Er umhverfisráðherra hryðjuverkamaður eða frelsishetja?

Með því að hengja sig á smáatriði í Skipulags- og byggingalögum hefur umhverfisráðherra tekist að stöðva um óákveðin tíma allar framkvæmdir við virkjanir í neðri hluta Þjórsár.

IMG_0025Einhver hluti kjósenda VG fagnar í dag og horfir til Svanhvítar Svavarsdóttur sem frelsishetju. Frelsishetju sem er að takast að stöðva hin illu öfl sem vinna leynt og ljóst að því að eyðileggja náttúru Íslands.

Hinn hluti þjóðarinnar lítur á Svanhvíti Svavarsdóttur sem hryðjuverkamann sem með framgöngu sinni er að valda þjóðinni miklu tjóni.

Ég tilheyri síðari hópnum.

  • Mér er algjörlega fyrirmunað að skilja að ráðherra í ríkistjórn Íslands  skuli með öllum ráðum reyna að leggja stein í götu atvinnuuppbyggingar á Íslandi.  
  • Mér er algjörlega fyrirmunað að skilja þessa pólitík að sum starfsemi sem skapar hér störf og tekjur, þau störf eru velkomin en önnur störf, jafn vel ef ekki betur borguð, þau eigi að forðast eins og pestina.
  • Mér er algjörlega fyrirmunað að skilja það fólk sem reynir með öllum ráðum að koma í veg fyrir það að þjóðin nýti náttúruauðlindir sínar. 

Íslands óhamingju verður allt að vopni þessi misserin.

Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.

 


mbl.is Synjar skipulagi við Þjórsá staðfestingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Með lögum skal land byggja og ólögum eiða, stendur einhverstaðar og vísar til þess að til séu tvennskonar lög.

Svandís virðist vera ansi hreint þefnæm á ólögin, svo að vísast ræðst hún í að lagfæra þau spjöll sem unnin voru er Öxará varð til.  Þar hljóta þessir ótætis sjálfstæðis menn að hafa verið að verki.

Hrólfur Þ Hraundal, 2.2.2010 kl. 13:49

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Mér sýnist hún vera að ástunda rétta stjórnsýslu Friðrik.  Ekki blanda saman umhverfishryðjuverkum sjálfstæðismanna og mútustarfsemi við atvinnuuppbyggingu í þágu þjóðarinnar.  Sjálfstæðismenn hafa alltaf umgengist auðlindir þjóðarinnar sem sína prívat og persónulegu eign. Nú verður vonandi breyting þar á og von að einstaka maður reki upp gól

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.2.2010 kl. 14:04

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Jóhannes.

Ekki ætla ég að verja stefnu og framgöngu Sjálfstæðismanna í auðlinda og orkumálum síðustu tvö til þrjú ár, eða frá því ríkið ákvað að selja einkaaðilum hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja og bannaði um leið sveitarfélögunum að kaupa þann hlut.

Það voru að mínu mati svik við stefnu Sjálfstæðisflokksins og okkur stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins. Sátt hafði verið um það í flokknum átatugum saman að orkuauðlindirnar skildu vera í eigu almennings. Þess vegna var og er Landsvirkjun í eigu ríkisins.

Hvort umhverfisráherra er að ástunda rétta stjórnsýslu er umdeilanlegt.

Tjónið og tafirnar sem þessi ákvörðun umhverfisráðherra er og mun valda vegna þess að nú dregst það um vikur, mánuði eða ár að hér verði til hundruð nýrra starfa og nú dregst það um vikur, mánuði eða ár að 25,5% virðisaukaskattur af öllum aðföngum og vinnu við framkvæmdirnar skili sér inn í ríkisjóð sem aftur þýðir að ríkið þarf annað tveggja að hækka skatta á almenning eða draga enn meira saman, þetta tjón er óumdeilt og það er mjög mikið.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 2.2.2010 kl. 14:48

4 identicon

Svandís segist hafna staðfestingu aðalskipulags Flóahrepps vegna málsmeðferðar en í niðurlagi bréfs til Flóahrepps býðst Svandís til þess að staðfesta efnislega breytta aðalskipulagstillögu, þ.e. án virkjunar. Þar með er hún farin að skilyrða staðfestinguna við efnisinnihald tillögunnar.

Guðmundur Stefánsson (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 17:05

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér skilst að Svandís átti sig á því að hún er umhverfisráðherra en ekki starfsmaður Landsvirkjunar. Ætli ráðuneyti umhverfis sé svona bara til að setja á umhverfisníðslu okkar vingjarnlegt yfirbragð?

Á hverju eigum við að lifa ef við megum ekki virkja? spyr hver afglapinn annan. Ég spyr á móti: Á hverju eiga næstu kynslóðir þess lands að lifa hér á Íslandi ef við sjálf eygjum enga von í þessu landi ef við getum ekki virkjað fyrir 2 eða fleiri risálver árlega?

Áfram á þessari leið Svandís! Þér var trúað fyrir mjög vandasömu verkefni.

Árni Gunnarsson, 3.2.2010 kl. 09:49

6 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Sammála þér hér Friðrik. En vill þó taka fram að þetta með kostnaðinn á skipulagsvinnunni er vafamál sem kannski er betra að hreinsa áður en leyfi er veitt.

Við Íslendingar erum í þeim sporum núna að við verðum að stórauka (svo vægt sé að orðum komist) gjaldeyristekjur okkar til nokkurra áratuga. Beinasta og mest borðleggjandi leiðin til þess er að stórauka iðnað til útfluttnings. Gagnaver og alls kyns framleiðslu. Til þess þarf rafmagn og mikið af því. Til að fá það þarf að virkja.

Það er eins og Svandís skilji þetta ekki og setji því stein í götu iðnaðaruppbyggingu við hvert tækifæri, eins og Þórunn Sveinbjarnar gerði á undan henni.

Ég fagna einnig þeirri þróun sem virðist vera að koma fram að fara í annan iðnað en bara álver. Gagnaver og annað er góð viðbót við þessa flóru.

Árni, komandi kynslóðir verða að kljást við skuldabaggann í áratugi ef okkur tekst ekki að koma iðnaði, gjaldeyrisöflun, atvinnulífi og útfluttningi í blússandi gang. Já, þannig er nú bara það. Ég allavega vill að börnin mín erfi sem minnst af þessu skuldafjalli sem við erum að safna núna, ég vill tækla það núna og á sem minnstum tíma. Það verður gert einungis með gífurlega öflugri iðnaðaruppbyggingu. Nú, eða við biðjum um kraftaverk, að fiskistofnar okkar margfaldist í stofnstærð svo að kvótinn geti margfaldast. En það er harla ólíklegt. 

Sigurjón Sveinsson, 3.2.2010 kl. 10:18

7 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Árni

Seint hefði húsfreyjan á Höfða á Höfðaströnd bannað húskörlum sínum að sækja sér egg og fugl í Drangey.

Frá því á landnámsöld var Drangey ein helsta náttúruauðlind Skagfirðinga. Þessi náttúruauðlind var nytjuð þar til fyrir um hálfum mannsaldri síðan og var lífsbjörg margra fjölskyldna mörg harðindaárin.

Í dag er ekki litið á Drangey sem náttúruauðlind sem færir Skagfirðingum lífsbjörgina.

Með þeim tækniframförum sem unnið er að víða um heima þá verða fallvötnin okkar orðin að samskonar "náttúruauðlindum" og Drangey er Skagfirðingum í dag.

Við eigum örfá ár eða áratugi í að það verði staðan. Þessi ár eigum við að nýta til að virkja þannig að við stöndum hér uppi með sem mest af skuldlausum vatnsaflsvirkjunum þegar staðan verður sú að um allan heim býðst ódýrara rafmagn en fæst með vatnsaflsvirkjunum. Gleymum því ekki að líftími þessara virkjana er 100  til 300 ár. Þessar peningavélar sem skuldlausar vatnsaflsvirkjanir eru eiga að vera okkar framlag til næstu kynslóða.

Seint hefði húsfreyjan á Höfða á Höfðaströnd bannað húskörlum sínum að sækja sér egg og fugl í Drangey.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 3.2.2010 kl. 13:17

8 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Lifi spillingin og dassi af heimsku.

Andrés Kristjánsson, 5.2.2010 kl. 03:11

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband