Forsetinn til sóma

Mikið er ánægjulegt að fylgjast með hvernig forseti Íslands tekur upp hanskann fyrir Íslenska þjóð í erlendum fjölmiðlum í þessu flókna deilumáli sem Icesave deilan er.

IMG_0023Mikið er ánægjulegt að lesa ummæli forsetans í erlendum fjölmiðlum þar sem hann kynnir málstað Íslands af næmni og þekkingu.

Mikið er ánægjulegt að æðsti embættismaður okkar Íslendinga og sá eini sem við kjósum á fjögurra ára fresti í beinni kosningu til að fara með framkvæmdavaldið, skuli berjast með oddi og egg í erlendum fjölmiðlum að verja málstað okkar Íslendinga.

Mikið er ánægjulegt að loks hafi athygli umheimsins verið dregin að þeirri svívirðilegu aðför og því gríðarlega tjóni sem hér varð þegar Bretar settu hryðjuverkalög, ekki bara á Kaupþing og Landsbankann, heldur einnig á íslenska Fjármálaráðuneytið og Seðlabanka Íslands.

Mikið er dapurt að þeir ráðherrar sem forseti hefur falið að framkvæma vald sitt skuli ekki feta í fótspor forsetans og berjast með sama hætti fyrir málstað Íslands í erlendum fjölmiðlum.

Mikið er dapurt að þeir ráðherrar sem forseti hefur falið að framkvæma vald sitt skuli ekki enn hafa gert kröfur um bætur úr hendi Breta vegna þess tjóns sem hér varð þegar Bretar settu á okkur hryðjuverkalög sem varð til þess að Kaupþing og restin af íslenska bankakerfinu féll. Tjónið sem hér varð vegna þessarar efnahagsárásar Breta á Ísland er sambærilegt við það og ef þeir hefðu sent hingað sprengiflugvélar og jafnað hálfa Reykjavík við jörðu.

Nú þarf þjóðin að taka slaginn með forsetanum og þeim fjórðungi þjóðarinnar sem skoraði á forsetann að synja Icesave lögunum staðfestingar og vill fella þennan samning.

Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.

 


mbl.is „Það er verið að kúga okkur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sammála Friðrik,

Það er ánægjulegt að sjá loks einhvern, sem tekið er mark á vegna stöðu sinnar, verja heiður og líf Íslands, á trylltri öld.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 30.1.2010 kl. 15:09

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Mæsltu manna heilastur Friðrik.

Tek undir allt sem þú segir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.1.2010 kl. 16:33

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já Friðrik, Hann er nú að vinna verk sem stjórninn átti að vera búin að skila fyrir löngu.  Það má leiða að því líkum að því að málið lægi öðruvísi fyrir ef það hefði verið gert.

Nú er verið að birja á málinnu frá réttum enda. 

Hrólfur Þ Hraundal, 30.1.2010 kl. 17:13

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Frábært hjá þér Friðrik takk fyrir. Stjórnin er ekki að vinna fyrir okkur það er af og frá við verðum að biðja um breytingu og það strax allir tala um breytingar og nýtt blóð en það hefur ekkert þokast í þá átt heldur þvert á móti spillingin og óréttlætið er algert stjórnleysið er tilfinnanlegt algerlega vanhæf stjórn sem á að fara frá strax!

Sigurður Haraldsson, 30.1.2010 kl. 22:20

5 Smámynd: Friðrik Már

Orð í tíma töluð nafni !

Forsetin virðist vera sá eini sem er að standa í lappirnar í þessu máli  

Það skarar hver og einn eld að sinni köku án tillits til náungans, siðleysið er algjört.

Þetta sér maður í pólitíkinni, viðskiptalífinu og jafnvel umferðinni, það er einfaldlega engin virðing borin fyrir lögum og reglum í þjóðfélaginu og trúlega má eina helst leita skýringa í genunum sem við fengum í arf frá vikingunum forðum.  Við eru flest upp til hópa litlir höfðingjar sem hugsum fyrst og fremst um okkur sjálf og þá sem okkkur tengjast sterkustu böndum. Menn fara stórum orðum á bloggsíðum og tala um byltingu og allsherjar verkföll en engin gerir neitt.

Það er með ólíkindum að fylgjast með mótmælunum á laugardögum þar sem óðum fækkar í hópnum þótt verið sé að mótmæla því sem tengist okkur öllum.  Leiðréttingar á lánum, afnám verðtryggingar og fl.

Lifeyrissjóðirnir, bankarnir og nú síðast stjórnvöld vinna baki brotnu á móti fólkinu í landinu, þetta fólk hugsar fyrst og fremst um launin sín og eftirlaunatekjur í stað þess að hugsa um og vinna fyrir fjöldann.

Svona hefur þetta verið og svona verður þetta, því þessu verður ekki breytt til þess erum við of dofin og sjálfselsk. maður hefði haldið að það myndi duga eitt stk allsherjar banka og kerfishrun en það virðist þurfa eitthvað mikið meira til þess að við vöknum af doðanum.           

Friðrik Már , 31.1.2010 kl. 12:21

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég er ekki í þeim hópi sem er stolt eða glöð með forsetann. Finnst hann hafa brugðist okkur á ögurstundu þann 5. jan sl og nú baðar hann sig í útlöndum með eigin stefnu í þessu máli. Hann á að vera talsmaður stjórnvalda, svo fremi að hann tjái sig um stefnumál þeirra yfirleitt. Þetta segir stjórnarskráin okkar, en hverjum kemur hún við, þegar hægt er að ná vinsældum í útlöndum. Stöðnun í boði forsetans kostar okkur 75 milljarða á mánuði, en hvað er það milli vina þegar "þjóðarstoltið"  "rembingurinn" "standa í lappirnar" og  fleira eiga í hlut. Hverskonar rugl er í gangi hérna????

Hólmfríður Bjarnadóttir, 31.1.2010 kl. 17:39

7 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæl Hólmfríður.

Af hverju segir þú að forsetinn eigi að vara talsmaður stjórnvalda?

Farðu inn á þessa tengingu HÉR og lestu stjórnarskrána.

Stjórnarskráin segir okkur að Alþingi og forseti fari saman með löggjafarvaldið. Stjórnarskráin segir okkur að forsetinn fer með framkvæmdavaldið. Stjórnarskráin segir okkur að það er forsetinn sem felur ráðherrum að framkvæma vald sitt. Ekki öfugt.

Samkvæmt stjórnarskrá geta stjórnvöld ekki sagt þjóðkjörnum forseta lýðveldisins fyrir verkum.

Samkvæmt stjórnarskránni er það forsetinn sem getur sagt stjórnvöldum fyrir verkum.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 31.1.2010 kl. 20:27

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hólmfríður þú ert ein af þeim sem hefur verið heilaþveginn af stjórnvöldum talar um smá aura þegar málið snýst um kerfishrun og þjófnað úr öllu bankakerfinu þegar bankarnir fóru á hausinn þá töpuðust 1200 milljarðar og að við ættum að sætta okkur við það að borga skuldir einkafyrirtækja fjárglæfra manna má aldrei verða. Ef þú hefur horft á silfur Egils í dag þá var viðtal við Max nokkurn Kicer þess efnis að fjárglæfra menn hafi tekið stöðu gegn íslensku krónunni og bankakerfinu með þeim afleiðingum sem við urðum vitni af þar áttu hlut að máli Bretar með hryðjuverkalög og Hollendingar með slakt fjármálaeftirlit þeir eiga að borga við ekki krónu og hafðu það. P.S ef þú vilt borga þá gerðu það ekki geri ég það.

Sigurður Haraldsson, 1.2.2010 kl. 02:06

9 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Allir sem tala með icesave skuldbindingunni eru landráðamenn sem vilja selja landið í hendur fjárglæframanna.

Sigurður Haraldsson, 1.2.2010 kl. 02:14

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband