Bretar og Hollendingar munu þéna þykkt á Icesave samningnum.

"Vaxtakostnaður breska ríkisins á 10 ára skuldbindingum er nú um 3,4 prósent og hollenska ríkið getur fjármagnað sig á 3,6 prósent vöxtum til sama tíma. Jafnaðarvaxtakostnaður Breta og Hollendinga er því um 3,5 prósent. Icesave samningurinn kveður á um að íslenska ríkið þarf að borga 5,55 prósent vexti, eða meira en tveimur prósentustigum yfir því, sem það kostar Breta og Hollendinga að fjármagna Icesave lánið.

03102009126Þetta leiðir af sér að á þeim 15 árum, sem fyrirhugað er að taki Ísland að endurgreiða Icesave skuldbindinguna, munu bresk og hollensk stjórnvöld hirða um 1,5 milljarða evra í vaxtamun af íslenskum skattgreiðendum. Á gengi dagsins í dag jafngildir þetta meira en 270 milljörðum króna."

Segir í frétt á Pressunni í viðtali við Ársæl Valfells lektor.

Það að Bretar og Hollendingar eru að gera þetta Icesave mál að féþúfu sinni og munu hagnast á þessum samningi um að minnsta kosti 270 milljarða króna er þannig mál að þennan samning má ekki samþykkja óbreyttan.

Ranglætið í þessu Icesave máli er fullkomnað með þessu.

Hvað í ósköpunum gekk þessari íslensku samninganefnd til?

Hvers vegna í ósköpunum samþykkir ríkisstjórnin svona samning?

Eru stjórnvöld búin að missa alla tenginu við raunveruleikann og hætt að geta skilið á milli þess sem er rétt og rangt?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Ég hef grun um að samninganefndin hafi ekki haft hundsvit á því sem þeir áttu að gera.  En e.t.v. er hægt að kalla þessa mismunun, vegna vaxtamunarins "hina nýju nýlendustefnu".  Við munum ekki ráða okkur sjálf fyrr en þessi skuld er uppgreidd, þannig er það nú bara.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 24.10.2009 kl. 22:34

2 identicon

Þeir færa björg í bú Hollendingar og Bretar.Við grátum þeir fagna.

hörður halldórsson (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 00:51

3 Smámynd: Elínborg Skúladóttir

Svo þótti samningurinn frá nóvember í fyrra svo góður með 6,4% !!!!!!!!!!!

Það er ekki rétt að önnur ríki geti hagnast á skattgreiðendum smáríkis með svona kúgun.

Þetta þarf að kæra til alþjóðadómstólsins, og það af íslensku þjóðinni ekki ríkisstjórn né alþingi.

Elínborg Skúladóttir, 25.10.2009 kl. 02:53

4 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Sammála Elínborgu

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 25.10.2009 kl. 03:11

5 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Friðrik,

Ég skrifaði um þetta í júní við litlar undirtektir en nú þegar útlendingar eru komnir í þetta vakna menn hér.  Hvert 10 ára barn gat reiknað þetta út í byrjun júní eins og ég skrifa um á mínu bloggi.

Andri Geir Arinbjarnarson, 25.10.2009 kl. 09:55

6 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Svo má ekki gleyma að þegar talað var um 6.4 % voru LIBOR vextir miklu hærri en í júní. Líklega var 6.4% betra miðað við LIBOR en 5.5%.  Allt er afstætt og ekkert er eins og það sýnist. Þess vegna er svo mikilvæg að hafa fjármálasérfræðinga með í för en ekki aðeins lögfræðinga.

Andri Geir Arinbjarnarson, 25.10.2009 kl. 09:58

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband