Heiðarleiki það gildi sem þjóðin metur mest.

Samkvæmt fyrstu niðurstöðum frá þjóðfundinum í Laugardalshöll þá er heiðarleiki það gildi sem flestir leggja mesta áherslu á. Frelsi er í sjöunda sæti.

Fossvogur bAð ljúga að þjóðinni og leggja höfuð áherslu á frelsið er því ekki vænlegt til árangurs í stjórnmálum í dag.

Þessi fyrsta niðurstaða þjóðfundarins er strax eitthvað fyrir okkur Sjálfstæðismenn að moða úr þegar við veljum trúnaðarmenn til starfa fyrir okkur.

Mynd: Á göngubrúnni yfir Kringlumýrarbraut, 1.11.09. 

 


mbl.is Þjóðin leggur áherslu á heiðarleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En hvað um græðgi? og einstaklingshyggu? Ég hélt að það væru þeir eiginleikar sem væru í mestum metum. Þessi þjóðfundur er örugglega ekki réttur þverskurður af þjóðinni.

Ólafur (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 13:51

2 identicon

Þjóðin leggur áherslur á heiðarleika, kærleik, ábyrgð, frelsi, jöfnuð og traust.

Það er allt gott og blessað.

En eru þetta bara ekki innihaldslausir farsar/slagorð sem engin man eftir að fundi loknum.

Mun fólk eitthvað frekar muna eftir þessum áherslum heldur en bara boðorðunum 10?

Jón Þórhallsson (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 14:00

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Sæll og blessaður Friðrik.

Já og menn og konur úr öllum flokkum ættu að taka vel eftir.

Kveðja að norðan

Arinbjörn Kúld, 14.11.2009 kl. 15:48

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Þetta er allt gott og blessað en er gleymt þegar að kjörkassanum er komið.  Verkin tala, og þau eru til sýnis við Austurvöll!

Andri Geir Arinbjarnarson, 14.11.2009 kl. 22:40

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband