er björt. Þetta er atvinnugrein sem á sér örfárra ára sögu en hefur vaxið gríðarlega ár frá ári. Þar er ekkert nema vöxtur og auknar tekjur framundan.
Niðurstaðan er einföld, við munum hagnast meira á því að skoða hvalina en skjóta þá.
Látum ferðaþjónustunni eftir að nytja hvalastofnana við Ísland og hættum að slást við alþjóðasamfélagið um þetta mál.
![]() |
ESB gagnrýnir hvalveiðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook
Föstudagur, 10. apríl 2009
Endurreisa þarf trúverðugleika Sjálfstæðisflokksins.
Með brotthvarfi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins úr starfi vakna þær vonir að nýr formaður Sjálfstæðisflokksins ætli að taka á þessu máli af fullri hörku. Þeir aðrir trúnaðarmenn flokksins sem sýndu þá siðblindu að biðja um og taka við fjárstyrkjum af þessari stærðargráðu frá Landsbankanum og aðaleigenda Glitnis hljóta að láta af sínum trúnaðrstörfum fyrir flokkinn.
Fyrrverandi framkvæmdastjóri flokksins sat til ársloka 2006 við hlið hins nýja og unga framkvæmdarstjóra sem nú er að láta af störfum. Sá var jafnframt bankaráðsmaður í Landsbankanum þegar bankinn ákvað að fara að safna innlánum erlendis inn á Icesave reikningana.
Þessi maður sat í stjórn Landsbankans þegar bankinn safnaði yfir þúsund milljörðum króna á tæpum tveim árum. Þessi maður veðsetti þjóð sína fyrir þúsund milljarða á tæpum tveim árum. Þjóðin mun þurfa að greiða 50 til 500 milljarða vegna gjörða þessa manns. Þennan mann vill ég og hópur manna ákæra fyrir landráð. Sjá hér.
Þessi maður situr í Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins
Samkvæmt fréttum Morgunblaðsins þá hafði fyrrverandi ráðherra flokksins forgögnu um að útvega flokknum þetta fé. Sá ráðherra situr í fyrsta sæti flokksins í Reykjavík Suður.
Það er ekki nóg að þessi ungi drengur sem var í starfsþjálfun á skrifstofu flokksins þegar þetta gerðist hætti.
Til þess að ég og væntanlega fleiri stuðningsmenn flokksins til fjölda ára höldum áfram að styðja og kjósa flokkinn þá þurfa báðir þessir menn að hverfa úr trúnaðarstörfum fyrir flokkinn.
![]() |
Andri hættir störfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóð | Facebook
Fimmtudagur, 9. apríl 2009
Trúverðugleika Sjálfstæðisflokksins verður að endurreisa.
Það að Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra hafi útvegað Sjálfstæðisflokknum þessa tugmilljóna styrki var ekki til að bæta stöðu Sjálfstæðisflokksins. Allir þeir sem um þessi mál tjá sig eru sammála um að það að þiggja þessa styrki hafi í besta falli verið "óeðlilegt".
Það alvarlega í þessu máli er að þeir menn sem ég og aðrir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins höfum valið til trúnaðarstarfa fyrir okkur, þeir sáu ekkert óeðlilegt við það að þiggja styrki sem þessa. Heldur ekki framkvæmdastjóri flokksins.
Ef þessir forystumenn okkar Sjálfstæðismanna ráku flokkinn okkar með þessum hætti hvernig ráku þeir þá landið okkar?
Ég hvatti eindregið til þess að í þeim prófkjörum sem fóru fram í Sjálfstæðiflokknum að fyrrum ráðherrum flokksins yrði gefi frí og þeir ekki kosnir til áframhaldandi trúnaðarstarfa. Þrír af sex fyrrum ráðherrum flokksins hættu, hinum var öllum hafnað sem oddvitum í sínum kjördæmum. Eina leiðin fyrir Sjálfstæðisflokkinn til að endurheimta traust kjósenda er að sýna ábyrgð í verki og láta þá forystumenn flokksins sem leiddu þjóðina inn í þetta gríðarlega hrun bera ábyrgð á því með því að kjósa þá ekki til frekari trúnaðarstarfa.
Sjálfstæðisflokkurinn á mjög undir högg að sækja og ef Sjálfstæðisflokkurinn á að endurvinna trúnað kjósenda eftir þessar uppljóstranir þá gengur ekki að stilla upp í fyrsta sæti í Reykjavík Suður með höfuðpaurinn í þessu máli. Ekki bara að maðurinn sá ekkert óeðlilegt við að þiggja þessar greiðslur, hann fór sem þingmaður og sótti þær til þessara fyrirtækja.
Mín reynsla af stuðningsmönnum og kjósendum Sjálfstæðisflokksins er að þetta er upp til hópa gott og grandvart fólk. Ég efast um að það vilji frekar en ég kjósa slíka menn á þing sem sína fulltrúa.
Það jaðrar við pólitísku sjálfsmorði fyrir Sjálfstæðisflokkinn að stilla í dag upp í fyrsta sæti í Reykjavík Suður höfuðpaurnum í einu mesta spillingarmáli Íslandssögunnar sem tengist fjármálum stjórnmálaflokkanna.
Það sem gerir málið svo slæmt er hvaða fyrirtæki gáfu þetta fé, Landsbankinn og aðaleigandi Glitnis. Báðir þessir bankar fóru í framhaldinu lóðrétt á hausinn eftir að hafa rænt þjóðina og skilið hana eftir stórskulduga. Bankar sem stjórnvöld gerðu ekkert til að stöðva á þeirri heilreið sem þeir voru á. Þvert á móti, stjórnvöld gerðu allt sem bankarnir báðu um þar til Davíð Oddsson á endanum stöðvaði bullið. Já, ég er farinn að sjá Davíð Oddson í nýju ljósi þessa dagana.
Ætli Sjálfstæðisflokkurinn að endurheimta sitt fyrra traust verða menn sem staðið hafa í gjörningum eins og þessum að hverfa úr forystu flokksins. Alveg á sama hátt þarf ábyrgðarmaður númer eitt á Icesave, stjórnarmaður í Landsbankanum og fyrrum framkvæmdastjóri flokksins að hverfa úr Miðstjórn flokksins.
Gerist það ekki fyrir þessar kosningar þá verður það að gerast fyrir þær næstu, ætli Sjálfstæðisflokkurinn sér einhverja framtíð í íslenskri pólitík.
Mynd: Dýjamosi í Vopnafirði.
![]() |
Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.4.2009 kl. 16:05 | Slóð | Facebook
Miðvikudagur, 8. apríl 2009
Þarf þjóðstjórn til að takast á við þennan gríðarlega efnahagsvanda?
Rúmir sex mánuðir eru frá því bankakerfið hrundi. Á sex mánuðum hafa tæp átján þúsund manns misst vinnuna. Spár gera ráð fyrir að 10 fyrirtæki verði gjaldþrota á dag næstu tólf mánuði. 3500 fyrirtæki munu falla í valinn það sem eftir lifir árs. Með óbreyttri vaxtastefnu og ef þessar spár ganga eftir þá er eðlilegt að álykta að jafn margir muni missa vinnuna á næstu sex mánuðum og á síðustu sex mánuðum.
Til viðbótar þessum gjaldþrotum og vaxandi atvinnuleysi þurfum við að glíma við stórfelldan niðurskurð á útgjöldum ríkisins. Skera þarf fjárlögin fyrir 2010 úr 600 milljörðum í 400 milljarða.
Þeir sem taka við stjórnartaumunum að afloknum kosningum verða ekki öfundsverðir. Alveg sama hverjir þeir verða þá þarf þjóðin að styðja það fólk eins og hægt er. Að setja saman fjárlögin fyrir 2010 og aftur 2011 verður bara hræðilegt mál. Hvernig ætla menn að skera niður ríkið um 30%? Með því að segja upp þriðja hverjum ríkisstarfsmanni?
Ef við ætlum að skera niður útgjöldin um 30% þá þarf að grípa til ráðstafanna eins og þessara:
- Fyrirsér er algjör uppstokkun á Háskólastiginu, niðurskurður, lokun deilda í Reykjavík og úti á landi. Starfsfólki og kennurum sagt upp.
- Væntanlega verða allir Háskólarnir sameinaðir í einn og öllum rektorum sagt upp nema einum. Verkfræði og lögfræði sem nú er kennd á tveim stöðum, allt slíkt verður sameinað.
- Kennslu til meistaranáms væntanlega hætt næstu árin. Nemendum bent á að sækja það nám til útlanda.
- Kennsla í grunnskólum minnkuð og laun kennara lækkuð, kennurum og starfsfólki sagt upp.
- Sama þarf að gera í framhaldsskólum.
- Sveitarfélög munu loka leikskólum og fækka leikskólakennurum. Fólk sem þiggur atvinnuleysisbætur mun ekki fá pláss á þessum heimilum fyrir börnin sín.
- Umfangsmikill niðurskurður á sjúkrahúsunum í heilbrigðiskerfinu og félagsþjónustunni er óhjákvæmilegur. Segja verður upp læknum og hjúkrunarfólki og lækka laun þeirra sem eftir verða. Takmarka verður þá læknisaðstoð sem fólk yfir fimmtugt á kost á.
- Til að milda þennan mikla niðurskurð verður að hækka skatta.
Þá þarf að leysa eftirfarandi á næsta kjörtímabili:
- Jöklabréf upp á 400 til 500 milljarða vilja komast úr landi.
- Vegna Icesave falla á ríkissjóð 50 til 500 milljarðar.
- Sjárvarútvegurinn skuldar 500 til 900 milljarða.
- Krónan er ekki skráð sem gjaldmiðill erlendis.
Eigum við að ákveða að neita að borgar allar ofangreindar skuldir? Það er ljóst að við munum ekki geta rekið ríkissjóð hallalausan næstu árin hvað þá borgað skuldir.
Mikil hætta er á að sú ríkisstjórn sem þarf að takast á við þessi mál hún hreinlega springi á limminu, slíkar eru ákvarðanirnar sem þarf að taka. Um flestar þessar ákvarðanir verður að nást víðtæk samstaða.
Það er alveg ljóst að það verða allir að leggjast á eitt ætlum við að vinna okkur út úr þessu. Það er líka eins gott að við Íslendingar förum að gera okkur grein fyrir því að þessi kreppa leysist ekkert hér á landi á einum eða tveim árum. Við erum að horfa á allan næsta áratug hið minnsta.
Mér fannst tillaga Davíðs Oddsonar um þjóðstjórn síðastliðið haust fáránleg. Í dag er ég orðinn sammála Davíð Oddssyni, það getur enginn nema þjóðstjórn ráðið við þau mál sem þarf að höndla hér næstu þrjú til fjögur árin.
Það er nánast ómannúðlegt að leggja alla ábyrgðina af þessum erfiðu ákvörðunum á einstaka ráðherra og þingflokk hans. Þessi mál verður að leysa í samstarfi.
![]() |
3.500 fyrirtæki gjaldþrota á næstu 12 mánuðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:17 | Slóð | Facebook
Þriðjudagur, 7. apríl 2009
Ofvaxið bankakerfi og væntanlegur niðurskurður ríkisútgjalda á næsta ári.
Liggur ekki fyrir að núverandi bankakerfi er allt of stórt? Umsvifin hér innanlands hafa dregist mikið saman. Umsvif bankakerfisins erlendis eru væntanlega engin og þeir eru þess utan allir fjárvana.
Eins og staða mála er í dag þá er íslenska bankakerfið 4 til 5 sinnum stærra en þörf er á. Landsbankinn einn í núverandi stærð gæti sjálfsagt sinnt landinu öllu. Með sparisjóðina honum við hlið er íslenska bankakerfið væntanlega miklu meira en fullmannað.
Ekkert verður hróflað við neinu fyrir kosningar en mín tilgáta er sú að áður en árið er runnið þá verður hér bara einn ríkisbanki. Ný ríkisstjórn mun fá það "öfundsverða" hlutverk að skera ríkisútgjöld niður úr 600 milljörðum í 400 milljarða og er ljóst að víða verður að höggva þar sem hlífa hefði þurft. Fjárlögin á næsta ári vera eitthvað á þessa leið:
- Fyrirsér er algjör uppstokkun á Háskólastiginu, niðurskurður, lokun deilda í Reykjavík og úti á landi. Starfsfólki og kennurum sagt upp.
- Væntanlega verða allir Háskólarnir sameinaðir í einn og öllum rektorum sagt upp nema einum. Verkfræði og lögfræði sem nú er kennd á tveim stöðum, allt slíkt verður sameinað.
- Kennslu til meistaranáms væntanlega hætt næstu árin. Nemendum bent á að sækja það nám til útlanda.
- Kennsla í grunnskólum minnkuð og laun kennara lækkuð, kennurum og starfsfólki sagt upp.
- Sama þarf að gera í framhaldsskólum.
- Sveitarfélög munum loka mörgum leikskólum og fækka leikskólakennurum. Fólk sem þiggur atvinnuleysisbætur mun ekki fá pláss á þessum heimilum fyrir börnin sín.
- Umfangsmikill niðurskurður á sjúkrahúsunum í heilbrigðiskerfinu og félagsþjónustunni er óhjákvæmilegur. Segja verður upp læknum og hjúkrunarfólki og lækka laun þeirra sem eftir verða. Takmarka verður þá læknisaðstoð sem fólk yfir fimmtugt á kost á.
- Til að milda þennan mikla niðurskurð verður að hækka skatta.
Það mun bíta þá fast þá alþingismenn okkar sem þurfa að standa fyrir þessum aðgerðum. Fyrir þá að skera síðan niður við trog ofvaxið bankakerfi og opinberar framkvæmdir verður átakalítið.
Hugmyndir um að einhverjir vilji kaupa þessa banka, fjárvana með lánadrottnana vokandi yfir þeim, hef ég litla trú á. Meðan nýju bankarnir hafa ekki gert upp við lánadrottnana vegna lánanna sem þeir yfirtóku af gömlu bönkunum, lán sem lánadrottnarnir eiga í raun þá eru þeir ekki söluvara. Það uppgjör getur tekið mörg ár og það uppgjör getur kostað mörg málaferli.
Ég vil taka það fram að þetta hér eru mínar hugleiðingar þar sem ég er að reyna að skyggnast inn í óvissa framtíð.
Það góða við kreppuna eru róglegheitin og tíminn sem við munum eignast. Nú er um að gera að láta komandi kreppuár verða að bestu árum ævinnar, árunum sem við eyddum með fjölskyldunni og nutum frístunda.
Mynd: Á Þverfellshorni, Esjunni.
![]() |
Óttast áhlaup á Kaupþing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:48 | Slóð | Facebook
Sunnudagur, 5. apríl 2009
Hvað vill eftirsóttasti og uppteknasti maður í heimi til Íslands?
Óvæntur áhugi Forseta Bandaríkjanna á tækniþekkingu okkar Íslendinga og ósk hans um að koma í heimsókn til landsins kom mér í opna skjöldu. Hvað kemur til að sá maður í heiminum sem er mest upptekinn og með þéttustu dagskrána sýnir áhuga á að koma til Íslands? Allir vilja ná fundum þessa manns, allir vilja fá hann til að beita sér fyrir þessu eða hinu, fá hann til að gera þetta eða hitt eða bara sýna sig hér eða þar.
Hann velur nú í byrjun síns embættisferils að setja heimsókn til Íslands á dagskrá. Af hverju? Af hverju vill hann og starfsmenn hans taka frá tíma á dagskrá þar sem slegist er um hvern einasta klukkutíma til að fara til Íslands? Af hverju ekki til Kína eða Indlands? Og af hverju núna á þessari ögurstund í sögu þjóðarinnar?
Ástæðuna segir Barack vera áhugi sinn á nánara samstarfi Íslands og Bandaríkjanna á sviði jarðhitavinnslu.
Með slíkri heimssókn þá væri Barack að gera miklu meira en baða sig í Bláa lóninu og skoða virkjanirnar á Hellisheiði.
Með honum kæmu margir flugvélafarmar af fréttamönnum. Kastljós heimsins myndi enn á ný beinast að Íslandi. Ísland og allt sem íslenskt er yrði baðað í sviðsljósi fjölmiðlanna þessa daga sem hann dveldi hér. Það yrði enginn sá fjölmiðill í heiminum sem ekki myndi segja frá þessari heimsókn. Í þetta sinn væri það ekki gamla "víkingaeðlið" sem væri að koma okkur í heimsfréttirnar.
Í þetta sinn er það "bændamenning" okkar víkinganna sem hugsanlega er að koma okkur í kastljós heimspressunnar. Hvernig við með elju, dugnaði og þekkingu höfum lært að nýta og nytja náttúru landsins og orkulindir þess þannig að á því sviði stöndum við fremstir meðal jafningja.
Við vitum líka að Barack er að taka til eftir Bush stjórnina um allan heim. Við vitum hvernig samskipti landana hafa verið eftir að bandaríkjamenn fóru héðan án þess að kveðja. Með slíkri heimssókn væri Barack að bæta samskiptin og endurvekja gamlan vinskap þessara þjóða.
Með slíkri heimsókn væri Barack Obama að gefa okkur tækifæri til að sýna þjóðum heims að þó við séum víkingar og í okkur blundi "víkingaeðlið" þá erum við eins og víkingarnir forðum fólk sem setur sér lög og reglur og við búum hér að mikill menningu og tækniþekkingu. Hér er elsta þing í heimi og það var hér fyrir 1000 árum sem þau orð voru mælt sem höggvin eru í stein víða um heim í ólíklegustu byggingum á ólíklegustu stöðum:
"Með lögum skal land byggja en með ólögum eyða".
Komi Barack Obama í heimsókn til Ísland til að skoða hér jarðvarmavirkjanir þá er Forseti Bandaríkjanna að gefa okkur Íslendingum tækifæri til að endurheimta orðspor okkar um allan heim.
Við Íslendingar eigum sem betur fer enn víða vini.
Mynd: Kirkjan á Hofdölum, Skagafirði.
![]() |
Áhugi á samstarfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.4.2009 kl. 02:15 | Slóð | Facebook
Laugardagur, 4. apríl 2009
Gestirnir á "Hrunadansleiknum" kveðja nú einn af öðrum.
Gestirnir sem stofnuðu til "Hrunadansleiksins" kveðja nú einn af öðrum. Ballið er búið, allt uppétið og síðasta kampavínsflaskan tæmd. Enda eins gott fyrir þessa gesti að hafa sig á brott nú þegar gestgjafinn er að ranka úr rotinu og er að átta sig á því að það sem ekki hefur verið brotið því hefur verið rænt.
Að ekki sé minnst á Visareikninginn sem er á leiðinn. Eins gott að þeir sem gestgjafinn treysti fyrir Visakortinu verði horfnir þegar sá reikningur kemur. Vissara að vera horfinn þegar gestgjafinn áttar sig á því að það mun taka hann og börnin hans áratugi að greiða Visaskuldina sem stofnað var til á þeim árunum sem "Hrunadansleikurinn" stóð.
Þá er gott að vera horfinn áður en gestgjafinn skynjar til fulls að gestirnir og vinir þeirra náðu að móðga alla nágrannana í götunni meðan á ballinu stóð með drykkjulátum og náðu þar að auki að féflett stóran hluta þeirra.
Mynd: Refur upp í Veiðivötnum með dauðan álftarunga.
![]() |
Valgerður kvaddi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:20 | Slóð | Facebook
Föstudagur, 3. apríl 2009
Gjaldeyrishöftin ekki til að auka áhuga erlendra fjárfesta á Íslandi.
Lögin sem sett voru til að herða gjaldeyrishöftin eru ekki beint til að auka áhuga erlendra fjárfesta á Íslandi. Sömuleiðis er þessi mikli fjöldi lagabreytinga sem samþykktur hefur verið síðustu daga ekki beint fallin til þess að auðvelda mönnum að átta sig á hvert verður lagaumhverfi fyrirtækjanna í landinu þegar þessum breytingum öllum er lokið.
Ástæður þessara hertu gjaldeyrishafta eru sagðar þær að kominn var tvöfaldur markaður með íslenskar krónur. Seðlabankinn var með sitt opinbera gengi en erlendis er verið að selja krónuna á miklu lægra verði. Með því að setja hertari reglur um meðferð gjaldeyris er verið að reyna að koma í veg fyrir þetta tvöfalda gengi á íslensku krónunni.
Þessi gjaldeyrishöft eru mjög tvíeggja vopn. Íslensku krónurnar sem vilja verða að evrum munu finna sér nýjan farveg. Þegar það gerist ætla menn þá að herða enn á reglunum?
Það verður að finna aðra lausn en þessa að setja slík höft á meðferð gjaldeyris inn og út úr landinu. Það verður að leysa þetta vandamál með krónubréfin. Er ekki betra að láta krónuna taka dýfu í hálft ár eða svo meðan verið er að koma þessum fjármunum úr landi heldur en að vera hér með gjaldeyrishöft næstu árin?
Ef eitthvað fælir erlenda frjárfesta frá landinu þá eru það gjaldeyrishöft eins og þessi.
![]() |
Langir vinnudagar á þingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:27 | Slóð | Facebook
Þriðjudagur, 31. mars 2009
Eini bankinn á Íslandi sem ekki er á framfæri ríkisins.
Sérkennilegt er að lesa það að Nýi Kaupþing banki reyni að koma í veg fyrir það að hér verið til nýr viðskiptabanki sem ekki er annað hvort í eigu ríkisins eða í gjörgæslu hjá ríkinu.
Ég ætla ekki að viðhafa mörg orð um það hvað mér finnst um þessa afstöðu bankans annað en að í þeim banka virðist ekkert hafa beyst. Það síðast sem tekið er tillit til í rekstri þess banka eru hagmunir almenning í landinu.
![]() |
Lögðust gegn sölu SPRON |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:49 | Slóð | Facebook
Sunnudagur, 29. mars 2009
Að afloknum Landsfundi Sjálfstæðisflokksins.
Ég kvaddi Landsfund Sjálfstæðisflokksins í fyrra fallinu annan daginn í röð.
Formannskjörið hafið ekki farið eins og ég vonaði og enginn af forystumönnum flokksins hafði boðið sig fram á móti sitjandi varaformanni. Þegar ég yfirgaf fundinn var fyrirséð að drottning hrunadansleiksins yrði endurkosin varaformaður. Fyrirséð var að Landsfundur ætlaði að láta það duga að formaðurinn hefði hætt.
Þá voru það vonbrigði að ábyrgðarmaður númer eitt á Icesave reikningunum, bankaráðsmaður í Landsbankanum um árabil, Kjartan Gunnarsson, skildi kosinn í Miðstjórn flokksins.
Sú iðrun og yfirbót og krafa um nýja og breytta forystu sem ég var að vonast eftir að sjá og finna á Landsfundinum var til staðar og ég hefði viljað að hún hefði náð að koma skýrar í ljós og með táknrænni hætti en raunin varð.
Ég held það hefði verið mjög sterkt fyrir flokkinn ef hann hefði stillt upp nýjum varaformanni við hlið nýs formanns ásamt því að fella Kjartan Gunnarsson úr Miðstjórn.
Fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins ætla ég að vona að ég hafi rangt fyrir mér og hann munu nú raka að sér fylginu sem aldrei fyrr.
![]() |
Bjarni kjörinn formaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:56 | Slóð | Facebook
Föstudagur, 27. mars 2009
Tvöföld atkvæðagreiðsla um ESB til þess eins að stöðva málið
Það er ekki hægt að taka afstöðu til inngöngu í ESB ef ekki liggur fyrir samningur. Enginn veit þá um hvað er verið að kjósa.
Þetta er óskaniðurstaða andstæðinga ESB.
![]() |
Leggja til tvöfalda atkvæðagreiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:39 | Slóð | Facebook
Fimmtudagur, 26. mars 2009
Sögulegur landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag.
Nú Þegar hálft ár er liðið frá yfirtöku Seðlabankans á Glitni sem markaði upphafið að mesta efnahagshruni sem nokkur þjóð í Evrópu hefur mátt þola frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar þá safnast Sjálfstæðismenn saman hér í Reykjavík og halda Landsfund.
Eftir að hafa veitt ríkisstjórnum forystu í 18 ár er fylgi flokksins samkvæmt skoðunarkönnunum í sögulegu lámarki.
Mörgu góðu var komið til leiðar. Hræðileg mistök hafa verið gerð.
Þessi fundur hlýtur að verða ákveðinn vettvangur að uppgjöri á þessum mistökum. Prófkjörin að undanförnu hafa gefið tóninn. Þrír af sex fyrrverandi ráðherrum flokksins ákváðu að gefa ekki kost á sér, hinum þremur var öllum hafnað sem oddvitum í sínum kjördæmum. Þó margir hefðu án efa viljað sjá meiri og róttækari breytingar þá er samt augljós sá vilji Sjálfstæðismanna að axla ábyrgð og þeir hafa látið sína trúnaðarmenn finna þann vilja.
Framundan er tækifæri til að endurnýja áherslur og gildi Sjálfstæðisflokksins. Eins að kjósa flokknum forystu.
Með fullri virðingu fyrir Engeyjarættinni, auðmönnum Íslands og "bankakynslóðinni" þá held ég að Sjálfstæðisflokkurinn væri miklu betur kominn með margreindan félagsmálamann, sveitarstjórnarmann og bæjarstjóra sem kemur upp úr flokkstarfinu á eigin verðleikum sem formann flokksins á næstu árum.
Á þessum tímapunkti í sögu flokksins þá held ég að við landsfundarfulltrúar eigum að stíga skrefið til fulls og endurnýja alla forystu flokksins. Ég tel að við eigum að gera tvennt:
- Kjósa með nýja formanninum nýjan varaformann.
- Samþykkt verði sérstök ályktun þess efnis að það verið þingmenn flokksins sem koma fram fyrir hans hönd og túlki í fjölmiðlum stefnu hans í hinum aðskiljanlegustu málum, ekki aðkeyptir lögmenn og kennarar.
Verði þetta niðurstaða landfundar þá held ég að fleiri verði tilbúnir til þess að kjósa flokkinn á ný en núverandi skoðunarkannanir gefa til kynna.
Mynd: Á Þverfellshorni, Esjunni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.3.2009 kl. 22:14 | Slóð | Facebook
Þriðjudagur, 24. mars 2009
Fyrsta græna kapalverksmiðjan í heiminum rís á Íslandi
Fréttatilkynning.
Á næstu árum er ætlunin að hér á landi rísi fyrsta græna kapalverksmiðjan í heiminum sem framleiða mun, til notkunar innanlands en þó einkum til útflutnings, háspennukapla og sæstrengi og nota til þess rafmagn og ál sem hvoru tveggja er framleitt á Íslandi. Um er að ræða grænan hátækniiðnað og mun kapalverksmiðja þessi veita á bilinu 300 til 500 manns græn störf þegar hún nær fullum afköstum og ámóta fjölda starfsmanna þarf til að reisa verksmiðjuna. Þetta verða að teljast ákaflega góð og mikilvæg tíðindi.
The North Pole Wire vill skapa hér eitt öflugasta útflutningsfyrirtæki landsins byggt á innviðum hins íslenska atvinnulífs. The North Pole Wire vill eins og fuglinn Fönix rísa upp úr öskunni og reisa á Íslandi fyrstu og einu kapalverksmiðjuna í heiminum sem framleiðir kapla með grænni orku.
Ráðgert er að verksmiðjan rísi á næstu 3-4 árum, þar af tekur fyrsti áfangi 1-2 ár - en allt er þetta háð því til verkefnisins fáist tilskilin leyfi. Staðsetning verksmiðjunnar hefur ekki enn verið ákveðin, en ýmis landsvæði hafa verið skoðuð og sum teljast mjög vænleg.
Að verkefninu stendur íslenskt félag The North Pole Wire. Stofnendahópur er innanlands í umsjá Verkfræðistofu FHG ehf (Friðriks Hansen Guðmundssonar verkfræðings), en að baki verkefninu eru öflugir erlendir aðilar, sem ekki er að sinni tímabært að greina nánar frá - en rétt að taka fram að þeir hafa ekki áður komið að starfsemi á Íslandi. Auk áætlana um að reisa verksmiðjuna á Íslandi hafa þessir aðilar átt í viðræðum við erlenda kaupendur, enda hefur verkefnið verið lengi í undirbúningi.
Ef vel tekst til mun kapalframleiðslan á Íslandi ýta mjög undir að allar nýjar rafmagnslínur fari í jörð, sem og endurnýjum á eldri línum og gera lagningu sæstrengja til annarra landa fýsilega.
Nánari upplýsingar veita:
Friðrik Þ. Guðmundsson
Fjölmiðlafulltrúi
566-7000 eða 864-6365
Friðrik Hansen Guðmundsson
Framkv./Verkfr. - 566-7000
![]() |
Vilja reisa fyrstu grænu kapalverksmiðju heimsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook
Mánudagur, 23. mars 2009
Kæra á fyrrverandi stjórnarmenn og bankastjóra Landsbankans fyrir landráð.
Að Landsbankanum skyldi leyft að safna innlánum erlendis fyrir meira en þúsund milljarða á tveim árum án þess að Seðlabankinn gerði kröfu um aukna bindiskyldu eða stóraukin framlög í tryggingasjóð innlánsreikninga eru óskiljanlega afglöp.
Þau stjórnvöld sem heimiluðu þessa veðsetningu settu á umdeild neyðarlög. Erlendir lánadrottnar hóta nú að láta reyna á ýmis ákvæði þeirra fyrir alþjóðlegum dómstólum. Í þessum neyðarlögum eru m.a. ákvæði þess efnis að innistæður eru gerðar að forgangskröfum. Bent hefur verið á að með þessu er verið að mismuna kröfuhöfum. Verði látið reyna á þetta ákvæði neyðarlaganna fyrir alþjóðlegum / erlendum dómstólum og íslenska ríkið tapar því máli þá munu þessir þúsund milljarðar falla á Íslensku þjóðina. Haldi þessi ákvæði neyðarlaganna þá munu 50 til 500 milljarðar falla á þjóðina.
Með því að safna þessum innlánum var verið að veðsetja almenning á Íslandi og gera hann ábyrgan fyrir þúsund milljörðum króna.
Komi í ljós að Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands fengu ekki umboð ráðherra til þess að heimila bankanum að veðsetja þjóðina með þessum hætti þá vil ég að þeir embættamenn sem bera ábyrgð á því að þjóðin var veðsett fyrir þúsund milljarða verði ákærðir fyrir landráð.
Eins að þeir sem sem sátu í bankastjórn Landsbankans á þessum tíma svo og bankastjórar bankans verði ákærðir fyrir landráð.
Ég vil að þessir aðilar verði ákærðir fyrir landráð vegna þess að þeir gerðu þjóðina ábyrga fyrir þvílíkum skuldbindingum að þjóðin mun ekki með góðu móti geta greitt þær ábyrgðir falli þær á okkur. Ef við lendum í því að þurfa að greiða þúsund milljarða vegna Icesave þá mun það hafa slíkar efnahagshörmungar í för með sér að við munum ekki geta séð út úr því næstu áratugina. Að leggja slíkar ábyrgðir á þjóðina vegna þessara Icesave reikninga er ekkert annað en landráð. Þeir sem "gambla" með þjóð sína með þessum hætti eru ekkert annað en landráðamenn.
Þó með setningu neyðarlaga takist að bjarga þjóðinni að einhverju leiti frá þessu máli þá breytir það í engu eðli hins upphaflega gjörnings.
Umboð Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands til að heimila bönkunum að safna þessum innlánsreikningum og þar með að veðsetja Íslensku þjóðina um 20.887 evrur í hvert sinn og stofnaður var nýr Icesave reikningur hlýtur samt sem áður að hafa komið frá ráðherrum og ríkisstjórn. Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra hljóta að hafa gefið Fjármálaeftirlitinu og Seðlabankanum og þar með bönkunum sitt samþykki með aðgerðum sínum eða aðgerðarleysi.
Ég spyr, höfðu þessir ráðherrar umboð til þess að veðsetja Íslensku þjóðina fyrir þúsund milljarða á tveim árum?
Ef svarið við þeirri spurningu er nei, ríkisstjórnin hafði ekki umboð til þess að veðsetja þjóðina fyrir þúsund milljarða á tveim árum þá vil ég að það fólk sem sat í ríkisstjórn og heimilaði með aðgerðum sínum eða aðgerðarleysi þessa veðsetningu verði ákært fyrir landráð.
Það er skýrt í stjórnarskrá að Alþingi eitt hefur fjárveitingarvaldið og það er Alþingi eitt sem getur og má veðsetja þjóðina. Alþingi hefur að því er ég best veit aldrei veitt heimild til þess að banki í einkaeign mætti veðsetja þjóðina á tveim árum fyrir þúsund milljarða.
Hópur manna er þegar byrjaður að undirbúa slíka ákæru. Ákæra sem þessi verður að koma frá hópi almennra borgara. Stjórnvöld munu ekkert aðhafast. Látum reyna í fyrsta sinn á ákvæði stjórnarskrárinnar um landráð. Okkur vantar fleiri til að vera með okkur. Hafið samband og skráið ykkur til þátttöku á netfangið: fhg@simnet.is
Mynd: Við Snjóölduvatn, Veiðivötnum
![]() |
Bankastjórar yfirheyrðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook
Sunnudagur, 22. mars 2009
Vonandi býður Kristján Þór Júlíusson sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins.
Kristján Þór, oddviti Sjálfstæðismanna í NA-kjördæmi tilkynnir vonandi í dag að hann ætli að bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum.
Með fullri virðingu fyrir Engeyjarættinni, auðmönnum Íslands og "bankakynslóðinni" þá held ég að Sjálfstæðisflokkurinn væri miklu betur kominn með margreindan félagsmálamann, sveitarstjórnarmann og bæjarstjóra sem kemur upp úr flokkstarfinu á eigin verðleikum sem formann flokksins á næstu árum.
Laugardagur, 21. mars 2009
Kæra á fyrrverandi stjórnarmenn og bankastjóra Landsbankans fyrir landráð.
Að Landsbankanum skyldi leyft að safna innlánum erlendis fyrir meira en þúsund milljarða á tveim árum án þess að Seðlabankinn gerði kröfu um aukna bindiskyldu eða stóraukin framlög í tryggingasjóð innlánsreikninga eru óskiljanlega afglöp.
Þau stjórnvöld sem heimiluðu þessa veðsetningu settu á umdeild neyðarlög. Erlendir lánadrottnar hóta nú að láta reyna á ýmis ákvæði þeirra fyrir alþjóðlegum dómstólum. Í þessum neyðarlögum eru m.a. ákvæði þess efnis að innistæður eru gerðar að forgangskröfum. Bent hefur verið á að með þessu er verið að mismuna kröfuhöfum. Verði látið reyna á þetta ákvæði neyðarlaganna fyrir alþjóðlegum / erlendum dómstólum og íslenska ríkið tapar því máli þá munu þessir þúsund milljarðar falla á Íslensku þjóðina. Haldi þessi ákvæði neyðarlaganna þá munu 50 til 500 milljarðar falla á þjóðina.
Með því að safna þessum innlánum var verið að veðsetja almenning á Íslandi og gera hann ábyrgan fyrir þúsund milljörðum króna.
Komi í ljós að Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands fengu ekki umboð ráðherra til þess að heimila bankanum að veðsetja þjóðina með þessum hætti þá vil ég að þeir embættamenn sem bera ábyrgð á því að þjóðin var veðsett fyrir þúsund milljarða verði ákærðir fyrir landráð.
Eins að þeir sem sem sátu í bankastjórn Landsbankans á þessum tíma svo og bankastjórar bankans verði ákærðir fyrir landráð.
Ég vil að þessir aðilar verði ákærðir fyrir landráð vegna þess að þeir gerðu þjóðina ábyrga fyrir þvílíkum skuldbindingum að þjóðin mun ekki með góðu móti geta greitt þær ábyrgðir falli þær á okkur. Ef við lendum í því að þurfa að greiða þúsund milljarða vegna Icesave þá mun það hafa slíkar efnahagshörmungar í för með sér að við munum ekki geta séð út úr því næstu áratugina. Að leggja slíkar ábyrgðir á þjóðina vegna þessara Icesave reikninga er ekkert annað en landráð. Þeir sem "gambla" með þjóð sína með þessum hætti eru ekkert annað en landráðamenn.
Þó með setningu neyðarlaga takist að bjarga þjóðinni að einhverju leiti frá þessu máli þá breytir það í engu eðli hins upphaflega gjörnings.
Umboð Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands til að heimila bönkunum að safna þessum innlánsreikningum og þar með að veðsetja Íslensku þjóðina um 20.887 evrur í hvert sinn og stofnaður var nýr Icesave reikningur hlýtur samt sem áður að hafa komið frá ráðherrum og ríkisstjórn. Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra hljóta að hafa gefið Fjármálaeftirlitinu og Seðlabankanum og þar með bönkunum sitt samþykki með aðgerðum sínum eða aðgerðarleysi.
Ég spyr, höfðu þessir ráðherrar umboð til þess að veðsetja Íslensku þjóðina fyrir þúsund milljarða á tveim árum?
Ef svarið við þeirri spurningu er nei, ríkisstjórnin hafði ekki umboð til þess að veðsetja þjóðina fyrir þúsund milljarða á tveim árum þá vil ég að það fólk sem sat í ríkisstjórn og heimilaði með aðgerðum sínum eða aðgerðarleysi þessa veðsetningu verði ákært fyrir landráð.
Það er skýrt í stjórnarskrá að Alþingi eitt hefur fjárveitingarvaldið og það er Alþingi eitt sem getur og má veðsetja þjóðina. Alþingi hefur að því er ég best veit aldrei veitt heimild til þess að banki í einkaeign mætti veðsetja þjóðina á tveim árum fyrir þúsund milljarða.
Hópur mann er þegar byrjaður að undirbúa slíka ákæru. Ákæra sem þessi verður að koma frá hópi almennra borgara. Stjórnvöld munu ekkert aðhafast. Látum reyna í fyrsta sinn á ákvæði stjórnarskrárinnar um landráð. Okkur vantar fleiri til að vera með okkur. Hafið samband og skráið ykkur til þátttöku á netfangið: fhg@simnet.is
Mynd: Við Eskivatn, Veiðivötnum
![]() |
Samson hótaði viðræðuslitum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook