Aflaverðmæti upp úr sjó 106 milljarðar en skuldir 500 til 900 milljarðar?

Aflaverðmæti upp úr sjó fyrstu 11 mánuði síðasta árs var um 106 milljarðar króna. Skuldir sem hvíla á sjávarútvegnum eru nokkuð á reiki en eftir því sem næst verður komist liggja þær á bilinu 500 til 900 milljarðar króna.

IMG_0037Frá upphafi hefur kvótakerfið snúist um gríðarlegar veðsetningar og lántökur. Þeir sem eignuðust kvótann í upphafi eru meira og minna búnir að "kassera inn" hagnaðinn af þessari eignatilfærslu. Eftir stendur yfirveðsett atvinnugrein. Þeir sem keyptu af upphaflegu kvótaeigendunum, þeir eru einnig byrjaðir að selja sig út út greininni með sama hætti, það er ná hámarks verði fyrir aflaheimildirnar. Þannig viðhelds þessi gríðarlega skuldsetning í greininni og þannig mun þetta verða um ókomin ár að öllu óbreyttu.

Fyrir íslenska samfélagið þýðir þessi gríðarlega skuldsetning það að arðurinn af auðlindinni hann hverfur allur úr landi í formi fjármagnskostnaðar til þeirra erlendu banka sem hafa lánað íslenskum útgerðum og útgerðamönnum. Deutche bank er talin eiga milli 60% til 80% af þessum skuldum.

Hvort heldur talan er rétt, 500 eða 900 milljarðar króna sem sjávarútvegurinn skuldar þá hljóta vaxtagreiðslur í greininni á fyrstu 11 mánuðum síðasta árs að hafa verið milli 20 til 40 milljarðar króna. Afalverðmæti upp úr sjó var eins og áður sagði 106 milljarðar króna. Allur arðurinn af sjávarútvegnum fer í að greiða vexti, það er ljóst.

Íslenskir útgerðamenn og sjómenn eru i dag í raun daglaunamenn sem eru að nytja helstu náttúruauðlind þjóðarinnar fyrir erlenda banka og fjármálastofnanir. Allur arðurinn af þessari náttúruauðlind okkar rennur í dag úr landi til erlendra banka og fjármálafyrirtækja. Eftir í landinu verða í mesta lagi einhverjar skatttekjur af vinnulaunum þessara manna.

Er ekki rétt að menn setjist niður og finni leið sem tryggir það að fólkið í landinu fái arðinn af auðlindinni, ekki erlendir bankar og fjármálastofnanir?

Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.

 


mbl.is Aflaverðmæti jókst á síðasta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Fjármálaspilling og pólitísk spilling er búin að taka yfir alla skynsamlega niðurstöðu úr skoðanaskiptum í þessari umræðu. Síðan kemur margnefnt exel að málinu og þá er orðið útilokað að eðlileg skynsemi fái nokkurn aðgang. Ég var á opnum fundi um stjórnun fiskveiða í gærkvöld. Til fundarins var boðað í húskynnum Vinstri grænna við Suðurgötu. U.þ.b. 10 mættu, meðtalinn sjávarútvegsráðherra.

Þarna voru í það minnsta tveir ungir menn sem töluðu af meiri skynsemi um þessi mál en ég minnist að hafa heyrt áður. Annar, Finnbogi Vikar er nemandi á Bifröst og tilnefndur af Hreyfingunni í nefnd þá sem ráðherra skipaði til að leita að sáttaniðurstöðu í fyrirhugaðri breytingu á lögum. Hann hefur unnið mjög gott starf á stuttum tíma og safnað gífurlega miklum og gagnlegum upplýsingum. Enginn nú- né fyrrverandi sjávarútvegsráðherra tel ég að búi að helmingi þeirrar þekkingar sem þessi piltur hefur aflað sér á stuttum tíma. Hann hefur engra hagsmuna að gæta en er að leita að raunveruleika sem auðvitað fær ekki frið þegar pólitíkusar taka til máls og drepa aðalatriðum á dreif með orðhengilshætti.

Sjávarútvegsráðherra talaði lengst: Man ekki hvort hann sagði eitthvað.

Árni Gunnarsson, 17.2.2010 kl. 14:00

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

P.s. Fyrirhuguð fyrningarleið mun ekki hefjast næsta haust eins og ákveðið hafði verið af ríkisstjórn. Nefndin hefur ekki skilað niðurstöðu. Engir fundir hafa nefnilega verið haldnir í nefndinni ennþá síðan í nóvember.

Ef við bærum gæfu til að losna við Alþingi og ríkisstjórn í svosem fjögur- fimm ár gæti þessi þjóð auðveldlega komist í sæmileg efni og öllum liðið vel.

Í það minnsta í sálinni.

Árni Gunnarsson, 17.2.2010 kl. 14:06

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Í reynd eru það skipin sem eru veðsett en ekki kvótinn. Kvótaúthlutunin er vandamálið og meðferð kvótahafa á þessum heimildum. Framsalið var ákveðin viðurkenning á ráðstöfunarrétti kvótahafa yfir heimildunum og myndaði þann "eignarrétt" sem öllum ófriðinum hefur valdið æ síðan. Yfirveðsetningin sem færði útgerðarmönnum spilapeninga til að gambla með í Kauphöllinni er þeirra vandamál og bankanna. Þessi mikla skuldsetning má ekki vera ástæða fyrir að viðhalda óbreyttu kerfi heldur þvert á móti. Hugsa þarf allt upp á nýtt koma hér á kerfi sem hefur að markmiði hámarksnýtingu með byggðasjónarmið sem grunnviðmið. Breytum þessum atvinnuvegi í raunverulegan iðnað og hættum að vera hráefnisframleiðendur og flytja störfin úr landi. Fiskréttaverksmiðjur í hvert sjávarþorp er það sem koma skal.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 17.2.2010 kl. 15:38

4 identicon

Skynsamlega mælt. Svo má bæta við að það er í þokkabót óþolandi að þessi vinna fyrir erlenda banka og fjármálastofnanir skuli brjóta í bág við mannréttindi. Þess þá heldur að íslenska ríkið skuli hundsa skýr tilmæli mannréttindanefndar SÞ og brjóta því í ofanálag eigin fyrirheit og loforð sem gefin hafa verið um að virða úrskurði nefndarinnar.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 22:17

5 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Þetta er nú ofrausn hjá þér, að segja að stærstur hluti aflaheimilda (hlutdeildar) hafi gengið kaupum og sölum milli aðila og geir þú því þar af leiðandi skóna, að ótengdir aðilar fari nú með hlutdeildina núna.

Þetta er ekki allskostar rétt, því að í flestum tilfellum er um að ræða, sýndarviðskipti sem er milli afar skyldra aðila (móðurfyrirtækis og dótturfyrirtækis)  Þetta net er riðið, til að ,,mynda" afskrifanlega ,,eign" því ekki má setja í bækur ,,verðmæti" sem ekki hafa verið keypt við einhverju bókfærðu verði. 

Í gegnum svona bókhaldsleikfimi, hefur myndast ,,gróði" í félögunum við sölu á skipum til dótturfélaga og þa´orðið löglegt, að greiða eigendum út arð og það ekkert smáræði.

Eina lausnin er, að taka upp annað kerfi, sem úthlutar með tilliti til allrar fæðukeðjunnar og veiðarfæranotkunar.

Meira að segja sjómenn sem vinna við til dæmis flottroll, vita og viðurkenna, að það er gereyðingavopn á miðunum.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 18.2.2010 kl. 10:34

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband