Ofvaxið bankakerfi og væntanlegur niðurskurður ríkisútgjalda á næsta ári.

Liggur ekki fyrir að núverandi bankakerfi er allt of stórt? Umsvifin hér innanlands hafa dregist mikið saman. Umsvif bankakerfisins erlendis eru væntanlega engin og þeir eru þess utan allir fjárvana.

IMG_1239Eins og staða mála er í dag þá er íslenska bankakerfið 4 til 5 sinnum stærra en þörf er á. Landsbankinn einn í núverandi stærð gæti sjálfsagt sinnt landinu öllu. Með sparisjóðina honum við hlið er íslenska bankakerfið væntanlega miklu meira en fullmannað.

Ekkert verður hróflað við neinu fyrir kosningar en mín tilgáta er sú að áður en árið er runnið þá verður hér bara einn ríkisbanki. Ný ríkisstjórn mun fá það "öfundsverða" hlutverk að skera ríkisútgjöld niður úr 600 milljörðum í 400 milljarða og er ljóst að víða verður að höggva þar sem hlífa hefði þurft. Fjárlögin á næsta ári vera eitthvað á þessa leið:

  • Fyrirsér er algjör uppstokkun á Háskólastiginu, niðurskurður, lokun deilda í Reykjavík og úti á landi. Starfsfólki og kennurum sagt upp.
  • Væntanlega verða allir Háskólarnir sameinaðir í einn og öllum rektorum sagt upp nema einum. Verkfræði og lögfræði sem nú er kennd á tveim stöðum, allt slíkt verður sameinað.
  • Kennslu til meistaranáms væntanlega hætt næstu árin. Nemendum bent á að sækja það nám til útlanda.
  • Kennsla í grunnskólum minnkuð og laun kennara lækkuð, kennurum og starfsfólki sagt upp.
  • Sama þarf að gera í framhaldsskólum.
  • Sveitarfélög munum loka mörgum leikskólum og fækka leikskólakennurum. Fólk sem þiggur atvinnuleysisbætur mun ekki fá pláss á þessum heimilum fyrir börnin sín.
  • Umfangsmikill niðurskurður á sjúkrahúsunum í heilbrigðiskerfinu og félagsþjónustunni er óhjákvæmilegur. Segja verður upp læknum og hjúkrunarfólki og lækka laun þeirra sem eftir verða. Takmarka verður þá læknisaðstoð sem fólk yfir fimmtugt á kost á.
  • Til að milda þennan mikla niðurskurð verður að hækka skatta.

Það mun bíta þá fast þá alþingismenn okkar sem þurfa að standa fyrir þessum aðgerðum. Fyrir þá að skera síðan niður við trog ofvaxið bankakerfi og opinberar framkvæmdir verður átakalítið.

Hugmyndir um að einhverjir vilji kaupa þessa banka, fjárvana með lánadrottnana vokandi yfir þeim, hef ég litla trú á. Meðan nýju bankarnir hafa ekki gert upp við lánadrottnana vegna lánanna sem þeir yfirtóku af gömlu bönkunum, lán sem lánadrottnarnir eiga í raun þá eru þeir ekki söluvara. Það uppgjör getur tekið mörg ár og það uppgjör getur kostað mörg málaferli.

Ég vil taka það fram að þetta hér eru mínar hugleiðingar þar sem ég er að reyna að skyggnast inn í óvissa framtíð. 

Það góða við kreppuna eru róglegheitin og tíminn sem við munum eignast. Nú er um að gera að láta komandi kreppuár verða að bestu árum ævinnar, árunum sem við eyddum með fjölskyldunni og nutum frístunda.

Mynd: Á Þverfellshorni, Esjunni.

 

 


mbl.is Óttast áhlaup á Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TARA

Tek sannarlega undir með síðustu orðunum þínum..fjölskyldan í fyrirrúmi.

TARA, 7.4.2009 kl. 23:12

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband