Er búið að eyða láninu frá AGS í misheppnaða tilraun til að styrkja krónuna?

09Ég frétti í dag með "Kamik póstinum" að Seðlabankinn hafi frá áramótum eytt stórum hluta af láninu frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, AGS, í að styrkja gengi krónunnar.

Þessi tilraun er nú að mistakast, krónan hefur fallið gríðarlega á síðustu dögum. Peningarnir frá AGS eru horfnir og eftir stendur skuldin.

Ég bara spyr, veit einhver hvort þetta er rétt?

Grænlendingar / Inuitar kalla skinnskó sína Kamik. Þegar eitthvað fréttist með Kamik póstinum þá er það einhver sem kemur gangandi á skinnskónum sínum og segir frá. Enga staðfestingu er hægt að fá aðra en orð sögumanns, með öðrum orðum þetta eru sögusagnir. 

Mynd: Flugstöðin í Kulusuk. Hönnuð af íslenskum arkitektum og verkfræðingum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Ólst upp við orðatiltækið "engar fréttir eru góðar fréttir" alveg þar til í haust.

Síðan þá hafa allar fréttir verið vondar fréttir, og engar fréttir undanfari verstu frétta. 

Af hverju ætti ekki að vera  hægt að fá þetta á hreint?  Hver er staðan á "geymslureikningi" AGS nákvæmlega núna.  Ætluðu Steingrímur og Jóhanna ekki að bæta upplýsingaflæðið?

Jenný Stefanía Jensdóttir, 15.4.2009 kl. 02:35

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Friðrik,

Það er margt sem bendir til að það sé eitthvað til í þessu.  Ný neyðarlög um hert höft og svo hið gríðarlega fall krónunnar svona rétt fyrir kosningar segja sína sögu.  Ef stjórnvöld geta ekki haldi haftakrónu uppi fyrir kosningar hvað heldur þú að gerist eftir kosningar?

Þögn Jóhönnu og Steingríms er að verða jafn slæm og ákvarðanafælni Geirs.  Allt á sömu bókina lært hjá þessum blessuðum stjórnmálamönnum okkar.

Andri Geir Arinbjarnarson, 15.4.2009 kl. 08:24

3 Smámynd: Offari

Er ekki þessi ríkistjórn með vikulegan blaðamannafund til að greina frá stöðu mála?  Eða eru það bara áróðursfundir fyrir kosningarnar?

Offari, 15.4.2009 kl. 08:51

4 identicon

Sæl öll.

Þessi saga er bull. Það er hægt að sjá þetta hjá Seðlabanka Íslands. Eignir okkar erlendis (sem inniheldur líka lánið frá AGS, því það liggur mest á reikningum hjá Bank of America) sveiflast svona nokkurn vegin eftir gengi krónunnar.

Kv.

Sveinbjorn

Sveinbjörn (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 14:17

5 identicon

Jóhanna; Steini, hvar er lánið frá IMF? Krónan er að falla!

Steingrímur; Sko, ég held að það sé bara búið. Ég var einmitt að athuga reikninginn.

Jóhanna; Ha? Búið? Hvað meinarðu maður?

Steingrímur; Ja, ég skil ekkert í þessu. Það var fullt af pening hér í síðustu viku. Ertu viss um að krónan sé að falla. Var hún ekki komin niður í botn? Hvort sem er koma meiri peningar frá IMF fyrir helgi.

Jóhanna; Nei, það stendur hérna í mogganum að þeir ætli ekki að borga næstu greiðslu.

Steingrímur; Ha? (löng þögn) Ég þarf víst að fara á kosningafund eftir korter.

Jóhanna; (enn lengri þögn) Heyrðu, ekki minnast á þetta smáatriði á fundinum. Þetta hlýtur að vera misskilningur.

Steingrímur; Ég er alveg búinn að gleyma hvað við vorum að tala um. Var það eitthvað um Davíð?

Jóhanna; Ha, nei nei. Okei, þá sjáumst við á blaðamannafundinum.

Steingrímur; Hvaða blaðamannafundi?

Jóhanna; Var ekki... nei ekkert. Gleymdu því. Við sjáumst. Bæbæ.

Steingrímur; (á leið út í bíl) andskotans djöfulsins helvítis fokking fokk ...

Jón (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 14:18

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband