Gestirnir á "Hrunadansleiknum" kveðja nú einn af öðrum.

RefurGestirnir sem stofnuðu til "Hrunadansleiksins" kveðja nú einn af öðrum. Ballið er búið, allt uppétið og síðasta kampavínsflaskan tæmd. Enda eins gott fyrir þessa gesti að hafa sig á brott nú þegar gestgjafinn er að ranka úr rotinu og er að átta sig á því að það sem ekki hefur verið brotið því hefur verið rænt.

Að ekki sé minnst á Visareikninginn sem er á leiðinn. Eins gott að þeir sem gestgjafinn treysti fyrir Visakortinu verði horfnir þegar sá reikningur kemur. Vissara að vera horfinn þegar gestgjafinn áttar sig á því að það mun taka hann og börnin hans áratugi að greiða Visaskuldina sem stofnað var til á þeim árunum sem "Hrunadansleikurinn" stóð.

Þá er gott að vera horfinn áður en gestgjafinn skynjar til fulls að gestirnir og vinir þeirra náðu að móðga alla nágrannana í götunni meðan á ballinu stóð með drykkjulátum og náðu þar að auki að féflett stóran hluta þeirra.

Mynd: Refur upp í Veiðivötnum með dauðan álftarunga.


mbl.is Valgerður kvaddi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Það er minni eftirsjá af sumum en öðrum. Ekki græt ég brottför Valgerðar þótt miðjumaður sé.

Guðmundur St Ragnarsson, 4.4.2009 kl. 18:32

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég bendi á Valgerði til varnar, að hún sat hjá við afgreiðslu lagafrumvarpsins um Evrópska efnahagssvæðið 1994. Hins vegar samþykkti hún peningastefnuna, með lögunum um Seðlabankann 2001.

Valgerður er því ekki versta sending sem við höfum fengið. Langtum verri afætur eru Jóhanna og Össur sem bæði bera ábyrgð á inngöngu okkar á EES. Þessi tvö illfygli þarf að losa þjóðina við.

Loftur Altice Þorsteinsson, 4.4.2009 kl. 19:13

3 identicon

Heldur þú Loftur virkilega að Valgerður hafi setið hjá af vel ígrunduðu máli - hún hafi metið það þannig að heill íslensku þóðarinnar væri best borgið með því að skila auðum atkvæisseðli í þessari atkvæðagreiðslu .  Nei það var ekki þannig Loftur því hún sat hjá af þvi að hennar ræningjaflokkur var utanveltu á þessum tímapunkti og Kasper Ásgrímsson og Jesper Ingólfsson sögðu henni að sitja heima og halda kjafti þangað til röðin kæmi að henni að fara í ránsferðir.  Valgerður var nefnilega afleit sending fyrir þóðina því hún vissi ekki hvað hún gerði og veit það sennilega ekki enn.

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 10:17

4 Smámynd: Offari

Ég vill þakka Valgerði fyrir góð störf á þingi. Störfin eru vissulega umdeild og sumt af því sem hún hafði trú á reyndust okkur í óhag.Sjálfur hafði ég trú á peningastefnuni sem nú er komið í ljós að var okkur í óhag ekki ætla ég að rægja hana fyrir að taka ákvörðun sem ég hafði líka trú á. 

Offari, 5.4.2009 kl. 10:33

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Gísli, ég tel sanngjarnt að meta fólk af því sem það gerir, fremur en af því sem það kann að hafa hugsað. Hvað varðar afstöðu þingmanna til inngöngu á Evrópska efnahagssvæðið 1994, þá er hægt að lesa ræður þeirra og hugsanlega að öðlast þannig innsýn í hvað þeir hugsuðu.

Kasper Ásgrímsson og Jesper Ingólfsson eru ekki hátt skrifaðir hjá mér, en í mínum bókum er nafn Valgerðar líklega efst á listanum yfir Framsóknarmenn. Þau mistök sem hún kann að hafa gert og ég hef hugmynd um, er ég tilbúinn að fyrirgefa. Kasper og Jesper fá ekki mína fyrirgefningu í bráð.

Loftur Altice Þorsteinsson, 5.4.2009 kl. 10:57

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband