Verklítil ríkistjórn fagnar árs afmæli.

Í dag fagnar ríkistjórnin árs afmæli. Ríkisstjórnin tók við slæmu búi fyrir ári síðan. Á þessu ári sem liðið er hefur ríkisstjórninni tekist að gera slæmt ástand enn verra.

IMG_0024Hver mistökin á eftir öðrum hafa verið gerð. 

  • Ríkisstjórnin valdi að semja við Breta og Hollendinga um Icesave á grunni óboðlegs samningsuppkasts sem fyrri ríkisstjórn hafði klúðrast til að undirrita við annan aðilan, Hollendinga, í október 2008. Ríkistjórnin valdi að þvinga óboðlegan nauðasamning í gegnum þingið með þeim afleiðingum að 25% atkvæðisbærra manna á Íslandi varð svo misboðið að hann skoraði á forseta Íslands að synja þessum Icesave lögunum staðfestingar. Ríkisstjórnin á nú í stríði við þjóð sína og forseta með óboðlegan nauðasamning í höndunum sem hún er enn að verja og krefst að þjóðin samþykki.
  • Ríkisstjórnin hefur ekkert gert í því að taka upp málstað okkar Íslendinga gagnvart Bretum og krafist bóta vegna þess tjóns sem hér varð þegar Bretar settu á okkur hryðjuverkalög og lýstu því yfir á alþjóðlegum vettvangi að Ísland væri gjaldþrota. Þessi árás Breta á okkur er einhver svívirðilegasta efnahagsárás sem nokkurt ríki í vestur Evrópu hefur orðið fyrir frá stríðslokum. Ríkisstjórnin hefur valið í þessu máli að setja kíkirinn fyrir blinda augað, að sjá ekki neitt, að gera ekki neitt.
  • Aðgerðir ríkisstjórnarinnar í þágu skuldavanda heimilana hafa verið með þeim hætti að það mætir stækkandi hópur mótmælenda um hverja helgi til að mótmæla þeim vettlingatökum sem stjórnvöld hafa hingað til boðið almenningi upp á. Hagsmunir fjármagnseigenda og fjármálastofnana eru látnir hafa allan forgang. Skjaldborg heimilana byggist á því að ef greiðslubyrgði er tímabundið lækkuð þá munu bankarnir vinna það allt upp og rúmlega það á komandi árum. Skjaldborg var slegin um bankana, ekki um heimilin.
  • Lítið fer fyrir aðgerðum ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum. Umhverfisráðuneytinu er beitt með öllum ráðum til að stöðva þau fáu verkefni sem enn er verið a skoða. Lítið er gert til að nýta þau tækifæri sem eru í hendi og eru í boði. Til marks um það þá hefur ekki eitt einasta starf enn orðið til í samstarfi ríkisstjórnarinnar og lífeyrissjóðanna. Eina sjáanlega framlagið til atvinnumála á þessu fyrsta ári ríkisstjórnarinnar er að Vinnumálastofnun fór að aðstoða Íslendinga við að fá vinnu erlendis og aðstoða ungar íslenskar barnafjölskyldur að flytja úr landi.
  • Ríkisfjármálin voru leyst á þann billegasta hátt sem hugsast gat. Allir liðir sem heita framkvæmdir og viðhald voru einfaldlega fjarlægðir úr fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2010. Það sem upp á vantaði til að loka fjárlagagatinu verður sótt með því að hækka skatta. Lítið sem ekkert hefur enn verið tekið á ofvexti ríkisins undanfarin góðærisár.

Vandamál þessarar ríkistjórnar felst ekki í því að ráðherrar hennar vinni ekki nógu langa vinnudaga. Það að eiða 16 til 18 tímum á dag í vinnunni og sitja ótal fundi, það hefur ekkert með það að gera hverju menn koma í verk.

Í sumarfríum sínum dytta margir að eignum sínum. Það tekur suma heimilisfeður einn morgun að mála eitt lítið barnaherbergi. Aðra heimilisfeður tekur það marga daga að mála eitt lítið barnaherbergi og eru þeir þó að sívinnandi við að mála herbergið frá morgni til kvölds. Það eru verklitlir menn.

Þessi ríkisstjórn er verklítil.

Ef ríkisstjórnin ætlar að halda áfram stríði sínu við forsetann og þjóðina í Icesave málinu, ætlar ekkert að gera varðandi hryðjuverkaárás Breta á okkur, slær skjaldborg um bankana en ekki heimilin, hefur ekkert frumkvæði í að skapa störf strax með sértækum aðgerðum í atvinnumálum í samvinnu við lífeyrissjóðina og leysir ríkisfjármálin með því einu að ráðast á verktaka- og byggingarstarfsemina í landinu og hækka skatta, þá er þetta ríkisstjórn sem þjóðin þarf að losa sig við hið fyrsta.

Það er ekki verklítil ríkistjórn sem þjóðin þarf nú á að halda. Nú þarf að láta verkin tala.

Er einhver von til þess að þessi ríkisstjórn vendi sínu kvæði í kross og fari að láta verkin tala?

Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.

 


mbl.is Mörg stórmál óleyst á ársafmæli stjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er algjörlega rangt að segja að þessi ríkisstjórn verklitla. Ég vil leyfa mér að fullyrða að engin ríkisstjórn í lýðveldissögunni hefur komið jafn miklu í verk á jafn skömmum tíma við jafn hrikalega erfiðar aðstæður, bæði hvað varðar ástand i þjóðfélaginu og ekki síður hvað varðar stjórnarandstöðu sem hefur tafið, spillt, tætt og rægt nánast allt sem stjórnin hefur gert.

ÞETTA  ER  DUGMIKIL  RÍKISSTJÓRN  OG  HEFUR  ÞEGAR  UNNIР MIKIР OG  VEL.  AР SEGJA  ANNAР ER  BARA VANÞAKKLÆTI  OG  HREINNLEGA  RANGT.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.2.2010 kl. 19:49

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Friðrik Hansen Guðmundsson.

Ég tek undir með þér þessi stjórn lofaði öllu fögru, bjarga heimilum í landinu, fyrirtækjunum og koma öllu í lag ekkert mál sögðu þau bæði Jóhanna og Steingrímur.

Hvað hefur skeð síðan akkúrat ekkert nema það er verið að auka starfkraft í stjórnarráðinu á sama tíma er verið að segja upp fólki í stórum stíl. Þetta sínir að þau ráða ekkert við stjórnmálaástandið. Burt með þetta lið, við verðum að fá fólk til starfa sem við treystum.

Það gekk fram að mér þegar Steinunn Valdís Óskarsdóttir vildi láta rannsaka Írakstríðið. Þarna sjáið þið í hnotskurn hvernig þetta Samfylkingarfólk gengur fram af þjóðinni. Á meðan er öllum að blæða út fólkið í landinu er að sturlast vegna seinna gangs í úræðum handa þjóðinni, skildi engum undra það eitt.

 Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 1.2.2010 kl. 23:05

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæl Hólmfríður

Icesave, skuldavandi heimilanna og atvinnumálin, þetta eru að mínu mati þrjú stærstu málin.  Núverandi stjórnvöldum hefur ekki borið gæfa til að leysa þessi mál með þeim hætti að sátt er um. Auðvita er ekki hægt að gera öllum til hæfis en í þessum þrem þungu málum hlýtur það að vera lámarks krafa að ríkisstjórnin komi með lausnir sem að minnsta kosti tæpur meirihluti samfélagsins er sáttur við.

  • Af hverju í ósköpum er ríkistjórnin að keyra þetta Icesave mál í gegn í andstöðu við 2/3 hluta landsmanna?
  • Af hverju í ósköpum eru lausnir ríkistjórnarinnar í skuldavanda heimilanna þannig úr garði gerðar að 91% þjóðarinnar eru óánægðar með þær lausnir?
  • Af hverju í ósköpunum er ríkistjórnin að tefja fyrir og stöðva atvinnuuppbyggingu í orkufrekum iðnaði í mesta atvinnuleysi Íslandssögunnar?

Í ýmsum málaflokkum sem Danir myndu kalla "småtings afdelingen" eða smáhlutadeildina þar hefur ríkisstjórnin vissulega verð að hamast, setja lög og vinna vel.  

Í lok dags er samt bara eitt sem skiptir máli og það er hvaða árangur hefur náðst.

Vel má vera að það sé vanþakklæti af minni hálfu en ég er ekki sáttur við það sem ríkistjórnin er að gera í okkar stærstu málum.

Ég held að þessi ríkistjórn hafi burði til að gera miklu betur. En til að gera betur þá má ríkistjórnin ekki keyra í blindni niður einstefnugötu þráhyggjunnar í þeim málum sem hún þarf að leysa. Ríkistjórnin verður að vinna með fólkinu í landinu, ekki á móti því.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 2.2.2010 kl. 10:14

4 identicon

Hólmfríður, ekki veit ég á hvaða plánetu þú býrð en það er greinilega allt annar veruleiki hjá þér heldur en okkur hinum.

þessi ríkisstjórn er á góðri leið til að koma Íslandi fyrir kattarnef og að SEGJA ANNAÐ ER BARA HEIMSKA OG AFNEITUN Á RAUNVERULEIKANUM

Vonast til að þú farir að koma aftur í hóp íslendinga sem vilja landi sínu og þjóð vel.

Virðingarfyllst

Þórður G. Sigfriðsson

þórður G. Sigfriðsson (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 10:38

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband