Mánudagur, 15. febrúar 2010
Auðvita verður að breyta verðbólgumarkmiðum Seðlabankans.
Verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands að hér verði að hámarki 2% verðbólga er markmið sem bankinn getur aldrei náð nema tvennt gangi eftir:
- Verðbólga í helstu viðskiptalöndum okkar verði undir 2%
- Innlendar kostnaðarhækkanir, það er innlend verðbólga verði lægri en 2%.
Seðlabanki Íslands getur haft áhrif á stöðuna hér heima en ræður ekkert við það sem er að gerast erlendis.
Helmingur eða um 50% af þeim vörum sem notaðar eru til að mæla verðbólgu eru innfluttar. Það þýðir að ef verðbólga á ársgrundvelli í Evrópu og USA er um 4% þá þýðir það að innfluttar vörur frá þessum löndum hækka um 4%.
Þessi 4% hækkun á innfluttum vörum þýðir að verbólgan á Íslandi á ársgrundvelli verður 2% óháð því sem er að gerist hér heima.
Sem langtímamarkmið getur Seðlabankinn aldrei náð verðbólgunni niður í 2% ef verðbólga í Evrópu og USA er 2% til 4% nema hér heima verði stöðnun, þ.e. engar hækkanir á launum og landbúnaðarvörum. Þessu 2% markmiði sínu getur Seðlabankinn því aldrei náð í eðlilegu árferði. Ekki á meðan við erum með þessa krónu okkar.
Ef verðbólga í Evrópu og USA er að jafnaði um 4% yfir 10 ára tímabil þá veldur það því að öll verðtryggð lán á Íslandi hafa hækkað um 20% að raungildi. Lán Evrópubúa og Bandaríkjamanna hafa hins vegar rýrnað að raungildi um 40% á sama tíma. Mikill er kostnaður almennings á Íslandi við að halda hér úti þessum sér Íslenska gjaldmiðli.
Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.
![]() |
Mæla með hærri verðbólgumarkmiðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.2.2010 kl. 01:13 | Slóð | Facebook
Laugardagur, 13. febrúar 2010
Aðal samningamaður Íslands einn af stóru hákörlunum í fjármálaheiminum?
Aðal samningamaður Íslands í væntanlegum samningaviðræðum um Icesave, Lee C. Buchheit, var kynntur í íslenskum fjölmiðlum sem "bandarískur lögmaður". Þessi maður er nú gott betur meira en einhver venjulegur bandarískur lögmaður.
Lee C. Buchheit situr í stjórn Essdar Capital. Essdar Capital er eitt stærsta og öflugasta fjármálafyrirtæki heims. Það er með aðsetur í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstabæmunum. Sjá nánar hér.
Á heimasíðu Essdar Capital er upplýst að eftirfarandi fyrirtæki eru meðal eigenda, sjá hér. Samkvæmt mínum heimildum eru þetta nokkur af stærstu fjármálafyrirtækjum heims.
- Capital Investment LLC (http://www.capitalinvestment.ae/ ) - (sem er risi meðal risa)
- Dubai financial Group LLC (http://dubaiholding.com/)
- Hydra Commercial Investments LLC (http://www.royalgroupuae.com/)
- Mazaya financial Investments LLC
Verkefni Essdar Capital eru á sviði ráðgjafar og fjármögnunar Seðlabanka og ríkisstjórna. Sjá nánar hér.
Aðal samningamaður Íslands í Icesave deilunni við Breta og Hollendinga gegnir m.a. þeirri stöðu í stjórn Essdar Capital að taka þátt í því að velja hverjir fá að setjast í stjórn Essdar Capital.
Hinn aðal samningamaður Íslands í væntanlegum viðræðum um Icesave er Kanadamaðurinn Don Johnston, fyrrverandi forstjóri OECD. Kanada er hluti af Breska samveldinu. Elísabet Englandsdrottning er æðsti þjóðhöfðingi Kanada. Don Johnston hefur í störfum sínum þjónað Kanada af trúfestu og þar með Bresku drottningunni. Gleymum ekki hinum gríðarlegu völdum bresku drottningarinnar. "The Royal Army" og hver einast hermaður í þeim her, heyrir persónulega beint undir drottninguna.
Íslenska samninganefndin sem heldur nú til fundar við Breta og Hollendinga eftir helgi er leidd af einum af stóru hákörlunum í fjármálaheiminum og manni sem þjónað hefur vinstri hendi bresku drottningarinnar um árabil.
Eru þetta réttu mennirnir sem við Íslendingar eigum að trúa fyrir hagsmunum okkar í samningum við Breta og Hollendinga um Icesave?
Eru þessir menn skipaðir í þessa samninganefnd til að koma vitinu fyrir Breta og Hollendinga eða forystumenn stjórnarandstöðunnar á Íslandi?
Eins og ég hef margoft bent á hér á þessari síðu þá vil ég að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram. Við fellum Icesave lögin með sóma. Síðan hættum við að ræða þetta Icesave mál. Vilji Bretar og Hollendingar samt halda sínum kröfum til streitu að bændur og sjómenn á Íslandi verði dregnir til ábyrgðar og látnir borga það sem tapaðist á þessum Icesave reikningum vegna gjaldþrots Landsbankans þá eigum við að láta Breta og Hollendinga óska eftir þeim viðræðum.
Þær viðræður á þá að halda á Íslandi og þá á fyrst að semja um bætur fyrir það tjón sem hér varð þegar Bretar settu á okkur hryðjuverkalög og lýstu því yfir að Ísland væri gjaldþrota. Þegar búið er að semja um það tjón, þá má fara að ræða Icesave, ekki fyrr.
Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:15 | Slóð | Facebook
Föstudagur, 12. febrúar 2010
Af hverju alltaf þessi leynd yfir öllu varðandi Icesave?
Af hverju er alltaf verið að halda sem mestu leyndu fyrir almenningi í þessu Icesave máli? Af hverju vilja menn halda samningsmarkmiðum Íslands leyndum í hugsanlegum nýjum viðræðum? Hverra hagsmuna er verið að gæta með því?
Að stjórnvöld vilji ekki upplýsa hver samningsmarkmið þeirra eru í hugsanlegum nýjum viðræðum um Icesave málið hljómar fyrir mér eins og hver annar barnaskapur. Staðan er fáránleg ef hún er sú að það hefur náðst pólitísk sátt á Íslandi um Icesave en það þurfi að fara með þessa sátt eins og um mannsmorð sé að ræða.
Slík vinnubrögð geta aldrei skilað neinni ásættanlegri niðurstöðu í hugsanlegum samningaviðræðum.
Ef þetta er að ósk Breta og Hollendinga og þeir eru að krefjast þess að "ekkert leki út" um hugsanlegar viðræður og íslensk stjórnvöld hafa samþykkt það að segja ekki frá neinu og "leka engu út", þá eru Bretar og Hollendingar búnir að vinna fyrri hálfleikinn í þessum nýju samningaviðræðum og það áður en þær hafa hafist.
Bretum og Hollendingum hefur þá tekist að sameina alla stjórnmálaflokka á Íslandi um það að gera leynisamning við þá. Leynisamning sem Íslensku þjóðinni verður kannski aldrei sagt frá hvernig raunverulega er. Þjóðin fær kannsi aldrei að sjá öll skjöl samningsins. Út á það ganga leynisamningar ekki satt? Til hvers annars að vera með þessa leynd? Þetta þekkja Bretar og Hollendingar. Þetta eru þeirra ær og kýr og hafa verið undanfarin fimmhundruð ár.
Stjórnvöld virðast ekkert hafa lært. Vinnubrögðin eru þau sömu, að halda áfram að sveipa allt það sem er að gerast í málinu leyndarhjúpi og vilja ekki gefa upp neitt um það hvað er í gang né hvað stendur til að semja um.
Þjóðin á bara að halda kjafti og borga.
Þessi vinnubrögð urðu til þess að nú um áramótin gerði 25% kjósenda uppreisn gegn stjórninni og setti henni stólinn fyrir dyrnar með því að krefjast þess í gegnum forsetaembættið að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.
Ríkisstjórnin virðist ekkert hafa lært. Sömu vinnubrögð og hafa verið viðhöfð hingað til, þeim er haldið áfram.
Mun þetta enda með þriðju uppreisn almennings gegn ríkisstjórnum Samfylkingarinnar á innan við tveim árum?
Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.
![]() |
Bað RÚV að birta ekki fréttina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:09 | Slóð | Facebook
Fimmtudagur, 11. febrúar 2010
Can we get The Treaty of Versailles, please?
The interest rates in the Treaty of Versailles signed 28. June 1919 was 2,5% to 5,0%. This is lower than in the Treaty of Icesave. In the Treaty of Icesave the interest rates are 5,55%.

I call it the Treaty of Icesave because the first Letter of Understanding was signed when British Terrorist Laws were in full action acting against Iceland. British Terrorist Laws were used to freeze the assets of two of the largest banks in Iceland, coursing the collapse of the rest of the bank system in Iceland and 50% devaluation of the local currency in October 2008. Terrorist Laws were also used to freeze the assets of the Central Bank of Iceland and to freeze the assets of the Icelandic Minister of Finance.
This meant that all the Gold and Foreign Currency Reserve the Icelandic state owned and had stored for decades in a bank in London, these assets were frozen in the hands of the British when Iceland signed the first Letter of understanding about Icesave. Because of the state assets were all frozen in London there was at that time, in Iceland, talk about shortages of foreign currency to pay for imported food, medicine and fuel. Iceland economic status was in ruin after this Births Terrorist Law attack against the nation. Iceland had already surrounded and pledged for mercy and to get access to its Foreign Currency Reserve. This was the situation when Iceland signed the ground laying documents for The Treaty of Icesave. The scale of the financial damage in Iceland caused by this British Terrorist Law attack was similar as if Britain had sent the Royal Air Force to Iceland and their bombers had leveled half of Reykjavik to the ground.
In The Treaty of Versailles the total sum of war reparations demanded from Germany after killing 4,6 million people and ruined most of North and East Europe, was around 226 billion Reichsmarks. In 1921, it was reduced to 132 billion Reichsmark ($33.0 billion, £6.6 billion). With inflation adjustment it is roughly equivalent to $400 billion US Dollars as of 2007 (Wikipedia). The year 1919 there lived 58,5 million people inside the border of Germany. According to the Treaty of Versailles every person in German had to pay 6.800 USD or 4.700 euro per person, (inflation adjusted to 2007). This was a sum that many economists deemed to be excessive because it would have taken Germany until 1988 to pay. Germany, under the control of Adolf Hitler, stopped these payments.
According to an article written by Dr. Jon Danielsson at London School of Economics, published 17. January 2010, he informs that the total amount Iceland is expected to guaranty because of Icesave is about 4,0 billion euro. If everything goes according to those now running the bankrupt bank, Landsbanki, it is expected that 88% of this amount will come from the bank. The rest is expected to come from the taxpayers of Iceland. With 5,55% interests over these 14 years and taking into account all the special aspects of the Treaty of Icesave, Dr. Jon Danielsson estimates that taxpayers of Iceland will in the end pay a total of 1,6 billion euro. This means Icelanders have to pay, with interest, 8.800 euro per person.
- What kind of people force a contract upon a nation that puts twice the amount of the war reparations put on Germany, according the Treaty of Versailles, upon todays modern citizens?
- How can it be that an international bank registered on the Stock Market in Copenhagen can cause the people in that country it has its home base, such a burden that each person in that country is doomed to pay twice the amount every person in Germany had to pay after 8,5 million dead and 21 million wounded in the First World War?
- Is there a court in this world that would have the nerve to sentence a natin into such a dept that every person in that nation is forced to pay in 14 years twice the amount every person in Germany was sentence to pay after the First World War?
- And what about the responsibility of those who put their money in to a foreign net bank that offered the highest interest rates ever seen in Europe from the end of the Second World War?
No nation should accept this kind of in judgment.
![]() |
Snýst um að gera einkaskuld opinbera |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:02 | Slóð | Facebook
Miðvikudagur, 10. febrúar 2010
Lestu stjórnarskrána Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Hvaðan kemur sú árátta margra þingmanna að vilja virða stjórnarskrána okkar að vettugi og telja sig ekki bundna af ákvæðum hennar?
Hvernig dettur þingmanninum Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í hug að hann geti breytt kosningu sem kveðið er á um í stjórnarskránni að eigi að fara fram með ákveðnum hætti, ef forseti synjar lögum staðfestingar, að hægt sé að breyta slíkri kosningu í einhverja allt öðruvísi kosningu?
26 grein stjórnarskrárinnar hljómar svo:
"Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu." (Sjá stjórnarskrána í heild hér.)
Það er alveg skýrt samkvæmt stjórnarskrá að í slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu á þjóðin eingöngu að kjósa um það hvort þjóðin vill samþykkja lög eða synja lögunum staðfestingar. Samkvæmt stjórnarskrá á þjóðaratkvæðagreiðslan að vera einföld. Þjóðin segir já eða nei.
Hvernig getur nokkur þingmaður leyft sér að túlka þessa grein stjórnarskrárinnar með þeim hætti sem Sigmundur Davíð gerir þegar hann segir:
"Þá yrði kosið á milli laganna sem forsetinn synjaði staðfestingar og laga sem byggjast á hinum nýja samningi"
Með því að leggja til að þessari þjóðaratkvæðagreiðslu verði snúið upp í það hvort þjóðin vill samþykkja þessi lög eða einhver önnur lög, þá er verið að leggja til að brotið verði gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar.
Það er lámarks krafa að alþingmenn taki sér tíma og lesi stjórnarskrána og sýni þjóðinni þá lámarks virðingu að fara að ákvæðum hennar.
Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.
![]() |
Vill kjósa um Icesave þótt nýr samningur verði gerður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóð | Facebook
Mánudagur, 8. febrúar 2010
Ríkistjórnin vill ræna þjóðina réttinum að halda þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þá liggur það fyrir að ríkisstjórnin ætlar að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir að hér fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave.
Þá liggur það fyrir að fjórflokkurinn ætlar að gera allt sem hægt er til þess að ná nýjum samningum við Breta og Hollendinga þannig að málið þurfi ekki að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þess vegna er verið að skipa nýja samninganefnd um Icesave.
Fjórflokkurinn virðist eiga auðvelt með að ná saman um að reyna að koma í veg fyrir þær lýðræðisumbætur sem hér hafa orðið í tíð núverandi forseta.
Lýðræðisumbætur sem felast í því að forsetaembættið veitir þjóðinni aðgang að synjunarvaldi forseta og að þjóðin geti kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslum um sín stærstu ágreiningsmál í gegnum forsetaembættið.
Með því að fjórflokkurinn kemur í veg fyrir að hér verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla þá er fjórflokkurinn að reyna að setja þessum lýðræðisumbótum stólinn fyrir dyrnar.
Með því að fjórflokkurinn hefur aldrei viljað setja lög um þjóðaratkvæðagreiðslur þá hefur fjórflokkurinn í raun verið að hunsa stjórnarskrá Íslands árum og átatugum saman. Sjá stjórnarskrána hér.
Með því að fjórflokkurinn hefur aldrei sett lög um þjóðaratkvæðagreiðslur þá hefur fjórflokkurinn reynt að koma í veg fyrir að hægt væri að virkja einn mikilvægasta þátt Íslensku stjórnarskrárinnar, það er að Íslendingar "komi saman á Þingvöllum" og kjósi þar um sín mál og leiði þau til lykta í atkvæðagreiðslu. Með ákvæðinu um synjunarvald forseta og þjóðaratkvæðagreiðsluna í stjórnarskránni þá var verið að tryggja okkur Íslendingum þennan forna lýðræðisrétt okkar.
Með því að fjórflokkurinn er nú að sameinast um að koma í veg fyrir að hér verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla eftir að forsetinn hefur synjað lögum staðfestingar þá er fjórflokkurinn enn og aftur að hunsa stjórnarskrá Íslands.
Fjórflokkurinn vill ræna þjóðina þessum fornu lýðræðisréttindum sínum að geta kosið beint um sín stærstu mál.
Löngu er tímabært að stokka upp samtryggingu þessara flokka og hrinda hér raunverulegum lýðræðisumbótum í framkvæmd.
Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.
![]() |
Lee Buchheit verður ráðgjafi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:14 | Slóð | Facebook
Föstudagur, 5. febrúar 2010
Myljandi hagnaður af rekstri Íslands.
Fyrirtækið Ísland hefur verið að skila myljandi hagnaði í hverjum mánuði í tæpt eitt og hálft ár. Horft á stóru myndina þá er útlitið framundan á Íslandi fagurbjart.
Þessa góðu afkomu fyrirtækisins Íslands ber að þakka þeim fjárfestingum sem hafa átt sér stað í íslenskum atvinnurekstri undanfarin ár. Þegar fjárfestingar í atvinnurekstri, byggingaiðnaði og bílainnflutningi stöðvast eins og nú hefur gerst þá koma hinar vel reknu grunnstoðir útflutningsgreinanna í ljós. Um leið og arðurinn af útflutningnum er ekki tekinn að mestu í nýjar fjárfestingar þá um leið kemur þessi myljandi hagnaður sem er á rekstrinum af fyrirtækinu Íslandi í ljós.
Eina hættan í dag er ef þjóðin samþykkir þá skuldaklafa sem ríkisstjórnin vill leggja á þjóðina með þessum Icesave samningum. Þá breytist þessi fagurbjarta mynd sem framundan er í óvissu skuldaáþjánarinnar og lífskjaraskerðingu sem mun vara um áratugi meðan þjóðin glímir við að greiða af þessum Icesave skuldum.
Látum það ekki gerast. Samþykkjum ekki skuldir sem á hvern Íslending eru tvöfalt hærri en lagðir voru á þjóðverja í Versalasamningunum eftir seinni heimstyrjöldina.
Sjá: Versalasamningurinn betri en Icesave og bar lægri vexti.
Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.
![]() |
Afgangur af vöruskiptum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:01 | Slóð | Facebook
Miðvikudagur, 3. febrúar 2010
Norðmenn að hætta sem handrukkarar Breta og Hollendinga?
Það er gleðiefni ef Norðmenn hafa ákveðið að snúa við blaðinu í afstöðu sinni til Icesave og fyrirgreiðslu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, AGS. Vonandi að rétt reynist að þeir skilyrða ekki lengur lán sitt við að Icesave verði frágengið.
Norðmenn ætla þar að auki að beita sér fyrir því að önnur endurskoðun AGS fari fram þó svo að Icesave verði ófrágengið.
Gangi þetta eftir og AGS endurskoðar efnahagsáætlun Íslands og fyrsti hluti lánsins frá Norðurlöndunum berst okkur Íslendingum, þá er okkar staða gagnvart Bretum og Hollendingum gjörbreytt.
Gangi þetta eftir þá eru Bretar og Hollendingar ekki lengur með kverkatak, hreðjatak og þumalskrúfur á ríkistjórn Íslands.
Vonandi að þetta gangi eftir og ráðherrar okkar fari að verja málstað okkar hér heima og erlendis á sama hátt og forseti Íslands hefur gert.
Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.
![]() |
Norðmenn breyta um Icesave-stefnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.2.2010 kl. 00:45 | Slóð | Facebook
Þriðjudagur, 2. febrúar 2010
Er umhverfisráðherra hryðjuverkamaður eða frelsishetja?
Með því að hengja sig á smáatriði í Skipulags- og byggingalögum hefur umhverfisráðherra tekist að stöðva um óákveðin tíma allar framkvæmdir við virkjanir í neðri hluta Þjórsár.
Einhver hluti kjósenda VG fagnar í dag og horfir til Svanhvítar Svavarsdóttur sem frelsishetju. Frelsishetju sem er að takast að stöðva hin illu öfl sem vinna leynt og ljóst að því að eyðileggja náttúru Íslands.
Hinn hluti þjóðarinnar lítur á Svanhvíti Svavarsdóttur sem hryðjuverkamann sem með framgöngu sinni er að valda þjóðinni miklu tjóni.
Ég tilheyri síðari hópnum.
- Mér er algjörlega fyrirmunað að skilja að ráðherra í ríkistjórn Íslands skuli með öllum ráðum reyna að leggja stein í götu atvinnuuppbyggingar á Íslandi.
- Mér er algjörlega fyrirmunað að skilja þessa pólitík að sum starfsemi sem skapar hér störf og tekjur, þau störf eru velkomin en önnur störf, jafn vel ef ekki betur borguð, þau eigi að forðast eins og pestina.
- Mér er algjörlega fyrirmunað að skilja það fólk sem reynir með öllum ráðum að koma í veg fyrir það að þjóðin nýti náttúruauðlindir sínar.
Íslands óhamingju verður allt að vopni þessi misserin.
Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.
![]() |
Synjar skipulagi við Þjórsá staðfestingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:59 | Slóð | Facebook
Mánudagur, 1. febrúar 2010
Verklítil ríkistjórn fagnar árs afmæli.
Í dag fagnar ríkistjórnin árs afmæli. Ríkisstjórnin tók við slæmu búi fyrir ári síðan. Á þessu ári sem liðið er hefur ríkisstjórninni tekist að gera slæmt ástand enn verra.
Hver mistökin á eftir öðrum hafa verið gerð.
- Ríkisstjórnin valdi að semja við Breta og Hollendinga um Icesave á grunni óboðlegs samningsuppkasts sem fyrri ríkisstjórn hafði klúðrast til að undirrita við annan aðilan, Hollendinga, í október 2008. Ríkistjórnin valdi að þvinga óboðlegan nauðasamning í gegnum þingið með þeim afleiðingum að 25% atkvæðisbærra manna á Íslandi varð svo misboðið að hann skoraði á forseta Íslands að synja þessum Icesave lögunum staðfestingar. Ríkisstjórnin á nú í stríði við þjóð sína og forseta með óboðlegan nauðasamning í höndunum sem hún er enn að verja og krefst að þjóðin samþykki.
- Ríkisstjórnin hefur ekkert gert í því að taka upp málstað okkar Íslendinga gagnvart Bretum og krafist bóta vegna þess tjóns sem hér varð þegar Bretar settu á okkur hryðjuverkalög og lýstu því yfir á alþjóðlegum vettvangi að Ísland væri gjaldþrota. Þessi árás Breta á okkur er einhver svívirðilegasta efnahagsárás sem nokkurt ríki í vestur Evrópu hefur orðið fyrir frá stríðslokum. Ríkisstjórnin hefur valið í þessu máli að setja kíkirinn fyrir blinda augað, að sjá ekki neitt, að gera ekki neitt.
- Aðgerðir ríkisstjórnarinnar í þágu skuldavanda heimilana hafa verið með þeim hætti að það mætir stækkandi hópur mótmælenda um hverja helgi til að mótmæla þeim vettlingatökum sem stjórnvöld hafa hingað til boðið almenningi upp á. Hagsmunir fjármagnseigenda og fjármálastofnana eru látnir hafa allan forgang. Skjaldborg heimilana byggist á því að ef greiðslubyrgði er tímabundið lækkuð þá munu bankarnir vinna það allt upp og rúmlega það á komandi árum. Skjaldborg var slegin um bankana, ekki um heimilin.
- Lítið fer fyrir aðgerðum ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum. Umhverfisráðuneytinu er beitt með öllum ráðum til að stöðva þau fáu verkefni sem enn er verið a skoða. Lítið er gert til að nýta þau tækifæri sem eru í hendi og eru í boði. Til marks um það þá hefur ekki eitt einasta starf enn orðið til í samstarfi ríkisstjórnarinnar og lífeyrissjóðanna. Eina sjáanlega framlagið til atvinnumála á þessu fyrsta ári ríkisstjórnarinnar er að Vinnumálastofnun fór að aðstoða Íslendinga við að fá vinnu erlendis og aðstoða ungar íslenskar barnafjölskyldur að flytja úr landi.
- Ríkisfjármálin voru leyst á þann billegasta hátt sem hugsast gat. Allir liðir sem heita framkvæmdir og viðhald voru einfaldlega fjarlægðir úr fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2010. Það sem upp á vantaði til að loka fjárlagagatinu verður sótt með því að hækka skatta. Lítið sem ekkert hefur enn verið tekið á ofvexti ríkisins undanfarin góðærisár.
Vandamál þessarar ríkistjórnar felst ekki í því að ráðherrar hennar vinni ekki nógu langa vinnudaga. Það að eiða 16 til 18 tímum á dag í vinnunni og sitja ótal fundi, það hefur ekkert með það að gera hverju menn koma í verk.
Í sumarfríum sínum dytta margir að eignum sínum. Það tekur suma heimilisfeður einn morgun að mála eitt lítið barnaherbergi. Aðra heimilisfeður tekur það marga daga að mála eitt lítið barnaherbergi og eru þeir þó að sívinnandi við að mála herbergið frá morgni til kvölds. Það eru verklitlir menn.
Þessi ríkisstjórn er verklítil.
Ef ríkisstjórnin ætlar að halda áfram stríði sínu við forsetann og þjóðina í Icesave málinu, ætlar ekkert að gera varðandi hryðjuverkaárás Breta á okkur, slær skjaldborg um bankana en ekki heimilin, hefur ekkert frumkvæði í að skapa störf strax með sértækum aðgerðum í atvinnumálum í samvinnu við lífeyrissjóðina og leysir ríkisfjármálin með því einu að ráðast á verktaka- og byggingarstarfsemina í landinu og hækka skatta, þá er þetta ríkisstjórn sem þjóðin þarf að losa sig við hið fyrsta.
Það er ekki verklítil ríkistjórn sem þjóðin þarf nú á að halda. Nú þarf að láta verkin tala.
Er einhver von til þess að þessi ríkisstjórn vendi sínu kvæði í kross og fari að láta verkin tala?
Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.
![]() |
Mörg stórmál óleyst á ársafmæli stjórnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook
Sunnudagur, 31. janúar 2010
Til hamingju Ísland
Við Íslendingar eigum eitt allra besta handboltalandslið í heimi. Það var staðfest á ný í dag að liðið okkar er eitt af þrem bestu í heiminum og hefur verið það undanfarin ár.
Á þessum vettvangi eins og á svo mörgum öðrum stöndum við Íslendingar fremstir meðal jafninga.
Íslenska handboltalandsliðið og aðstandendur: Kærar þakkir.
![]() |
Ísland landaði bronsinu í Vín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 30. janúar 2010
Forsetinn til sóma
Mikið er ánægjulegt að fylgjast með hvernig forseti Íslands tekur upp hanskann fyrir Íslenska þjóð í erlendum fjölmiðlum í þessu flókna deilumáli sem Icesave deilan er.
Mikið er ánægjulegt að lesa ummæli forsetans í erlendum fjölmiðlum þar sem hann kynnir málstað Íslands af næmni og þekkingu.
Mikið er ánægjulegt að æðsti embættismaður okkar Íslendinga og sá eini sem við kjósum á fjögurra ára fresti í beinni kosningu til að fara með framkvæmdavaldið, skuli berjast með oddi og egg í erlendum fjölmiðlum að verja málstað okkar Íslendinga.
Mikið er ánægjulegt að loks hafi athygli umheimsins verið dregin að þeirri svívirðilegu aðför og því gríðarlega tjóni sem hér varð þegar Bretar settu hryðjuverkalög, ekki bara á Kaupþing og Landsbankann, heldur einnig á íslenska Fjármálaráðuneytið og Seðlabanka Íslands.
Mikið er dapurt að þeir ráðherrar sem forseti hefur falið að framkvæma vald sitt skuli ekki feta í fótspor forsetans og berjast með sama hætti fyrir málstað Íslands í erlendum fjölmiðlum.
Mikið er dapurt að þeir ráðherrar sem forseti hefur falið að framkvæma vald sitt skuli ekki enn hafa gert kröfur um bætur úr hendi Breta vegna þess tjóns sem hér varð þegar Bretar settu á okkur hryðjuverkalög sem varð til þess að Kaupþing og restin af íslenska bankakerfinu féll. Tjónið sem hér varð vegna þessarar efnahagsárásar Breta á Ísland er sambærilegt við það og ef þeir hefðu sent hingað sprengiflugvélar og jafnað hálfa Reykjavík við jörðu.
Nú þarf þjóðin að taka slaginn með forsetanum og þeim fjórðungi þjóðarinnar sem skoraði á forsetann að synja Icesave lögunum staðfestingar og vill fella þennan samning.
Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.
![]() |
Það er verið að kúga okkur" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook
Föstudagur, 29. janúar 2010
Illa líst mér á ferð forystumanna okkar til Hollands.
Mér líst illa á að forystumenn stjórnmálaflokkana fari til fundar við embættismenn Hollendinga og Breta.
Eini tilgangur þess fundar er að draga forystumenn stjórnarandstöðunnar fram fyrir þaulæfða og þjálfaða samningamenn Breta og Hollendinga í þeim tilgangi að láta þessa erlendu sérfræðinga lesa þeim pistilinn og hóta þeim öllu illu.
Þeir fundir sem forystumönnum stjórnarandstöðunnar á Íslandi verður boðið upp á í þessari ferð verður þaulæft sjónarspil þar sem okkar menn hafa litla sem enga möguleika að verja sig og sínar skoðanir. Þessi ferð verður notuð til að ná taki á forystumönnum stjórnarandstöðunnar á Íslandi og setja á þá þumalskrúfurnar.
Þetta mál er samkvæmt stjórnarskrá komið úr höndum ríkisstjórnarinnar og úr höndum flokkana. Framundan er þjóðaratkvæðagreiðslan. Felli þjóðin þennan samning í þeirri atkvæðagreiðslu þá er þetta mál úr sögunni af hálfu Íslending og engin ríkisábyrgð verður veitt á einu né neinu. Sitji Bretar og Hollendingar við sinn keip og óska samt eftir ríkisábyrgð þá eiga þeir að koma til okkar og óska eftir henni. Þeir fundir eiga þá að fara fram á Íslandi.
Í nýjum samningaviðræðum eigum við að taka inn viðræður um fjárhagstjónið sem hér varð þegar Bretar beittu hryðjuverkalögum í október 2008 á Seðlabanka Íslands, fjármálaráðuneytið, Kaupþing og Landsbankann og frystu allar eignir þessar aðila inni á Bretlandi, þar á meðal gull- og gjaldeyrisforða ríkisins sem er geymdur í London. Þetta tjón má meta svipað og ef Bretar hefðu sent hingað sprengjuflugvélar og jafnað hálfa Reykjavík við jörðu. Okkur ber skylda til að krefjast bóta vegna þess tjóns sem hryðjuverkalögin hafa valdið okkur, þar með talið fall Kaupþings. Gleymum því ekki að við veðjuðum á að Kaupþing myndi ekki falla. Seðlabankinn lánaði Kaupþingi stærsta lán Íslandssögunnar, 500 milljónir evra, nokkrum dögum áður en Bretar felldu bankann með hryðjuverkalögum. Í nýjum samningaviðræðum sem við færum í að ósk Breta eigum við að bjóða þeim eftirfarandi:- Bretar láta Icesave niður falla. Á móti láta Íslendingar allar kröfur niður falla vegna þess fjárhagstjóns sem hér varð þegar Bretar settu á okkur hryðjuverkalög.
Er þetta ekki sanngjörn og eðlileg leið til að ljúka þessu máli?
Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.
![]() |
Utan til funda vegna Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook
Miðvikudagur, 27. janúar 2010
Seðlabankastjóri fór með sína útgáfu af Þorraþrælnum.
Það er ljóst að í augum fjárbóndans á Svörtuloftum geisar hér enn ofsaveður með miklum frosthörkum og jarðbönnum. Ekkert vit er að hleypa fénu í fjárhúsum Svörtulofta á beit utandyra. Þar er því voðinn vís, þar mun það allt falla.
Halda verður áfram fullri gjöf á húsi. Að minnka gjöf núna að einhverju marki þýðir að féð gæti orðið svangt og farið að leita út og þá skapast hætta á fjárfelli. Lítillega skal þó minnka gjöfina þannig að féð fitni áfram en hlaupi ekki í spik.
Eru þetta búhyggindi hjá fjárbóndanum á Svörtuloftum eða glópska?
Líklega hefðu fleiri landsmenn skilið Seðlabankastjóra ef hann hefði einfaldlega staðið upp á fundinum í morgun og lesið upp hægt og rólega eftirfarandi:
Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.Nú er frost á Fróni,
frýs í æðum blóð,
kveður kuldaljóð
Kári í jötunmóð.
Yfir laxalóni
liggur klakaþil,
hlær við hríðarbyl
hamragil.
Mararbára blá
brotnar þung og há
unnarsteinum á,
yggld og grett á brá.
Yfir aflatjóni
æðrast skipstjórinn,
harmar hlutinn sinn
hásetinn.
Horfir á heyjaforðann
hryggur búandinn:
,,Minnkar stabbinn minn,
magnast harðindin. -
Nú er hann enn á norðan,
næðir kuldaél,
yfir móa og mel
myrkt sem hel.
Bóndans býli á
björtum þeytir snjá,
hjúin döpur hjá
honum sitja þá.
Hvítleit hringaskorðan
huggar manninn trautt;
Brátt er búrið autt,
búið snautt.
Þögull Þorri heyrir
þetta harmakvein
gefur grið ei nein,
glíkur hörðum stein,
engri skepnu eirir,
alla fjær og nær
kuldaklónum slær
og kalt við hlær:
,,Bóndi minn, þitt bú
betur stunda þú.
Hugarhrelling sú,
er hart þér þjakar nú,
þá mun hverfa, en fleiri
höpp þér falla í skaut.
Senn er sigruð þraut,
ég svíf á braut.
![]() |
Óvissa um efnahagshorfur eykst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:09 | Slóð | Facebook
Þriðjudagur, 26. janúar 2010
Mun fjárbóndinn á Svörtuloftum minnka gjöfina á garðann?
Á morgun tekur fjárbóndinn á Svörtuloftum og húskarlar hans ákvörðun um hvort minnka eigi gjöfina á garðann næsta mánuðinn. Hrakviðrið sem hefur geisað undanfarin misseri er að mestu gengið niður og því ætti að vera óþarfi að halda öllu fénu á húsi.
Þó bóndi hafi minnkað nokkuð gjöfina undanfarna mánuði þá velur féð samt að hanga á húsi. Það þorir ekki út þó veðrið sé orðið skaplegt og víða megi finna græn tún og engi.
Eftir mikinn fjárfellir undanfarinna missera er féð hrætt og allir vilja vera gætnir en bóndi veit líka að það eru lítil búhyggindi að hafa féð allt á húsi.
Eina leiðin til að ná fénu út er að minnka gjöfina á garðann. Ef bóndi minnkar gjöfina þá verður féð svangt og byrjar að leita út. Þar bíða víða grænir balar og brekkur. Minnki bóndi verulega gjöfina þá má jafnvel ætla að aðkomuféð sem mikið er af og hraktist inn í fjárhúsin á Svörtuloftum í ofsaveðrum síðustu missera, það fari líka að kíkja út á grænar nálar.
Smalarnir bíða óþreyjufullir eftir að bóndi minnki gjöfina á garðann svo eitthvað af fénu fari að kíkja út og fari að bíta úr nálinni. Eins og góðum smölum sæmir þá vita þeir um marga góða bala og brekkur þar sem féð verður fljótt vænt og bústið komist það þar á beit.
En meðan fjárbóndinn á Svörtuloftum gefur jafn vel á garðann og nú þá heldur féð sig innandyra því féð gerir meira en halda holdum á fóðrum hjá bónda, það fitnar. Á meðan staðan er þannig þá sitja smalarnir aðgerðarlausir og ekkert fé bítur grænu balana og brekkurnar.
Á meðan ekkert fé bítur balana og brekkurnar gengur hratt á stabbann hjá bónda.
Hvað gerir fjárbóndinn á Svörtuloftum á morgun?
Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.
![]() |
Spáir lækkun stýrivaxta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:11 | Slóð | Facebook
Mánudagur, 25. janúar 2010
InDefence með mótleik gegn þunglyndisrausi ríkistjórnarinnar.
Frá því forseti synjaði Icesave lögunum staðfestingar þá hafa stjórnvöld farið hamförum. Endalausar heimsenda- og hamfaraspár hafa dunið á þjóðinni. Þá hafa forystumenn ríkisstjórnarinnar verið óþreytandi að úthúða þeim sem skoruðu á forsetann að hafna Icesave lögunum staðfestingar.
Þessi áróður ríkisstjórnarinnar hefur dunið á þjóðinni með vaxandi þunga. Síðast í gær var fyrrum aðstoðarmaður formanns íslensku samninganefndarinnar mættur að eigin ósk í Silfur Egils til að hóta þjóðinni með eldi og brennisteini felli hún samninginn. Þessi fyrrum aðstoðarmaður Svavars Gestssonar skautaði reyndar þannig á atriðum málsins að ég skildi ekki samhengið í því sem hann var að segja. Það eina sem ég skildi voru þessar innihaldslausu hótanir sem við höfum svo oft heyrt og að það yrði bara að samþykkja þetta mál alveg óháð því að allir eru því sammála að þetta eru óréttlátir nauðasamningar sem engin vill eða ætti að samþykkja. Við yrðum samt að samþykkja þá. Ekki var þetta framlag aðstoðarmannsins til að bæta skilning minn á þessu máli.
Mig óar við ef það verða slíkir menn sem leiða umræðuna í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Menn eins og alþingismaðurinn sem hótaði forsetanum í fjölmiðlum að forseti yrði að skrifa undir Icesave lögin ekki síðar en sunnudaginn 3. janúar annars hryndi Íslenski hlutabréfamarkaðurinn þegar markaðir opnuð á mánudagsmorgni. Forsetinn skrifaði ekki undir og að sjálfsögðu haggaðist hlutabréfamarkaðurinn ekkert. Allar þessar hótanir, allar þessar heimsendaspár, allt þetta þunglyndisrugl, ekkert af þessu hefur ræst. Þetta hefur allt reynst innantómt raus fólks með rangt mat og ranga sýn á stöðu mála. Ég verð nú bara að segja það, mér finnst þetta fólk sem sér svona ofboðslegt svartnætti framundan að það er eins og lífið sé nánast búið hafni þjóðin Icesave, þetta fólk eigi að leita sér aðstoðar. Það eru til lyf við svona þunglyndi.
Þess vegna fagna ég í dag þessu framlagi InDefence að fara í fundarherferð um landið. Þeir sem standa að þessu áhugamannafélagi, þeir tala skiljanlegt mál, þeir skilja út á hvað málið gengur og þeir geta miðlað þeim skilningi til annarra.
Einhver von er nú til þess að þjóðin fái líka réttar og hlutlausar upplýsingar um þetta Icesave mál.
Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.
![]() |
Indefence á leið í fundaherferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:21 | Slóð | Facebook
Laugardagur, 23. janúar 2010
"Leggja til" sameiningu stofnana.
Þetta er kunnuglegt orðalag. Þetta höfum við öll heyrt svo oft áður. Nefnd "leggur til" að farið verði í aðgerðir til að auka hagræði og skilvísi í stjórnsýslunni.
Þegar slíkar skýrslur hafa verið lagðar fram er gert upp við nefndarmenn og skýrslunni komið þægilega fyrir í einhverjum skjalaskápnum. Næsta mál takk.
Þannig hafa hlaðist upp fjöldi skýrslna og álita í skjalageymslunum ráðuneytanna, skýrslur og álit sem engin gerir síðan neitt með.
Er einhver von til þess að núverandi ríkisstjórn komi þjóðinni þægilega á óvart og framkvæmi eitthvað af loforðum sínum um breytingar á stjórsýslunni eða breyti skipan stjórnsýslustofnana eins og þessi nefnd leggur til? Hefur einhver trú á því að þessi ríkisstjórnin fari í breytingar á stjórnsýslunni sem hafa í för með sér sparnað og jafnvel fækkun stjórnenda og starfsfólks?
Hefur einhver trú að því að þessi ríkistjórn hafi vilja og getu til að berja slíkar breytingar í gegnum embættismannakerfið? Embættismannakerfi sem engum hefur hingað til tekist að hrófla við?
Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.
![]() |
Stjórnsýslustofnanir sameinist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:10 | Slóð | Facebook
Fimmtudagur, 21. janúar 2010
Icesave kosningin snýst um lífsýn bóndans og víkingsins.
Það eru áhöld um það í samfélaginu hvort þjóðin standi sterkari eftir taki hún á sig auknar skuldbindingar og lán með því að samþykkja Icesave-2. Hér skiptast menn í tvo hópa.
Annar hópurinn heldur því fram að því meira af skuldbindingum og lánum sem þjóðin tekur því betra verði orðspor hennar í útlöndum og með auknum lánum verði hún líklegri til að geta staðið í skilum.
Hinn hópurinn heldur því fram að því minna af skuldbindingum og lánum sem þjóðin tekur því betra verði orðspor hennar í útlöndum og með lægri lánum verði hún líklegri til að geta staðið í skilum.
Um þetta er það mikill ágreiningur að efnt hefur verið til þjóðaratkvæðagreiðslu 6. mars nk. til að fá úr því skorið hvora leiðina þjóðin vill fara.
Á Landnámsöld voru forfeður okkar ýmist bændur eða víkingar. Í eðli sínu snýst þessi þjóðaratkvæðagreiðslan um lífsýn bóndans og víkingsins.
- Víkingurinn vill taka meiri lán og taka á sig meiri skuldbindingar því víkingurinn telur að því meiri sem lánin eru því auðveldara verði að borga af þeim.
- Víkingnum er umhugað um orðspor sitt í útlöndum, vill láta tala vel um sig og vill líta vel út þegar hann spókar sig um í höllum erlendra höfðingja.
- Bóndinn vill ekki taka meiri lán, lán sem hann er ekki 100% viss um að geta staðið við að greiða af. Bónda finnst nóg komið af lántökum og skuldbindingum. Nú er mál að linni.
- Bóndinn blæs á eitthvað ímyndað orðspor í útlöndum. Bóndi veit að þar þarf ekkert orðspor til þess að selja fisk, veitingar og ál.
Á hitt ber að líta að á meðan ekki er deilt um alvarlegri hluti en peninga og fjármál á Íslandi þá erum við í góðum málum.
Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.
![]() |
Styðji Ísland af öllum mætti verði útkoman nei |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook
Miðvikudagur, 20. janúar 2010
Setja verður miklu strangari lög og reglur á bankana.
Núverandi lagaumhverfi þar sem bönkum og dótturfélögum þeirra er heimilað að vera á kafi í gambli í fasteignaverkefnum, fyrirtækjarekstri o.s.frv. það er ekki í boðleg staða.
Núverandi lagaumhverfi þar sem yfirmönnum og útibústjórum bankana er heimilt að vera hluthafar í fyrirtækum sem eru í viðskiptum hjá þeim sjálfum það er ekki boðleg staða. Að stjórnendur bankana hafi verið í aðstöðu til að útvega eigin fyrirtækjum botnlaus lán og fyrirgreiðslu, það er ekki boðlegt.
Núverandi lagaumhverfi þar sem stórum eigendum bankana er leyft að eiga fyrirtæki sem eru í viðskiptum við þeirra eigin banka, það er ekki boðlegt. Við vitum hvernig það endaði. Kaupþing lánaði fyrirtækum eigenda sinna yfir 500 milljarða. Allt þetta fé er að mestu glatað.
Núverandi lagaumhverfi er ávísun á sukk, spillingu og ógætilega meðhöndlun fjár. Eins hindrar það samkeppni. Það er sterk tilhneiging hjá bönkunum, stjórnendum þeirra og eigendum að veita eigin fyrirtækum "sérstaka" fyrirgreiðslu og setja um leið fótinn fyrir þau fyrirtæki sem eru í samkeppni við þessi fyrirtækja þeirra.
Ég skora á stjórnvöld að setja strangari lög og reglur á bankana, starfsmenn þeirra og eigendur. Lög og reglur í ætt við það sem víða tíðkast erlendis. Sjá þessa punkta hér:
- Bönkum og dótturfélögum þeirra verði bannað að eiga í fyrirtækjum á samkeppnismarkaði.
- Einstaklingar og fyrirtæki sem eiga meira en 1% til 2% í banka verði bannað að eiga í fyrirtækum á samkeppnismarkaði.
- Bankar sem eru fyrirtæki með ríkisábyrgð í formi þess að Seðlabankinn er lánveitandi þeirra til þrautavara verði bannað að hagnast meira en sem nemur 15% af eigið fé á ári. Ef hagnaður verður meiri þá er það skylda bankans að minnka vaxtamun eða lækka þjónustugjöld. Þannig reglur eru víða og með þeim er komið í veg fyrir að bankar féfletti almenning og fyrirtæki.
- Starfsmönnum banka sem gegna stjórnunarstöðum verði bannað að eiga hlutabréf í fyrirtækum á samkeppnismarkaði. Þannig reglur gilda t.d í Danmörku.
Komum í veg fyrir aðra helreið í boði bankana, starfsmanna þeirra og eigenda.
Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.
![]() |
Rætt um eignarhald á bönkunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:06 | Slóð | Facebook
Þriðjudagur, 19. janúar 2010
Besta frétt dagsins: Kosið 6. mars 2010.
Því ber að fagna að kjördagur í þjóðaratkvæðagreiðslunni hefur verið ákveðinn. Því ber að fagna að þetta mál skuli lagt í dóm þjóðarinnar. Því ber að fagna að þjóðin skuli nú í fyrsta sinn frá 1944 ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu um ákveðið mál. Lýðræðissinnar á Íslandi hljóta að fagna í dag.
Í fjölmiðlum hefur komið fram að margir áhrifamenn í samfélaginu vilja afnema þennan málskotsrétt forseta.
Sumir segja það hreint út að þeir vilja ekki að þjóðin geti kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslum.
Aðrir vilja hafa þjóðaratkvæðagreiðslur en setja um það mjög ströng lög og skilyrði hvað má fara í slíka kosningu og hvað ekki.
Enn aðrir vilja að hægt verði að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu en það verði þá gert í gegnum þingið og að þingmenn og þar með flokkarnir stýri því ferli og stjórni.
Þeir sem mest tjá sig um þetta mál og heimta breytingar, þeir tala illa um stjórnarskána, þeir tala illa um það fólk sem skrifaði og setti stjórnarskrána, þeir tala illa um þann grunn sem þetta samfélag byggir á.
Ég spyr á móti, er þessi málskotsréttur ekki bara vel komin þar sem hann er? Til hvers að breyta stjórnarskránni til þess eins að taka þetta vald frá forsetaembættinu og færa til þingsins? Fyrir hvern er verið að gera það? Er þjóðin eitthvað bættari með það?
Ég held við eigum að halda okkur við stjórnarskrána eins og hún er hvað þetta varðar. Við eigum að sýna mikla íhaldssemi þegar stjórnmálamen sem tímabundið gegna einhverjum áhrifastöðum fara að tala illa um stjórnarskrána og heimta að henni verði breitt hið snarasta.
Það er búið að sýna sig að stjórnarskráin okkar er að virka vel.
Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.
![]() |
Kosið 6. mars |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:32 | Slóð | Facebook